Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Síða 15
FÓKUS - VIÐTAL 1518. apríl 2019
Auðvitað reynir það á að vera fjöl-
skylda á tónleikaferðalagi. Aldrei
samt þannig að okkur liði illa
saman.“
Bílslysið jákvæð lífsreynsla
Í aprílmánuði árið 2008 lentu
meðlimir Steed Lord og Egill,
faðir bræðranna, í mjög alvar-
legu bílslysi á Reykjanesbraut-
inni. Hljómsveitin var á leið í
flug snemma morguns þegar bíl-
stjóri fólksbíls úr gagnstæðri átt
missti stjórnina og hafnaði fram-
an á þeirra bíl. Einar man mjög vel
hvernig þetta atvikaðist. Hált var á
veginum og viðgerðir á Reykjanes-
brautinni. Hann segir það mikla
mildi að faðir þeirra hafi verið við
stýrið því hann keyri jafnan frekar
hægt.
„Þetta hefði getað farið svo
mikið verr, ef við hefðum verið á
meiri hraða,“ segir Einar. „Ég sá
blátt flykki koma. Síðan heyrðist
hræðsluöskur. Og maður tók
höggið.“
Elli sat í framsætinu, Einar, Eð-
varð og Svala aftur í.
„Eftir að höggið kom var eins og
tíminn liði hægar. Það liðu átján
mínútur þangað til sjúkrabíllinn
kom, en mér fannst þetta líða eins
og tveir klukkutímar. Það var mik-
il reykur, öskur og kuldi. Þetta var
eins konar súrrealísk upplifun og
mér fannst þetta vera eins og eitt-
hvert djók. Þetta væri ekki að ger-
ast,“ segir Einar og brosir út í ann-
að.
„Síðan tók við skelfing og ör-
vænting og ég fylltist af adrena-
líni. Ég vissi ekki hvort það væri í
lagi með fjölskyldu mína. Til að
byrja með hélt ég að svo væri ekki.
Ég var með fullri meðvitund og
gat hreyft mig. Þegar ég losaði bíl-
beltið sá ég að það var aðeins graf-
ið inn í mig. Ég fór strax að reyna
að hjálpa, en svo kom í ljós að ég
var sjálfur alvarlega slasaður.“
Einar var í tveggja punkta
belti og hann fékk mikla áverka á
kviðinn við höggið.
„Það sprakk allt inni í mér. Það
voru göt úti um allt og miklar inn-
vortis blæðingar. En ég fann ekk-
ert fyrir því fyrr en adrenalínið var
runnið úr mér og ég kominn upp á
spítala. Ég sá alvarleikann í augun-
um á læknunum, gríma var sett á
mig og svo slokknaði á mér.“
Einar og Eðvarð þurftu að fara
samstundis í skurðaðgerð og fyrstu
nóttina var tvísýnt hvort Einar
hefði þetta af. Það næsta sem hann
man var að hann vaknaði fjórum
dögum seinna í öndunarvél.
Við tóku fjórir mánuðir af spít-
alavist. Einar þurfti að undirgang-
ast fjölda aðgerða á kviðarholi
og ekki heppnuðust allar sem
skyldi. Sárin greru oft illa og sýk-
ingar komu í þau. Einar segir að
þetta hái honum enn í dag, ellefu
árum eftir slysið. Bæði hvað varð-
ar kviðinn og mikla bakverki eftir
höggið.
„Þetta breytti mér. Ég verð að
vera duglegur að hreyfa mig og lifa
mjög heilbrigðum lífsstíl. Ég borða
góðan og hollan mat því að ég má
ekki gera annað, þá fer allt í steik.
Ef ég sé vel um mig líður mér bæri-
lega.“
Hvaða tilfinningar hefur þú
gagnvart slysinu í dag?
„Þetta var mjög jákvæð lífs-
reynsla,“ segir Einar án þess að
hika og kemur það nokkuð flatt
upp á blaðamann að heyra.
„Hún varð það. Samheldnin í
fjölskyldunni var mikil og ég fann
fyrir miklum stuðningi frá bæði
vinum og ókunnugu fólki. Ég fann
fyrir fallegri orku á spítalanum og
starfsfólkið stóð sig vel. Það hefði
verið auðvelt að sökkva sér ofan í
volæði yfir því að vera fastur þarna
og að sumar aðgerðirnar hefðu
ekki gengið sem skyldi. En ég fann
einhverja innri ró í öllu þessu ferli
og í dag finnst okkur öllum í fjöl-
skyldunni vænna um lífið sjálft.
Ég fékk aðra lífssýn og veraldleg-
ir hlutir skipta mig ekki jafn miklu
máli og áður. Þetta var harkaleg
áminning um hversu dýrmætt líf-
ið er og hversu litlu getur munað
að illa fari.“
Með heimþrá í Los Angeles
Bílslysið átti sinn þátt í að hljóm-
sveitarmeðlimir Steed Lord fluttu
búferlum til Los Angeles í Kali-
forníu. Vildu þau skipta um um-
hverfi og komast mitt í suðupott
tónlistar- og kvikmyndabransans.
Elli hætti þá í bandinu til að ein-
beita sér að eigin listsköpun.
„Við þekktum aðeins til áður
en við fórum þarna út. Þetta er
æðisleg borg og öðruvísi en margir
halda. Hverfið sem við fluttum til,
Silverlake, er til að mynda mjög
evrópskt, ef svo má segja, og fólk
alls staðar að úr heiminum saman
komið. Maturinn er frábær og
veðrið sömuleiðis. En Los Angeles
er risastór borg og langt á milli
staða. Fólk dvelur lengi í bílunum
sínum og er nokkuð einangrað.
