Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Síða 38
38 FÓKUS - VIÐTAL 10. maí 2019
að vinna á sjálfsvígshugsunum og
skaða, og tölurnar sýna að þörfin
á aðstoð er mikil. Í apríl árið 2018
voru viðtölin 19 talsins, í apríl í
ár eru þau 158. „Það kostar pen-
inga að fara til geðlæknis og sál-
fræðings, rosalega mikið, sem
er kostnaður sem Píeta ber með
gleði. Það var eitt af mínum verk-
efnum að koma tölfræði á hreint
og innleiða gagnagrunn. Tölfræðin
þarf að vera skýr, því hún er einn
grundvöllur þess að fá fjármagn.
Þörfin er mikil og núna í mars lent-
um við í því að hafa hvorki nægan
mannafla né viðtalsherbergi til
að geta unnið eins og við viljum
vinna. Við viljum að fólk komist
strax að þegar það hefur samband
við okkur. Edda Arndal, forstöðu-
maður faglega hlutans, og fagfólk-
ið sem vinnur hérna hefur unnið
engu að síður unnið kraftaverk.“
Að sögn Kristínar er yfir-
byggingin eins lítil og kostur er,
húsnæðið er lánað endurgjalds-
laust af Alma og húsgögn og aðrir
innanstokksmunir, auk vinnu við
að koma húsnæðinu í stand, voru
gjöf frá fyrirtækjum, verktökum og
sjálfboðaliðum. „Starfsfólk vinnur
endurgjaldslaust umfram sinn
vinnutíma og Ljósberar, sem eru
sjálfboðaliðarnir okkar, leggja sitt
af mörkum og okkur vantar fleiri
góða einstaklinga í þann hóp.“
Öllum gefst kostur á að styrkja
Píeta með mánaðarlegu framlagi
að eigin vali. „Ég held að fólk geri
sér oft ekki grein fyrir hvað það er
að hafa góð áhrif með sínu fram-
lagi, 1.000 krónur á mánuði í eitt
ár greiða inntökuviðtal hjá sér-
fræðingi fyrir einstakling sem
langar til að deyja. Hversu magn-
að er það?
Ég held að margir greiði í alls
konar félög og hafi ekki hug-
mynd um í hvað framlag þeirra
fer og hvað það skiptir miklu máli.
Einnig er fjöldi félagasamtaka
eins og Kiwanis, Lions og Odd-
fellow að gera kraftaverk. Sjálf-
boðavinna er svo ný af nálinni hér
á landi. Árið 1993 þegar ég var að
sækja um í skóla á Bretlandi þá
var ég alltaf spurð um hvaða sjálf-
boðastörfum ég hefði sinnt og á
námsárunum var ég sjálfboðaliði
í dýraathvörfum og fleira,“ segir
Kristín. „Árið 2001 þegar ég byrj-
aði í breska sendiráðinu þá var oft
talað um hvað var lítið um sjálf-
boðaliðastörf hérna, eiginkonur
diplómata fundu ekkert að gera og
voru því oft mjög einangraðar. Ein
leið til að brjóta sig út úr félags-
legri einangrun er að gerast sjálf-
boðaliði og það er hægt hjá okkur
og á fleiri stöðum. Félagsleg ein-
angrun er hræðileg, hvernig getur
maður tilheyrt. Félagsleg einangr-
un er æxli sem þarf að taka burt.
Fólk verður að vita að það er
alltaf von, það er alltaf hægt að
breyta og bæta og það má enginn
gleyma því. Svo má ekki gleyma að
fólk er misvel búið undir áföll, mitt
áfall getur verið lítið í þínum huga
en ekki mínum.“ n
PIZZERIA
DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI
DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI
„Ég fór í
viðskipti af
því það var
skynsam-
legt, ekkert
annað“