Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 2007 f^cnnin/v-^J Samgöngur Samgöngii- áætlun Ný samgönguáætlun var lögð fram nýverið og að því tilelni set ég á blað vangaveltur um sam- göngur í Borgarbyggð. Segja má að stærstu nýmæli samgönguáætl- unar sé annarsvegar að hún boðar flutning uppbyggingar og viðhalds safnvega til sveitarfélaga og hins- vegar að í áætluninni er gert ráð fyrir mjög stórum framkvæmdum við þjóðveg 1. Reyndar svo stórum að ljóst er að þær fela í sér stórauk- in framlög til samgöngumála sem ætlað er að mæta með sérstakri fjármögnun. I áætluninni er gert ráð fyrir að þjóðvegur 1 verði tvö- faldaður, fyrst frá Reykjavík í Borgarnes en síðan milli Borgar- ness og Akureyrar. Einnig er gert ráð fyrir færslu þjóðvegar 1 út fyr- ir byggðina í Borgarnesi. Vegakerfið í Borgarfirði og á Mýrum Ef horft er til vegakerfisins í Borgarfirði og á Mýrum sést að stór hluti vega, ef mælt er í km, flokkast sem safhvegir (heimreið- ar) og tengivegir (sem heimreiðar tengjast inná). Tengivegirnir tengjast svo þjóðvegakerfinu. I áætluninni er gert ráð fýrir auknu fjármagni til tengivega og hug- mynd sett fram um að safnvegir verði fluttir á forsjá sveitarfélaga. Þarna er enn og aftur komið inná verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga. Staðreyndin er sú að litlu fé hefur verið varið til uppbyggingar safn- og tengivega undanfarin ár og ástand þessara vega víða orðið mjög bágborið. Að mörgu leiti kann það að vera eðlileg verka- skipting að útvíkka veghald sveit- arfélaga þannig að þau hafi umsjá með vegum utan þéttbýlis en það bætir ekki vegakerfið eitt og sér. Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar - lengst af hinnar gömlu Borgarbyggðar - verið gagnrýnd í heitum pottum, versl- unum og yfirleitt þar sem fólk kemur saman, fyrir lélegt viðhald gatna og gangstétta í Borgarnesi. Skýringin á þessu er í eðli sýnu sú sama og skýringin á bágu ástandi safn og tengivega, fé hefur ekki verið varið til viðhalds gatna og gangstétta þannig að dygði! Engu hefði breytt þó ríkið hefði haft verkið á sinni könnu, peningarnir hefðu ekki dugað betur. Því er ljóst að veita þarf auknu fé til þessara verkefna. Tengivegir Á korti af vegakerfi landsins sést að verulegur hluti vegakerfisins í Borgarbyggð eru tengivegir. Lætur nærri að 10% tengivegakerfisins sé innan sveitarfélagsins. Tengivegir í Borgarbyggð eru að miklu leiti malarvegir og á stórum köflum eru þessir vegir gamlir, byggðir upp eftir 1950 og sumir að stofni til frá 6. áratug 20. aldarinnar. Víða er ástand þeirra þannig að þeir þola engan veginn öxulþunga nútíma flutningatækja og bera oft varla þunga venjulegrar umferðar þegar hlánar að vori. Það er því ljóst að ef þeir eiga að þjóna þeirri byggð sem nú er í sveitarfélaginu Borgar- byggð er þörf á því að endurbæta þá verulega þar sem styrkur þeirra er lítill. Hitt er ekki síður mikil- vægt að frelsa þá sem búa við þessa vegi úr þeim rykmekki sem leggur frá þeim í þurrkatíð þegar malar- slitlagið leggur út yfir tún og akra og nálæg hús og önnur mannvirki. Nýlega var sú hugmynd kynnt fýr- ir vegamálastjóra að leggja bundið slitlag á tengivegi án þess að leggja í mikinn kostnað við