Skessuhorn - 02.05.2007, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 2. MAI 2007
.■.r-txi.M..-
Styrkþegar ásamt stjóm Mmningarsjóós Sparisjóisins í Ólafsvík.
Ljósm. Tómas Alfonsson.
Menningarsjóður Sparisjóðs
Olafsvíkur veitir styríd
Menningarsjóður sparisjóðs Ó-
lafsvíkur veitti í síðustu viku 13
aðilum styrki við athöfn á Hótel
Ólafsvík. I ár bárust 25 umsóknir
og var 13 aðilum veittir styrkir að
þessu sinni. Hæsta styrkinn að
þessu sinni hlaut Grunnskólinn og
Tónlistarskóli Snæfellsbæjar. En
fyrirhugað er að setja upp söngleik
í haust þar sem nemendur sjá um
að semja tónlist og sjá um allan
undirbúning, en um 80 nemendur
munu koma að þessu verkefni.
Menningarsjóður sparisjóðsins var
stofnaður árið 1996. Tilgangur
sjóðsins er að veita styrki til hvers
konar framfara- og menningar-
mála í Snæfellsbæ jafnt til einstak-
linga, félaga eða stofnana. Þetta
var í ellefta skipti sem veitt er
styrkjum úr sjóðnum og hafa um 8
milljónir runnið úr honum til ým-
issa verkefna á því tímabili.
Við sameiningu Sparsjóðs Ó-
lafsvíkur og Sparisjóðs Keflavíkur
á liðnu ári var sjóðurinn gerður að
sjálfstæðri stofnun og styrktur til
muna, þannig að nú voru í ár út-
hlutað 2.220 þúsund króna til
menningarmála í Snæfellsbæ.
“f
Sex Traktor 2007
Ungmennafélagið íslendingur
stóð fyrir söngvarakeppni í Brún í
Bæjarsveit síðastliðið föstudags-
kvöld. Sex Traktorkeppnin er arf-
taki Borgarfjarðarædolsins sem
haldið hefur verið þrjú sl ár í Brún.
Tíu keppendur sungu bæði með
og án undirleiks hljómsveitar. Þrír
keppendur komust í úrslit; Cicci
Inghammar, Jónína Björg frá
Akranesi og Alfheiður Sverrisdótt-
ir og það var Alfheiður Sverris-
dóttir sem sigraði eftir kosningu
Alfheiður Sverrisdóttir sigraði keppnina.
áhorfenda í salnum en þetta var
æsispennandi keppni og féllu at-
kvæði mjög jafnt milli efstu kepp-
enda. Tinna, sem komst í 12
manna úrslit í X Factor í Smára-
lind, tók lagið með hljómsveitinni
og Arnoddur kennari í Grunnskóla
Borgarfjarðarsveitar var með uppi-
stand. Troðfullt var í húsinu og
mikil stemning.
ea
Gert klárt fyrir
beitukóngsveiðar
Áhöfnin á Garpi SH ffá Gnmd-
arfirði var að gera bátinn kláran á
beitukóngsveiðar í liðinni viku.
Talsverð vinna er að gera báta til-
búna til slíkra veiða en í allt er
Garpur með 3000 gildrur og kom-
ast aðeins 400 þeirra um borð í
einu svo það þarf að fara nokkrar
ferðir tdl þess að leggja þær allar.
Sægarpur ehf. í Grundarfirði gerir
út tvo báta til þessara veiða og
vinnur allan aflann sem seldur er að
mestu tdl Japans og Kóreu. Alls
vinna 14 manns hjá Sægarpi við
veiðar og vinnslu.
af
SecurStore tekur við
/
upplýsingakerfiim LMI
Tölvuþjónustan SecurStore ehf.
og Landmælingar Islands (LMÍ)
skrifuðu nýverið undir rekstrar-
þjónustusamning fyrir upplýsinga-
kerfi LMI. Tölvuþjónustan Secur-
Store mun sjá um rekstur fiestra
kerfa LMI í samráði við starfsmenn
stofriunarinnar. Aður höfðu þessir
sömu aðilar gert með sér samning
um þjónustu við Navision fjárhags-
kerfið og affitun gagna með Secur-
Store lausninni.
Að sögn Magnúsar Guðmunds-
sonar, forstjóra er ávinningur LMI
með samningnum fólgin í því að
starfsmenn stofhunarinnar munu
geta einbeitt sér enn ffekar en áður
að kjarnastarfsemi stofnunarinnar
sem er ekki síst uppbygging gagna-
grunna með landffæðilegum upp-
lýsingum um Island og miðlun
þeirra með nýjustu tækni út í sam-
félagið. Auk þessa verður rekstur á
A meðfylgjandi mynd skrifa Magnús
Guðmundsson forstjóri Landmælinga Is-
lands og Alexander Eiríksson fram-
kvœmdastjóri Tölvuþjónustunnar Secur-
Store ehf. undir samninginn.
miðlægum búnaði í höndum fær-
ustu sérfræðinga Tölvuþjónust-
unnar SecurStore sem eru staðsett-
ir á Akranesi, þar sem LMI hafa
höfuðstöðvar sínar.
mm
Sala beint frá býli - ekki fjarlægur draumur
Kynningarfundir verkefnisins
Beint ffá býli hafa verið haldnir um
landið að undanförnu. Einn slíkur
fundur var á Hvanneyri á föstudag-
inn var. Arið 2005 var hleypt af
stokkunum verkefninu Beint frá
býli sem hafur það að markmiði að
stuðla að framleiðslu matvæla á
sveitabýlum og milliliðalausri sölu
þeirra til neytenda. Að verkefhinu
standa Bændasamtök Islands,
Ferðaþjónusta bænda, Hólaskóli,
Háskólinn á Hólum, IMPRA ný-
sköpunarstöð, Landbúnaðarháskóli
Islands og Lifandi landbúnaður.
