Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2007, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 02.05.2007, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 ^KUsum/kj: Gnnnar kominnúr lengingu Dragnótarbáturinn Gunnar Bjarnason er kominn til hafnar í Olafsvík efdr að hafa verið lengdur um tvo og hálfan metra hjá Skipa- vík í Stykkishólmi. Að sögn Himars Haukssonar, skipstjóra gekk breytingin vel og reyndist báturinn vel í sinni fyrstu sjóferð eftir lenginguna. „Þetta er alveg eins og við vildum með þessum breytingum. Þetta er allt annað núna og nóg pláss fyrir nótina aft- ur á,“ sagði Hilmar. Með lenging- unni fær áhöfninn betra pláss fyrir dragnótina auk þess sem sjóhæfni bátsins eykst. Asamt lengingunni voru sett skjólborð aftast á bátinn svo áhöfnin verður laus við ágang sjávar. Asamt lengingunni var bát- urinn allur málaður eins og sést á myndinni. 4 Til minnis Við minnum á að 5. maí er dagur harmonikkunnar. Af því tilefni stendur Harmonikkufé- lagið Nikkólma fyrir harmon- ikkutónleikum. Þar koma fram nemendur í Tónlistarskóla Dalasýslu undir stjórn Halldórs Þórðarsonar auk hljóðfæraleik- ara í Nikkólínu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Veðúrhorfar Það verða vestlægar áttir með vætu vestanlands næstu daga og kólnar í veðri. Skammvinn norðanáttt með snjókomu eða slyddu norðanlands á föstu- dag, en bjart sunnan til. Síðan austanátt, vætusamt og fremur svalt. Spwnin^ viK^nnar í síðustu viku spurðum við að því á Skessuhornsvefnum hvort 1. maf ætti rétt á sér sem frí- dagur. Yfirgnæfandi meirihluti, eða 76% svaraði því játandi, en 18% sögðu það vera löngu úrelt. Þá sögðu 3% svo líklega ekki vera, 2,5% að líklega væri svo en aðeins 0,5% höfðu ekki skoðun á því. Hvort þessi af- gerandi niðurstaða er til marks um stéttarvitund almennings, eða almenna ánægju með frí, skal ósagt látið. Næst spyrjum við: „Hefur kosningabaráttan verið skemmtileg?" Svaraðu án undanbragða á www.skessuhorn.is Vestlendin^fyr viKúnnar Sjómenn við strendur Vestur- lands sem eru að Ijúka anna- samri vertíð þessa dagana eru Vestlendingar vikunnar að þessu sinni. Talsverð hreyfing á fylgi flokkanna í NV kjördæmi Ríkisútvarpið birtir um liðna helgi könnun sem Gallup vann um fylgi flokkanna sem bjóða fram til Alþing- is í NV kjördæmi. Samkvæmt henni er nokkur hreyfmg á fylgi og helstu tíðindin sú að fylgi Frjálslyndra er að dala en stjómarflokkamir em heldur að sækja í sig veðrið miðað við síð- ustu kannanir. Mæhst Framsóknar- flokkur nú með 18,3% fylgi, en missir einn þingmann miðað við síð- ustu kosningar, þó smtt sé í annan mann á kostnað annars manns Vinstri grænna sem hafa nú 2 þing- menn skv. könnuninni. Sjálfstæðis- flokkur fær 33,2% og heldur þremur þingmönnum. Frjálslyndi flokkurinn kemur ekki manni inn á þing I Norðvesturkjördæmi, samkvæmt Gallup sem mæhr fylgið nú 8% í kjördæminu, en flokkurinn hafði tvo menn áður, annan kjördæmakjörinn en hinn jöfhunarþingmann. Yrði niðurstaðan þessi kæmist formaður flokksins, Guðjón Amar Kristjáns- son, ekki á þing. Samfylking mæHst nú með 20,5% fylgi og tvo þing- menn og Vinstri hreyfingin grænt ffamboð með 18,4% og sömuleiðis tvo. Islandshreyfingin mæHst með 1,1% fylgi í kjördæminu. Urtak Gallup var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá og í því voru 800 manns. Nettósvarhlutfall var 64,5%. mm Fjarsldptamastxir risið í Kolviðamesi Nýja mastrið í Kolviðamesi sem tekur við og sendir síðan geislann á bœi á sunnanverðu Snæfellsnesi. Ljósm. EK Fjarskiptamastur fyrir örbylgju- samband er risið í Kolviðarnesi í Eyja- og Miklaholtshreppi. Er það eina mastrið sem þarf að byggja í tengslum við netvæðingu á sunnan- verðu Snæfellsnesi og sem Skessu- horn hefur áður greint frá. Þau möstur sem þarf til viðbótar eru til á Kirkjuhóli og í Öxl. Að sögn Egg- erts Kjartanssonar, oddvita hrepps- ins er þetta fyrsti áfangi netvæðing- arinnar sem ber að fagna. Þetta mastur tekur á móti geislanum og dreifir á bæina og í önnur möstur sem til eru. „Búnaðurinn kemttr innan tíðar og þá verður hægt að einhenda sér í prófanir. Ef upp koma einhver vandamál við að ná sambandi á einstaka bæi, þá verður það einfaldlega leyst. Við erum að stefna að því að lágmarks sending- arhraði verður 2 Megabæt og ég sé ekki annað er að svo megi verða,“ sagði Eggert Kjartansson oddviti í samtali við Skessuhorn. Guðmundur Kr. Unnsteinsson hjá Hringiðunni, sem er að setja upp búnaðinn, sagði í samtali við Skessuhorn að allar líkur væru á því að hægt yrði að byrja sendingar og þar með notkun, að einhverjum