Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 19
gífflCSSlíii©BW
MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 2007
19
Framfarir og
samgöngubætur
Anægjulegt er að sjá vaxandi um-
ræðu um samgöngutengingar milli
Vesturlands og höfuðborgarsvæðis-
ins. Nokkrir hafa kvatt sér hljóðs
um hlutverk og þátt Spalar ehf.
Rétt er að nefha nokkur atriði í því
sambandi:
1. Ef ekki hefði komið til þeirra
samninga sem gerðir voru um
Hvalfjarðargöng á sínum tíma og
þar með talið innheimtu veggjalds
væri staðan á Vesturlandi talsvert
önnur en raun ber vitni. Hafa ber í
huga að verðmætaaukning á svæð-
inu er langt umfram það sem inn-
heimt hefur verið í veggjald.
2. Veggjaldið er í dag allverulega
lægra en gert var ráð fyrir í upphafi
að það þyrfd að vera. Þannig hafa
vegfarendur og íbúar sunnan og
norðan Hvalfjarðar notið aukinnar
umferðar í lægra gjaldi. Enn mun
gjaldið lækka 1. mars og aftur á
vordögum.
3. Það samkomulag sem Spölur
efh. gerði við Vegagerðina fjallar að
efni til um undirbúning fram-
kvæmda við tvöföldun þjóðvegar á
Kjalamesi og tvöföldun Hvalfjarð-
arganga. Um er að ræða endur-
greiðslu Spalar ehf. til Vegagerðar-
innar á 150 mkr. sem áætlað var að
kæmi ekki til greiðslu fyrr en á ár-
inu 2018. Að auki leggur Vega-
gerðin til 100 mkr. Það er ánægju-
legt að samgönguyfirvöld stígi
þannig fyrstu skrefin til tmdirbún-
ings þessara ffamkvæmda sem era
fyrst og fremst til að tryggja öryggi
vegfarenda en einnig mikilvægur
þáttur í greiðum samgöngum milli
landshluta og forsenda ennffekari
vegabóta norðan Hvalfjarðar.
liggur ekki fyrir en í því efni er rétt
að hugleiða efdrfarandi:
1. Allir vilja lægri gjöld og ef
landsfeður ákveða að fella niður
gangagjaldið, tryggja ffamkvæmdir
á Kjalarnesi og tvöföldun Hval-
fjarðarganga þá er tæplega nokkur
íbúi sem mælir því mót. Hins veg-
ar er verra ef loforð bresta og þess-
ar framkvæmdir dragast um ókom-
in ár. Því er óvarlegt að loka á þau
úrræði sem kunna að vera fyrir
hendi til að tryggja svo mikilvægar
ffamkvæmdir í náinni ffamtíð.
2. Framkvæmdir við tvöföldun
þjóðvegarins á Kjalamesi og Hval-
fjarðargöng era aðeins hluti þeirra
miklu framkvæmda sem á eftir
þurfa að fylgja, en það era ffam-
kvæmdir við Sundabrautina. Þessi
samgönguæð í heild sinni ffá Sæ-
braut í Reykjavík að norðurströnd
Hvalfjarðar er ein stærsta forsend-
an fyrir enn ffekari vexti og við-
gangi á Vesturlandi og því fyrr sem
hún verður að veruleika því betra.
Endurgjald vegfarenda til Spalar
ehf. í þeim efnum era smámunir í
samanburði við ávinninginn.
Sem fyrr er fólki hugleikin mál-
efhi Spalar ehf. og Hvalfjarðar-
ganga. A stundum gleymist þó sá
ávinningur sem göngin hafa skapað
þegar rætt er um veggjaldið sem
þröskuld ffamfara. Veggjaldið var
forsenda framkvæmda við Hval-
fjarðargöng á sínum tíma og það
veggjald sem greitt hefur verið skil-
að ríkulegum vexti. Brýnar og
nauðsynlegar framkvæmdir við
Sundabraut, tvöföldun vegar á
Kjalarnesi og tvöföldun Hvalfjarð-
arganga munu gera það einnig.
Miðað við þá samninga sem nú
era í gildi um endurgreiðslu lána
Spalar ehf. þá liggur fyrir að þeim
ljúki á árinu 2018. Akvörðun um
fjármögnun annarra framkvæmda
Gísli Gíslason,
hafnarstjóri Faxaflóahafha sf. og
formaður stjómar Spalar ehf.
T^ctitútiti—^
Baragigt!
