Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 13
^saunu.. 1 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 13 Dinius með einn Vcenan sem hann er aðfara aS blóSga. rjómaslettu á kinn eftir fyrstu bragðprufuna. Tal okkar berst þó að alvöru lífe- ins. „Það er þónokkuð af bátum á þessum slóðum sem við erum komnir," sagði Birgir og bendir á radarinn. „Hér má sjá Kristrúnu RE sem er fyrir sunnan okkur og svo er Kópur BA héma vestan megin og Guðrún VE héma norðvestan, svo það era þónokkrir bátar hér, við verðum byrjaðir að leggja um eitt- leitið,“ segir Birgir. Ekkert fiskast á óklára króka Um hálftíma eftír miðnættíð var svo komið að vaktaskiptum og tók þá Hákon skipstjóri við og leysti Birgi og Róbert af og hans vakt tók við af bóndanum og hans mönnum á dekkinu. Hafist var handa við að leggja línuna á Látragrunni. AIls er Grundfirðingur með um 39.000 króka á 30 rekkum. Róbert stjómaði sinni vakt eins og herforingi, sagði mönnum sínum tíl á íslensku og pólsku til skiptis, beitan var rifin niður í snarheitum. Mest var notað af síld til beitu ásamt því sem smá- slatta af makríl og smokkfiski var blandað saman við hana. Róbert sá um að gera færið klárt og „bauju laggó," kallaði Hákon skipper og Róbert lét baujuna fara út. Michel hinn pólski var á beitningavélinni og raðaði á hana beitu, Róbert sá einnig um að rífa beitu niður jafn harðan. Láras Fjeldsted sá um að lempa lín- una í vélina, það er að segja að sjá um að krókamir væru klárir, því það skiptir miklu máli að þeir fari réttir út, því ekkert fiskast á óklára króka. Gekk vel að leggja h'nuna, enda veð- ur skaplegt. Skipverjar eru vanir því að óvanir menn komi um borð og er þeim kennt réttu handbrögðin strax og yfirleitt eru nýliðamir fljótir að læra vinnubrögðin enda í mörgu um rútínuvinnu að ræða. Skipað til verka Stýrimarmsvaktin var ræst út um sexleitið um morguninn og var þá búið að leggja línuna. Fóm menn í borðsalinn áður en vaktin hófst og hafði Sveinbjöm kokkur næringar- ríkan morgunverð til reiðu og tóku menn hraustlega til matar síns, enda var ströng vakt fyrir höndum. „Strákar,“ sagði Bjarki bóndi. „Eg byrja á rúllunni, Rúnar þú ferð á uppstokkarann, Egidius, (litháinn sem kallaður er Gígí um borð), þú ferð í ganginn og Alfons þú ferð í aðgerð ásamt Dainius," sagði bónd- inn valdmannslega og naut þess greinilega að segja mönnum til verka. Bjarki bóndi hefur verið á Gmndfirðingi í langan tíma og þekkir því vel til allra verka og er ekki í vandræðum með að stýra vinnunni og mönnum um borð. Goggað í lausa fiskinn Hafist var handa við að draga lín- una og fór „bóndinn“ á rúlluna til þess að gogga fiskinn innfyrir. Sá hann vandlega til þess að sem fæstir fiskar shppu ffá borði. Þótt einn og einn hafi dottíð af krókunum, náði bóndinn þeim aftur með hakanum góða sem notaður er tíl að ná inn þeim fiskum sem gerast svo djarfir að reyna að sleppa ffá honum. Inni á gangi vora þeir Rúnar og Gígí á fúllu við sína vinnu. Rúnar blótaði uppstokkaraniun í sand og ösku, því ekki vildu krókamir koma klárir ffá uppstokkaranum. „Andsk... Þessir krókar er algjör plága,“ sagði Rúnar reiður og hamaðist við að tína upp línuna sem kom óklár ffá uppstokk- aranum. Gígí var í óða önn að bæta krókum á og koma rekkunum fyrir á sínum stöðum. A rúmlega klukkutíma fresti skipta menn svo um stöður til að verða síðtu þreyttír og um leið er fjölbreytni vinnunar aukin. Agætís aflabrögð vom og því nóg að gera í aðgerðinni, mest þorskur en þó slæddis með ýsa og stöku keila. Þorskurinn fer allur í vinnsluna hjá Soffaniasi sem gerir bátinn út, en hitt fer á markað. Allir skila sínu Vel gekk að draga og um klukkan 12:30 var komið að Róbert og hans mönnum að taka við. Aflabrögð vom með ágætum allan róðurinn. Alls var áhöfiiinn um 20 tíma að draga línuna. I róðrum sem