hluta, aðra eða þriðju vikuna í maí. „Ef allt gengur eins og lítur út fyrir núna, ætti það að vera raunhæfur möguleiki, sem ég vona sannarlega að gangi eftir,“ sagði Guðmundur. bgk Sveinbjöm dreginn að landi Dragnótarbáturinn Sveinbjörn Jakobsson SH frá Ólafsvík fékk tóg- ina í skrúfuna út af Rifi á þriðjudag í liðinni viku. Áhöfnin á Sveinbirni var að taka belgina inn fyrir þegar tógin fór í skrúfu bátsins með þeim afleiðingum að hann varð óstjórn- hæfur. Kom dragnótarbáturinn Gunnars Bjarnarson SH Sveinbirni til aðstoðar og tók í tog til Ólafsvík- ur. Heimferðin gekk vel þrátt fyrir leiðindaveður. __________________4_ Hitamet slegið í Stykkishólim á laugardag Hitamet var slegið sl. laugardag í Stykkishólmi þegar hitinn fór í 16,4 stig. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur segir á bloggsíðu sinni að þetta sé mesti hiti sem þar hefur áður mælst í apríl. Það sem næst kemur var 15 stiga hiti í apríl árið 1942. Einar segir auk þess að þetta séu stórtfðindi enda sé Stykkishólmur engin venjuleg veð- urathugunarstöð hér á landi því þar hafi verið samfelldar veður- mælingar frá árinu 1845, lengst allra stöðva. mm Friðlýsing æðarvarps Friðlýsing æðarvarps hefur verið endurnýjuð á nokkrum jörðum í Hvalfjarðarsveit. Sýslumaðurinn í Borgarnesi friðlýsti þær að beiðni eigenda, en jarðirnar eru: Þyrill, Brekka, Bjarteyjarsandur, Hrafna- björg, Ferstikla I og II, Saurbær og Kalastaðir. Friðlýsing sem var á jörðunum rann út og því þurfti að endurnýja hana. I umdæmi sýslu- mannsins er æðarvarp nú ffiðlýst á 16 jörðum. Arið 2004 var jörðin Belgsholt í Melasveit ffiðlýst. Æð- arvarp var friðlýst árið 2003 á Tröðum, Skálanesi, Skutulsey og Hamraendum í Borgarbyggð. Arið 1998 var jörðin Hvalseyjar í Borg- arbyggð friðlýst og árið 1997 Knarrarnes, einnig í Borgarbyggð. kóp Framboðsfundur í kvöld! VESTURLAND: Sameigin- legur kosningafundur framboð- anna í Norðvesturkjördæmi fer ffam í Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi, í kvöld, mið- vikudaginn 2. maí klukkan 20.00. Búast má við að fúndur- inn verði hinn líflegasti enda stutt í kosningar og kosninga- baráttan að harðna. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins 30. apríl sl. eru það velferðar- mál, menntamál, samgöngumál og efnahagsmál sem skipta íbúa kjördæmisins mestu máli. Það má því búast við að umræðan verði snörp og skemmtileg, en stærstur hluti fúndarins verður pallborðsumræður þar sem kjós- endur í sal fá að spyrja ffam- bjóðendur spjörunum úr. Fund- arstjóri verður Magnús Magn- ússon, ritstjóri Skessuhoms. Ók á klett a tjorhjoli BORGARFJ ÖRÐUR: Karl- maður á sextugsaldri slasaðist í baki í fjórhjólaslysi við gömlu Hvítárbrúnna við Ferjukot í Borgarfirði aðfaranótt sl. laug- ardags. Maðurinn var einn á ferð, missti stjóm á hjólinu og ók því á klettinn Ferjukotsmeg- in við brúna. Hann var fluttur á spítala í Reykjavík og gekkst þar undir aðgerð á laugardag og er nú á batavegi. -mm Annir hjá lögreglu BORGARF./DAI.IR: Auk um- ferðaróhappsins sem getið er um hér að ffaman urðu tvö önn- ur umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi í Hð- inni viku, þó bæði minni háttar. Alls vora 35 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur, þar af tveir á mótorhjóli sem ber orðið meira á í umferðinni eftir að veðrið fór að batna. „Taka ber ffam að lang flestir hjólamenn halda sig vel innan allra hraða- marka, jafnt innanbæjar sem utan,“ sagði Theodór Þórðar- son, yfirlögregluþjónn í samtali við Skessuhorn. Hann segir að nokkrir ökumenn hafi í vikunni verið teknir fyrir að nota ekki bílbelti og tveir vom teknir fyrir að aka sviptir ökuréttindum. Nokkuð var um slys á ýmsum vettvangi í vikunni sem leið. Hestamaður fótbromaði í hest- húsahverfinu í Borgamesi, mað- ur brenndist í verksmiðju Norð- uráls á Grundartanga (sjá for- síðuffétt) og hundur beit gest- komandi barn í andlitið á bæ í Hvítárasíðu. -mm Viiinuslys NORÐURÁL: Starfsmaður í kerskála Norðuráls slasaðist sl. fimmmdag og hlaut brunasár á rist og ökkla þegar hann fékk á sig fljótandi ál. Hann var fluttur til Reykjavíkur á brunadeild Landsspítalans þar sem hann fékk viðeigandi meðferð og segja læknar að ekki sé við öðra að bú- ast en að hann nái sér fljótlega að fullu. „Snör viðbrögð starfsfélaga og markviss viðbrögð hjálparliða á vaktinni voru mikilvægur Hður í því að takmarka afleiðingar slyss- ins,“ sagði Ragnar Guðmunds- son, framkvæmdastjóri viðskipta- þróunar og fjármálasviðs Norð- uráls í samtaH við Skessuhorn. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.