Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 11
...fwiih..: MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 11 Frumkyöðullinn Páll Gíslason heiðraður Síðastliðinn föstudag hélt fram- kvæmdastjórn Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarirmar á Akranesi hóf til heiðurs Páli Gíslasyni fyrr- verandi yfirlækni Sjúkrahúss Akra- ness þar sem þess var minnst að um þessar mundir eru rúm 40 ár liðin frá því að æðaskurðlækningar hófust á Islandi. Páll var einn frum- kvöðla á því sviði og gerði fyrstu aðgerðimar á Akranesi. Fritz Berndsen yfirlæknir hand- lækningadeildar rakti í upphafi hófsins starf Páls og Þórir Berg- mundsson lækningaforstjóri flutti erindi um Pál, feril hans og störf í þágu stofnunarinnar. Þá rakti hann þá miklu uppbyggingu sem átti sér stað þau ár sem Páll starfaði við stofimnina. I hófinu var sýnd kvikmynd sem tekin var upp árið 1967 af aðgerð sem Páll ffamkvæmdi á Sjúkrahúsi Akraness og hafði hann nýverið tal- sett hana. Að lokinni sýningu myndarinnar ávarpaði Páll sam- komuna. Lýsti hann aðstæðum á Akranesi þegar hann tók við og þeirri baráttu sem háð var við uppbyggingu sjúkrahússins. Hann sagði gott starf hafa byggst upp vegna mik- ils samhugs bæjarbúa. A þeim tíma hefði bæj- arfélagið þurft að leggja sjúkrahúsinu til tals- verða fjármuni sem bæjarbúar hefðu ekki séð efdr. Það hefði hins vegar verið mikil bar- átta að koma sjúkrahús- inu á fjárlög þannig að það stæði nær stóru sjúkrahúsunum hvað fjárveitingar varðaði. I upphafi ferils síns á Akranesi bjó Páll með fjölskyldu sinni á sjúkrahúsinu. Ekki lét hann sér nægja að sinna eingöngu erilsömu starfi yfirlæknis heldur starfaði hann mikið í skátahreyfingunni og varð seinna Skátahöfðingi Islands. Um árabil sat Páll einnig í bæjar- stjóm Akraness og var kjörinn fyrst bæjarfulltrúi 1962. I aðdraganda þeirra kosninga var tekist á um stækkun sjúkrahússins og sagði Páll það eina tímabilið sem tekist var á um málefni sjúkrahússins. Stefna þeirra sem vildu stækka náði fram að ganga og var það mikið fram- faraskref að sögn Páls. Minntist hann margra samstarfsmanna sinna frá þessum árum með mikilli hlýju, bæði þeirra er störfuðu innan sjúkrahússins og einnig þeirra er störfuð að uppbyggingu hússins. Þar hefðu ávallt ffamsýnir menn verið á ferð en glíman við embætt- ismannakerfið hefði oft verið erfið. Þrátt fyrir háan aldur mætti Páll til hófsins ásamt Soffíu Stefánsdótt- ur eiginkonu sinni. Einnig vom tvær dætur þeirra hjóna viðstaddar svo og gamlir samstarfsmenn Páls, ráðherrar, þingmenn, embættis- menn ásamt núverandi starfsmönn- um SHA. Svo skemmtilega vildi til að hér á landi var staddur skoskur prófessor sem dvaldi á Akranesi í 3 mánuði fyrir 40 árum sem skiptinemi á sjúkrahúsinu og starfaði með Páli og var hann jafnframt meðal gesta og flutti stutt ávarp. HJ Páll Gíslason fyrrverandi yfirlæknir. Bárður SnæfeUsás í Fjölbrautaskóla Snæfellinga Síðastliðið haust hófst kennsla í þróunaráfanga við Fjölbrautaskóla Snæfellinga sem hlaut nafnið SNÆ. Afangiim er ætlaður nem- endum sem luku námi í tíunda bekk síðastliðið haust og sóttu 18 nem- endur um inngöngu og fengu allir. Afanginn er hluti af samstarfsverk- efni þriggja skóla á Norðurlöndum, FSN, Fredrika Bremer Gymnasium í Haninge í Svíþjóð og Kainuun Ammattiopisto í Kajaani í Finn- landi. Nemendur FSN og Kainu- un, munu heimsækja Fredrika Bremer skólann í vor, Kainuun verður heimsóttur vorið 2008 og verkefninu lýkur með heimsókn vinaskóla okkar hingað vorið 2009. Markmið áfangans er að vinna með goðsögur og sagnir af Snæ- fellsnesi frá upphafi byggðar til dagsins í dag. Við hófum vinnuna með því að kynna okkur landnám og unnu nemendur skemmtileg verkefhi út frá því. Að landnámi loknu færðum við okkur örlítið framar í tíma og hóf- um að kynna okkur sögu Bárðar Snæfellsáss. Nemendur lásu söguna og ákváðu upp frá því að setja