Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Side 38
38 FÓKUS - VIÐTAL 18. apríl 2019
U
nnur Kristín Óladóttir
kom nýlega heim með
fyrstu verðlaun í sínum
flokki í fitnesskeppni á Ír-
landi. Hreyfing og hollur lífsstíll
eru hennar áhugamál og atvinna,
en hún telur nauðsynlegt að hver
og einn finni lífsstíl og mataræði
sem henti viðkomandi. Unnur er
einstæð móðir og agi og skipulag
hafa skilað henni þangað sem
hún er í dag, en að hennar sögn er
stuðningur og gott bakland einnig
nauðsynlegt.
„Ég ákvað það strax, 4–5 ára
gömul, að verða gullsmiður,“ segir
Unnur, sem byrjaði 14 ára að vinna
við afgreiðslu hjá föður sínum, Óla
Jóhanni Daníelssyni, sem á Gull-
smiðju Óla. „Ég stóð við þau orð
og útskrifaðist sem gullsmiður
árið 2011 og vann við það í nokkur
ár. Síðan langaði mig að breyta til
og standa á eigin fótum, það fylgja
því bæði kostir og gallar að vinna í
fjölskyldufyrirtæki.“
Unnur hóf einkaþjálfaranám
í Keili og útskrifaðist úr náminu
janúar 2016. Í dag starfar hún sem
einkaþjálfari í Sporthúsinu í Kópa-
vogi. „Þetta er búið að ganga vel
alveg frá því að ég byrjaði og ég er
að fíla mig í tætlur og finnst alltaf
gaman að mæta í vinnuna. Þetta
er gjörólíkt því að sitja á verkstæði
allan daginn og smíða, sem mér
finnst líka æðislegt og gaman og ég
geri það alveg inni á milli. En mig
langaði í annað umhverfi, hitta fólk
og vera innan um það. Ég er kom-
in með góðan hóp af viðskiptavin-
um og mér finnst frábært að miðla
minni þekkingu og reynslu til að
hjálpa öðrum einstaklingum í að
ná markmiðum sínum.“
Áhugamál Unnar snúast líkt og
vinnan helst um allt sem tengist
heilsu og líkamsrækt, hún byrjaði
sex ára gömul í dansi og var í hon-
um þar til hún var tólf ára og þá tók
handboltinn við. Þegar hún var 18
ára gömul byrjaði Unnur síðan í
líkamsræktinni. Árið 2008, þegar
hún var tvítug, keppti hún á sínu
fyrsta fitnessmóti og þá kviknaði
um leið áhuginn á einkaþjálfar-
anum. En af hverju ákvað hún að
byrja að keppa?
„Æskuvinkona mín keppti árið
2007 í bikinífitness og ég smitað-
ist af því að fylgjast með henni.
Hún náði svo svakalegum árangri
og mér fannst það svo frábært hjá
henni og langaði að prófa líka. Ég
hef alltaf verið ótrúlega feimin og
ég segi ekki að ég hafi valið fitness
til að sigrast á feimninni, en þegar
ég sagði fólki að ég væri að fara
að keppa þá trúði það því varla.
„Ætlar þú að fara að standa í bik-
iníi uppi á sviði fyrir framan fólk,
þú sem getur varla lesið upphátt
fyrir aðra?“ voru viðbrögð margra.
En maður fer í einhvern karakter
„Ég er bara rétt að
byrja, ef maður getur
sagt það eftir 11 ár“
Unnur Óla vinnur til fitnessverðlauna - Starfaði sem gullsmiður
Ragna Gestsdóttir
ragna@dv.is
M
Y
N
D
: H
A
N
N
A
/D
V