Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 Ekið geyst BORGARIJÖRÐUR: í Borgar- fjarðarhéraði og nágrenni lá öku- mönnum greinilega nokkuð á því um 37 þeirra voru teknir fyrir hraðakstur og mældist sá sem ók greiðast á 139 km hraða. Eirtn var teldnn réttindarlaus, annar undir áhrifum lyfja og sá þriðji reyndist ölvaður við stýri. Sex umferðaró- höpp urðu í umdæminu en engin alvarleg slys á fólki. Vel yfir tugur bfla var kallaður í skoðun og átta manns kærðir vegna ökuskírtein- isleysis við akstur. -kh Rannsóknir á sjófuglum SNÆFELLSNES: Breiðarfjarð- amefiid hefur óskað eftir því að fulltrúar frá Náttúrffæðistofnun Islands, Náttúrustofu Vestfjarða og Náttúrstofú Vesturlands komi til fundar við nefndina til þess að ræða gerð áætlunar um æskilegar rannsóknir á náttúru Breiðafjarð- ar. Nefitdin ákvað þetta í kjölfar umræðna um fækkun sjófúgla á Breiðafirði. Málið hefur verið rætt innan nefiidarinnar undan- farið og var síðla síðasta árs óskað efúr fjármagni frá umhverfisráðu- neytinu til þessara rannsókna. Telur nefúdin að heimamönnum og sérffæðingum beri saman um að árin 2005 og 2006 hafi fækkað í stofnun ýmissa sjófuglategunda, svo sem toppskarfs, ritu, teistu, kríu og sumra máfa. -hj Vallarsel fær verkefnissíyrk AKRANES: Skólanefúd Akra- ness hefúr ákveðið að veita Leik- skólanum Vallarseli verkefnis- styrk leikskóla fyrir árið 2007. Tvær umsóknir bárust að þessu sinni um styrkinn. Styrkurinn til Vallarsels verður nýttur til verk- efnis sem hefur að markmiði að tengja saman heimspeki og tónlist í starfi leikskólans. Einnig sótti Leikskólinn Garðasel um styrk til verkefnis sem snýr að því að semja námskrá sem tekur mið af fæmi og þroska bama efdr aldri og samþætta við skólanámskrá Garðasels og aðalnámskrá leik- skóla. I áliti skólanefúdar kemur ffam að hún telur báðar umsókn- imar beri vitni um faglegt starf leikskólanna og umbótavilja. -hj Veggjöld lækka á morgun GÖNGIN: A morgun, 1. mars, lækkar virðisaukaskattur af ýms- um vömm meðal annars af veggjöldum í Hvalfjarðargöng. Þann sama dag tekur gildi ný gjaldskrá um göngin. Með breyt- ingunni verður ríkið af um 70 milljón króna tekjum og Spölur skerðir tekjur sínar um allt að 14 milljónir króna á ári með því að lækka veggjaldið meira en sem svarar til skattalækkunarinnar. Frá og með fimmtudeginum kostar því stök ferð fyrir fólksbfl 900 krónur og séu keyptar 100 ferðir í áskriff kostar hver ferð 253 krón- ur. -hj S Utskrifað á Snæfellsnesi úr Grunnnámi skólaliða Á dögunum var fyrsti hópurinn á landinu útskrifaður úr námi sem nefnist Grunnnám skólaliða. Nám- ið stóð yfir ffá miðjum október og ffam til 20. febrúar sl., og sátu 23 konur á skólabekk einu sinni í viku. Flestar konurnar komu úr leik- og grunnskólum á Snæfellsnesi með ólíkan bakgrunn og voru þær á öll- um aldri. „Upphaflega var auglýst eitt námskeið sem átti að verða í Grundarfirði, en eftirspumin var svo mikil að úr varð að bæta þurfri öðm námskeiði við og þá í Stykkis- hólmi. Þessi námsskrá í Grunn- námi skólaliða er afurð þarfagrein- ingar sem gerð var árið 2005, en að henni stóðu fulltrúar frá Símennt- unarmiðstöðinni og leik- og gmnn- skólum á Snæfellsnesi og í Búðar- dal. Starfs- menntaráð veitti styrk til þessarar þarfa- greiningar og á síðasta ári var námsskráin gef- in út af Fræðslumið- stöð atvinnu- lífsins,“ segir Inga Dóra Halldórsdóttir forstöðumaður Símenntunar- miðstöðvarinnar á Vesturlandi. Námið var alls 70 kennslustundir og komið var inn á ýmsa þætti eins og uppeldi og umönnun, slysavam- ir og skyndihjálp, aga og reiði- stjórnun, leik og skapandi vinnu, mat og næringu, ræstmgu og um- hverfið, svo