Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 15
^■usunuK. i MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 2007 15 Vesturlandsdeild RKI safiiar fyrir fólk í Gambíu íslendingamir sem heimsóttu Gambíu. Frá vinstri: Bjöm Benediktsson, Kristín Einars- dóttir, Hildur Sæmundsdóttir og Gestur Hrólfsstm. Árið 1997 hófu Rauða krossdeild- ir á Vesturlandi samstarf við gambíska Rauða Krossinn, GRK í Western Devision þar sem aðal borgin er Brikama. A þessum tíma var Gambíumönnum hjálpað til að koma upp brunnum, matjurtagörð- um og sögunarmyllu sem notað var sem tekjulind þarna úti. Rauði Krossinn er mjög virtur úti í Gamb- íu en samt gerðist það árið 2000 að vart var við spillingu þar og þá kippti RKI að sér höndum. Árið 2005 var ástandið komið í betra horf svo ákveðið var að hefja samstarf á nýjan leik og byrja á því að senda fólk utan til að skoða málin. Fyrsta júní fóru þrír Vesdendingar af stað í tíu daga heimsókn ásamt aðila ffá aðalskrif- stofunni í Reykjavík. Þeir sem fóru voru Bjöm Benediktsson Stykkis- hólmi, Hildur Sæmundsdóttir Grundarfirði, Kristín Einarsdóttir Borgamesi og Gestur Hrólfsson frá aðalskrifstofunni. Blaðamaður Skessuhoms hitti þau Bjöm og Kristínu fyrir skömmu þar sem stiklað var á stóm varðandi ferðina, samvinnuverkefnin framtmdan og lífið í Gambíu. Þau sögðu að ekkert hefði skort á mót- tökumar sem hæfðu kóngum. Að- stæður vom skoðaðar víða í Westem Devision, eða Vestursýslu. Miláð at- vinnuleysi er í landinu og því er reynt að höfða til ungmenna að koma til starfa frekar en að leggjast í einhvern ólifnað á götunum. Það hefur tekist ágætlega og er ungliða- starfið gott. Stórir söfhunardagar 3. og 4. mars Að sögn viðmælendanna verður áherslan lög á að safna fötum í gáma í þessu átaki, sem GRK selur á mörkuðum ytra, til fjáröflunar. I gáminn fara einnig gamlar tölvur, hjól og ef til vill eitthvað af húsgögn- um. Eins á að kaupa 100 plaststóla. I Gambíu em þeir leigðir út á fundi eða mannfagnaði til styrktar starf- inu. Einnig á að kenna fólki skyndi- hjálp sem síðan getur kennt öðrum. Markmið GRK er að einn í hverju húsi geti bjargað sér með skyndi- hjálparkunnáttu ef eitthvað kemur upp á. Sama gildir um sálræna skyndihjálp. Megin markmiðið með þessu samstarfi segja þau Bjöm og Kristín er að styrkja deildina úti til að vera sjálfbæra. Fljótdð Gambía skiptir landinu í norður og suður svæði og á ósum þess, við Atlandshafið, er höfuð- borgin Banjul. Sandstrendur Atlandshafsins em þaktar 4 og 5 stjörnu hótelum sem ferðamenn sækja í auknum mæh. Landið varð sjálfetætt 1966 og þar búa um 1.3 milljónir manna, flestir á svæðinu við ströndina þar sem ferðamanna- iðnaður er 22% af tekjum þjóðar- innar. Rafmagn er í höfuðborginni og öðrum helstu borgum, ffamleitt með dísel rafstöðum og því afar óstöðugt. Enska er opinbert mál í landinu en þjóðin talar ein níu tungumál og hfir í friði þótt óeirðir séu tíðar í grannríkinu Senegal. Mikið verður úr íslenskum krónum Verðbólga í landinu er mikil og laun em lág. Sem dæmi má nefna að laun kennara era 1200-1600 dalasí á mánuði sem gera um 4 þúsund ís- lenskar krónur. Því er hægt að gera mikið í Gambíu fyrir litlar upphæð- ir af íslenskum krónum. Allt fólkið er glaðlegt, kurteist, hggur lágt róm- ur og fær útrás í dansi við tónlist sem minnir á trumbur Affíku. Þau vora sammála um það, Kristín og Bjöm að gaman væri að fara aftur til Gambíu sem ferðamaður, þótt slíkt útheimti fjöldan allan af sprautum. Þau vonast til að Vestlendingar taki vel við sér og hjálpi Rauða Krossin- um við að bæta lífið í Gambíu. BGK Stoðir Varar