Það er aðeins lítill hluti af borginni
þar sem fólk er með andlitsstrekk-
ingar, keyrandi um á Lamborghini.
Svæði sem við sóttum ekkert í.“
Steed Lord hætti árið 2016 og
árið 2018 skildu Einar og Svala.
Í millitíðinni kom hún fram í
Eurovision, árið 2017, með lagið
Paper sem þau Einar sömdu ásamt
Lester Mendez og Lily Elise. Einar
býr enn þá í Los Angeles en hann
finnur að Ísland togar í hann.
„Ég er með heimþrá í Ísland.
Okkar menningu, okkar náttúru
og fólkið auðvitað.“
Stór verkefni í bígerð
Einar situr nú við handritsgerð fyr-
ir tvö stór verkefni. Annars vegar
er það fyrir kvikmynd og hins
vegar þáttaröð, í samstarfi við El-
ías K. Hansen sem Einar kynntist í
Los Angeles.
„Íslensk kvikmyndagerð er á
tímamótum núna og mig langar
til þess að taka þátt,“ segir Einar.
Hann hefur vakið talsverða athygli
fyrir ljósmyndun og byggir hand-
ritsgerðina að hluta til á myndum.
„Afi minn, Eðvarð Sigurgeirs-
son, var atvinnuljósmyndari
á Akur eyri og ég var mikið í
myrkraherberginu hjá honum.
Pabbi var líka alltaf með mynda-
vél á sér og ég stalst í hana, tólf eða
þrettán ára. Ég hef aldrei stund-
að þetta sem atvinnugrein heldur
frekar sem tæki til að hjálpa mér
að fanga staði og stund. Líkt og
minnisblöð til að festa hugmynd-
ir niður.“
Einar hefur aldrei haldið sýn-
ingu á ljósmyndum sínum, en
stefnir á þá fyrstu í sumar á Ís-
landi. Sumar myndirnar hans hafa
þó ratað í tímarit. Einar einblínir
frekar á staði og sögusvið frekar en
fólk, og ljósið skiptir höfuðmáli.
„Ég keyri mikið um, með
myndavélina með mér, og mynda
ef ég sé eitthvað sem grípur mig.
Ég fer ekki út til þess að leita uppi
myndefni og er ekki að fylgja
ákveðinni stefnu. Það er aftur
á móti ákveðinn tónn eða stef í
myndunum sem lifir í mér sjálf-
um. Eins og svo margir er ég líka
haldinn mikilli nostalgíu og það
sést í myndunum. Margt sem ég
mynda er fljótt á litið mjög ómerki-
legir hlutir, en ég sé eitthvað við
þá sem gerir þá athyglisverða fyr-
ir mig. Það gæti til dæmis verið
hversdagslegt útvarpsmastur úti
á landi, en fyrir mér er það bíó-
myndasena.“
Einar hefur setið við skriftir að
leikinni dramamynd sem verður
hans fyrsta í fullri lengd. Hann vill
ekki gefa of mikið upp og segja frá
söguþræðinum, en segir að hún sé
mjög persónuleg.
„Þetta er rammíslensk mynd.
Það var mjög krefjandi að takast
á við handritsgerðina, en ég hef
haft áhuga á þessu lengi. Þegar ég
var yngri skrifaði ég smásögur. Að
skrifa handrit er ekki ósvipað og
að skrifa lag. Það er ákveðinn inn-
gangur og síðan skipting á köflum,
líkt og erindi og viðlag í tónlist.“
Hitt stóra verkefnið sem Einar
og Elías eru að vinna að er þátta-
röð. Átta leiknir þættir, hver tæp-
ur klukkutími að lengd, og hafa
þeir nýlega skrifað undir samning
við Pegasus sem mun framleiða
þættina. Einar mun einnig sjá um
að leikstýra þáttunum sem verða
dramatískir líkt og kvikmyndin.
„Við skrifuðum undir fyrir
örfáum dögum, en það er ekki
kominn nákvæmur tímarammi.
Ég býst við að þetta taki um eitt
til eitt og hálft ár áður en við för-
um í tökur. Þetta eru átta leiknir
íslenskir sjónvarpsþættir, drama,
og við erum öll mjög spennt fyrir
þessu metnaðarfulla verkefni.“
Ætlar þú að leggja þetta fyrir
þig í framtíðinni?
„Já, algjörlega. Ég er búinn að
vera lengi í tónlist en kvikmynda-
gerðin hefur lengi togað í mig.
Þetta eru spennandi tímar og ég
finn fyrir miklum áhuga á íslensku
efni.“
Öfugt við marga þá ferð þú frá
Hollywood til Íslands til að gera
bíó?
„Já, þetta er svo persónulegt.
Eins yndislegt það er að vera í Los
Angeles og Hollywood, þá er það
ekki mín saga. Ég er Íslendingur og
vil segja íslenskar sögur.“ n
GRÆNA TUNNAN
AUÐVELDAR FLOKKUNINA
Pappír, pappa, plast og minni málmhluti
má setja beint í tunnuna - Muna að skola
Pantaðu grænu tunnuna í síma 577-5757 eða www.igf.is/panta
577 5757
Ég hef aldrei
haft áhuga
frægðinni sem
slíkri eða „að
meika það
Rendezvous