Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007
IH..L 1
Staftiafell hefur fram-
✓
kvæmdir á Utnesvegi
Sigurður Vigfússon ogEyjólfur Gunnarsson fyrir framan
nýjar vinnubúSir Stafnafells.
Eins og við
greindum ffá hér í
blaðinu fyrir
skömmu var samið
við verktakafyrir-
tækið Stafnafell í
Snæfellsbæ um
lagningu nýja veg-
arins um Útnes á
Snæfellsnesi. Þessa
dagana er fyrirtæk-
ið að byrja fram-
kvæmdir við
breikkun vegarins og í framhaldi
verður lagt bundið sbtlag á alls 16,9
Fyrstu mölinni var sturtaS til breikkunar
vegarins sl. mánudag.
kílómetra. Áxtlar fyrirtækið að
verklok verði í júní árið 2009. „Við
áætdum að klára um 10 kílómetra í
sumar,“ sagði Sigurður Vígfusson
hjá Stafnafelh í samtah við Skessu-
horn. „Við höfum bætt við okkur
tækjabúnaði og keypt t.d. tvo bíl-
vagna, einn stóran og öflugan valt-
ara og jarðýtu fyrir þetta verkefni,"
sagði Sigurður. Það verða um 11-12
manns í vinnu við Útnesveg en
kostnaður við verkið er alls um 178
milljónir krónar.
Skaðabótaábyrgð Akranes-
kaupstaðar ekki fyrir hendi
Jóhannes Karl Sveinsson hæsta-
réttarlögmaður telur að Akranes-
kaupstaður hafi ekki sýnt af sér sak-
næma háttsemi sem geti leitt af sér
skaðabótaábyrgð við úthlutun lóð-
ar í Vogahverfi. Þetta kemur ffarn í
minnisblaði sem lagt var ffam á
fundi bæjarráðs Akraness. Eins og
fram hefur komið í fréttum Skessu-
homs fengu hjón úthlutað lóð við
Innstavog í Vogahverfi árið 2002.
Effir samtöl við starfsmenn bæjar-
félagsins ákváðu þau að selja hús
sitt í febrúar 2003 á 8,5 milljónir
króna. Af ýmsum ástæðum gat
Akranesbær ekki staðið við lóðarút-
hlutun sína og hófst þá að nýju leit
að lóð og fékkst loforð fyrir sjávar-
lóð í landi Ytri-Hólms en hana
fengu þau ekki afhenta fyrr en í
janúar árið 2005.
Töldu hjónin sig hafa orðið fyrir
verulegu tjóni vegna seinkunarinn-
ar. I minnisblaði Jóhannesar Karls
segir að engir samningar hafi verið
gerðir við hjónin um úthlutun eða
afhendingu lóðar og ekkert komi
ffam um að bærinn hafi skuldbund-
ið sig til að úthluta þeim lóðinni
með bindandi hætti hvað þá að það
yrði gert fyrir eða á tilteknum tíma.
HJ
Fisldstofa verði flutt
á landsbyggðina
Olafur Níels Eiríksson varaþing-
maður Framsóknarflokksins hefur
lagt ffam á Alþingi tillögu til þings-
ályktunar um flutning á starfsemi
Fiskistofu. Þar segir að Alþingi
álykti að fela sjávarútvegsráðherra
að hefja nú þegar tmdirbúning að
flutningi Fiskistofu út á lands-
byggðina með aðalstöðvar á Akur-
eyri og starfsstöðvar í Hafharfirði,
í Grindavík, í Olafsvík, á Isafirði, á
Þórshöfn, í Fjarðabyggð, á Horna-
firði og í Vestmannaeyjum. Leitast
verði við að starfseminni verði
dreift sem jafnast á starfsstöðvarnar
þar sem 8-15 manns starfi í hverri
stöð. Flutningnum verði lokið inn-
an tveggja ára.
I greinargerð með tillögunni
segir að grunnur allrar starfsemi
Fiskistofu eigi rætur að rekja til
landsbyggðarinnar og því sé enga
stofnun auðveldara að flytja og lík-
lega yrði hún ódýrari í rekstri með
dreifðri starfsemi.
HJ
Undirbúningsviima vegna
reiðhaUar á lokastígi
Undirbúningur að byggingu
reiðhallar að Vindási við Borgarnes
er að komast á lokastig. Ef allt
gengur eftir sem forsvarsmenn
byggingarinnar vonast til ætti að
vera hægt að hefja ffamkvæmdir,
ekki síðar en með vorinu.
Að sögn Páls S. Brynjarssonar,
sveitarstjóra Borgarbyggðar hefur
hugmyndin vaxið að umfangi síðan
farið var af stað í upphafi. Nú eru
teikningar að verða tilbúnar með
öllum síðari viðbótum. Sveitarfé-
lagið kemur að þessu með hlutafé
upp á þrjátíu milljónir króna og
gefur eftir gatnagerðargjöld.
Hestamenn sjálfir eru einnig hlut-
hafar með stuðningi rfkisins en það
ffamlag er upp á tuttugu og fimm
milljónir króna. Staðsetning er fyr-
irhuguð á milli núverandi skeið-
vallar og þjóðvegarins.