eitthvað sé nefnt. Menntamálaráðuneytið hefur sam- þykkt að það rnegi meta þetta nám til allt að 6 einingum til styttingar náms í framhaldsskóla. MM Fermetraverð á Vesturlandi hefiir hækkað um 327% Hvergi á landinu hækkaði fer- metraverð íbúðarhúsnæðis jafn mikið og á Vesturlandi á ámnum 1990-2006 eða um 327%. Þetta kemur fram í samantekt Fasteigna- mats rfldsins um verðþróun íbúðar- húsnæðis eftir landshlutum frá 1990. Fermetraverðið á Vesturlandi tekur hækkunum á öllu þessu tíma- bili nema á milli áranna 1994 og 1995 þegar verðið lækkar lítilshátt- ar. Framan af þessu tímabili er hækkunin á milli ára frá rúmum 2% til rúmlega 9%. Frá árinu 2001 hef- ur verðið síðan tekið stórstígum hækkunum. Má þar nefúa að milli áranna 2004 og 2005 hækkaði fer- metraverðið um 22,3% og á milli áranna 2005 og 2006 hækkaði verð- ið um tæp 23%. Eins og áður sagði hefur fer- metraverð í einstökum landshlut- um hvergi hækkað jafn mikið og á Vesturlandi ffá árinu 1990 þar sem það hækkaði um 327%. Á höfuð- borgarsvæðinu hækkaði verðið um 266%, á Reykjanesi hækkaði verðið um 237%, á Vestfjörðum hækkaði verðið aðeins um 80% á þessum árum, á Norðurlandi vestra var hækkunin 130%, á Norðurlandi eystra 235%, á Austurlandi 231% og á Suðurlandi 256%. HJ Efiialaugin Lísa gjaldþrota Efnalaugin Lísa á Akranesi var tekin til gjaldþrotaskipta sl. fimmtudag og var Jón Haukur Hauksson skipaður skiptastjóri. Starfsmenn fyrirtækisins hafa verið fjórir að tölu. Efnalaugin hefur meðal annars sinnt þvotti á öllu líni og starfsmannafamaði fyrir Sjúkra- húsið og heilsugæslustöðina á Akranesi eftir að þvottahús stofri- unarinnar var lagt niður í septem- ber á síðasta ári. Guðjón Brjánsson framkvæmda- stjóri SHA segist hafa rætt við skiptastjóra þrotabúsins og starf- semin verði óbreytt um sinn að minnsta kosti og því muni gjald- þrotið ekki hafa áhrif á starfsemi SHA að svo stöddu. Ekki náðist í Jón Hauk Hauksson skiptastjóra en eftir því sem Skessu- horn kemst næst mun Efnalaugin áfram verða opin eins og verið hef- ur, um sinn að minnsta kosti. HJ Borgarbyggð í viðrræður við Eykt ehf. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hef- ur ákveðið að ganga til viðræðna við Eykt ehf á grundvelli fyrir- spumar um kaup á landi vestan Borgarvogs í Borgarnesi sem fyrir- tækið sendi til sveitarstjórnar. Eins og sagt var ffá í Skessuhorni fyrir skömmu sendi Eykt ehf form- lega beiðni til sveitarstjórnar Borg- arbyggðar um að fá keypta 50-60 hektara af landi í eigu sveitarfélags- ins, vestan Borgarvogs í Borgar- nesi, til að byggja þar fimm til sex- hundruð íbúðir á næstu 10-12 ámm. Gert er ráð fyrir að byggðin gæti rúmað tvö til þrjú þúsund manns. Ef af öllum þeim ffam- kvæmdum yrði þá jafngilti slík byggð ríflega tvöföldun núverandi íbúafjölda í Borgarnesi. Að sögn Páls S. Brynjarssonar sveitarstjóra er áhugi fyrir því í sveitarstjórninni að ræða nánar við Eyktarmenn um þessa fyrirspurn. „Við teljum að þetta geti ýtt undir aðra uppbyggingu hér í Borgar- byggð, sem er af hinu góða. Fyrsti fundurinn hefur ekki verið boðaður en það verður á næstu dögum,“ sagði Páll. BGK Breyting á leiðakerfi Reykjavíkurstrætós Frá og með sl. föstudegi breyttist leiðakerfi strætisvagnsins sem geng- ur milli Akraness og Reykjavíkur. Eins og komið hefur fram í fféttum stefndu bæjaryfirvöld á Akranesi að því að við opnun upplýsingamið- stöðvarinnar sem er til húsa í kaffi- húsinu Skrúðgarðinum við Kirkju- braut. Við þessa breytingu verður endastöð strætisvagnsins við upplýs- ingamiðstöðina og fellur niður við- koma vagnsins í Skútunni. Jafúffamt verður stoppistöðum vagnsins fjölg- að. Mun hann framvegis stoppa við Leynisbraut, við Höfða, við Iþrótta- miðstöðina á Jaðarsbökkum, á Garðabraut, við Stillholt og skammt ffá gatnamótum Kirkjubrautar og Sttillholts. Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari segir að með þessum breytingum sé verið að koma til móts við óskir við- skiptavina. Frá því að vagninn hóf ferðir sínar hefur nýting hans farið vaxandi og í fyrstu ferð á morgnana hafa í raun skapast vandræði. Mun verða brugðist við því með því að bæta við aukavagni í fyrstu ferð. Að sögn Jóns Pálma hafa farþegar í þeirri ferð off á tíðum verið hátt á sjöunda tuginn og því verður að bæta við vagni. Mun sú viðbót kosta Akraneskaupstað um 400 þúsund krónur á mánuði. Til þess að mæta þeim aukakostnaði verður tekið til athugunar að breyta þeim ferðum sem h'til nýting er í en ekki verður tekin ákvörðtm um slíkt fyrr en í sumar. HJ Magnús myndaður BEFRÖST: Magnús Scheving frumkvöðull, ffamkvæmdastjóri og stofnandi Latabæjar hélt fyrir- lestur í Háskólanum á Bifföst sl. föstudag. Efrú fyrirlestursins var Latibær, hugmyndaffæðin og ffamtíðin. Tilefnið var að verið er að gera kvikmynd um líf og starf Magnúsar og var þessi at- burður festur á filmu. Sérstakur hópur kvikmyndagerðarmanna kom til landsins af þessu tilefni og óskaði Magnús eftir því að þessi hluti kvikmyndarinnar yrði teldnn upp á Bifföst en Magnús er Borgfirðingur eins og menn vita. Þeir sem standa að tökum heimildamyndarinnar um Magn- ús Scheving er sjónvarpsstöðin Discovery Channel og koma þeir á Bifföst við áttunda mann. Heimildamyndin er hluti af þáttaröð um frumkvöðla víðs vegar í heiminum. -mm Lifhar yfir fast- eignamarkaði AKRANES: í janúar var þinglýst 24 samningum vegna fasteigna- viðskipta á Akranesi að fjárhæð 981 milljón króna. Er það nokk- ur fjölgun ffá mánuðunum á undan því í desember var þing- lýst 18 samningum að fjárhæð 540 milljónir króna og í nóvem- ber var aðeins þinglýst 12 samn- ingum að fjárhæð 251 milljón króna. Á síðasta ári var flestum samningum þinglýst í mars eða 46 talsins að fjárhæð 1.128 millj- ónir króna. Af þessum 24 samn- ingum í janúar voru 13 þeirra í fjölbýli, 7 í sérbýli og 4 vegna annarra eigna. -hj Stórgjöf til Höfða AKRANES: Fyrir nokkru barst Dvalarheimilinu Höfða á Akra- nesi gjöf að upphæð 10 milljónir króna. Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri Höfða til- kynnti um gjöfina á fundi stjórn- ar heimilisins f síðustu viku. Gef- andinn óskaði nafnleyndar. -hj Uppbygging fyrir skemmti- ferðaskip LANDIÐ: Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað starfshóp til þess að skilgreina þarfir vegna uppbyggingu hafna og þjónustu við skemmtiferða- skip sem leggja leið sína til Is- lands. Á síðasta ári komu um 80 skemmtiferðaskip til landsins, flest þeirra til Reykjavíkur. Með þeim komu um 55 þúsund far- þegar. Grundarfjörðtir er einn þeirra staða á landsbyggðinni er tók á móti skemmtiferðaskipum í fyrra. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna stýrir hópnum og meðal annarra fulltrúa í hópnum er Sigríður Finsen forseti bæjar- stjómar Grundarfjarðar og for- maður Hafnaráðs. -hj Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500 Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1400 krónur með vsk á mánuði en krónur 1300 sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulff.þ. greiða kr. 1050. Verð í lausasölu er 400 kr. SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Birna G Konráðsdóttir 864-5404 birna@skessuhorn.is Kolbrá Höskuldsdóttir 868-2203 kolla@skessuhorn.is Augl. og dreifing:Hekla Gunnarsd. 821 5669 hekla@skessuhorn.is Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.