Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Page 34
34 FÓKUS - VIÐTAL 10. maí 2019
af fjórum systrum. Til fjögurra ára
aldurs bjó hún þó í Danmörku en
man lítið eftir því.
„Það er svo undarlegt að stund
um fæ ég einhverja löngun í dansk
an leikskólamat. Hrísgrjónagraut
með kanilsykri og smjörklípu út í.
Þetta er stórskrýtið og sennilega
eitthvað djúpt og órannsakanlegt í
mér,“ segir Kamilla og hlær.
Var þetta menningarheimili?
„Þetta var venjulegt millistéttar
heimili. Eru ekki öll íslensk heimili
menningarleg?“
En þú sem barn og unglingur?
„Ég sjálf var hvatvís sem krakki
og fannst ekkert alltaf gaman í
skólanum. Ég gekk í Hlíðaskóla og
svo Menntaskólann í Hamrahlíð.
Þegar ég var átján ára fór mér að
finnast óbærilega leiðinlegt í skól
anum og hætti. Það var einhver
uppreisn í mér og ég vildi gera
eitthvað sem foreldrum mínum
var í nöp við. Þá fór ég að vinna á
strípibúllunni Vegas, foreldrum
mínum til mikillar skemmtunar
og ánægju, við að selja inn og að
stoða á barnum.“
Veturinn á Vegas
Á þessum árum í kringum alda
mótin var að ganga yfir mikil kyn
lífs og klámvæðing í íslensku
samfélagi. Erótískar myndir voru
sýndar í sjónvarpinu, Bleikt og
blátt seldist eins og heitar lumm
ur, kynlífshjálpartækjabúðir
spruttu upp og samanlagt voru
sjö strípistaðir á höfuðborgar
svæðinu og þrír á landsbyggð
inni.
„Þetta var allt annað en í dag.
Venjuleg fyrirtæki komu og héldu
starfsmannapartíin á strípistöð
unum. Þetta var skrýtið fyrir mig
að upplifa þetta og sjá viðhorfið
til kvenna. Þetta var ekki and
rúmsloft þar sem var borin
virðing fyrir konum sem jafningj
um. Ég var mjög ung og fattaði
ekki allt saman, en ég sá að þetta
voru ekki frjálsar konur. Þetta
voru nánast eingöngu erlendar
konur og svo dæmi sé tekið þá
voru vegabréfin tekin af þeim
þegar þær komu til landsins.“
Kamilla segist ekki hafa lent
í neinu óviðurkvæmilegu enda
hafi hún haft ýmis forréttindi.
Einnig fannst henni á þessum
tíma mjög spennandi að vinna á
svona vafasömum stað. „Sjarm
inn var fljótur að fara. Þetta var
ansi subbulegt og ég myndi ekki
hvetja dætur mínar til að sækja
um vinnu á svona stað. En ég
kynntist líka fjölda frábærs fólks,
heyrði alls kyns athyglisverðar
sögur og kynntist stelpum alls
staðar að úr heiminum.“
Átti dóttur fyrir tímann
Eftir einn vetur á Vegas hætti
Kamilla og fór að starfa sem bréf
beri. Henni leið vel í því starfi og
ætlaði að skrifa bækur eins og
skáldið Charles Bukowski, sem
margir unglingar héldu upp á.
Upp úr aldamótum eignaðist hún
tvær dætur. Sú eldri fæddist sem
fyrirburi, þremur mánuðum fyrir
tímann.
„Það stóð oft tæpt með hana og
var heilmikill pakki að vera tuttugu
og eins árs gömul með fyrsta barn
í þessum aðstæðum. Ég fór allt í
einu af stað og það fannst aldrei
nein ástæða fyrir því. Hún var að
eins eitt kíló þegar hún fæddist og
ýmislegt sem fylgdi, hjartastopp
og fleira. Hún var í þrjá mánuði á
spítalanum og það var mjög erfitt
meðan á þessu stóð. Hún var lengi
í rannsóknum á eftir þetta og ýms
ar áskoranir sem fylgdu. En sem
betur fer fór þetta allt vel og það er
í lagi með okkur báðar í dag.“
Tæpu ári síðar kom hin í heim
inn, en þá slitnaði upp úr sam
bandi Kamillu og mannsins henn
ar.
„Ég varð ein með þær tvær
og þá fór ég að huga að því að
mennta mig. Að vera einstæð
tveggja barna móðir væri ekkert
sérstaklega gæfulegt. Þess vegna
fór ég í Menntaskólann í Reykja
vík og kláraði svo stúdentsprófið í
Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
Mamma og pabbi voru þá ný
flutt aftur heim, frá Berlín, og þau
veittu mér mikinn stuðning með
stelpurnar.“
Eftir stúdentsprófið starfaði
Kamilla sem verkefnastjóri hjá frí
stundaheimili á vegum ÍTR. Hún
fór í japönsku við Háskóla Íslands
og síðar þroskaþjálfarafræði við
Kennaraháskólann en kláraði ekki
námið. Þegar þriðja dóttirin kom í
heiminn árið 2008 fór hún í sagn
fræði við Háskóla Íslands.