styrktar Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra skrifaði í síðustu viku undir samning við Vör - Sjávar- rannsóknasetur við Breiðfjörð sem felur í sér að sjávarútvegsráðuneyt- ið styrkir starfsemi Varar um 6 milljónir króna. Markmið samn- ingsins er að skjóta styrkari stoð- um undir starfsemi rannsóknaset- ursins og efla rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar með það fyrir augum að auka vísindalega þekkingu á svæðinu og leita leiða til sem bestrar nýtingar á auðlindum þess. Styrkir hafa að auki fengist annars- staðar frá og er undirbúningur sýnatöku hafinn vegna tveggja verkefna. Annars vegar er það rannsókn á undirstöðuþáttum líf- ríkis Breiðafjarðar, þ.e. umhverfis- þáttum og svifþörungum. Hins- vegar rannsókn á beitukóngi til að ^ 30RGARBYGGtl Skipulagsauglýsingar, Borgarbyggð Tillaga á breytingu á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 og deiliskipulag í landi Nes Reykholtsdal, Borgarbyggð. A: Breyting á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir skv.2. mgr. 14. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. tillögu að breytingu á ofangreindu svaeðisskipulagi. Tillaga að breytingu felst í að landbúnaðarland á jörðinni Nes í Reykholtsdal ertekið undirgolfvöll, þrjár frístundalóðir og tvær lóðir fyrir heilsárshús. Sveitarstjórn bætir það tjón sem einstakir aðilar kunni að verða fyrir við breytinguna. Breyting á svæðisskipulagi verðurtil sýnis á skrifstofu Borgarbyggðarfrá 28. 02. 07 til 28. 03. 2007. Fresturtil að skila inn athugasemdum rennur út 12. 04. 2007. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingatillöguna fyrir tiltekin frest til athugasemda telst samþykkur henni. B: Deiliskipulag í landi Ness Reykholtsdal, Borgarbyggð. í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreinda skipulagstillögu. Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi í landi Ness Reykholtsdal undir golfvöll, frístundabyggð og heilsárshús. Tillaga að deiliskipulagi verður til sýnis á skrifstofu Borgarbyggðar frá 28. 02. 07 til 28. 03. 2007. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 12. 04. 2007. Athugasemdir við skipulagið skulu vera skriflegar og berasttil skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingatillöguna fyrir tiltekin frest til athugasemda telst samþykkur henni. Borgarnesi 20.02.2007 -Forstöðumaðurframkvæmdasviðs Borgarbyggðar. Orvar Már Marteinsson, Erla Björk Omólfsdóttir forstöðumaður Varar, Einar K. Guðfinnsson og Runólfur Guðmundsson við undirskrift samningsins. stuðla að sjálfbærri nýtingu og aukinni arðsemi vinnslu beitu- kóngs úr Breiðafirði. VÖR er sjálfeeignarstoínun með 22 bakhjarla. Rannsóknasetrið er sem stendur í bráðabirgðahúsnæði í Ólafevík en flytur innan skamms í varanlega aðstöðu við höfnina þar í bæ. Forstöðumaður er dr. Erla Björk Örnólfsdóttir. MM Fatamarkaður þar sem íslensku fótin em seld til styrktar starfsemi Rauða krossins í Gambíu. r \ Aðalfundur Vesturlandsdeildar Gigtarfélags íslands Boðað er til aðalfundar Vesturlandsdeildar GÍ laugardaginn 3. mars næstkomandi í Grundaskóla á Akranesi kl. 14.00. Gestur fundarins verður Eggert S. Birgisson sálfræðingur sem flytur erindið: Vefjagigt og analeg líðan. Sjá nánar á neimsíðu GÍ: www.gigt.is. Fundurinn er öllum opinn. Vesturlandsdeild_____^ BÆNDUR & BÚALIÐ SLÓÐAR / ÁVINN SLUHERFI Hef til sölu slóða (ávinnsluherfi). Herfin eru fáanleg frá 1,0 m.- 6,0 m. breið. Áhugasamir sendi fyrirspurn á velar@emax.is eða hringi í síma 868-7951. GIQTARFÉLAG JSLANDS

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.