Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2007, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 02.05.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVTKUDAGUR 2. MAI 2007 ^nU3inu._ I Kveðjuhóf útskriftamema í FVA Kveðjuhóf útskriftarnema við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, sem kallast dimission, var síðasta föstudag. Þá fóru nem- endur sem ljúka námi í vor um skólann klæddir eins og sjóliðar og buðu skólafélögum til skemmtunar á sal í fjórðu kennslustund. Með- fylgjandi myndir voru teknar á kennarastofu skólans um morgun- inn þegar sjóliðarnir báru kennur- um veitingar og buðu þeim að snæða með sér morgunverð. Nafn- ið á þessari skemmtun, dimission, er orð úr latínu sem merkir brott- fararleyfi. mm r I V ] | W Kristó með saltfisk. Góð vertíð að baki hjá ValafeBi Mikil vinna hefur verið hjá fisk- vinnslufyrirtækinu Valafelli í Olafs- vík í vetur. Alls hefur fyrirtækið tekið á móti 939 tonnum af þorski ffá ármótum ffá tveimur stórum netabátum og einni línutrillu. Er allur fiskurinn tmninn í salt og fluttur út til Portúgals. „Það er búið að vera gríðarlega mikil vinna í vetur,“ sagði Heiðar Elvar Friðriksson verkstjóri í sam- tali við Skessuhorn. „I heilan mán- uð unnum við til klukkan 10 á kvöldin og alla laugardaga. Það starfa hjá okkur 15 manns. Við höf- um vanalega keypt um 40% af mörkuðum á ársgrundvelli, af því sem við ffamleiðum, en þó ekki mikið magn um hávertíðina, en í vetur hafa okkar bátar mokfiskað og því höfum við ekki keypt mikið af mörkuðunum. En um þessar mundir er heldur að róast hjá okk- ur og bátarnir að verða búnir með kvótann svo það eru einungis um 2- 3 tonn á dag sem við fáum núna,“ sagði Heiðar að lokum. af Sönnunarbyrði landeigenda of niikil í þjóðlendumálum Búnaðarsamtök Vesturlands boð- uðu til opins fundar um þjóðlendu- mál á Hótelinu í Borgarnesi síðast- liðinn fimmmdag. Rauði þráðurinn hjá frummælendunum þremur var að sönnunarbyrði landeigenda væri of mikil þegar kæmi að því að sanna eignarhald á jörðum. Þetta væri undarlegt í ljósi þess að ríkisvaldið væri að taka af fólki hluta eigna sinna og ætti því í raun að sanna heimild sína ffekar en hitt. Það var Guðný Jakobsdóttir, for- maður BV sem setti fundinn og bauð fjölmarga fundargesti vel- komna. Hún sagði meðal annars í inngangi sínum að þjóðlendumálin væru stór og heit mál og hefði orð- ið meira áberandi þegar nær hefði dregið kosningum. I ljósi þess væri gott að kosningar væru fjórða hvert ár og spuming hvort ætti að fjölga þeim til að ná athygli ráðamanna oftar. Greiða skatta af eignum - en síðan dæmdir eignalausir Fyrsti frummælandinn var Olafur Björnsson, hæstaréttarlögmaður sem stiklaði á stóm um þjóðlendu- mál og baráttu bænda fyrir að halda eignum síhum. Olafur sagði í erindi sínu að þrátt fyrir að í almennum niðurstöðum Óbyggðanefndar væri talað um að stofnunarhættir eignar- réttinda sem huga þjnfti sérstaklega að væra landnám, hefðir og lög, þá virtist þessir þættir ekki vera nóg og eignarskjöl þyrftu t.d. að vera ótví- ræð. I Landnámu væri sjaldan lýst Óðinn Sigþórsson vakti athygli á því að erfitt gœti orðiðfyrir suma Borgfirðinga aðfinna gömul landamerkjabréf þar sem skjalasafnið hefði brunnið á sínum tíma fyrir um öld síðan. nákvæmlega umfangi landnáms eða landamerkjum, ekki síst inn til landsins. „Mál um eignarhald á Landmannaafrétti, sem bændur höfðu notað um ómunatíð og töldu sig því eiga, var höfðað 1955 og töpuðu bændur málinu. Aftur var höfðað mál af hálfu ríkisins 1981 til að skera úr um eignarréttinn. Ríkið tapaði því máli. Landmannaafrétt á því enginn og greinilegt hefðbund- in afféttarnot, sumarbeit og önnur takmörkuð notkun era ekki nægj- anleg ein sér.