Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Qupperneq 36
36 FÓKUS - VIÐTAL 10. maí 2019
K
ristín Ólafsdóttir tók við
starfi framkvæmdastjóra
Píeta samtakanna um síð-
ustu áramót, en þrátt fyr-
ir nám í viðskiptum og lögfræði
hefur hún aldrei unnið við þau
störf, heldur frekar kosið að vinna
störf sem snúa að hinu mannlega,
samskiptum og að sköpun. Hún
hefur borið fyrir brjósti hag þeirra
sem minna mega sín frá unga aldri
og á, að eigin sögn, mjög gott með
að vinna með fólki, en er á sama
tíma óskipulögð og örlítið flippuð
og sennilega ekki allra.
Blaðamaður DV settist í sófann
með Kristínu á Baldursgötu 7 og
fór yfir feril Garðabæjarpíunnar,
sem brennur í dag fyrir að þeir
sem sjá ekkert annað en myrkur og
vonleysi í lífi sínu, finni aftur ljósið
og vonina.
„Ég er Garðabæjarpía alveg í
húð og hár,“ segir Kristín og hlær
aðspurð um bakgrunn sinn. Hún
er fædd og uppalin í Garðabæ,
gekk þar í grunnskóla, en „villt-
ist“ í tvö ár til Hafnarfjarðar við
skilnað foreldra sinna. „Svo eftir
grunnskóla þá ætlaði ég auðvitað
í Verzló, sem ég var samt ofboðs-
lega lítið spennt fyrir og ákvað að
taka mér árs frí og fara að vinna á
Kristín stýrir starfi Píeta - Með bráðaofnæmi fyrir óréttlæti - Sökuð um að Disney-væða flóttastúlku
„Fólk verður
að vita að það
er alltaf von“
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is
MYNDIR: HANNA/DV Málefni sem
snertir alla Kristín
segir mikilvægt að
geðheilbrigðismál
snerta alla, hvar
sem þeir eru staddir
í samfélaginu.