Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Side 54
54 FÓKUS 10. maí 2019
Sundaborg 3 - 104 Reykjavík - 777 2700 - xprent@xprent.is
SKILTAGERÐ
BÍLAMERKINGAR
BANNER-UP
SÓLARFILMUR
Ráðgjöf
Hönnun
Framleiðsla
Uppsetning
„Billjóna dollara hugmynd seld til einnar
stærstu lögfræðistofu Bretlands“
Íris Hervör vann alþjóðlega frumkvöðlakeppni í lögfræði
Í
ris Hervör Sveinsdóttir er nem-
andi á lokaári í lögfræði á Bif-
röst. Í apríl vann hún ásamt
félögum sínum verðlaun í al-
þjóðlegri frumkvöðlakeppni í lög-
fræði og hafa þau þegar selt hug-
mynd sína til stærstu lögfræðistofu
Bretlands og vinna að því að koma
hugmyndinni á markað.
„Ég tók menntaskólann í Hrað-
braut og þar var einn áfangi í
lögfræði, sem ég lauk með 10 í
einkunn. Þar sá ég að lögfræðin
var klárlega eitthvað sem átti vel
við mig og mig langaði að læra,“
segir Íris. Hún tók eitt ár í lögfræði
í Háskóla Íslands, fór svo að læra
lögfræði við Háskólann á Bifröst
og lýkur eins og áður sagði BS-
-gráðu þaðan í sumar og stefnir á
að fara strax í master. „Ég er búin
að taka námið í nokkrum bútum,
þar sem ég eignaðist bæði börn-
in mín á námstímanum, Ágúst
Breka, sem er 9 ára, og Ísabellu
Jönu, sem er 5 ára.“
Draumastarfið væri starf tengt
Evrópurétti eða öðru slíku og Íris
sér því ekkert til fyrirstöðu að flytja
út til vinnu með eiginmanninn,
Inga Gunnar Ingason, og börnin.
„Eftir að foreldrar mínir skildu þá
flutti pabbi til Þýskalands og ég
var mjög oft hjá honum, ég tala
þýskuna reiprennandi og er alveg
tilbúin og óhrædd við að kynn-
ast nýrri menningu og öðru, ég lít
ekkert svo á að ég sé bara föst hér
á Íslandi.“
Ítarlegt umsóknarferli í
alþjóðlega keppni
Keppnin sem Íris tók þátt í nefn-
ist Law Without Walls, eða lög án
veggja, og er alþjóðleg keppni sem
margir af virtustu háskólum heims
taka þátt í, þar á meðal Harvard og
háskólinn í Miami. „Helga Krist-
ín Auðunsdóttir, sviðsstjóri lög-
fræðisviðsins á Bifröst, hafði sam-
band við mig og spurði hvort ég
hefði ekki áhuga á að taka þátt,“
segir Íris. Umsóknarferlið er tölu-
vert og Íris byrjaði á að fylla út
ítarlega umsókn ásamt því að taka
upp kynningarmyndband sem
hún sendi með. Á næsta stigi tók
síðan við ítarlegt persónuleikapróf
og að lokum voru valdir um 100
þátttakendur um allan heim til að
taka þátt í keppninni.
„Ég var síðan pöruð saman
við tvo aðra þátttakendur, Aug-
ustine frá Argentínu, og Addy frá
Þýskalandi. Þau eru bæði að út-
skrifast úr lögfræði í sínu heima-
landi. Við fengum einnig fyrirmæli
um verkefni, en þurftum síðan að
vinna saman að því að útfæra það
frekar í eitthvað nothæft,“ segir
Íris.
Keppnin er styrkt af mörgum
stórum fyrirtækjum á alþjóðavísu,
líkt og Microsoft og Spotify. Hver
hópur fékk síðan leiðbeinendur,
sem þau höfðu greiðan aðgang að
til að fá leiðbeiningar og upplýs-
ingar og segir Íris að það hafi ver-
ið ómetanlegt, enda leiðbeinend-
urnir yfirmenn stórra fyrirtækja
með mikla þekkingu og reynslu á
sínu sviði. „Leiðbeinendurnir eru
yfirmenn hjá Denton, sem er ein
stærsta lögfræðistofa Bretlands,
með yfir 200 starfsstöðvar um
allan heim, yfirmaður hjá hugbún-
aðarfyrirtækinu AI Management
og fleiri.“
Hópur Írisar þróaði nýtt kerfi
fyrir lögfræðistofur, sem heldur
utan um „proposal“ eða útboð
eins og það myndi heita á ís-
lensku, sem lögfræðistofur senda
frá sér. „Tökum sem dæmi að Dis-
ney vanti lögfræðistofu í vinnu,
þá sendir fyrirtækið fjölda lög-
fræðistofa, jafnvel fleiri hundraða,
tilkynningu um að fyrirtækið sé að
leita að lögfræðistofu. Hver stofa
leggur síðan heilmikla vinnu og
mannskap í að útbúa gögn, svo-
kallað „proposal“, sem send eru til
væntanlegs verkkaupa, sem síðan
velur eina lögfræðistofu úr hópn-
um, eða jafnvel enga,“ segir Íris.
„Allar lögfræðistofurnar sem hafa
varið miklum tíma og mannskap í
að reyna að fá verkið fá því ekkert
greitt fyrir sína vinnu. Kerfið sem
við bjuggum til heldur utan um
alla þessa vinnu, þannig að næst
þegar lögfræðistofa ætlar að gera
slíkt „proposal,“ þá þarf einung-
is að slá inn ákveðnar upplýsingar
sem kerfið sækir og safnar saman.“
Þremenningarnir töluðu
saman á Skype og með tölvupóst-
samskiptum, auk þess að hafa
greiðan aðgang að leiðbeinendum
sínum. Fagnaðarfundir voru síðan
í Miami í Bandaríkjunum rétt fyrir
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is
M
Y
N
D
: H
A
N
N
A
/D
V
Upphafsskjámynd
ProPosal Ein skjá-
mynd úr kerfinu sem
Íris og félagar hennar
hönnuðu.