Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 2007 SBlSSlíiIOiaKI Vegagerð um Grunna- íjörð fari í óformlegt mat Borgarbyggð tapar máli vegna sölu á Alftárósi Vegamálastjóri leggur til að á næstunni fari fram óformlegt mat á því hvort vegagerð við Grunna- fjörð geti átt sér stað í ffamtíðinni og þeirri athugun verði lokið þegar kemur að næstu endurskoðtm sam- gönguáætlunar. Eins og ffarn hefur komið í fféttum Skessuhorns var vegur við Grunnafjörð tekinn út af lista yfir líklegar ffamkvæmdir á samgönguáætlun á lokastigum matsvinnu áætlunarinnar. Að sögn samgönguráðherra var það að til- lögu samgönguráðs þar sem meðal annars situr Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri. I samtali við Skessuhorn segir Jón að vegur um Gnmnafjörð hafi eins og fjölmarg- ar aðrar ffamkvæmdir í samgöngu- málum ekki komist inn á sam- gönguáætlun áranna 2007-2018. Það sé hinsvegar enginn dómur yfir ffamkvæmdinni og nefnir að sam- gönguáætlun sé endurskoðuð á fjögurra ára ffesti. Jón segir að það hafi lengi verið ljóst að vegagerð á þessum stað mæti nokkurri andstöðu og því hafi málið verið í ákveðinni pattstöðu því ekki sé hægt að fara í formlegt umhverfismat fyrr en framkvæmdir hafa verið ákveðnar. Hann segir stöðu mála þarna mjög sérstaka og því sé það hans persónulega skoðun að fram þurfi að fara óformlegt mat á möguleikum ffamkvæmda með þátttöku hagsmunaðila eins og sveitarstjóma á svæðinu, Vegagerð- arinnar, Umhverfisstofnunar svo einhverjir aðilar séu nefhdir. Nið- urstöður matsins liggi síðan fyrir þegar vinna fer af stað við næstu endurskoðun samgönguáætlunar. Með þessu fyrirkomulagi sé hægt að koma málinu úr þeirri pattstöðu sem það sé í að mati Jóns. HJ Sveitarfélagið Borgarbyggð og Sparisjóður Mýrasýslu töpuðu fyrir skömmu máli í héraði sem ábúend- ur jarðarinnar Alftáróss höfðuðu vegna sölu á jörðinni. Krafa þeirra var sú að kaupsamningur og afsal yrði ógilt milli sveitarfélagsins og Sparisjóðsins. Dómurinn féllst á það og er Borgarbyggð gert að gefa út afsal fyrir jörðinni til núverandi ábúenda gegn greiðslu kaupverðs að fjárhæð 45 milljónir króna króna. Forsaga málsins er sú að sveitar- félagið Borgarbyggð seldi Spari- sjóði Mýrasýslu jörðina 10. júní 2004 ásamt fleiri eignum í maka- skiptum fýrir húseign að Borgar- braut 14 í Borgarnesi, þar sem ráð- hús sveitarfélagsins er nú. Kaup- verðið var 83 milljónir króna sem greitt var með þremur fasteignum, jörðinni Álftárósi að andvirði 45 milljónir, Borgarbraut 9-13 sem metin var á 30 m. og jörðinni Stapasel að andvirði 8 milljónir. A- búendur jarðarinnar, þau Einar Karelsson og Ragnheiður Einars- dóttir, hafa setið hana síðan 1. jan- úar 1993 er þau tóku hana á leigu af Alftaneshreppi. Leigutími var til fardaga 1996 og átti fýrir þann tíma að endurnýja byggingabréfið, sem ekki var gert en samkomulag milli aðila að ábúendur fengju lífstíðará- búð. Með í leigunni fýlgdi fúllvirð- isréttur í mjólk en undanskilin leig- unni var öll lax- og silungsveiði í ám og lækjum. I makaskiptasamningi milli Sparisjóðsins og Borgarbyggðar var tekið fram að Sparisjóði Mýrasýslu væri kunnugt um byggingabréf milli ábúenda og fýrrum Álftanes- hrepps. Borgarbyggð gaf síðan út afsal til Sparisjóðs Mýrasýslu fýrir jörðinni 27. september 2005. Spari- sjóður Mýrasýslu býður ábúendum jörðina til kaups, 5. ágúst fýrir sömu upphæð og sjóðurinn hafði fengið fýrir eigina í makaskiptun- um sem var hafnað. Annar af ábúendum Álftáróss, Ragnheiður Einarsdóttir sagði í samtali við Skessuhorn að hún vildi ekkert tjá sig um málið að svo stöddu. Borgarbyggð hefði enn frest til að áffýja og best væri að sjá hvort það yrði gert áður hún segði eitthvað opinberlega. Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgar- byggðar sagði aðspurður að ekkert hefði verið ákveðið enn hvort dóm- urinn yrði látinn standa eða honum áfrýjað. BGK Stefiit að stofiiun amarskoðunar- stöðvar í Reykhólasveit Uppi eru hugmyndir um að koma upp arnarskoðunarstöð í Reykhólasveit. I samtali við Oskar Steingrímsson, sveitarstjóra Reyk- hólahrepps kom ffarn að fólk á staðnum er mjög spennt og bjart- sýnt fýrir að slík stöð rísi í sveitinni. Hugmyndin að amarskoðunar- stöð er sótt til írlands, en ernir hafa í hugum Islendinga löngum verið taldir til einkennisfugla Vestfjarða og Breiðafjarðar. Áhugi á því að sjá örn er mikill en menn telja það skipta sköpum fýrir aðdráttarafl stöðvarinnar að hægt sé að sjá fugl- ana betur í sjónauka og því verður staðsetning stöðvarinnar að taka mið af slíku. Oskar segir að í lögum tun verndtm arna sé óheimilt að fara nær arnarhreiðri en 500 metra og því þurfi að finna stað sem býð- ur upp á slíkt. Ekki er líklegt að stöðin verði á Reykhólum sjálfum, en ekkert hreiður er í nágrenni þéttbýlisins svo vitað sé, en Oskar segir það eðli fuglaáhugamanna að taka hvers kyns króka til að skoða fugla og því efast hann ekki um að staðurinn muni hagnast og njóta góðs af umferð gestanna. Auk þess sem hægt verður að skoða ernina sjálfa er stefht að því að innan stöðvarinnar verði þekkingarset- ur þar sem aðstaða til rannsókna verð- ur á örnum, í sam- starfi við heima- menn, fýrir vísinda- menn hvaðanæva úr heiminum. Einnig er ráðgert að vett- vangur verði fýrir fuglaáhugamenn og háskólanema sem aðstoða við vöktun yfir sumartímann í sjálfboðavinnu. Oskar vonast til að málið eigi eftir að skýrast fljótlega enda fólk afar já- kvætt fýrir hug- myndinni og mikill akkur fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Hann segir að íbúar finni fýrir aukinni umferð ferðamanna og með til- komu arnarskoðunarstöðvar mætti búast við enn ffekari fjölgun. Eina vandamál Reykhóla í dag væri hins- vegar skortur á starfsmönnum og brýnt væri að leysa úr því. KH Ekld tónleikasalur í nýjum tónlistarskóla Salur sá sem verður í nýjum tón- listarskóla á Akranesi verður ekki tónleikasalur heldur svokallaður fjölnotasalur. Þetta kemur ffarn í minnisblaði af fundi um húsnæðis- mál skólans sem haldinn var 21. febrúar. Til fundarins mættu Elín G. Gunnlaugsdóttir arkitekt húss- ins og Bjarni Gíslason ffá VGK- Hönnun. Auk þeirra sátu fundinn bæjarfulltrúar meirihluta bæjar- stjórnar, bæjarstjóri, skólastjóri Tónlistarskólans og framkvæmda- nefnd mannvirkja Akraneskaup- staðar. Á fundinum var kynnt fýrirliggj- andi hönnun skólans og einnig var gerð grein fýrir „þeim aðgerðum sem unnið hefur verið að og snúa að hljóðhönnun og kennslurýmis og fjölnotasalar skólans,“ eins og segir orðrétt í minnisblaðinu. Hönnuðir undirstrikuðu sérstak- lega á fundinum að verið væri að hanna „kennslurými svo og fjöl- notasal en ekki tónleikasal.“ Þá kemur ffam að gert sé ráð fýrir að allur ffágangur verði eins og best verður á kosið þannig að húsnæðið fullnægi ýtrustu kröfum til tónlist- arkennsluhúsnæðis. „Fram kom í máli Bjama að vegna lofthæðar í tónleikasal væri gert ráð fýrir sér- stökum búnaði sem tryggja á full- nægjandi hljómburð í aftari hluta salarins,“ segir orðrétt í minnis- blaðinu. Eftir að hönnuðir höfðu yfirgef- ið fundinn bókuðu fundarmenn að í ljósi undangenginnar kynningar hönnuða og viðræðna við þá séu fundarmenn sammála um að undir- búningur svo og niðurstaða hönn- tmarinnar muni leiða til fullnægj- andi lausnar á húsnæðismálum tón- listarskólans og að ekkert bendi til annars en að fýrirhugaður fjölnota- salur muni geta þjónað því hlut- verki sem í upphafi var stefht að. Hvort slegið hafi verið af kröfum til húsnæðis tónlistarskóla skal ósagt látið en þann 23. janúar ritaði Gísli S. Einarsson bæjarstjóri grein í Skessuhorn þar sem segir meðal annars orðrétt: „Á næstunni verður undirritaður samningur um tónhst- arskóla og mtm sá skóli standa und- ir ítrustu gæðakröfum og verða til mikils sóma fýrir Akurnesinga.“ HJ Oskudegi fagnað með söng, gleði og leikrænni tjáningu Krakkar um allt Vesturland héldu upp á öskudaginn í síðustu viku með tilheyrandi hátíðarhöldum, búningum, s'öng og nammiáti í fi'amhaldinu. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Grundarfirði, Borgamesi og á Akranesi og tala sínu máli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.