Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Qupperneq 40
40 10. maí 2019 Tímavélin Gamla auglýsinginEyjafréttir 8. febrúar 1990 Í síðustu viku fjallaði tímavél DV um Sigvardt Bruun, fangavörð í tukthúsinu við Arnarhól und­ ir lok 18. aldar. Óþokka sem margar þjóðsögur spunnust um, þar á meðal undarlegan dauðdaga hans eftir spark frá hesti. Ekkja hans, Christine, keypti beyki­ hús við Tjarnargötu 4 sem var nefnt Brúnshús en það var rifið í kringum árið 1830. Brúnshús var vettvangur eins þekktasta reim­ leikamáls í sögu Reykjavíkur, hið svokallaða draugsmál Sigurðar Breiðfjörð. Skáldið, böðullinn og rolumennið Í janúar síðastliðnum var stutt­ lega minnst á Sigurð Breiðfjörð skáld í tímavél DV. Hann var fædd­ ur árið 1798 í Breiðafirði og starf­ aði víða um land sem beykir, en einnig á Grænlandi. Sigurður var mikið skáld en óreglumaður, sem lifði í stöðugri fátækt og hélt illa á kvennamálum sínum. Árið 1826 flutti hann til Vestmannaeyja og giftist konu að nafni Sigríður Niku­ lásdóttir. Hana skildi hann eft­ ir í Eyjum og giftist annarri konu, Kristínu Illugadóttur á Snæfells­ nesi. Var hann dæmdur til 20 vandarhögga og hárrar fjársektar fyrir tvíkvænið. Síðustu árin bjó hann í Reykjavík, var hann heilsu­ veill og sat inni fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal ávísanafölsun. Sig­ urður dó innan við fimmtugt úr mislingum. Sú saga sem nú verður sögð, gerðist áður en hin miklu persónulegu vandamál Sigurðar hófust, eða árið 1823. Brúnsb­ hús var kannski ekki reisulegt hús á nútímamælikvarða en það þótti myndarlegra en mörg önn­ ur í miðbæ Reykjavíkur á þessum árum. Það var reist sem hluti af Innréttingum Skúla Magnús sonar fógeta, á árunum 1752 til 1760. Jörundur hundadagakonungur hafði búið þar stuttlega og kaup­ maðurinn Jakob Robb, og svo auð­ vitað ekkjan Christine Bruun sem húsið var nefnt eftir. Sigurður Breiðfjörð var einn sex ungra manna sem bjuggu í Brúns­ húsi þegar reimleikarnir hófust en auk þess bjó þar fjögurra manna fjölskylda. Flestir sem bjuggu þarna voru smiðir en einnig var þar böðull að nafni Guðmund­ ur Hannesson sem kallaður var Fjósarauður. Þeir sem einnig koma við sögu hér af íbúum Brúns­ húss eru Hannes Erlendsson skó­ ari og Pétur Pétursson beykir sem var lýst sem „rolumenni“ og hálf­ gerðum einfeldningi. Allir voru mennirnir á þrítugsaldri og þótti sopinn ekki vondur. Málinu voru gerð skil í Lesbók Morgunblaðsins árið 1951 og aftur í Tímanum árið 1990. Barið á glugga og hurð Miðnætti, þann 4. desember árið 1823. Allir íbúar Brúnshúss voru farnir upp í rúm nema Sig­ urður Breiðfjörð, Hannes og Guðmundur böðull sem sátu í eldhúsinu. Pétur var þó enn vak­ andi í bæli sínu en hann og Hann­ es sváfu saman í herbergi. Allt í einu heyrði Pétur að ein­ hver var að eiga við gluggann. Þá kom Hannes inn og spurði Pétur þá hvort hann hefði verið að bisa eitthvað við gluggann. Hannes neitaði því og spurði Sigurð sem neitaði einnig. Þegar Hannes ætl­ aði að fara að sofa heyrðist aftur þrusk í glugganum, og kröftugra en áður. Pétur slökkti ljósið og rauk að glugganum en sá ekkert nema svartnættið. Þá heyrðist ýlfur fyrir utan svefnherbergishurðina og líkt og krafsað væri í hurðina sjálfa. Þá heyrðist mikill skellur líkt og lamið hefði verið kröftuglega í hana. Pétur varð nú mjög hræddur og Hannes fór til að athuga, en hann sá ekkert nema myrkrið á gangin­ um. „Samt hlýtur þetta að vera draugur eða vofa,“ sagði hann við Pétur og þá kom annað bylmings­ högg á hurðina. Byssan sótt Nú var Pétur orðinn svo hrædd­ ur að hann stökk upp úr rúminu og náði í byssu. Hún var óhlaðin og Pétur gekk að skattholi einu til að sækja púður. Á meðan hann gerði það kallaði hann til draugsins og hótaði að skjóta hann. Höfðu hótanirnar ekkert að segja því að þriðja höggið dundi á hurðinni. Pétur varð þá svo hræddur að hann stökk upp í rúmið, hnipraði sig saman og grét. Draugurinn æstist nú enn frekar. Heyrðu bæði Pétur og Hannes hljóð sem líktist helst hvalablæstri. Þá komu glær­ ingar út um skráargatið á svefn­ herbergishurðinni. Var Pétur nú orðinn sannfærður um að hér væri á ferðinni sending sem væri komin til að vinna þeim mein. Þegar glæringunum linnti bað EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI Draugurinn í Brúnshúsi n Kraftaskáldi borgað í peningum og víni n Endaði fyrir dómstólum Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Haldið þið að ég viti ekki allt um þennan draug og hvernig hann er gerður? Draugur að austan Vildi drepa Pétur beyki. Sigurður Breiðfjörð Kraftaskáld og íbúi í Brúnshúsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.