Skessuhorn


Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 28.02.2007, Blaðsíða 7
 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 7 Vatnsútflutningur firá Snæfeflsnesi að hefjast Undirbúningur að byggingu vatnsverksmiðju Icelandia á Snæ- fellsnesi gengur sem næst sam- kvæmt áætlun að sögn Birgis Viðars Halldórssonar eins af frumkvöðlum verkefnisins. Hann segir vinnu við íjármögnun fyrirtækisins standa nú sem hæst og vonast til þess að fram- kvæmdir við byggingu verksmiðju hefjist sem fyrst. A næstu dögum hefst átöppun vatns í 24 þúsund lítra tanka sem fluttir verða út til framleiðenda sem þurfa að nota gæðavatn við ffam- Rifi. Að sögn Birgis Viðars er von- erlendis fyrri hluta marsmánaðar. leiðslu sína. Atöppunin fer fram í ast til þess að tilraunasending fari HJ/ Ljósm. Alfons Finnsson úúfyv Í Exporiing soon! I WATERFOR THEWORLD. 1 '"'imX' Nc •- ' . fy'VÍ’ r t I Mfldl hækkun fasteignagjalda í Borgarbyggð í lok síðustu viku barst fasteigna- eigendum í Borgarbyggð í pósti álagningarseðill fasteignagjalda árs- ins 2007. Greinilegt er að mörgum þeirra brá í brún er þeir lásu álagn- ingarseðilinn því ljóst er að talsverð hækkun hefur orðið á milli ára. Skessuhom hefur undir höndum álagningarseðil frá eiganda einbýlis- húss í Borgamesi. Fasteignagjöld þess húss hafa á milli ára hækkað um ríflega 31%. Sem kunnugt er hækk- aði fasteignamat í Borgamesi um síðustu áramót um 15%. Sum sveit- arfélög hafa bragðist við slíkri hækk- un á þann veg að lækka álagningar- stuðla á móti. Slíkt var ekki gert í Borgarbyggð og er því álagningar- stofrúnn áffam 0,41%. Fasteigna- skattur þessa húss hækkar því á milli ára um tæp 15%. Lóðarleiga húss- ins hækkar á milli ára um rúm 53%. Má það rekja til hækkunar matsins eins og áður sagði og einnig til þess að álagningarstuðull var hækkaður úr 0,75% í 1% á milli ára. Fráveitu- gjald hússins hækkar gríðarlega á milli ára eða um tæplega 91%. Það má rekja til hækkunar mats og þess að álagningarstuðullinn hækkaði úr 0,18% í 0,3%. Vatnsgjald hússins hækkar á milli ára um 12,3% en sorpgjaldið stendur í stað á milli ára. I heild hækka því fasteignagjöldin á þessu húsi eins og áður sagði tun ríf- lega 31%. Páll S Brynjarsson, sveitarstjóri sagði að við sameiningu sveitarfé- laga í hina nýju Borgarbyggð hefði þurff að samræma gjaldskrár þeirra sveitarfélaga er sameinuðust. Sveit- arstjórn hefði ákveðið að halda álagningarstuðli fasteignagjalda óbreyttum þrátt fyrir hækkun fast- eignamats. Lóðarleiga hefði verið misjöfn í sveitarfélögunum og hefði niðurstaðan orðið sú að hún yrði 1%. Mestar hækkanir hefðu hins vegar orðið á ffáveitugjöldum. Sem kunnugt er tók Orkuveita Reykja- víkur þann málaflokk yfir á síðasta ári og standa nú fyrir dyrum miklar framkvæmdir í þeim málaflokki sem vom löngu orðnar tímabærar að mati Páls. Því hefði verið nauðsyn- legt að hækka gjöldin. Aðspurður hvort þau myndu þá lækka þegar framkvæmdum lýkur árið 2009 sagðist Páll ekki geta slegið því föstu því ffáveitugjöld þyrftu einnig að standa undir rekstri ffáveitnanna. Hann vildi ekki meina að þau hefðu því verið of há til þessa þrátt fyrir að nú þurfi að grípa til þeirra viðamiklu ffamkvæmda sem nú er raunin. Þau hefðu aðeins staðið undir þeim rekstri sem verið hefði og nauðsyn- legum framkvæmdtun. Páll sagði að fasteignagjöldum væri ætlað að standa undir ákveðn- um hluta af rekstri sveitarfélagsins. Sveitarstjóm hefði fjallað um álagn- ingu fasteignagjalda á sínum tíma og verið samstíga við afgreiðslu máls- ins. HJ Heyrnartækjaþjónusta Borgarnesi Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður Borgarnesí við heyrnarmælingar og sölu heyrnartækja 13. og 14. mars \-F- \ Gí\ Smágrafa ásamt kerru til leigu Fín ígarðinn, bílaplanið, drenið, grunninn og margt fleira. j Upplýsingar í síma 848 1554 eða 896 5735. + Rauði kross íslands Akranesdeild Rauði kross Islands-Akranesdeild heldur aðalfund þriðjudaginn 13. mars nk. kl. 20:00 í húsnæði deildarinnar að Þjóðbraut 11. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Stjórnin A Stéttarfélag Vesturlands Stjórnarkjör 2007 Samkvæmt lögum Stéttarfélags Vesturlands ber að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar. Þetta ár ber að kjósa í stjórn sem nér segir: Til 2ja ára: formann, ritara og 1. meðstjórnanda. Til 1 árs: varaformann, vararitara og 2. meðstjórnanda. Framboðslistum til stjórnarkjörs í Stéttarfélagi Vesturlands árið 2007, ásamt meðmælum a.m.k. 30 fullgildra félagsmanna, ber að skila til formanns kjörstjórnar, Sigríðar H. Skúladóttur, Þórólfsgötu 17 a, Borgarnesi, fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 15. mars 2007. Hvert það framboð er gilt sem fram kemur innan þess tíma og hefur skriflegt samþykki þeirra sem framboðslistann skipa. Trúnaðarráð Stéttarfélags Vesturlands hefur ákveðið að leggia fram eftirfarandi lista vegna stjórnarkjörs 2007. - Komi ekki fram fleiri listar teljast þeir sem trúnaðarráð hefur gert tillögu um sjálfkjörnir: Sveinn G. Hálfdánarson, Borgarbyggð Baldur Jónsson, Borgarbyggð Sigurþór Óskar Ágústsson, Borgarbyggð Kristín H. Ármannsdóttir, Hvalfjarðarsveit Kristján Jóhannsson, Dalabyggð Kristín Anna Kristjánsdóttir, Borgarbyggð Formaður: Ritari: 1. meðstjórnandi: Varaformaður: Vararitari: 2. meðstjórnandi: Borgarnesi, 24. febrúar 2007. Kjörstjórn Stéttarfélags Vesturlands

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.