Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2019, Síða 44
44 FÓKUS 18. apríl 2019 Dropi af náttúrunni Nýjar bragðtegundir með lífrænum kjarnaolíum úr ferskri grænmyntu, engifer og fennil Kaldunnin þorsklifrarolía „Þegar kemur að næringu og heilsu vel ég aðeins það besta” Andri Rúnar Bjarnason Knattspyrnumaður Helsingborg Varahlutaverslun og þjónusta TANGARHÖFÐA 4 110 REYKJAVÍK SÍMI 515 7200 www.osal.is osal@osal.is FAX 515 720 ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN óhefðbundnar leiðir til þess að brúka gúrku10 „Þú getur meira að segja notað gúrku til þess að þrífa vaska og ryðfrítt stál Hinn líffræðilega ávöxt og hið menningar- lega grænmeti gúrku þekkja og nota líklega allir Íslendingar. Við skerum hana niður og setjum út í salat og mögulega eru einhverjir sem skella tveimur sneiðum yfir augun til að fríska upp á útlitið. En gúrkuna er hægt að nota til ýmislegs annars sem flestum hefði aldrei dottið í hug að fram- kvæma. Þessi græni ílangi ávöxtur er stútfullur af vítamínum en í hverjum og einum má finna B-vítamín (B1-2-3-5 og 6), fólin-sýru, C- vítamín, kalk, járn, magnesíum, fosfór, kalín og sink. Þynnkubani og sm urefni Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is Í þessa hluti má meðal annars nota gúrkuna: 1 Ef þú ert þreytt/ur seinni partinn slepptu því þá að fá þér koffíndrykk og borðaðu eina gúrku. Innihaldsefni gúrkunnar gerir það að verkum að hún gefur þér orku fyrir þessa síðustu klukkutíma dagsins. 2 Kemur alltaf móða á spegilinn inni á baði eftir að þú ferð í sturtu? Prófaðu að nudda gúrkusneið yfir speg- ilinn. Hún mun eyða móðunni og gefa ferskan ilm inni á baðherbergi. 3 Ef þú nuddar gúrkusneið á appelsínuhúð eða hrukkur þá geta innihaldsefni hennar styrkt húð þína. 4 Vilt þú sleppa við þynnkuna eða höfuðverkinn eftir djamm? Borðaðu nokkrar sneiðar af gúrku áður en þú ferð að sofa og þú munt vakna miklu betri daginn eftir. 5 Ef þú átt það til að setjast niður fyrir framan sjónvarp-ið á kvöldin og háma í þig sælgæti eða snakk, prófaðu þá að skipta því út fyrir gúrku. Það mun minnka sykur- löngunina og hungurtilfinninguna sem oft leggst yfir okkur á kvöldin. 6 Áttaðir þú þig á því þegar þú mættir í vinnuna að þú gleymdir að bursta skóna? Ekkert mál, nuddaðu nýafskorinni gúrkusneið yfir skóna og þeir verða glansandi fínir. 7 Er ískrið í lömunum á svefnherbergishurðinni að gera þig brjál-aða/n en þú átt ekki til WD 40 til þess að bera á. Nuddaðu gúrku- bita á lömina og heyrðu muninn. 8 Er stressið að fara með þig? Skerðu niður heila gúrku í sneiðar og settu ofan í pott ásamt vatni. Kveiktu undir pottinum og bíddu þar til suðan kemur upp. Leyfðu vatninu að sjóða í dágóðan tíma og finndu hvernig gufan hjálpar þér að slaka á. 9 Finnur þú fyrir andfýlu en átt ekki tyggjó? Taktu gúrkusneið og þrýstu henni upp í góm með tungunni í þrjátíu sekúndur. Það mun eyða þeim bakteríum sem eru til staðar í munninum á þér og valda andfýlunni. 10 Þú getur meira að segja notað gúrku til þess að þrífa vaska og ryðfrítt stál. Hún hjálpar þér að ná af blettum og þú skaðar ekki húðina með eiturefnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.