Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 2007 ^niasvnuiw: r Línan lögð þrísvar og komið að landi með fullfermi af úrvalshráefhi: I róðri með Grundfirðingi SH á Látragrunni Línan dregin um borð og þorskamir koma einir af öðrum í Ijós. Rúnar með 30 kílóa þorsk sem kom á línuna í túmum. Línubeitningabátum við íslands- strendur fer fjölgandi með hverju ár- inu. Flestir þeirra eru í eigu fisk- vinnsla sem treysta á hráeftii frá þessum bátum enda vita menn að gæði aflans verða ekki meiri. Að sögn framkvæmdastjóra sem gerir út einn þessara báta er auðveldara að selja línufiskinn en netafisk gæðanna vegna. Til að kynnast lífinu um borð í einum slíkum línubáti sem beitir um borð, fór Alfons Finnsson út- sendari Skessuhoms í róður á einum slíkum; Grundfirðingi SH og sá hvað ffarn fer tmdir þiljum. Grund- firðingur SH 24 er gerður út frá Grundarfirði af fyrirtækinu Soffaní- asi Cecilssyni og er báturinn einn af línubeitningarbátunum sem hafa verið gerður út á línu allt árið um kring hjá fyrirtækinu. Hann er 150 tonn, smíðaður í Garðabæ árið 1972, hét áður Hringur GK, en kom til Grundarfjarðar á aldamótaárinu. Gott fiskerí þrátt fyrir veðrið Mætt var um borð rétt fyrir klukk- an 19 á mánudagskvöldi en þá rnn morguninn hafði Grundfirðingur komið að landi með fullfermi, svo stutt var stoppað í landi. Birgir Stef- ánsson, stýrimaður tók á móti tíð- indamanni sem mynstraður var um borð og sýndi honum skipið, vinnu- aðstæður og vistarverur. A leiðinni um skipið kom Hákon Valsson skip- stjóri aðvífandi og bauð gest vel- kominn um borð með brosi á vör, enda kallinn í afbragðsgóðu skapi efdr góð aflabrögð undanfama daga. „Það er búið að vera ágætis fiskerí að undanfömu," sagði Hákon léttur í lund en bætir við; „en þó hefur veð- ur sett strik í reikninginn og verið ffekar leiðinleg tíð að undanfömu.“ Ahöfnin var að tínast rnn borð og var brátt ekki til setunnar boðið og landfestum sleppt. Skipt var í vaktir um borð og stóðu menn sex tíma á dekki í senn. A dekkinu mætti tíð- indamaður einum skipsverja, ungum að árum og var hann að taka saman dót sem þar lá. „Heyrðu!“ Kallaði þessi xrngi, ókunni drengur á mig: „Eg er bara 16 ára og hef samt verið á sjó í rúm þrjú ár, en það sést ekki á virrnu minni ég skal sýna þér það,“ og bætir við; „ég gef engum eftir.“ Tíðindamaður stóð sem eitt stórt spumingarmerki yfir þessum orðtun drengsins, en seinna komst hann að því að þessu drengur er frá Húsavík og hafði reynt margt þótt ungur væri að árum. Saman á vakt til að skiljast A útstíminu fór gesturinn að kynnast mannskapnum um borð. Bjarki „bóndi“ var vaktformaður á stýrimannsvaktinni sem undirritað- ur var munstraður á og á skipstjóra- vaktinni var Robert Weyer, Pólverji sem hefur verið lengi um borð. Það er ekld hægt að kalla hann údending lengur, hann er búirm að vera svo mörg ár hér á landi, sögðu aðrir skipsverjar. Bjarki Gestsson, sem aldrei er kallaður annað en „bónd- inn“ um borð, setti mannskapnum fyrir verk á sinni vakt. „Strákar, það þarf að splæsa færi og útbúa nokkur sælabönd." Fór vakt- in í að verða við ósk- um „bóndans,“ og settist tíðindamaður niður við að splæsa ásamt þessum unga dreng sem áður var getið um. Sagðist hann heita Rúnar og vera Heiðarsson og að pabbi hans væri stýrimaður á ffysti- togaranum Guð- mundi í Nesi RE. Það vakti einnig áhuga gestsins að um borð voru fjórir er- lendir menn, af fjórt- án manna áhöfn; tveir Litháar og tveir Pólverjar. Voru Lit- háarnir saman á vakt og Pólverjamir sam- an. Vakti það athygli og spurt hvem- ig stæði á þessu? Kom þá í Ijós að einn Pólverjinn talaði hvorki ensku né íslensku og sama væri uppi á ten- ingnum með annan Litháann og þurftu því landar þeirra að túlka fyr- ir þá og saman yrðu þeir að standa vaktina af þessum sökum. Þetta kom þó ekki að neinni sök, því ávallt gengu samskiptin snurðulaust fyrir sig og þessir menn em hörkudugleg- ir til vinnu, eins og algengt er með landa þeirra. Vöfflur með rjóma tilbreyting á útstíminu Útstímið tók hátt í fimm tíma. Vörðu menn tímanum m.a. til að horfa á bíómyndir en aðrir skelltu sér bara í koju. Gesturinn fór upp í brú og þar fyrir mætti hann stórvini sínum, Birgi Stefánssyni stýrimanni sem var á vaktinni. „Hvað segir þú vinur,“ spyr Birgir, „fer þetta ekki vel í þig?“ Við spjöllum saman meðan stefhan er tekin á Látrargrunn, þar em víst búin að vera ágæt aflabrögð að undanförnu. „Hvaða lykt er þetta,“ spyr Birgir þá skyndilega, „er kokkurinn farinn að baka?“ Það leggur að vitum okkar þessi ljúfi bakstursilmur neðan úr eldhúsi þar sem Sveinbjörn Helgason, mat- svemn ræður ríkjurn. „Heyrðu vin- ur,“ sagði Birgir við mig, „taktu við, ég verð að kíkja niður í borðsal og athuga hvað kokkurinn er að gera,“ sagði Birgir og gat ekki hamið sig, enda lyktin árennileg. Hljóp hann niður, dreginn áffam af löngtm til að vita hvað kokkurinn væri að brasa. Skömmu síðar heyri ég að baki mér sagt; „Umm, namm, vá, kokkurinn er að steikja vöfflur með rjóma og al- legræ,“ sagði Birgir og mátti sjá Michal meó hrognin úr 30 kílóa þorskinum. Engin smárceðis gota þetta. Brugðið á leik áður en vaktin hefst. Grundftrðingur SH-24 er 130,8 tonna bátur í eigu Soffaníasar Cecilssonar í Grundarfirði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.