Það fær
fimmta hver
manneskja gigt
einhvertíman um ævina en það eru
um 20% allra karla og kvenna. Við
erum með gigt í mismörg ár eftir
því hvenær ævinnar sjúkdómurinn
kemur upp. Tíðnin eykst með
hækkuðum aldri. Þó einn af hverj-
um fimm sé feikimargir þá er ekki
hægt að segja að allir fái þennan
erfiða sjúkdóm sem betur fer.
Flestir gigtarsjúkdómar eru
komnir til að vera. Fáeinir geta þó
læknast og í sumum tilfellum má fá
sjúkdómshlé, til lengri eða
skemmtir tíma eftir einstaklingum
og sjúkdómum. En hafa ber í huga
að gigtsjúkdómar era yfir tvöhund-
ruð talsins. Það sem flestir um-
ræddra sjúkdóma eiga sameiginlegt
eru verkir og þreyta. Augljóst er að
þessi einkenni hafa mikil áhrif á
lífsgæði þeirra sem þá fá. Einnig á
allt líf fjölskyldu viðkomandi, má
þar nefna áhrif á afkomu vegna
kostnaðar, verkaskiptingu á heimili,
félagsþátttöku, áhugamál og at-
vinnuþátttöku.
Allar rannsóknir sýna að þeim
mun betri þekkingu og skilning
sem samfélagið, fjölskylda og
manneskjan sjálf hefur á eðli, af-
leiðingum, meðferð og bjargráðum
vegna gigtarinnar, því betur vegnar
viðkomandi. Og af sjálfu leiðir að
skaði samfélagsins og einstakling-
anna sem hlut eiga að máli verður
minni.
Eg vil því hvetja alla sem tök hafa
á að mæta á fund Vesturlandsdeild-
ar GI í Grundaskóla á Akranesi
næstkomandi laugardag eins og
auglýst er í þessu blaði. Einnig vil
ég benda á heimasíðu Gí
www.gigt.is og Gigtarlínuna í síma
530 3606 sem opin er mánudaga og
fimmtudaga 14.00-16.00 sem veitir
fjölmargar ganglegar upplýsingar
og bendir á enn fleiri leiðir til
hjálpar.
Jóhanna Leópoldsdóttir, formaður
Vesturlandsdeildar GI
T^etitútiti-—,
Arás á lífskjör í Borgarbyggð?
Arás á rekstrarskilyrði fyiirtækja í Borgarbyggð?
Nú á dögunum barst með póstin-
um til fasteignaeigenda í Borgar-
byggð innheimtuseðlar fasteigna-
gjalda fyrir árið 2007. Hvað varðar
íbúðarhúsnæði þá virðist hækkun
vera 32% milli ára eða þar um bil.
Það þýðir u.þ.b. 25% raunhækkun,
sé leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum.
Samanburður við Reykjavík er
þessi: Af einbýlishúsi í Grafarvogi
að fasteignamati 33,5 milljónir
króna þarf vinur minn að greiða
samtals í fasteignatengd- og fast-
eignagjöld kr. 154.441. Af einbýlis-
húsi við Kveldúlfsgötu, fasteignamat
samtals 22,9 milljónir króna þá þarf
undirritaður að greiða kr. 251.489.
Þrátt fyrir þriðjungi lægra fasteigna-
mat þá á ég að greiða kr. 97.048
meira en vinur minn. A tíu árum
þarf ég að greiða 1 milljón meira til
sveitafélagsins ef ég bý í Borgar-
byggð umfram það sem greiða þarf í
Reykjavík.
Hvað varðar atvinnuhúsnæði þá
er það ekki minni hækkun og laus-
legur samanburður á milli verslun-
ar- og þjónustuhúsnæðis í Reykjavík
annarsvegar og Borgamesi hinsveg-
ar þá virðast fasteignagjöld orðin
milli 20-30% hærri í Borgamesi en í
Reykjavík að raungildi, þegar búið
er að leiðrétta fyrir mismunandi
fasteignamati. Hvað rök eru fyrir
því að fyrirtæki í Borgarbyggð geti
greitt 25% hærri fasteignagjöld en
fyrirtæki í Reykjavík?
Er ekki rétt að bæjarstjórnin taki
málið upp aftur. Þessi fasteignagjöld
eru ekkert annað en árás á lífskjör
íbúa byggðarlagsins og árás á rekstr-
arskilyrði fyrirtækja í byggðarlaginu.
Borgamesi, 26. febrúar 2001
Guðsteinn Einarsson.
Fjölbreytt námskeið hjá
endurmenntunardeild Lbhl
Á næstu mánuðum eru mörg
spennandi námskeið að fara af stað á
Vesturlandi og víðar á vegum Endur-
menntunardeildar Landbúnaðarhá-
skóla Islands. Deildin hefúr starfað í
fjölda ára og vinsældir námskeiðanna
eru sífellt að aukast. Aldrei hafa fleiri
námskeið verið í boði eins og nú.