færslu veglín- unnar eða uppbyggingu vegarins og að breidd slitlagsins yrði aðeins 4,5 m í stað 6 m breiddar sem nú er minnsta breidd vega sem lagðir eru í safn- og tengivegakerfinu. Utskot yrðu við vegina með reglu- legu millibili. Rétt er þó að gera sér ljóst að mikilvægar samgöngu- æðar þurfa að vera í fullri breidd. Núverandi umferð um vegina er miklu minni en hún væri ef ástand þeirra gæfi tilefni til þess að um þá væri ekið! Þannig er trúlega ekki hægt að notast við þessa vegbreidd nema þar sem vegir liggja inn lok- aða dali sem ekki tengja saman byggðarlög. Hugsanlega gæti þessi vegbreidd einnig dugað á vegi nið- ur Mýrar en þó er erfitt að meta áhrif samgöngubóta á því svæði vegna þess að þar eru margir merkir sögustaðir, svæðið nærri þjóðvegi og náttúrufegurð mikil. Vegir á Mýrum hafa hinsvegar löngum verið afleitir og latt menn til ferðalaga um þær slóðir! Gróft kostnaðarmat sýnir að kostnaður við svona endurbætur gæti legið á bilinu 3 til 6 milljónir á hvern kíló- metra. Tengivegir í Borgarbyggð um 400 km þannig að kostnaður við verkið yrði trúlega aldrei undir 3 milljörðum. Mikilvægt er að leggja fram áætlun um heildstæða uppbyggingu þessa vegakerfis. Þjóðvegxirinn I samgönguáætlun eru áform um tvöföldun þjóðvegar 1 milli Selfoss og Akureyrar. Ekki efa ég það að af því yrði mikil samgöngubót. Þarna er hinsvegar líkt og með allar stór- ar ffamkvæmdir að kostnaðurinn er mikill. Þar sem fjármagn til samgöngumála er takmarkað er því eðlilegt að velta fyrir sér hvort aðr- ar leiðir séu færar til að gera nauð- synlegar úrbætur á þjóðvegakerf- inu. Einnig er eðlilegt að spyrja sig hvort þessi áform séu raunhæf. Fjöldi einbreiðra brúa er á þjóð- vegi 1 og þjóðvegum með hærri númer. Mikil hætta getur stafað af þeim þar sem útsýni er takmarkað við brúarendana. Enn liggur þjóð- vegur 1 um þéttbýliskjarna í Borg- arnesi, á Blönduósi, Akureyri, Fellabæ, Egilsstöðum, Hellu, Hvolsvelli og á Selfossi. Sú umferð skapar mikla hættu þar sem hún er hröð en tefur umferð um þjóðveginn þar sem þéttbýlið hægir á henni. Oftast eru báðir þessir neikvæðu þættir til staðar. Af þessum sökum leggur sveitarstjórn Borgarbyggð- ar mikla áherslu á að þjóðvegur 1 við Borgarnes verði færður á allra næstu árum. Sú umræða sem orðið hefur að undanförnu í tengslum við slys er villandi. Slys á þjóðvegi 1 má oft rekja til vítaverðs aksturs og slíkt aksturslag má viðhafa á öllum veg- um, margföldum hraðbrautum ef svo ber undir. Nauðsynlegt er að efla eftírlit með ólöglegum akstri og herða refsingar við umferðar- lagabrotum. Þannig er hægt að minnka fjölda alvarlegra umferðar- slysa til muna ef menn vilja nota það orð um árekstra og útafkeyrsl- ur ökumanna sem þverbrjóta lög og reglur sem mönnum er ætlað að fylgja við akstur. I meginatriðum held ég að með samgönguáætlun ætti að beina sjónum sínum frekar en nú er gert að því að byggja upp safn- og tengivegi og að halda áfram að bæta þjóðvegina innan þeirra marka sem menn hafa unnið eftir undanfarin ár, það er að fækka ein- breiðum brúm, styrkja vegina, fækka kröppum beygjum og breikka þá. Fjölgun akreina er við- fangsefni sem ætti að bíða enn um sinn. Finnbogi Rtignvaldsson T^mnínn^: Hvað getum