Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 5
^kUSUHuL MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 5 Sláturhúsmu á Króksfj arðamesi lokað Stjómendur Kaupfélags Skagfirð- inga (KS) hafa ákveðið að loka slát- urhúsi félagins í Króksijarðamesi ffá og með 1. mars. Þetta kemur fram í bréfi sem sent hefur verið bændum sem í viðskiptum hafa verið hjá slát- urhúsinu. KS hefur haft sláturhúsið á leigu samkvæmt óuppsegjanlegum samningi til 31. maí 2016. I bréfinu til bænda kemur fram að á brattann hafi verið að sækja í rekstri hússins í samanburði við þær afurðastöðvar sem búið er að endur- hanna og tækjavæða. Sýnt þyki að nauðsynlegt sé að fara í verulegar ffamkvæmdir tdl að halda sláturleyf- um og ber þar hæst fjárfesting í nýrri sláturlínu og fjárfesting í nýrri ffamtíðarlausn í úrgangsmálum. Segir í bréfinu að verulegur kosm- aður liggi í slíkri endmuýjun. „Það er því mat okkar að betra sé að horfast í augu við þessar staðreyndir sem blasa við og leggja meira kapp á að skapa hagræðingu sem skilar okkur meiri hæfrd til að standast harðnandi samkeppni og greiða bestu verð á hverjum tíma,“ segir orðrétt í bréfinu. Eins og kunnugt er tók KS slátur- húsið í Búðardal á leigu síðastliðið haust og var slátrun þar hætt í kjöl- farið. Fram kemur í bréfinu til bænda að stefnt sé að því að halda áfram þeirra starfsemi sem þar var, það er rekstur ffystigeymslu og svíðing hausa auk þess sem þar er einnig sagað í súpukjöt þessa dag- ana. „Ef vel tekst til með uppbyggingu á þessari starfsemi í Búðardal getur það klárlega skapað áffamhaldandi störf sem aðilar sem unnið hafa á Króksfjarðamesi geta nýtt sér. Það má líka geta þess að ákvörðun þessi kemur inn á þeim tíma að fýrirsjáan- leg er harðnandi samkeppni um vinnuafl á þessu svæði þar sem stefiit er að miklum ff amkvæmdum í vega- málum á þessu svæði næstu árin,“ segir í bréfi KS. Boðaður hefur verið fundur í fé- lagsheimilinu Vogalandi á föstudag- inn þar sem lokunin verður rædd. HJ Skyggnilýsingar- fundur Lionsklúbburínn Agla heldur skyggnilýsingarfund með Þórhalli Guðmundssyni miðli í Félagsmiðstöðinni Óðali f Borgarnesi sunnudagskvöldið 4. mars klukkan 20:30. Aðgangseyrír aðeins 1.500 kr. Allur ágóði rennur til líknarmála Allir hjartanlega velkomnir Lionsklúbburínn Agla BORGARBYGGÐ Matráður óskast til starfa í nýjum leikskóla í Borgarnesi Um er að ræða 100% starf matráðs í nýjum leikskóla við Ugluklett sem tekur til starfa í byrjun ágúst 2007. í leikskólanum er lögð áhersla á hollt og fjölbreytt mataræði. Menntunar- og hæfniskröfur ► nám á sviði matreiðslu ► reynsla af vinnu við matreiðslu æskileg ► þekking á rekstri eldhúsa æskileg ► færni í mannlegum samskiptum ► skipulagshæfni, nákvæmni, frumkvæði og áreiðanleiki í starfi Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingunn Alexandersdóttir, leikskólastjóri í síma 437-1050 og 844-6677. VIÐ OPNUM KOSNINGARSKRIFSTOFUNA LaugQrdQginn 3. mars nk. kl. 15.00 qö SkólQbraut 30. Góðir gestir koma í heimsókn. FjölbroutQrskólonemendur flytja otriði úr Almost Fomous söngleiknum og morgt fleiro. Allir velkomnir! Höfum gaman somon - Samfylkingin Akranesi. Samfylkingin Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi leitar eftir tilnefningum um einstaklinga sem eru þess verðir að hljóta sœmdarheitið Frumkvöðull Vesturlands 2006. Leitað er að einstaklingi sem skarar fram úr í þróun nýrrar þjónustu, vöru eða viðburða í landshlutanum. Tilnefningar berist til Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi eða með tölvupósti á netfangið frumkvodull@ssv.is Tilnefningarnar þarf að rökstyðja með fáeinum orðum. Dugnaður og frumkvœði eru mikilvœgir eiginleikar í sérhverju samfélagi, ekki síst í smáum samfélögum. Þessir eiginleikar jafnvel fárra einstaklinga geta skipt sköpum um það hversu lífvœnlegt er að búa í litlu samfélagi í dreifbýlinu. Dómnefnd mun velja úr innsendum tilnefningum. Það sem dómnefnd mun einkum horfa til er eftirfarandi: => Nýjabrum á svœðinu*. Nýnœmi í framkvœmdum, atvinnulífi eða félagslífi. Framfarir. Hversu mikið framfaraskref er um að rœða fyrir landshlutann. => Árœðni. Hversu mikið árœðni og fyrirhyggju þurfti til að gera verk úr hugmyndinni. (*Svœði getur náð yfir all* Vesturland eða viðkomandi sveitarfélag, allt eftir eðli starfseminar og verður að meta það i hverju tilfelli fyrir sig.) Tilnefningar þurfa að berast fyrir 15.mars 2007. ssv Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.