Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2019, Side 56
10. maí 2019 19. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Mjá, þið segið það! 522 4600 www.krokur.net Krókur hf. er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja. Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum viðskiptavina. Krókur býður m.a. uppá: • Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum • 24 stunda þjónustu allt árið um kring • björgunarþjónustu og aðstoð ef bílar bila eða flytja þarf þá á verkstæði Taktu Krók á leiðarenda Suðurhraun 3, 210 Garðabær á þinni leið Tanja hannar vörur innblásnar af brauðtertum T anja Levý Guðmundsdóttir er 29 ára hönnuður með bakkalárs- gráðu í fatahönnun úr LHÍ og diplóma í textílhönnun frá Mynd- listaskólanum í Reykjavík. Hún hef- ur hannað vörur sem fá innblástur frá brauðtertum, sem Tanja telur að eigi að vera titlaðar sem þjóðarréttur Íslendinga. „Hugmyndin fæddist út frá samstarfs- verkefni með góðvini mínum, listamann- inum Loja Höskuldssyni. Við hönnuðum tillögu að landsliðsbúningum sem áttu að sameina íþróttir og listir. Fagurfræðin var innblásin af íslenskum raunveruleika á alls kyns máta en þaðan kom brauðtertan sem einkenndi sundfatnaðinn í línunni,“ segir Tanja, sem kann sjálf að gera brauðtertur og nýtur þess að skreyta þær. „En uppáhaldsbrauðterturnar mínar eru þær sem móðir mín og systur hennar gera fyrir fjölskylduveislur. Risastórar, alls konar tegundir! Þær eru svo fallegar og ég man eftir að frá því að ég var krakki fannst mér algjör synd að borða þær vegna þess að ég vildi bara dást að því hvað þær voru fallegar, algjör listaverk.“ Tanja hefur hannað brauðtertusund- bol, brauðtertuhandklæði og brauðtertu- eldhúsvörulínu. „Ég er svo með fram- haldsverkefni í maganum sem ég vil framkvæma sem fyrst.“ Nýlega hefur brauðtertan rutt sér til rúms á samfélagsmiðlinum Facebook í hópnum Brauðtertufélag Erlu og Erlu, þar sem Tanja er einn meðlima. „Mér finnst þessi réttur alls ekki mega falla í gleymskunnar dá og eiga skilið að vera í hávegum hafður. Fyrir nokkrum árum var ég sjálf farin að sakna brauðtertunn- ar í fjölskylduveislum og mér fannst lítið bera á þeim í kringum mig.“ En hverjar eru ástæður vinsælda brauðtertunn- ar? „Ég tel að ástæðan fyrir því að brauðtertur eru svona vinsælar sé að flest okkar tengja þær við sérstök tilefni og minningar um fjölskyldusamkomu. Það má í raun segja að þær séu ákveðin tákn- mynd fyrir hina íslensku fjölskylduveislu. Ég á hvorki maka né börn en ég geri þær kröfur til framtíðarmaka míns að hann hafi dálæti á brauðtertum.“ n Tanja og brauðtertulínan Þvílík snilld fyrir brauðtertuunnendur „Mig langaði til að allir myndu lesa sögurnar mínar“ S indri Arnar Svavarsson er 11 ára nemandi í Set- bergskóla. Hann var að gefa út sína fyrstu bók, sem kom út rétt fyrir afmælið hans, þann 2. maí. „Mér finnst gaman að búa til sögur og mig langaði til að all- ir gætu lesið sögurnar mínar,“ segir Sindri Arnar, sem segist vera duglegur að skrifa og hafa skrifað alls konar sögur áður. Bókin Allir kettir eru krútt fjallar um litla kisu sem fer að heiman. „Svo kemur nýr kett- lingur sem allir elska meira en hann,“ segir Sindri Arnar. Til að komast að örlögum kisa verða lesendur að næla sér í eintak af bókinni, en það má gera með því að senda móður Sindra Arnars tölvupóst á netfangið sonja@fitnesssport.is. Að sögn móður Sindra Arnars, Sonju Magnúsdóttur, er hann mikill lestrarhestur og fer létt með að spæna upp 200 blaðsíðna bækur. „Hann er til dæmis búinn með allar bækur Ævars vísindamanns og ég er stundum í vandræðum með að finna lesefni fyrir hann.“ Í skólanum finnst Sindra Arnari mest gaman í lotum: „Þá er maður að smíða, baka og fleira.“ Lestur og skrif eru þó ekki einu áhugamál Sindra Arnars, því hann er einnig að læra á píanó og æfir fótbolta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.