við gert? Ingi Hans fjallar um styrki Menningarráðs Vesturlands HL. Fátt er mikil- I vægara samfé- lögum en frum- kvæði einstaklinga. Frumkvæði sem miðar að því að byggja upp og bæta samfélagið. Það er þekkt að einhver mestu afrek sem unnin hafa verið í menningu þessarar þjóðar eru sprottin úr grasrót samfélagsins. Þeirri kviku sem afl hefur. Þannig voru öll samkomuhúsin og kirkjurn- ar byggðar. Kvenfélögin og ung- mennafélögin voru hvatar að mikl- um framfarasporum. En tímarnir breytast og mennirnir með. Á seinni árum er krafan á samfélagið stöðugt að aukast. Ríki og sveitarfélög eiga að skaffa okkur allt og við þegnarnir virðumst líta svo á að hlutverk okkar sé fýrst og fremst að rífast um hvað sé rétt og hvernig við sem hags- munaaðilar fáum sem mest út úr þeirri klíku sem öllu ræður. Samfé- lagsvitundin er á undanhaldi og vík- ur fýrir æ meiri sérhygh. John F. Kennedy Bandaríkjaforseti sagði: „Spyrjið ekki hvað Bandaríkin geta gert fýrir ykkur, spyrjið hvað þið getið gert fýrir Bandaríkin“. I þess- um orðum forsetans fólst hvatning til bandarísku þjóðarinnar í að taka fmmkvæði. Þetta er nefht hér vegna úthlutun- ar á styrkjum Menningarráðs Vest- urlands, þann 22. febrúar sl. í 1. grein samnings menntamála- og samgönguráðuneytis við sveitarfé- lögin á Vesturlandi segir: „Tilgangur samningsins er að efla menningar- starf á Vesturlandi og beina stuðn- ingi ríkis og sveitarfélaga á Vestur- landi við slíkt starf í einn farveg. Jafhffamt er með samningi þessum stefnt að því að tryggja sem best frumkvæði og áhrif sveitarfélaganna við forgangsröðim verkefna og auk- ið samstarf þeirra við ffamkvæmd og stefnumótun menningarmála í landsfjórðungnum." Úthlutun styrkja ber það eindregið með sér að sveitarstjómir virðast hafa markað þá stefnu að nýta sér þennan samn- ing og sjóð til að auka tekjur sínar. Einstaklingar sem standa fýrir metn- aðarfullum verkefnum á sviði menn- ingar og lista eiga þar lítið erindi. Það er nefhilega þannig að mikið af þeim verkefntnn sem styrk hljóta í ár tengjast sveitarfélögunum beint s.s. skólar og söfh. Það er athyglisvert í ljósi þess að þeir sem verkefnin vinna eru á launum hjá viðkomandi stofnunum og era býsna tryggir með það að fá sinn kostnað að fullu greiddan. Eg er einn þeirra sem er svo vit- laus að trúa því að með ffamlagi mínu geti ég gert gagn. Að áhuga- mál mín geti orðið öðrum að gagni. Eg er eirm þeirra sem hika ekki við að taka ffístundir mínar í að byggja upp eitthvað nýtt, eitthvað sem vak- ið getur áhuga fólks á því sem gengnar kynslóðir hafa lagt á sig til þess að við mættum eignast það líf sem við nú eigum. Sögumiðstöðin í Grundarfirði er afurð shkrar vinnu þar sem ég ásamt vinum og kunn- ingjum höfum komið upp glæsilegri aðstöðu til að opna fýrir fólki heim genginna kynslóða. Þetta verkefhi er algjörlega sjálfsprottið. En við erum ekki ein. Víða á Vesturlandi er fólk að vinna merk verkefhi sem tekin eru úr þeirra eigin vösum. Verkefhi þar sem fólk ætlar sér engin önnur laun en að gera samfélagið sitt betra. Menningarráð Vesturlands virðist h'tt varða um slíka ffumherja. Mis- notkun á sjóðntnn verður til þess að ef allar stofnanir sveitarfélaganna ættu að njóta