Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 2007 £ * Konudagsleikur Models og Galito Á konudaginn, þann 18. febrú- ar sl. efndu verslunin Módel og veitingastaðurinn Galito á Akra- nesi til happadrættis meðal við- skiptavina sem keyptu blóm í Model þann daginn eða fóru að borða á Galito. Nú hefur verið dregið í happdrættinu og hlutu eftirtaldir vinninga: Huldar Agústsson og Dóra Scott. Með- fylgjandi mynd var tekin þegar Huldar tók við verðlaunum síntun af Rannveigu Sturlaugsdóttur, starfsmanni í Model. ('fréttatilkynning) Fiðlu- og hörpu- tónlist á Bifiröst Þriðjudaginn 6. mars næstkom- andi verða haldnir tónleikar í Hriflu, hátíðarsal Háskólans á Bifföst. Þar koma fram þær Lauf- ey Sigurðardóttir, fiðluleikari og Elísabet Waage, hörpuleikari. Þær Laufey og Elísabet hafa starf- að saman um árabil. Þær hafa leikið víða á Islandi og í Hollandi. Þá hafa þær gert upptökur fyrir útvarp og sjónvarp og vinna nú að undirbúningi geisladisks með leik sínum. Á efnisskrá þeirra er tón- list frá barokk tímanum og fram til okkar daga og íslensk tónskáld hafa samið fyrir þær sérstaklega. Efiiisskrá þeirra á tónleikunum í Háskólanum á Bifröst sam- anstendur af tónlist eftir m.a. Bach, Fauré, Tsjækowsky og út- setningum á íslenskum þjóðlög- um. Tónleikamir í Hriflu hefjast klukkan 17:00. Þeir fara ffam á vegum Háskólans á Bifföst og eru Borgfirðingar og aðrir boðnir vel- komnir. Aðgangur er ókeypis og foreldrar eru sérstaklega hvattir til að taka böm sín með og leyfa þeim að njóta tónhstarinnar. Þarnæstu tónleikar sem fyrir- hugaðir em á Bifr öst verða haldn- ir þann 28. mars en þá munu þau Guðný Guðmundsdóttir konsert- meistari og Gerrit Schuil píanó- leikari kynna verk eftir Dvorak og Ravel sem Guðný spilar einleik í með Sinfóníuhljómsveit Islands í apríl næstkomandi. Auk þess leika þau sónötu nr. 10 eftir Beethoven. (fréttatilkynning) Fyrirspum um Múlavirkjun Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri-grænna hefúr lagt ffam á Alþingi fyrirspum til umhverfis- ráðherra um Múlavirkjun á Snæ- feOsnesi. Jón vifl vita hvort ráð- herra hafi kynnt sér hvort fylgt hafi verið lögum og reglum um undirbúning, útgáfu leyfa, hönn- un og byggingu virkjunarinnar. Þá viO hann vita hvers vegna virkjun- in fór ekki í lögformlegt mat á umhverfisáhrifúm og hvort ráð- herra hyggist bregðast við ef stað- reynd sé að virkjunin „sé með allt öðrum hætti en upphaflega fékkst leyfi fyrir og skaðleg umhverfisá- hrif mannvirkjanna mun meiri en ráð var fyrir gert,“ eins og segir orðrétt í fyrirspurninni. HJ ~/^etitútui~*N. Til sóma að muna efirir góðum firmnlierjum Föstudaginn 23. febrúar sl. bauð Sjúkra- húsið og heilsu- gæslustöðin á Akranesi til samkvæmis í tilefni af löngum og farsælum ferh fyrrver- andi yfirlæknis á Sjúkrahúsi Akra- ness, PáO Gíslasyni og í tilefni af því að það era 40 ár síðan hann ffam- kvæmdi fyrstu æðaskurðaðgerðina á íslandi og það gerði hann hér á Sjúkrahúsi Akraness. Það var vel til faOið af Guðjóni Brjánssyni ffam- kvæmdastjóra SHA og hans fólki að bjóða til þessa samkvæmis þar sem vora m.a. margir af samstarfsmönn- um Páls í gegnum árin. I dag era kannski ekki margir sem gera sér grein fyrir því hve Páll Gíslason markaði djúp spor í sögu okkar Akumesinga. Páll hafði ekki bara mikil og góða áhrif á mikla og góða uppbyggingu Sjúkrahús Akra- ness og atvinnumál okkar Akurnes- inga, heldur stjómaði hann líka og var félagsforingi Skátafélags Akra- ness um árabil. Á þeim tíma eignað- ist t.d. Skátafélag Akraness land í Skorradal fyrir sumarbúðir þeirra og sem bæjarfúlltrúi hér á Akranesi í 8 ár barðist hann fyrir hagsmunum Akurnesinga ekki síst í þeim mála- flokkum sem vörðuðu atvinnumál, heilsugæslu og í