“ Ólafur nefndi ennfremur að meginskilyrði fyrir hefð kæmist á fasteign væri tuttugu ára óslitið eignarhald sem fullnægði tilteknum huglægum og hlutlægum skilyrð- um. Almenna reglan væri einnig sú að landssvæði utan eignarlanda yrði að þjóðlendum í eigu ríkisins. En ríkisvaldið lýsir yfir kröfugerð sinni og hefði aðra sýn en landeigendur. Ólafur bætti við að Hæstiréttur hefði krafist mikillar sönnunar- byrði. Mál hefðu tapast þar sem viðkomandi „eigandi" hafði greitt skatta og skyldur í langan tíma af eign, en teldist svo ekki eigandi þegar til dómsstóla er komið. Yfirvaldið ber ekki sönnunarbyrði Næst tók til máls Guðný Sverris- dóttir, sveitarstjóri í Grýtubakka- hreppi og formaður Landssamtaka landeigenda. Hún sagði tilganginn með stofnun félagsins einkum að berjast fyrir eignarrétti landeiganda á jörðum og landareignum. Þróun þessara mála ylli henni áhyggjum og sagðist Guðný sannarlega vona að breyting yrði á þessu fyrirkomu- lagi sem ríkt hefði. „Á fundi með fjármálaráðherra hefur náðst munnlegt samkomulag sem ráð- herra mun staðfesta með skriflegri yfirlýsingu næstu daga. En framundir þetta hefur ríkið gert ítr- ustu landakröfur án þess að færa rök fyrir þeim. Þar með eru land- eigendur settir í þá stöðu að sanna eignarrétt sinn aftur í aldir en yfir- valdið, sem kröfurnar gerir, ber enga sönnunarbyrði. Það sem fé- lagið hefur farið fram á við ráðherra er að vinnulagi við kröfugerð vegna þjóðlenda verði breytt. Að rann- sókn á viðkomandi landi fari fram áður en kröfur eru settar fram, and- mælarétturinn verði ekki skertur, reynt verði að leita sátta þar sem kröfur eru komnar fram og að áfrýj- að verði í undantekningartilfell- um.“ Guðný bætti því við að jarðir sem hefðu landamerkjabréf sem þinglýst hefði verið eftir 1882 væru síðar teknar undir þjóðlendur. Röðin komin að Mýra- og Borgarfj arðarsýslu Gunnar Sæmundsson bóndi í Hrútatungu var síðasti ffummæl- andinn. Hann rakti aðkomu Bændasamtaka Islands að þjóð- lendumálum. Sagði hann marga bændur hafa verið grunlausa um al- varleika málsins í upphafi. „Heima í byggðum þurfa menn að safna sam- an öllum þeim gögnum og skrifleg- um heimildum sem til eru. Röðin er að koma að svæði átta, sem er Norðvesturland vestan Blöndu og Mýra- og Borgarfjarðarsýsla, lík- lega strax á næsta ári. Bændur og jarðeigendur á þessum svæðum þurfa því alvarlega að fara að skoða sín mál,“ sagði Gunnar. Skjalasafiiið brann fyrir einni öld Góð mæting var á fundinum og eftir að ffummælendur höfðu lokið máli sínu tóku heimamenn til máls. Óðinn Sigþórsson, formaður nefndar sem Borgarbyggð settd á laggirnar til að undirbúa skoðun svæðisins, sagði meðal annars að landeigendur yrðu að gera upp við sig hvort þeir vildu standa einir eða vera í samfloti með öðram í þessari baráttu. Hinsvegar gæti baráttan orðið strembin á þessum slóðum þar sem skjalasafnið hefði brunnið fyrir um öld síðan og töluvert af landamerkjabréfum væri því glatað. bgk Olafur Bjömsson bæstaréttarlögmaður og Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri ogformaður Landssambands landeigenda.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.