jafnt, verður lítið handa hverjum og einum og ekkert fýrir hina. Þegar menningarsamn- ingurinn varð að veruleika, jók hann vonir margra um að möguleg væru ýmis verkefhi sem annars var erfitt að fá fjarmagn tdl. Við í Sögumið- stöðinni sáum í honum tækifæri, ekki bara fýrir okkur heldur ekki síð- ur hugmyndir eins og Fiskasafh í Olafsvík, Sjómannagarð á Hell- issandi ogfleira. Enda segir í 2. grein samningsins: „iVkvæði 1. mgr. tekur hvorki til greiðslna til byggðasafha, náttúruminjasafiia eða listasafna á grundvelli safnalaga nr. 106/2001 né til héraðsskjalasafna á grundvelli laga um Þjóðskjalasafh Islands nr. 66/1985 með síðari breytingum. Samningur þessi nær ekki til annarra framlaga ríkisins á fjárlögum, en birta skal yfirlit yfir ff amlög til þeirr- ar starfsemi í fýlgiskjali með samn- ingnum." Þessi tilvitnaða 1. máls- grein er svohljóðandi: „1) Veitt er fé til einstakra verkefna sbr. 5. gr. samningsins." Er hægt að skilja þetta á annan veg en þann að Menn- ingarráð hafi brotíð samninginn þegar hún ítrekað veitir styrki til stofnana sem undir þetta falla? Og finnst fólki það eðlilegt að þetta ráð sé að styrkja leikritauppsetningar grunn- og ffamhaldsskólanna? Og maður veit aldrei hvenær kemur að því að kirkjukórar fái framlög til að greiða kirkjum húsaleigu svo hægt sé að malbika kirkjuplanið. Nei, gott fólk, svona má þetta ekki vera og ef Menningaráð Vesturlands heldur uppteknum hætti er hætt við að þeir ágætu ráðherrar sem að samningnum stóðu muni kippa að sér hendinni. Og viss er ég um það að það samræmist ekki hugmynda- ffæði Sturlu Böðvarssonar og Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur að drepa niður allt ffumkvæði einstak- linga í menningarmálum þessa landshluta. I samningnum er einnig að finna þetta ákvæði, í 5. grein: „Sveitarfé- lögin skulu vinna að því að auka ráð- stöfunarfé Menningarráðs Vestur- lands hvort heldur er með ffamlög- um frá einkaaðilum eða með eigin ffamlögum.“ Það er því miður held- ur á hinn veginn, sveitarfélögin hafa reytt úr sjóðnum stórar upphæðir til stofnana sinna. Athyglisvert er að bera saman starfsemi Menningarráðs Austur- lands þar sem mikil reynsla er kom- in á starfsemina. Þar eru stjórntök augljóslega önnur en hér á Vestur- landi enda segir í 8. grein í úthlutun- arreglum Austfirðinganna: „Menn- ingarráðið mun ekki veita rekstrar-, stofnkostnaðar- eða endurbóta- styrki. Ekki verður heldur styrkt skráning á menningarminjum, starf- semi íþróttafélaga, bæjarhátíðir, al- mennar samkomur (s.s. tónleikar og sýningar án sýnilegrar sérstöðu), safnaðarstarf og hefðbundið menn- ingarstarf innan skóla.“ Það er okk- ur hollt að læra af þeim sem farsæl- lega hefur teldst og ef við ætlum að misnota það traust sem nefhdir ráð- herrar sýna okkur óttast ég að reynt gætí á ákvæði 9. greinar um uppsögn samningsins eða hann verði ekki endurnýjaður af hálfu ríkisvaldsins. Það versta væri auðvitað að fordæmi sem þessi gætu hindrað gerð slíkra samninga í framtíðinni. Grunn- skylda okkar sem einstaklinga er að fara vel með þau gæði sem okkur eru falin. Ingi Hansjónsson Höfundur er sjálfstaður menningarviti í Grundatfirði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.