hana á svið. Þar sem Bárðar saga er flók- in var ákveðið að gera uppsetning- una með afar nýstárlegum hætti sem myndi auðvelda okkur að yfir- færa söguna á annað tungumál. Nemendur hafa unnið hörðum höndum að því að skrifa handrit að leikritinu í samvinnu við kennara og hafa nú þegar hafið tökur á ýms- um atriðum sögunnar, en leikritáð verður sambland hefðbundinnar leiksýningar, kvikmyndagerðar og ljósmyndasýningar. Aætluð frum- sýning er um miðjan apríl, en hún verður auglýst nánar þegar nær dregur. Afangi eins og þessi er alls ekki sjálfsagður og kostar aukið fé, en við höfum notið styrks frá Nordplus junior áætlun Norður- Mildl gróska í leik- starfsemi í Borgarfirði Mikil gróska er í leikstarfsemi í Borgarfirði um þessar mundir. Eins og ffarn kom í ff éttum Skessuhoms nýlega er leikdeild Umf. Skalla- gríms við æfingar á leikritinu Sex í sveit í Lyngbrekku. En tvær aðrar leikdeildir ungmennafélaga eru komnar til æfinga. I Logalandi era Reykdælir við æfingar á stuttu leikriti og tveimur einþáttungum. Leikritið „Nú fljúga hvítu englarnir“ er eftir Örnólf Guðmundsson sem búsettur er í Reykholti og einþáttungarnir „Flugfreyjuþáttur" og „Er það ég“ eru eftir Kristínu Gestsdóttur. Að sögn Steinunnar Garðarsdóttur, leiknefndarformanns á Grímsstöð- um í Reykholtsdal, er þetta hóp- vinna félagsmanna. Sett verður á fót kaffileikhús í Logalandi þar sem þessi gamanleikrit verða flutt auk söngva úr verkum sem Ungmenna- félag Reykdæla hefur áður sýnt. Það er gott söng- og tónlistarfólk úr sveitinni og nágrenni sem sér um að flytja lögin. Ráðgert er að frumsýna 9. mars nk. I félagsheimilinu Þinghamri hafa Tungnamenn hafið æfingar á leik- riti effir Andreu Davíðsdóttur sem lengst bjó í Norðtungu. Leikritið gerist á stríðsárunum og hefur aldrei verið sýnt áður, svo vitað sé. Um er að ræða gamanverk þar sem létt grín er gert að ýmsum hópum samfélagsins og samskiptum þeirra á milli. Og auðvitað kemur ástin við sögu. Inn í verkið er fléttað söngvum af ýmsum toga, flestum frá þeim tíma sem verkið gerist á. Leikstjóri er Margrét Akadóttir og áætlað er að firumsýna í lok mars. BGK landanna og frá Þróun- arsjóði ffamhaldsskóla. Þegar ákveðið var að fara í uppsetningu á leikriti byggðu á sögu Bárðar Snæfellsáss sótt- um við um styrk til Menningarsjóðs Vest- urlands og hlutum 500.000 kr. styrk úr honum síðastliðinn fimmtudag. Við viljum lýsa yfir þakklæti okkar á styrkveitingunum því þær hafa gert okkur kleyft að setja upp ný- stárlega leiksýningu og flytja hana út fyrir land- steinana. Berglind Axelsdóttir, Helga Lind Hjartardótt- ir, Hrafnbildur Hall- varðsdóttir og Sólrún Guöjónsdóttir, nemend- umir sem eru í SNÆ Auglýsing um deiliskipulag á Akranesi Akraneskaupstað ur TiHaga að breytingu á deiiiskipulagi Sólmundarhöfða á Akranesi Með vísan til 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir tillöt athugasemdum við tilíögu að breytingu á deiíískipulagi Sólmundarhöfða á Akranesi. Skipulagssvæðið er lóð undir dælustöð við Innnesveg á Akranesi. Breytingin felst m.a. í að afmörkuð er 287 m2 lóð undir dælustöð fyrir fráveitu, stöðin verður neðanjarðar nema nauðsynlegar lúgur og hlemmar til viðhalds og aðkomu. Kvöð verður á lóðinni um að halda stígakerfi að mestu óbreyttu. Heimiltverði að leggja nýjan akfæran aðkomustíg að Innnesvegi. Tillagan, ásamtfrekari upplýsingum, liggurframmi á skrifstofu tækni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8, Akranesi, frá 5. mars 2007 til og með 2. apríl 2007. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 16. apríl 2007 og skulu þær berastá bæjarskrifstofur Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 3. hæð. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni. Akranesi 27. feb. 2007 sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar - Þorvaldur Vestmann

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.