Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 9
 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 2007 9 Nemendum og kennurum í grunnskólum fækkar í haust voru nemendur í grunn- skólum á Vesturlandi 2.398 talsins og hafði þeim fækkað um rúm 3% frá árinu á undan þegar þeir voru 2.474 að tölu. Argangar eru mjög misjafhlega stórir og því nokkrar sveiflur á milli ára í fjölda nema. Undanfarin tíu ár hafa nemendur í grunnskólum Vesturlands verið 2.448 að meðaltali. Flestir nemendur voru í haust í Grundaskóla á Akranesi, 525 talsins en fæstir voru þeir í Grunnskólan- um í Tjamarlundi eða 11 að tölu. Af einstökum sveitarfélögum má nefha að þrátt fyrir nokkra fjölgun íbúa á Akranesi fækkar grunnskólanemum úr 952 árið 2005 í 948 árið 2006. Grunnskólanemum hefur þó fjölgað nokkuð á Akranesi á hðnum árum því árið 2001 vora þeir 881 talsins. I Borgarbyggð voru nemar í haust 635 en vora 648 árið áður. I Grund- arfirði voru nemamir 175 og hefði fækkað um rúm 11 % á milli ára. Frá árinu 2001 hefur nemum þar fækkað úr 211 eða um rúm 17%. í Stykkis- hólmi vora 173 grunnskólanemend- ur í haust og hafði fækkað á milli ára úr 181. Frá árinu 2001 hefur þeim fækkað úr 209 eða rúm 17%. í Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi voru 44 nemendur og hafði fjölgað um tvo ffá fyrra ári. I grunnskólum Snæfellsbæjar vora 237 nemendur í haust en vora árið áður 248 talsins. Frá árinu 2001 hefur nemendum fækkað úr 301 eða um ríflega 21%. Eins og áður sagði vora nemendur í Tjamarlundi 11 að tölu en voru 12 árið áður og í Grunnskólanum í Búðardal voru nemendur 82 en voru 84 árið áður. Frá árinu 2001 hefur grunnskóla- nemendum í Búðardal hins vegar fjölgað úr 70 eða um rúm 17%. Kennurum grunnskólanna á Vest- urlandi fækkaði einnig á milli ára. Haustið 2006 voru þeir 289 að tölu en árið áður vora þeir 294 talsins. Frá árinu 2003 hefur kennuram fækkað úr 315 eða um rúm 8%. Kvenfólk var í miklum meirihluta í kennarastétt. Þær voru í haust 216 talsins. Hlutfall kennara með kennsluréttindi á Vesturlandi hefur hækkað á undanfömum árum. Arið 2001 var hlutfallið 72,8% en í haust var það komið í 83 %. HJ Fonrnðurur tveimur nej&idum Karen Jónsdóttir bæjarfulltrúi Frjálslynda flokksins í bæjarstjórn Akraness og formaður bæjarráðs hefur sagt af sér sem formaður at- vinnumálanefiidar Akraness og í hennar stað hefur Asgeir Hlinason verið kjörinn formaður nefndar- innar. Þá hætti Karen sem vara- maður í félagsmálaráði og í hennar stað var kjörin Barbara Davis. Einnig hefur Sigurjón Runólfsson hætt sem varamaður í atvinnu- málanefnd og í hans stað var kjör- in í nefhdina Helga K. Jónsdóttir. Þá hafa einnig orðið breytingar á nefhdaskipan Framsóknarflokks- ins. Þórunn Matthíasdóttir hefur látdð af störfum sem varamaður í félagsmálaráði og í hennar stað kemur Guðný Rún Sigurðardóttir. Þá hafa Helgi Pétur Magnússon sem sæti hefur átt sem aðalmaður í tómstunda- og forvamanefnd haft sætaskipti við Bjarka Þór Aðal- steinsson sem verið hefur vara- maður hans í nefndinni. HJ Akraneskaupstaður Óskum eftir nýliðum á aldrinum 20- 28 ára í Slökkvilið Akraness. Iðnmenntun og meirapróf æskileg. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá slökkviliðsstjórum í símum 894-2960 Þráinn 840-6386 Halldór 840-6618 Björn Umsóknir berist fyrir 20. mars 2007, merkt: Slökkvilið Akraness Kalmannsvöllum 2 300 Akranes L .................A www.skessuhorn.is r Akraneskaupstað ur -------------------7“--------------------- Auglýsing um deiliskipulag á Akranesi Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Höfðasels á Akranesi Með vísan til 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemaum við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Höfðasels á Akranesi. Skipulagssvæðið eru lóðirnar númer 7, 9, 11,13,15 og 16 við Höfðasel Akranesi. Breytingin felst m.a. í að lóðirnar númer 7 og 9 eru felldar út og lóðamörkum lóða númer 11, 13, 15 og 16 er breytt. Einnig hafa byggingarreitir verið endurskilgreindir. Lóðirnar verða áfram skilgreindar undir iðnaðarstarfsemi og nýtingarhlutfall verður að hámarki 0,2. | Tillagan, ásamt frekari upplýsingum, liggur frammi á skrifstofu tækni- og umhverfissviðs að ] Dalbraut 8, Akranesi, frá 5. mars 2007 til og með 2. apríl 2007. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera skriflegar athugasemdir. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 16. apríl 2007 og skulu þær berast á bæjarskrifstofur Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 3. hæð. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast samþykkir henni. L. Akranesi 27. feb. 2007 sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar - Þorvaldur Vestmann A Sjúkraliðar - ófaglært starfsfólk! »".■ ■ - ■ . ............- - ----~1 Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðm á Akranesi óskar eftir að ráða sjúkraliða og ófaglært starfsfólk til afleysinga á legudeildir stofnunarinnar i sumar. Allar nánari upplýsingar um störfín og launakjör gefur hjúkrunarforstjóri í síma 430 6012. SIHAb Sjúkrahúslð og heilsugæslustöðln á Ahranesi Merkigerði 9 • 300Akranes Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf Melabraut 21-27 - 220 Hafnarfjörður Sími 565-1240 - Fax 565-2243 Töivupóstur vhe@vhe.is VHE, (vélaverkstæði Hjalta Einarssonar ehf.) er móðurfyrirtæki 10 annara fyrirtækja hér á landi. Þessi fyrirtæki sérhæfa sig á ýmsum sviðum iðnaðar svo sem í þjónustu við áliðnaðinn og önnur iðnfyrirtæki, hönnun og framleiðslu á tækjum og búnaði fyrir álver á íslandi og annars staðar í heiminum, vökva- og loftbúnaði, vélahönnun, rafmagnshönnun, hugbúnaðargerð og ýmsu fleiru. Vegna mikillar vinnu, einkum í tengslum við áliðnaðinn á íslandi, þá viljum við ráða vélvirkja og rafvirkja til að starfa hjá fyrirtækinu. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi störf við hátæknivæddan iðnað. í boði eru góð laun fyrir gott fólk og húsnæði og mötuneyti á staðnum. Nánari upplýsingar í síma 893 3844 Einnig er hægt að leggja inn umsókn eða fyrirspurnir með rafpósti, ingi@stimir.is Svœðisskrifstofa málefna fatlaðra Vesturlandi Viltu skemmtilega sumarvinnu? Við í skammtímavistuniimi í Holti óskum eftir starfsfólki á öllum aldri með ólík áhugamál og starfsreynslu í sumarvinnu. Stefnt er á að opna Holt fyrir sumardvöl í sex vikur í sumar frá 15. júní - 27. júlí. Starfið byggist upp á að auka félagshæfni barnanna og gera þeim sumardvölina sem ánægjulegasta. Boðið er upp á að greiða aksturskostnað fyrir þá sem búa, á bilinu, 10-50 km fjarlægð frá vinnustaðnum skv. taxta ríkisins 68,-kr per km. Ef þú ert 17 ára eða eldri og hefur áhuga á að starfa með fötluðum börnum hafðu endilega samband við Guðnýju Sigfúsdóttir forstöðuþroskaþjálfa í síma 893-9588 eða sendu tölvupóst á gudny@sfvesturland.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.