Námskeiðin eru bæði hugsuð fyrir
fagaðila sem almenning. Af nám-
skeiðum sem framundan eru má
nefiia ,Að prjóna og lesa uppskriftir“
þar sem farið er yfir gnmnatriði í
prjónaskap og lestur prjónaupp-
skrifta með aðaláherslu á ullarbandið.
Á námskeiði um páskaskreytingar er
sýnt hvemig hægt er að gera páska-
legt í kringum sig og verður einnig
boðið uppá námskeið um veislu og
borðskreytingar, en þetta eru nám-
skeið sem ætluð eru almenningi,
starfsmannafélögum og starfsfólk í
veitingageiranum. Með vorinu eru
einnig spennandi námskeið fyrir
sumarbústaðaeigendur sem fjalla
meðal annars um trjáklippingar,
ræktun í óunnu landi, sumarblóm í
hengikörfum og kryddjurtir í hengi-
körfúm þar sem þátttakendur búa til
sína eigin körfu og fá leiðbeiningar
um hvernig best sé að viðhalda henni
og rækta.
Sem fyrr eru fjölmörg námskeið
fyrir fagaðila í landbúnaði og varða
þau ræktun, bókhald, málmsuðu og
fleira en af þeim má nefna sérstaklega
námskeiðið „Aukin verðmæti slátur-
lamba“ fyrir sauðfjárbændur og
„verkun heys í útistæðum“ fyrir kúa-
bændur. Uppselt er orðið á öll nám-
A námskeiði sem endurmenntunardeild
LBHI stendur jyrir í vor verður m.a. farið
yfir ræktun sumarblóma í hengikörfum og
ílátum. Ljósm. GB
skeið um hestamennsku á vegum
deildarinnar. Námskeiðin eru ekki
einungis haldin á Vesturlandi heldur
víða um land en nánari upplýsingar
er að finna á vef Landbúnaðarháskól-
ans www.lbhi.is undir námskeið.
MM/GB
BORGARBYGGÐ
Skipulagsauglýsingar, Borgarbyggð
Tillaga á breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017,
Brákarey og deiliskipulag Brákarey, hafnarsvæði og lóð undir
hreinsistöð fráveituvatns.
A: Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017, Brákarey-breytt
landnotkun.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingum á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017
samkvæmt 1. mgr. 21. gr. skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997.
Um er að ræða tillögu að breyttri landnotkun. Núverandi landnotkun eyjarinnar samkvæmt gildandi aðalskipulagi
er blönduð landnotkun íbúðarbyggðar, stofnanasvæðis og verslunar og þjónustusvæðis. Breytingin , sem nær
til afmarkaðs svæðis fremst á eyjunni og aðliggjandi hafsvæðis, er í því fólginn að skilgreina umrætt svæði sem
hafnarsvæði þar sem byggð yrði smábátahöfn í áföngum. Auk þess er áformað að reisa skólphreinsistöð á
fyrirhuguðu hafnarsvæði samkvæmt nánari útfærslu í deiliskipulagi. Er því sá hluti hafnarsvæðisins, sem nær
yfir lóð hreinsistöðvarinnar, skilgreindur sem iðnaðarsvæði.
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi verður til sýnis á skrifstofu Borgarbyggðar frá 28. 02. 07 til 28. 03. 2007.
Fresturtil að skila inn athugasemdum rennur út 12. 04. 2007.
Athugasemdum skal skila inn á Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Flver sá sem eigi gerir
athugasemd við breytingartillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.
B: Deiliskipulag af hafnarsvæði og lóð undir hreinsistöð fráveituvatns í Brákarey,
Borgarbyggð.
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir athugasemdum við
ofangreinda skipulagstillögu.
Um er að ræða tillögu af hafnarsvæði í Brákarey í Borgarnesi sem næryfir núverandi viðlegukant á uppfyllingu,
land upp af honum og aðliggjandi strandlengju. Ennfremur er á skipulagstillögunni sýnd lóð undir hreinsistöð
fráveituvatns.
Tillaga að deiliskipulagi verður til sýnis á skrifstofu Borgarbyggðar frá 28. 02. 07 til 28. 03. 2007.
Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 12. 04. 2007.
Athugasemdir við skipulagið skulu vera skriflegar og berast til skrifstofu Borgarbyggðar Borgarbraut 14,
310 Borgarnesi.
Flver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingatillöguna fyrir tiltekin frest til athugasemda telst samþykkur
henni.
Borgarnesi 20.02.2007 - Forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar.