Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 2007 ^»U3UHu.-; Fjölbreyttar íþróttír í boði fyrir yngstu bömin á Vesturlandi þriggja mánaða gömul tekið þátt og segir Katrín það yfirleitt mjög vel sótt. Framhaldsnámskeið í sundi eru síðan í boði allt upp að skóla- aldri og foreldrar eru þátttakendur þar til bömin verða fjögurra ára, en þá er m.a. farið að kenna börnunum bringusund. Allar æfingar og áskor- anir era gerðar ævintýralegar og spennandi. T.d. eru börnin beðin um að kafa efrir leyndum fjársjóði, gulli og gersemum á botninum, þegar æfa á kafsund. Iþróttaskólinn á Akranesi er fyrir böm á aldrinum tveggja til fimm ára og er á laugardögum. Þar er lögð áhersla á bæði gróf- og fín- hreýfingar, með þrautum hvers konar og leikjum en ekki síst, segir Katrín, er gott að venja börnin við ögrandi aðstæður. Hún segir íþróttahús og umhverfi oft virka ógnandi og yfirþyrmandi til þess að byrja með fyrir yngstu börnin. Því sé hollt að venja þau við húsin í fylgd með foreldrum sínum, áður 1 ungbamasundi á Akranesi. Mikilvægt er að börn, helst sem fyrst, alist upp við að fá góða hreyf- ingu til að byggja þau upp fyrir líf- ið. Til að forvitnast um hvemig íþróttaiðkun og ffamboði á þjálfún barna er háttað hér á Vesturlandi leitaði Skessuhorn til nokkurra að- ila sem hafa með íþróttir bama að gera. I ljós kom að í amk. þremur sveitarfélögum er gott ffamboð af ýmis konar íþróttum fyrir börn allt niður í nokkurra mánaða aldur. / „Iþróttabær“ er réttnefni A Akranesi em ýmsar íþróttir í boði fyrir yngstu börnin og þ.á.m. era í boði sundnámskeið, íþrótta- skóli og að sjálfsögðu fótbolti. Katrín Harðardóttir, íþróttakennari í Grundaskóla, er mjög ánægð með þá valkosti sem í boði em innan bæjarins og er tilbúin að ffæða okk- ur örlítið um hverjir þeir séu helst- ir. Fyrst nefnir hún ungbamasund- ið, en þar geta böm allt niður í Katrín Harðardóttir, íþróttakennari á Akranesi. Sigurður Öm Sigurðsson, íþróttakennari í Borgamesi. I íþróttaskólanum á Akranesi sl. laugardag. Telrna Sól og Sólrún Lilja viS einbeittar við œf'mgar i Borgamesi en þau hefja nám í skólaleikfimi þar. Fótbolti og Akranes eru bundin órjúfanlegum böndum og rík áhersla er lögð á þá íþrótt innan bæjarins. Líkt og í öðmm íþrótta- greinum er áríðandi að uppeldið og þjálfúnin hefjist sem fyrst og því geta börn hafið æfingar í fótbolta ffá fjögurra ára aldri. Þær era einu sinni í viku, á miðvikudögum og era 45 mínútur í senn. Aðspurð tun óhefðbundnar íþróttir fyrir aldurs- hópinn 0-5 ára, svarar Katrín að í skoðtm sé að hefja barnajóga. Þá sé öðra hverju danskennsla og hún viti af nokkram krökkum sem stunda badminton. Katrín hvemr foreldra eindregið til að virkja börn sín í íþróttir, af nógu sé að taka og þær styrki þau á allan hátt, bæði líkam- lega og andlega. Hopp og skopp í Borgamesi I Borgamesi sér Sigurður Orn Sigurðsson íþróttakennari, ásamt konu sinni Kristínu Jónsdóttur, um íþróttaskóla fyrir börn frá þriggja til fimm ára og hefur gert um hríð. Námskeiðin eru nokkur yfir árið og yfirleitt eru þau mjög vel sótt. Þeg- ar blaðamann bar að garði í íþrótta- miðstöðinni í Borgarnesi, voru krakkarnir þegar byrjaðir að hoppa og skoppa. Alls kyns tækjum og dóti var raðað um allan salinn og skríkj- andi kæti ríkti. Þrautirnar voru margvíslegar, börnin sveifluðu sér í köðlum, hoppuðu á milli hluta, kliffuðu í gegnum hringi og ýmis- legt annað. Undir vökulum augum kennara sinna og foreldra, skemmtu börnin sér hið besta, virt- ust öragg og óhrædd, sífellt að sanna fyrir sér og öðram hversu flink þau væra. Sigurður segist hafa byrjað nám- skeiðin fyrir u.