Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 17
^ki»unuU: MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 17 Iið heimamaiuia sigr- aði Viskukúna 2007 Sigurlið heimamanna varskipað þeim Magnúsi BJóns- syni, Hauki Júlíussyni og Sveinbimi Eyjólfssyni. Það var þétt setinn matsalurinn hjá Land- búnaðarháskólanum á Hvanneyri þegar spurningakeppnin Viskukýrin fór ífam í þriðja sinn í síðustu viku en hátt í 200 manns mættu til að fylgjastmeð. Keppnin er á vegum Stúdenta- ráðs og er í anda Gettu betur keppninnar, en í þjóðlegum stíl og var salurinn skreyttur í bak og fyrir með mjólkur- brúsum, gærum, nautshúðum og glæsilegri Farmall Cub dráttarvél frá Búvélasafrúnu. Kálfurinn Viska úr Hvanneyrarfjósi lét sig ekki vanta en hún er sú þriðja í röðinni af Hvanneyrarkúnum að bera þetta heiðursnafn. Baráttan í keppninni var hörð í ár en úrslitaviðureignin var æsispenn- andi en lokatölur voru 21:20 fyrir hði heimamanna sem sigraði hð frá háskóladeild II. I vinningsliðinu fyr- ir heimamenn voru þeir Sveinbjöm Eyjólfsson, Magnús B. Jónsson og Haukur Júlíusson. Að vanda stýrði Logi Bergmann Eiðsson keppninni og fór hann á kostum yfir spuming- tun um rauðbrandhuppóttar kýr í bland við þjóðlegan fróðleik. Skemmtiatriði vora í heimsklassa en Bjartmar Hannesson á Norður- Reykjum fór með gamanvísur og nemendxu: Lbhí fluttu lagið Fjósa- lykt og gúmmískór. GB/ Ljósm. Sigrmmdur Helgi Brink Prjónað, fræðst og hlegið í Handavinnuhúsinu Fitjað upp, spdð og spekúlerað. F.v. Sœbjörg, Jóbanna og Stsí. Verslunin Handavinnuhúsið hef- ur verið starfandi við Brákarbraut í Borgarnesi undanfarið tæpt ár og hefur þessi nýjung í borgneskri verslunarflóra mælst vel fyrir. Auk þess að selja vömr til prjónaskapar er einu sinni í viku boðið upp á svo- kallað Prjónakaffi þar sem þær stöllur Erla og Sísí leiðbeina gest- um með hekl, handprjón, útsaum og aðra handavinnu. Þá sýna þær nýjungar í hann- yrðavörum, halda námskeið og síðast en ekki síst létta þær lundina og halda t.d. húslestra að gömlum sið þar sem ýmist eru sagðar skemmti- sögur, lesnar sög- ur eða farið með ljóð. Hafa margir nýtt sér þetta og allt upp í 18 kon- ur hafa samtímis verið á námskeið- um hjá þeim á þriðjudagskvöldum. Þannig geta áhugasamir tekið þátt og farið í Handavinnuhúsið með handavinnuna sína fengið hjálp, hvamingu og aðstoð t.d. með fyrstu prjónaflíkina. Þá sakar ekki að einnig er hægt að spjalla um heima og geima við skemmtilegar kyn- systur. ES .....................~"'"1 Akraneskaupstaður Kynningarfundur um fráveituframkvæmdir á Akranesi Akraneskaupstaður og Orkuveita Reykjavíkur efna til opins kynningarfundar um fyrirnugaðar framkvæmdir vegna hreinsunar fráveituvatns á Akranesi. Fulltrúar frá OR svo og hönnuðir munu kynna verkefnið. Fundurinn verður haldinn í Grundaskóla, 8. mars n.k. kl. 20:00. Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs ...................................... Reykjavíkur BORGARBYGGÐ Skipulagsauglýsing, Borgarbyggð Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Guðnabakka, Borgarbyggð. ( samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreint skipulag. Deiliskipulag verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar frá 28.02.2007 til 28.03.2007 frestur til athugasemda vegna deiliskipulags rennur út 12.04.2007. Athugasemdir við breytingar á skipulaginu skulu vera skriflegar og berast til skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tiltekin frest til athugasemda, telst samþykkur tillögunni. Borgarnesi 23.02.2007 - Forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar. BORGARBYGGÐ Skipulagsauglýsingar, Borgarbyggð Tillaga á breytingu á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017 og deiliskipulag í landi Húsafells 3, Borgarbyggð. A: Breyting á svæðisskipulagi sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðarl997-2017 Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir skv.2.mgr.14.gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. tillögu að breytingu á ofangreindu svæðisskipulagi. Tillaga að breytingu felst að svæði fyrir frístundabyggð norðan Hálsasveitarvegar á jörðinni Húsafelli, er stækkað til austurs um u.þ.b 58.4 ha og sunnan vegar er bætt við u.þ.b 1.3 ha íbúðasvæðis. Sveitarstjórn bætir það tjón sem einstakir aðilar kunnað að verða fyrir við breytinguna. Breyting á svæðisskipulagi verður til sýnis á skrifstofu Borgarbyggðar frá 28. 02. 07 til 28. 03. 2007. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 12.04. 2007. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingatillöguna fyrir tiltekin frest til athugasemda telst samþykkur henni. B: Tillaga að deiliskipulagi Húsafelli 3, Borgarbyggð í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreinda skipulagstillögu. Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi austan núverandi byggðar á jörðinni Húsafelli 3. í tillögunni er gert ráð fyrirfrístundahúsalóðum og þjónustuhúsalóð. Tillaga að deiliskipulagi verðurtil sýnis á skrifstofu Borgarbyggðarfrá 28.02.07 til 28.03.2007. Fresturtil að skila inn athugasemdum rennur út 12. 04. 2007. Athugasemdir við skipulagið skulu vera skriflegar og berast til skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingatillöguna fyrir tiltekin frest til athugasemda telst samþykkur henni. Borgarnesi 22.02.2007 -Forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar. BORGARBYGGÐ Aðstoðarslökkviliðsstjóri - eldvarnareftirlitsmaður í Borgarbyggð Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf aðstoðarslökkviliðsstjóra og eldvarnareftirlitsmanns. Um er að ræða 100% starf. Laun skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Hæfniskröfur: ► Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði 8. gr. reglugerðar nr. 792/2001 um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna ► Hafa aukin ökuréttindi til að stjórna vörubifreið og leigubifreið ► Iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun og reynslu ► Hafa góða líkamsburði, vera andlega og líkamlega heilbrigðir, reglusamir og háttvísir ► Hafa jákvætt hugarfar og gott vald á mannlegum samskiptum ► Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt konur sem karlar hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu. Umsóknir sendist til forstöðumanns framkvæmdasviðs Borgarbyggðar, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um starfið. Síminn er 433-7100 og netfangið er sigurdur@borgarbyggd.is. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2007. Forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar ____

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.