þessum er hnan lögð að jafnaði þrisvar sinn- um og í þetta skiptið var báturinn að veiðum allan tímann út af Látra- grunni. Fyrr en varði var búið að leggja og draga þrisvar sinnum og hugað að landsstíma. Það var kátt og létt yfir þreyttum mannskapnum sem hafði staðið í ströngu við sína vinnu und- anfama þrjá sólarhringa. Línuveiðar em erfiður veiðiskapur og lítíð um pásur eða hangs, menn standa sýna vakt og allir verða að skila sínu. A landsstíminu var skipið þrifið hátt og lágt og var sápan ekki spörað. Um hádegisbil var komið að landi með fullfermi í Grundarfirði. Strax var hafist handa við að landa og beita teldn um borð. Framundan var svo vel þegið helgarfií sem mannskapur- inn um borð í Grundfirðingi SH hafði sannarlega unnið tíl enda lítið verið slakað á undanfarinn mánuð. Að lokinni löndun og fermingu nýrr- ar beitu um borð fór þreyttur en ánægður mannskapurinn heim í langþráð helgarffí. „En það er mæt- ing klukkan sjö á sunnudag," vora síðustu orð Hákonar sldppers áður en kvaðst var á bryggjunni. AF Fjölnir og Lárus í ganginum. Lárus er á uppstokkaranum. BGKGARBYGGÐ Skipu lagsa uglýsinga r, Borga rbyggð Tillaga á breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017, þéttbýlið á Bifröst, breyting á svæðisskipulagi Mýrasýslu og tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Hreðavatns, Borgarbyggð. A: Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017, þéttbýlið á Bifröst. Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingum á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017 samkvæmt 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Um er að ræða aðalskipulag á þéttbýlinu á Bifröst, Borgarbyggð þar sem skipulag var frestað í aðalskipulagi Borgarbyggðar. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi verðurtil sýnis á skrifstofu Borgarbyggðarfrá 28. 02. 07 tii 28. 03. 2007. Fresturtil að skila inn athugasemdum rennur út 12. 04. 2007. Athugasemdum skal skila inn á Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Hver sá sem eigi gerir athugasemd við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni. B: Breyting á svæðisskipulagi Mýrasýslu 1998-2018 Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir skv.2. mgr. 14. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. tillögu að breytingu á svæðisskipulagi Mýrasýslu 1998-2018. Tillaga að breytingu felst í breyttru afmörkun á þéttbýlinu Bifröst, breyttum mörkum náttúruvættis Grábrókargíga til samræmi við ný gögn frá UST og breytt mörk brunn-, grann- og fjarsvæða vegna vatnsverndar til samræmis við vatnsból sem þegar hefur verðið tekið í notkun. Sveitarstjórn bætir það tjón sem einstakir aðilar kunnað að verða fyrir við breytinguna. Breyting á svæðisskipulagi verður til sýnis á skrifstofu Borgarbyggðar frá 28. 02. 07 til 28. 03. 2007. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 12. 04. 2007. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingatillöguna fyrir tiltekin frest til athugasemda telst samþykkur henni. C: Deiliskipulag íbúðabyggðar í landi Hreðavatns, Borgarbyggð. í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreinda skipulagstillögu. Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi einbýlishúsalóða á svæðinu sunnan Bifrastarlóðar í landi Hreðavatns. Tillaga að deiliskipulagi verðurtil sýnis á skrifstofu Borgarbyggðarfrá 28. 02. 07 til 28. 03. 2007. Fresturtil að skila inn athugasemdum rennur út 12. 04. 2007. Athugasemdir við skipulagið skulu vera skriflegar og berast til skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingatillöguna fyrir tiltekin frest til athugasemda telst samþykkur henni. Borgarnesi 20.02.2007 - Forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar. Hákon skipper fylgist meí.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.