Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 2007 gHÉSSIöilOiSKl Vesturlandsmeistarar í brids Vesturlandsmótið í tvímenningi í brids var spilað sl. sunnudag í Loga- landi með þátttöku 26 para. Borg- firðingar áttu góðan dag og upp- skáru eftir því. Afgerandi forustu allt mótið höfðu félagamir Sveinbjöm Eyjólfsson og Láms Pétursson á Hvanneyri og hreinlega stungu næstu menn af þannig að sigri þeirra var aldrei ógnað. Lokatölur þeirra vora 249 stig og era því vel að Vest- urlandsmeistaratitlinum komnir. I öðra sæti urðu Borgnesingamir Jón H Einarsson og Unnsteinn Arason með 140 stig og í þriðja sæti Jón Agúst Þorsteinsson og Bjöm Þor- valdsson með 120 stig. Fjórða sætinu náðu bræðumir Sveinn og Hallgrímur Hall- grímssynir með 114 stig. Onnur pör höfðu talsvert minna. Sveitakeppni BB lokið A mánudag var lokakvöld aðalsveita- keppni Bridsfélags Borgarfjarðar. Félags- meistarar að þessu sinni Sveit Borgnesinga sigi'aSi aðalsveitakeppni BB að þessu sinni. F.v. GuSjón, GuSmundur, SigurSur Már og Stefán. Ljósm. MM Vesturlandsmeistamir í tvímenningi, þeir Sveinbjöm og Lárus spá í spilin. Ljósm. ÞP. stig. 1 öðra sæti varð sveit þeirra Sveins Hallgrímssonar/ Magnús M auk Kristjáns A/ Onnu Einarsd. með 303 stig. I þriðja sæti með 277 stig vora þeir Sveinbjörn/Láras og Jón/Baldur. I fjórða sæti voru Jón/ Eyjólfur ásamt Jóhanni/ Eyjólfi með 261 stig og í fimmta sæti Islands- meistari kvenna; Dóra Axelsdóttir sem spilaði við Unnstein Arason ásamt efnilegasta nýliðapari héraðs- ins, þeim Fjölni Jónssyni og Lára Lárasdóttur. MM varð Borgnesinga- sveit með þá Sigurð Má/ Stefán Kalm- ansson og Guð- mund Arason/Guð- jón Karlsson innan- borðs. Þeir hafa ýmist trjónað á toppi eða lúrt í hlíð- um toppsins allt mótið en með ör- uggri spilamennsku uppskára þeir sætan sigur, með alls 334 Nítján UMSB met á Gullmóti KR um helgina Um síðustu helgi fór fram hið ár- lega Gullmót KR í stmdi í Laugar- dalslaugirmi. Alls tóku átta sund- menn frá UMSB þátt í mótinu og settu eða bættu samanlagt nítján UMSB aldursflokkamet en keppt var eingöngu í 50 m laug og er ald- ur keppenda miðaður við alman- aksárið. I flokki 10 ára og yngri var einn keppandi Karen Yr Finnbogadóttir 9 ára. Hún setti UMSB met í 50 m. skriðsundi og bætti hnátumet Sól- veigar Gunnarsdóttir frá því í fýrra í 50 m. bringusundi. I flokki sveina 11-12 ára setti Kári Jón Sigurðs- son 11 ára sveinamet í 200 m.bringustmdi. Jón Ingi Sigurðs- son 12 ára bætti UMSB met Ottós Hlíðars Gunnarssonar í 100 m. skriðsundi og 400 m. skriðsundi og bætti eigið sveinamet í 200 m. skriðsundi, 100 m. bringusundi og 100 m. baksundi. Þá setti hann sjö ný UMSB met, í 50 m. flugsundi, 50 m. skriðsundi, 50 m. bringu- sundi, 50 m. baksundi og 100 m. baksundi, 100 m. flugsundi og í 200 m. fjórsundi. Agnar Daði Kristins- son keppti í 9 sundgreinum á mót- inu og stórbætti tíma sinn í öllum greinum. I flokki drengja 13-14 ára keppti Alexander Gabríel Guð- finnson í 100 og 400 m. skriðsundi og stórbætti tíma sinn í báðum greinum. I flokki telpna 13-14 ára bætti Isfold Grétarsdóttir 13 ára, árangur sinn í öllum sínum grein- um. Jóhanna Karen Guðbrands- dóttir 13 ára setti UMSB met í 100 m. flugsundi og bætti árangur sinn í öllum sínum greinum. Þórkalta Dagný Þórarinsdóttir 14 ára bætti fyrri UMSB met í 800 m. skrið- sundi, 50 m. og 100 m. bringusundi og setti UMSB met í 50 og 200 m. baksundi og 200 m. fjórsundi. AM Brúin milli lands og eyjar á Hamarsvelli. Eyja búin til á Hamarsvelli Nýlega var komið fýrir brú út á sjöundu flöt á golfvellinum á Hamri við Borgarnes en flötin verður eyja sem umlukt er vatni allt í kring. Brúin var smíðuð í límtrés- verksmiðju Límtrés-Vírnets á Flúðum og var flutt í Borgarnes í heilu lagi. Þar sem hún hefur allt að tveggja tonna burðargetu þjónar brúin ekki einungis golfleikuram sem þurfa að komast út í eyjuna til leiks heldur einnig þeim tækjum sem þurfa að komast á svæðið til nauðsynlegrar umhirðu. Brúin er samstarfsverkefni Golfklúbbs Borgarness og Límtrés Vírnets sem styrkir klúbbinn við þessa ffam- kvæmd. BGK Nýjar leiðir í félagsgjöldum Golfklúbbsins Leynis Nýjar leiðir standa nú þeim til boða sem gerast