„Ég var ein af þessum sem
hló í gegnum allt námið að þeim
sem kláruðu allt nema ritgerðina.
En svo gerði ég það sama sjálf,“
segir Kamilla og brosir. „Mér
fannst námið mjög skemmtilegt
en þegar kom að endapunktin
um var ég farin að vinna og hafði
meiri áhuga á öðru en að liggja yfir
skjölum á Þjóskjalasafninu.“
Hefur trú á æskunni
Um þetta leyti var Kamilla virk
í stjórnmálum. Hún sat í fram
kvæmdastjórn Samfylkingarinnar
og í stjórn Ungra Jafnaðarmanna.
Vorið 2007 tók hún einnig sæti á
framboðslista flokksins í Reykja
víkurkjördæmi norður. Hún hefur
ekki langt að sækja jafnaðar
mannablóðið því faðir hennar tók
nýverið sæti á þingi fyrir Samfylk
inguna.
„Ég hef alltaf haft áhuga á sam
félagsmálum. Ef maður er þokka
lega heill sér maður að samfélag
ið er ekki sanngjarnt og það hallar
á marga. Ein leiðin til að berjast
gegn óréttlæti er í gegnum stjórn
mál. En fljótlega áttaði ég mig á því
að sem lífsstíll hentaði þetta mér
ekki. Ef maður ætlar sér að gera
þetta að frama þá verður maður
að setja sig inn í öll mál og allt ger
ist svo hægt og erfiðlega. Að sitja
á fundi í þrjá klukkutíma og tala
um einhverjar vegabætur og slík
mál sem skiptu mig engu sérstöku
máli. Ég brann miklu frekar fyrir
málum tengdum mannréttind
um, en þau fá ekki jafn mikið vægi
í umræðunni.“
Þannig að þú hefur engan
þingmannsdraum í hjarta?
„Nei, alls ekki. Metnaður minn
liggur ekki lengur þar. En ég er
alltaf til í að styðja fólk til góðra
verka, og hef tekið þátt í því hjá
fleiri flokkum en Samfylkingunni.
Ég hef einnig stutt við grasrótar
starf og var til dæmis einn vetur
í stjórn Samtakanna ’78, tek þátt
í mótmælum og kröfugöngum.
Mér finnst mikilvægt að segja sín
ar skoðanir og láta ekki sitt eftir
liggja. En frami í stjórnmálum er
ekki eitthvað sem ég sækist ekki
eftir.“
Þó að Kamilla telji að ástandið í
lands og heimsmálunum sé ekki
beysið þá er hún bjartsýn á að
komandi kynslóðir geti snúið við
syndum fyrri kynslóða.
„Ég sé þetta núna með dætur
mínar sem eru langtum róttækari
en ég var nokkurn tímann, í
mannréttinda og umhverfis
málum. Þær vilja ekki einu sinni
kaupa sér nýjar flíkur og horfa illi
lega á mig ef ég fer í H&M. Sem er
frábært, því þetta unga fólk mun
bjarga okkur og er tilbúnara til að
sjá málefni frá mörgum hliðum.
Það eru líka þau sem munu þurfa
að kljást við vandamálin sem við
skiljum eftir, við hin eldri verðum
dauð.“ n
MATSÖLUSTAÐUR
SKEMMTISTAÐUR
RÁÐSTEFNUR
ÁRSHÁTÍÐIR
VEISLUR
RÁIN ER ALHLIÐA VEITINGAHÚS
Í REYKJANESBÆJARhjarta
Að lesa hana átti að vera
eins og að lenda á trúnó
á fylleríi, án þvoglu-
mælginnar auðvitað
Á meðan ég reyni að finna út
úr strætó eða hraðbanka þarna
í Mjódd eða hvort ég sé búin að
klúðra lífi mínu er hann örugg
lega að stynja fallega með nýju
stúlkunni sinni og ég veit að ég á
að samgleðjast honum en ég geri
það ekki neitt og ákveð að athuga
hvort spíttsalinn, sem ég var einu
sinni alltaf að tala við, sé on
line því þá er hann kannski í eft
irpartýi og vill leyfa mér að koma.
Þótt mér þyki hann ekkert
skemmtilegur þá væri ég alla
vega ekki alein. Hann er einmitt
á heimleið og til í að reyna
að ríða mér. Við finnum ekk
ert á meðan, hvorki til né unað.
Þegar hann sofnar er einmana
leiki minn orðinn margfalt verri
og ég fer heim án þess að kveðja
því stundum fer dagurinn bara
þannig.
Úr bókinni Kópavogskrónika
– til dóttur minnar með ást og steiktum.
Hún var aðeins eitt kíló þegar
hún fæddist og ýmislegt sem
fylgdi, hjartastopp og fleira