Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Page 39
KYNNING
JARÐVEGSSKRÚFUR FRÁ ÁLTAKI:
Hver undirstaða fer niður á
örfáum mínútum og pallurinn
tilbúinn á mettíma
Stór hluti af vinnunni við að koma sér upp sólpalli eða skjólvegg eru undirstöðurnar. Meðalstór
sólpallur getur til dæmis tekið marga
daga þar sem langur tími fer í að
grafa og steypa í undirstöður.
Jarðvegsskrúfur eru algjör bylting í
þessum efnum. Niðursetning hverrar
jarðvegsskrúfu tekur einungis nokkrar
mínútur og væri þar með jafnvel
hægt að klára pallinn á einum degi.
„Notaðar eru heitgalvaniseraðar
skrúfur sem koma frá þýska
framleiðandanum Krinner. Notast
er við sérstaka borvél til að skrúfa
skrúfurnar niður og er borvél-
in leigð út. Komin er fjögurra ára
reynsla á þetta hér á landi en er-
lendis hafa þær verið notaðar síðan
1994. Notkun jarðvegsskrúfa fer ört
vaxandi og eru viðskiptavinir okkar
yfir sig ánægðir,“ segir Guðmund-
ur Hannesson hjá Áltaki sem selur
jarðvegsskrúfurnar hér á landi.
Jarðvegsskrúfur eru til í mörgum
stærðum og gerðum og henta því
fyrir nánast hvað sem er. „Skrúfurnar
henta í svo margt. Festa niður sól-
palla, göngu- og útsýnispalla, skjól-
veggi, umferðarskilti og meira að
segja er hægt að festa heilu húsin
með þeim,“ segir Guðmundur.
Áltak selur sérstakar skrúfur til að
festa niður trampólín. Slíkar festingar
hafa komið sér afar vel enda er allra
veðra von hér á Íslandi, jafnvel yfir
hásumarið.
En hvernig ber fólk sig að ef það vill
nýta sér þessa byltingarkenndu lausn
og þarf til dæmis að festa sólpall eða
skjólvegg?
„Það er hægt að hafa sam-
band við okkur símleiðis eða koma í
sýningarsalinn okkar að Fossaleyni
8 til að skoða og fara yfir þetta
allt saman. Viðskiptavinurinn fær
skrúfurnar hjá okkur og leigir vélina til
að festa þær niður. Hann getur síðan
skilað vélinni að verki loknu.“
Hægt er að hafa samband í síma
577-4100 eða koma við hjá Áltaki í
Fossaleyni 8, 112 Reykjavík.
Einnig er hægt að senda póst á
altak@altak.is og skoða má jarð-
vegsskrúfurnar nánar á heimasíðu
Áltaks, www.altak.is.