Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Síða 42
42 PRESSAN 18. apríl 2019 V íða um heim er horft til Norðurlandanna sem fyrir myndarríkja hvað varðar lífsgæði, jafnrétti, öryggi, heiðarleika og ýmislegt fleira. Norðurlöndin tróna oft á toppi ýmissa lista og samantekta sem eru gerðar um eitt og annað sem viðkemur daglegu lífi fólks. Þá telja margir að lítil mengun sé á Norðurlöndunum, þar sé heiðar- leiki hafður í miklum metum og að spilling finnist næstum ekki. En nú hefur skuggi fallið á ímyndina. Stór bankahneyksli skekja nú Danmörku og Svíþjóð og flest bendir til að ekki séu öll kurl kom- in til grafar í þeim málum. Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, hefur mánuðum saman verið í umræðunni og í skoðun hjá yfirvöldum vegna peningaþvættismáls sem hefur nú þegar kostað Thomas Borgen starfið sem aðalbankastjóri bankans. Þá þurfti for- maður bankaráðs að láta af störfum eftir að Mærsk-fjölskyldan, sem á samnefnt skipa- félag og ýmis önn- ur fyrirtæki, beitti sér innan bankans en fjöl- skyldan á stóran hlut í bankanum. Í síðustu viku var Birgitte Bonneson, bankastjóri Swed- bank í Svíþjóð, síðan látin taka pokann sinn eftir að bankinn var bendlaður við peningaþvætti. Þá hefur Nordea bankinn í Danmörku og Svíþjóð einnig verið til skoðunar að undanförnu vegna pen- ingaþvættis. Milljarðar á milljarða ofan Mál Danske Bank er mjög umfangsmikið og gæti verið eitt stærsta pen- ingaþvætt- ismál sögunnar í heiminum. Talið er að 300 til 400 milljarðar dollara hafi verið þvættaðir í gegnum úti- bú bankans í Eistlandi frá 2007 til 2015. Megnið af peningunum virð- ist hafa komið frá Rússlandi. Hér er ekki um neinar smáupphæðir að ræða en þær eru um tíu sinn- um hærri en stærð eistneska hag- kerfisins. Samt sem áður virðast engin viðvörunarljós hafa kviknað innan Danske Bank og það þrátt fyrir að bæði Deutsche Bank og JP Morgan fjárfestingarbankinn hafi varað Danske Bank við en bank- arnir sáu um fjármagnsfærslur fyrir Danske Bank. Sænska ríkisútvarpið skýrði frá því í vetur að minnst 135 milljarð- ar dollara hafi verið fluttir í gegn- um útibú Swedbank í Eistlandi, frá viðskiptavinum sem voru flokkaðir í hæsta áhættuflokk og bjuggu utan Eistlands, á árunum 2008 til 2018. Þetta voru aðallega Rússar. Stór hluti af þessu fé fór á milli reikninga í útibúum Swed- bank og Danske Bank í Eistlandi. Það bendir til að tengsl séu þarna á milli. Þá skýrði Sænska ríkisút- varpið nýlega frá því að í gegn- um útibú Swedbank í Litháen hafi milljónir dollara streymt af reikningum í Úkraínu sem tengj- ast hugsanlega fyrrverandi for- seta landsins, Viktor Yanukovych, sem er nú í útlegð í Rússlandi og á ákærur fyrir landráð yfir höfði sér í heimalandinu. Fram kom að hluti þessa fjár hefði endað á reikning- um sem tengjast Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Don- alds Trump, sem hlaut nýlega þungan fangelsisdóm í Bandaríkj- unum. Manafort starfaði áður fyr- ir Yanukovych. Swedbank sætir rannsókn bandarískra yfirvalda fyrir villandi upplýsingagjöf. Í apríl 2016 krafði fjármálaeftirlit New York-ríkis bankann um upplýs- ingar um fjármagnsfærslur tengd- ar Mossack Fonseca, hinni vel- þekktu lögmannsstofu í Panama, í Eystrasaltsríkjunum en fékk ekki fullnægjandi skýringar og því er Swedbank nú til rannsóknar þar á bæ. Ekki bætir það stöðu Swed- bank að ásakanir hafa komið fram um að bankinn hafi brotið reglur um innherjaupplýsingar með því að láta marga hluthafa í bankan- um vita af ásökununum um pen- ingaþvættið. Nordea, sem er stærsti banki Svíþjóðar, hefur einnig verið sak- aður um að hafa leyft pening- um, frá vafasömum aðilum, að renna í gegnum útibú bankans í Eistlandi, Danmörku og Finn- landi. Færslurnar áttu upphaf sitt í banka í Litháen en sá er ekki starf- andi lengur. Hluti af þessu fé er sagður tengjast spillingarmálum sem rússneski endurskoðandinn Sergei Magnitsky kom upp um í Rússlandi. Hann var barinn til dauða í rússnesku fangelsi 2009. Eystrasaltsríkin eru miðpunkturinn Öll þessi hneyksli eiga það sam- eiginlegt að það eru útibú bank- anna í Eystrasaltsríkjunum sem virðast hafa verið notuð af Rúss- um til að dæla peningum, sem var aflað með vafasömum hætti, frá Rússlandi og til Vesturlanda. Nú vinna sænsk og dönsk stjórnvöld að því að herða allt regluverk í kringum starfsemi banka og fjármálastofnana og veita þeim meiri völd og úrræði til að takast á við mál eins og þessi. En þessi hneykslismál vekja upp spurningar um af hverju þessir stóru norrænu bankar voru svo berskjaldaðir fyrir peningaþvætti. Bent hefur verið á að í Bandaríkj- unum sé regluverkið mun betra og bankar og eftirlitsstofnanir betur í stakk búnar til að takast á við slík mál. Það sama á ekki við alls staðar í Evrópu og það er kannski ástæða þess að Rússar hafa komið auga á veika hlekki í Vestur-Evrópu og nýtt sér þá til fjármagnsflutninga og peningaþvættis. n 20 MP Fram myndavél 5x 12 MP myndavél 19:916MP13MP12MP 5.8’’19:916MP13MP12MP 5.8’’ 19:916MP13MP12MP 5.8’’ IP67 Vatns og rykheldur Android 9 Pie Nokia 9 PureView HANN ER KOMINN Norræna bankahneykslið Svartur blettur á orðspori Norðurlandanna „Þessi hneykslismál vekja upp spurningar um af hverju þessir stóru norrænu bankar voru svo berskjaldaðir fyrir peninga- þvætti Danske Bank 300 til 400 milljarðar dollara taldir þvættaðir. Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Sergei Magnitsky Barinn til dauða í rússnesku fangelsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.