hjúkrunarmálum. Eftir að Páll flutti ffá Akranesi var hann kjörinn Skátahöfðingi Islands og í því starfi hafði hann sérstakan hlýhug til Akurnesinga sem margoft kom ffam í öllum hans verkum. Eg og systkini mín vorum svo heppin að fá að kynnast vel þeim Páh og Soffiu hans yndislegu konu á þeim árum sem þau vora á Akranesi. Þann vinskap má þakka samstarfi föður míns og Páls í skátastarfmu og vinskapar sem var á milli foreldra okkar og Páls og Soffiu. Það er Guðjóni Brjánssyni og for- svarsmönnum SHA til sóma að muna eftir þeim ffumherjum sem raddu veginn, megi aðrir taka það sér til fyrirmyndar. Takk fyrir boðið. Gunnar Sigurðsson Forseti bœjarstjómar Akranes ~/^etltÚtltl^A Það eiga allir að hafa aðgang að góðri menntun óháð efhahag og búsetu Aðgangur að menntun í heima- byggð er ein af meginforsendum þess að styrkja búsetu, lífskjör og at- vinnulíf á landsbyggðinni. Framboð á góðri menntun í leikskólum og grunnskólum, öflugar metnaðarfúll- ar stofnanir á ffamhaldsskólastigi, verkmenntun auk uppbyggmgar há- skólastarfs er grundvöllur ffamfara og þrótmar. í skólakerfinu þarf einnig að ríkja faglegt frelsi til að starfsfólk hafi svigrúm til að vinna að blómlegu og skapandi skólastarfi. Skólakerfið á að vera Ofandi samfélag skólafólks, nemendanna sjálffa og fjölskyldna þeirra. Irman þess verður að mæta þörfum nemendanna í samræmi við þarfir og þroska hvers og eins. En til þess að skólastarfið geti blómstrað þarf að ríkja sátt um verklag, kjör og aðbúnað innan skólanna. Því er nauðsynlegt að sveitarfélögunum séu tryggðir tekjustoffiar til að mæta T^etuútu^-, þeim kröfúm sem lagalega era gerð- ar til skólastarfsins. Efling háskólanna Landsbyggðin þarf á ffumkvæði og bjartsýni að halda og hvora tveggja fæst með ábyrgð og sjálf- stæði heimamanna. Framhaldsnám á háskólastigi felur í sér mikinn samfé- lagslegan ávinning. í Norðvestur- kjördæmi hefúr verið gaman að fylgjast með uppbyggingu háskóla- náms s.s. á Bifröst, á Hvanneyri og að Hólum þar sem ffumkvæði og sveigjanleiki er styrkur skólanna. Þessum skólastofnunum þarf að skapa tækifæri á að vaxa áffam og dafna á sínum forsendum. Miklar vonir era bundnar við að Háskóla- setrið á Isafirði verði eflt og það gert að formlegum háskóla. einnig þarf að huga að stolnun háskólaset- urs á Akranesi með séráherslu á iðn- nám og njóta þar samstarfs við iðn- fyrirtækin á svæðinu. Annað brýnt verkefni ffamundan er frekari upp- bygging háskólastarfs á Sauðárkróki Framhaldsskólanám á sunnanverðum Vestfjörðum Undanfarið hef ég fengið að taka þátt í því sem verkefnisstjóri ásamt kröftugu fólki fyrir vestan að koma á ffamhaldsskólanámi á sunnanverð- um Vestfjörðum í samvinnu við Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Það sem gerir verk- efni sem þetta ekki síst mögulegt er tilkoma nýrra kennsluaðferða á sviði dreiffnenntunar, og fjarkennslu. Við sem höfum tmnið að kynningu þessa náms á svæðinu höfum fúndið fyrir miklum áhuga og bjartsýni samfara því að þetta verkefni verði að vera- leika. Foreldrar sjá fyrir sér að geta stutt lengur við bakið á bömum sín- um heima í héraði og bammargar fjölskyldur þurf ekki að flytja burt til annarra staða þar sem viðeigandi nám er í boði Mennt er máttur Skólauppbyggingu og mótun hennar er aldrei lokið, sífellt þarf að leita nýrra og ffamsækinna leiða til að gefa fólki kost á eins góðri grann,-framhalds-, og háskóla- menntun sem völ er á. Það sama á við um endur- og símenntun. Metn- aðarfullt starf allra er að skólastarf- inu koma er leiðin að því markmiði. Við höfum fólk sem hefúr vilja og þor og við þurfum stjómvöld sem styðja við hugmyndir þeirra og ffumkvæði. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skipar 2. sati á lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördami Þjóðlenduvaitarinn á ferð - Norðurland vestra mesti áfangi Það var merkileg reynsla að sitja stofnfund Samtaka landeigenda fyrir nokkra, hlíða á reynslusögur framsögumanna og stórmerkileg- an fyrirlestur Guðrúnar Gauks- dóttur, lögfræðiprófessors um þjóðlendumálið og ótrúlega ósvífna framgöngu stjórnarflokk- anna gagnvart landeigendum. Nú er málsmeðferð hafin á svæði 6, sem er austanvert Norðurland en lokið á svæðum 1-4 sem er allt Suðurland og Reykjanesið. Norð- urland vestra og Vestfirðir og Vesmrland verða næst í röðinni enda eru íbúar þar farnir að biðja fyrir sér. Þjóðlendumálið vakti fyrst at- hygli mína þegar Stafafell í Lóni var til meðferðar, þar sem ég hef gengið um Lónsöræfi og þekkti hvaða land var til umræðu. Það landssvæði var dæmt af bændum þótt þeir hefðu lögmæta pappíra frá aldamótum sem staðfesta kaup þáverandi eiganda á landinu af rík- inu. Landið var engu að síður dæmt af Lónsbændum. Ríkisstjómin ber ábyrgðina Fjármálaráðherra Sjálfstæðis- flokksins hefúr farið með miklu of- forsi gegn bændum og þinglýst kröfú til alls lands sem er 400 metr- um yfir sjávarmáO, sumsstaðar farið niður í 100 metra og jafnvel niður í flæðarmál eins og dæmin úr Fjörð- um sanna. Afleiðingar þessa era m.a. að eigendur lenda í erfiðleikum hjá lánastofnunum, jarðirnar era illseljanlegar á meðan á málarekstri stendtn, fólk er skilið eftir með þær skuldbindingar sem til var stofnað við kaup og uppbyggingu á jörðun- um og borga þarf af þessum skuld- bindingum áratugum saman þó svo að ríkið sé löngu búið að slá eign sinni á land þess. Það er óþolandi að ríkisvaldið setji líf og afkomu fólks slíka tvísýnu eins og gert er með þessari aðför að land- eigendum. Sjálfstæðisflokkurinn á að svara fyrir þá fráleitu ffamgöngu sem ríkisstjóm Islands hefur sýnt bændum og landeigendum og Framsóknaflokknum, sem telur sig sjálfkjörinn málsvara bænda, á ekki að haldast uppi að sitja þegjandi hjá. Hann er ábyrgur, jafnvel þótt lítill og veikur sé, ekki síður en Sjálfstæð- isflokkurinn. Vilji löggjafans Þingmenn Samfylkingarinnar hafa margsinnis tekið máOð upp á Alþingi, t.d. Margrét Frímannsdótt- ir og nú síðast Björgvin G. Sigurðs- son sem stóð fyrir umræðum utan dagskrár fyrir skömmu. Stjómar- flokkarnir slá úr og í og nokkuð ljóst af aðgerðarleysi þeirra að ekki er fyr- irhugað að taka til þeirra ráða sem nauðsynleg era og tiltæk. Það þarf að skíra lagatextann sem þessi aðför byggist á þannig að vilji löggjafans komi þar ljóslega frarn. Það var ekki vilji löggjafans að gengið yrði í eignaupptöku meðal landeigenda, það kom skírt fr am í umræðum á Al- þingi á sínum tíma. Á meðan tillaga að lagabreytingu kemur ekki ffam frá stjómarflokkunum verður að líta á það sem vilja þeirra að níðst sé á bændum með þessum hætti. Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördami Lengd aðsendra greina Enn og aftur skal það áréttað við höfunda aðsendra greina í Skessu- horni að gæta að lengd þeirra. Þetta á aldrei frekar við en nú í aðdrag- anda kosninga til Alþingis þegar margir vilja koma skoðunum sínum á ffamfæri. Sökum plássleysis bíða nú nokkrar aðsendar greinar birtingar í Skessuhomi. Höfundar þeirra era Jón P Pétursson, Sigurður Arnar Sigurðsson, Valdimar Sigurjónsson og Veronika Sigurvinsdóttir. Þess ber að geta að allar aðsendar greinar birtast einnig á vef okkar; www.skessuhorn.is. Framvegis verður ekki tekið við greinum til birting- ar í blaðinu séu þær lengri en ein A4 síða, miðað við 12 punkta letur. Æskilegt er að þær séu þó eitthvað styttri. Gott er að hafa í huga: Stutt grein þýðir í flestum tilfellum meiri lestur hennar. -Ritstjóri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.