þ.b. sex áram og þau hafi ávallt verið mjögvel sótt. Hann skipti krökkunum í nokkra hópa og hver hópur fer sinn hring í skipu- lagðri þrautabraut og þarf hver hópur að fara minnst þrjá hringi áður en skipt er um. Ekki aðeins læra þau mismunandi æfingar, held- ur einnig að bíða effir að aðrir krakkar ljúki þrautum sínum, vera í skipulagðri röð og hlusta. Aríðandi sé að foreldrar fylgi börnum sínum, þannig verða þau óragari á allan hátt og ekki eins feimin. Námskeið- in era jafnframt notaleg samvera á milli barna og foreldra, sem Sigurð- tn telur mjög mikilvægt. I upphafi er algengt að börnin sýni loft- hræðslu við að kliffa á tækjum eða ganga á jafnvægisslám en það hverfi yfirleitt og kjarkurinn aukist fljótt. Iþróttaskólinn venji börnin vel við íþróttir og oftar en ekki eykst sjálfs- traust þeirra til muna. Námskeiðin eru á sunnudags- morgnum klukkan 10, en Sigurður segir það því miður eina tímann sem í boði er í íþróttahúsinu. Fólk ffeistist frekar að sofa út á sunnu- dögum en aðra daga og þ.a.l. bimar það stundum á mætingu. Sex skipti kosta 3.500 krónur og aðspurður hvort sveitafélagið greiði eitthvað af þeim kostnaði, segir Sigurður svo ekki vera. Hinsvegar viti hann til þess að sveitafélagið á Álftanesi bjóði bömum upp á ffían íþrótta- skóla ffá tveggja ári aldri og þannig lögð rík áhersla á heilbrigða íþróttastefúu frá upphafi í því sveit- arfélagi. Slíkt telur hann vera til eft- irbreytni, ekki aðeins fyrir Borgar- byggð, heldur sveitarfélögin út um allt land. Að gera hlutina skemmtilega f Stykkishólmi verður Eydís Ey- þórsdóttir fyrir svörum varðandi íþróttaiðkun barna, en hún er leið- beinandi og starfsmaður hjá íþróttafélaginu Snæfelli. í Stykkis- hólmi býður félagið upp á nám- skeið, svipuð og í Borgarnesi, byggð að mesm upp á leikjum og því að hafa eins skemmtilegt og mögulegt er. Tarzanleikir, Kötmr og mús, Björn bóndi og aðrir hef- bundnir leikir eru meðal þess sem boðið er upp á, en einnig teygjuæf- ingar og slökun. Auk námskeiða á vemrna er gott samstarf á milli Snæfells og leikskóla staðarins er börnunum þar boðið upp á nám- skeið yfir sumartímann. Eydís segir þau kynnast vel íþróttarhúsinu, en stærð þess getur orðið stór þrösk- uldur fyrir óöragg böm, nýbyrjuð í skóla. Bamið fær útrás fyrir orkuna Sólrún Halla Bjamadóttir, for- eldri og leikskólakennari á Hvann- eyri, er dugleg við að nýta sér íþróttanámskeiðin í Borgarnesi fyr- ir dóttur sína Telmu Sól ísgeirs- dóttur. Hún er á fjórða ári og hefur nú þegar farið nokkram sinnum. Sólrún Halla segist afar ánægð með námskeiðin og þar fái Telma Sól út- rás fyrir þá miklu orku sem hún býr yfir, auk þess sem hún læri að hlýða, hlusta og fara effir ákveðnum regl- um. Telma Sól var tveggja ára er hún fór í fyrsta skipti og samkvæmt móðurinni er greinilegur munur á getu hennar nú við að leysa þraut- irnar. Hlutir sem hana langaði ekk- ert sérstaklega að framkvæma í byrjun leysir hún í dag án nokkurra vandræða og veður óhikað í allt. Sólrún Halla segir þetta afar skemmtilega morgna og bæði hún og dóttir hennar njóti stundarinnar til hins ítrasta. KH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.