Kristján Gíslason er formaður
undirbúningsnefndarinnar. Hann
sagðist í viðtali við Skessuhorn ekki
geta enn sem komið væri lofað
vígsludegi reiðhallarinnar, en hvert
skref bæri menn þó nær. „Þarna á
að rísa miðstöð fyrir allt sem við-
kemur hestamennsku og einnig er
fyrirhugað að aðrar greinar íþrótta
geti nýtt sér aðstöðuna. Byggingin
verður um 2.200 fermetrar að
stærð og þar verður salur, veitinga-
sala, kennslurými og hesthús.
Framkvæmdin mun líklega kosta
um 120 milljónir," sagði Kristján
Gíslason að lokum. BGK
2007
í síðustu viku byrjuðum við að kynna þá keppendur
sem taka þátt í Fegurðarsamkeppni Vesturlands 2007
sem ffam fer í Bíóhöllinni á Akranesi 10. mars nk. Síð-
ustu fimm stúlkurnar eru kynntar hér, en alls taka 11
stúlkur þátt í keppninni þar sem ein hefur dottið út síð-
an í síðustu viku.
Elisa Eðvarðsdóttir
Fœdd: 31. maí 1986. Staður: Eg bý bceði á Akranesi og í
Reykjavík, er upprunalega úr Kopavogi en hef einnig búið í
Bandaríkjunum, Róm, Danmörku og í Oxarfirði. Foreldrar:
Eðvarð Ingólfsson og Bryndís Sigurjónsdóttir. Systkini: Ingólfur
og Sigurjón.
Maki: Máni Atlason. Ahugamál: Ferðalög um heiminn, tungu-
mál, kvikmyndir og list af öllu tagi. Nám / Vinna: Eg stunda
nám við Háskóla Islands í ítölsku og ertsku. Mottó: Skógurinn
Jóhanna Þorleifsdóttir
Staður. Borgames. Aldur. Verð 20 ára í aprtl
Foreldrar. Katrín Magnúsdóttir, bankamaður og Þorleifur Geirs-
son, leiðsögumaður. Systkini. Anna 23 ára, og Þorkell 13 ára.
Kerasti. Enginn eins og er, en maður veit aldrei.
Ahugamál. Myndlist, tónlist, hönnun og eiginlega allt sem snýr að
list og sköpun. Staða: Stunda nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands
á Akranesi og er að Ijúka námi þar afmálabraut núna í vor. Svo
vinn ég líka á Landnámssetri íslands í Bargamesi og líkar það
mjög vel. Motto. „Láttu drauma þtna rœtast. “
Harpa Lind Guðmundsdóttir
Fæðtngarár: 1987. Foreldrar: Guðmundur Sæmundsson oglngi-
bjarg Eygló Jónsdóttir. Systkini: Lilja Dögg '84 ogjón Unnar '93
Maki: Davt'ð Anton Björgólfsson. F<eðingastaður: Akranes
Ahugamál: Btlar, snjóbretti, tínuskautar,Jerðalög innanlands sem
utan og vera með fjölskyldu og vinum. Eg er að útskrifast úr Fjöl-
brautaskóla Vesturlands affélagsfræðibraut og með skólanum vinn
ég í sjoppu. Mottó: Vera vinur vina minna.
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir
Aldur: 18 á árinu (24. maí 1989). Staður: Akranes
Foreldrar: Brynja Kristbjörg Jósefsdóttir og Rúnar Þór Oskarsson.
Systkini: Guðrún Dögg Rúnarsdóttir 16 ára og Astrós Ltf Rún-
arsdóttir 11 ára. Maki: Eg er á lausu. Staða: Er nemi í FVA og
kynni snyrtivörur um helgarfyrir Forval. Áhugamál: Fótbolti,
tungumál, ferðalög, tónlist, að njóta tífiins með fjölskyldu og vin-
um ogflestallar íþróttir. Mottó: „Það sem drepurþig ekki styrkir
þ*g-“
María Mist Helgadóttir
Staður: Hvaljjarðarsveit. Aldur: 20 ára.
Foreldrar: Hanna Gróa Hauksdóttir, (Ami Halldór Lilliendahl)
og Helgi Hauksson. Systkini: Dagbjört Þorgrímsdóttir, Elva Rut
Amadóttir, Sara Eir Amadóttir, Eiður Smári Amastm, Gísli
Hrafn Amason, Hafdís Erla Helgadóttir og Anna Kvaran.
Kerasti: Helgi Halldórsson. Ahugamál: Saga, tungumál, bækur,
sjónvarp, vera meðfjölskyldu, vinum og svo auðvitað kærastan-
um, útlandaferðir, útivist og stelast í nammi reglulega (er algjör
nammigrís). Nám/vinna: Ég er nýútskrifuð úr FVA affélags-
fræðibraut og er núna að vinna í Skútunni á Akranesi þangað til
égfer í háskólann í haust. Motto: Bara að njóta tífsins.