vilja félagar í Golf- klúbbntun Leyni á Akranesi. Var þetta fyrirkomulag ákveðið á síð- asta aðalfundi klúbbsins og er þeim ætlað að stuðla að fjölgun félags- manna þamnig að þeir verði ekki færri en 800 á næstu áram auk barna og unglinga. Meðal nýjtmga er svokallað léttgjald sem hentar sérstaklega kylfingum sem vilja spila utan helsta álagstíma. Er þá miðað við að leikur hefjist fýrir klukkan 14 virka daga og eftir klukkan 17 á helgum. Þá hefur einnig verið tekið upp svokölluð fjaraðild sem er full aðild að klúbbnum fyrir félaga utan við póstnúmer 300 og 301. Innifalið í þessari aðild era innifaldar 40 ferð- ir í Hvalfjarðargöng fyrir þá sem búa á Reykjavíkursvæðinu. Með þessu fyrirkomulagi verði klúbbur- inn vænlegur kosmr fyrir kylfinga á höfuðborgarsvæðinu sem fer sífellt fjölgandi og eiga í miklum erfið- leikum með að komast að á völlum höfuðborgarsvæðisins. Þá ákvað aðalfundurinn að ffá og með næsta ári verði innheimt svo- kallað skráningargjald þannig að þeir sem hyggja á félagsaðild sleppa við það gjald með inngöngu á þessu ári. Undanfarin ár hafa verið í gildi svokallaðir vinavallasamningar við golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu. Samningarnir tryggðu félagsmönn- um þeirra klúbba aðgang að Garðavelli án endurgjalds. Að sögn Brynjars Sæmundssonar hjá GL vora þeir samrúngar liður í mark- aðssetningu Garðavallar. Stjórn GL hefur nú ákveðið að endurnýja ekki umrædda samninga á þeim forsendum sem vora áður. Með hinum nýju leiðum sem áður vora nefhdar gefst áhugasömum golfur- um kostur á aðild að GL á mjög sanngjörnu verði sem tryggir að- gang að einum besta golfvelli landsins. HJ Æskan á VgstUfiandi Öskudagurinn í Borgamesi í máli og mvndum Síðasthðin miðvikudag, 21. febr- úar, var öskudagsgleði hér í félags- miðsöðinni Oðali. Um hádegi var stjórnin komin niður í Oðal. Þá var farið að gera allt klárt fyrir ösku- dagsskemmtanirnar en þær vora alls þrjár, ein fyrir hvert aldursstig í Grunnskólanum. Fyrsti til fjórði bekkur mættu fyrst á svæðið og húsið varð brátt fullt af börnum í flottum öskudagsbúningum. Það var auðvitað mikið dansað og hleg- ið en einnig var köttuirinn sleginn úr tunnunni en þegar það gerist trompast litlir krakkar af gleði og gæða sér á innihaldinu. Þá byrjaði að rigna karamellum úr loftinu og ofan af sviðinu og fóra þá allir að reyna að ná sem flestum karamell- um og það gekk mjög vel hjá flest- um ef ekki öllum. En hápunkturinn var þegar veitt vora verðlaun fyrir framlega búninga. Val dómnefndar var mjög erfitt en hún komst þó loks að niður- stöðu. I þriðja sæti var Kristján Snær en hann var vampíra, í öðra sæti var Anna Margrét og hún var poppkorns poki og sigurvegarinn var Guðrún en hún var fiðrildi. Næst mættu fimmti til sjöundi bekkur á svæðið og þá hitnaði veralega í kolunum. Þar voru hóp- dansar sem stelpur úr sjöunda bekk stóðu fyrir og það var mjög flott hjá þeim. Þau slógu einnig köttinn úr tunnunni og þar var það hún Elín Björg sem átti lokahöggið. Það kom líka karamellurigning hjá þeim og þar vora mikil læti við að ná sem flestum karamellum. En allir vora farnir að bíða óþreyju- fullir eftir búningaverðlaununum og hjá dómnefhdinni var valið ekki auðveldara en í fyrra skiptið. En það var hún Hanna Björg sem lenti í þriðja sæti og hún var klædd sem tómatur, í öðra sæti var hann Þor- kell og hann var eins og póstkassi og sigurvegarinn var hún Hanna Agústa og hún var riddarinn á hvíta hestinum. Um kvöldið var svo Halloween ball fyrir unglinga í áttunda til tí- unda bekk og þar var dansað fram eftir kvöldi og svo var tilkynnt hver hafði unnið búningaverðlaunin en það var hún Valdís Hrönn og hún var „Slutty schoolgirl." En komandi viðburðir era hóp- ferð á leiksýningu N.F.F.A. og Samfés hátíðin sem er núna fyrstu helgina í mars og svo árshátíðin okkar í N.F.G.B. en æfingar era að komast á fullt skrið en við ætlum að sýna Wake me up before you go- g°- Þannig að það er nóg að gera framundan og þið heyrið fljótlega ffá okkur aftur en þangað til hafið þið vonandi góðar stundir. Stjóm N.F.G.B. Elfar, Auður, Oli, Þórkatla, Rakel, Salóme og Davíð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.