A fundinum á Hvanneyri hafði
Sigurður Steingrímsson frá Impru
fyrstu ffamsöguna og ræddi m.a.
um næstu skref í þessu verkefni,
sem margir bændur hafa áhuga á.
Hann sagði frá því að útgáfa
kennsluefnis væri í burðarliðnum
þar sem farið verður í hluti eins og
tækifærin í heimabyggð, arðsemi
hugmyndarinnar, markað, vöruþró-
un, undirbúning, leyfi og innra eft-
irlit. Allir bændur eða fólk í sveitum
sem hefðu áhuga á þessu verkefni
ættu að geta tekið þátt. Einnig væri
verið að tala um ffæðsluverkefhi í
haust ef nægt þátttaka fæst. Þar yrði
kostnaði þátttakenda haldið í lág-
marki og hægt að fá stuðning og
leiðbeiningar að námskeiði loknu.
Sigurður sagði að lokum að oft
væru þröskuldarnir og erfiðleikarn-
ir meira huglægir en raunverulegir
við að byrja á einhverju nýju. Það
þyrfti hver og einn að skoða hjá sér.
Laufey Steingrímsdóttir fjallaði
síðan um svæðisbundna matvæla-
framleiðslu sem hún sagði að nyti
vaxandi áhuga út um allan heim.
Matur væri lifandi tenging við land-
ið, menninguna, þjóðlífið og sög-
una og ætti að nýta betur í tengslum
við ferðaþjónustu. Svæðisbundin
matargerð byði upp á ýmsa mögu-
leika. Þar væri hægt að matreiða út
frá hefð í viðkomandi héðaði,
tengja við sögur á svæðinu, af at-
burðum eða einstaklingum. Dæmi
um svæðisbundna vinnslu á matvæl-
um væri Matarkistan Skagafjörður.
Þjóðleg matarhefð væri að ganga í
endurnýjun lífdaga út um allan
heim. Gamlar hefðir og uppskriftir
væru dregnar fram því nú væri orð-
inn áhugi fyrir því einstaka, vand-
aða og óvenjulega sem væri svar við
alþjóðavæddri og staðlaðri fram-
leiðslu. Hinsvegar hefði það
kannski háð Islendingum að þeir
hefðu ekki verið nógu stoltir af
sinni hefð,en það væri að breytast.
Og hvers vegna ættu neytendur að
velja íslenskar vörur umfram er-
lendar? Jú, varan væri einstök, holl
og örugg fæða, séríslensk sem
hvergi fengist nema hér. Laufey
endaði á því að segja að Islendingar
ættu að forðast eftirlíkingar eins og
þeir hefðu verið nokkuð uppteknir
af og einhenda sér í að gera íslensk-
ar vörur.
Elín Guðmundsdóttir ffá Um-
hverfisstofnun fór yfir þau lög og
reglur sem fylgja ffamleiðslu mat-
væla heima á býlum. Hún nefndi
sérstaklega að þessi þáttur væri alls
ekki eins mikill frumskógur og
margir álitu. Heimavinnslan væri
alls ekki óframkvæmanleg þótt
reglurnar væru til og örugg matvæli
væru allra hagur, ekki síst ffamleið-
endanna.
Helgi Helgason, heilbrigðisfull-
trúi Vesturlands kallaði erindi sitt „I
upphafi skyldi endinn skoða“ og
nefndi fýrst að neysluvatnið væri
það sem athuga ætti og sldpti miklu
að gæði þess væru sem mest. Ef
vatnið væri ekki nógu gott, væri far-
sælast að fara ekkert lengra ef ekki
væri hægt að ráða bragarbót á því. í
sambandi við gistingu á bæjum og
sölu á matvælum því tengt sagði
Helgi að um tvær meginreglur væri
að ræða. Ekki mætti selja ógeril-
sneydda mjólk og ekki kjöt af
heimaslátruðu. Það væru komin lít-
il gerilsneyðingartæki sem nota
mætti til að gerilsneyða mjólk og
mörgum finndist það spennandi
kostur.
Jóhanna B. Þorvaldsdóttdr, geita-
bóndi á Háafelh var síðust í hópi
ffummælanda og talaði um gæða-
vörur úr geitamjólk. Hún sagðist
hafa tröllatrú á geitamjólkinni sem
því miður væri þó ekki komin nóg á
markað til almennings. Hinsvegar
væri slegist um geitakjötið og
kæmust færri í að kaupa það en
vildu. Hún sagðist vera með í osta-
gerðarverkefni þar sem unnið væru
úr sauða- og geitamjólk í mjólkur-
búinu í Búðardal. Hversu lengi það
yrði við líði kæmi í ljós með tíman-
um. En gamli málshátturinn að ekki
þýddi að fara í geitarhús að leita ull-
ar, ætti ekki við íslenskar geitur. Það
væri hægt að fá kasmír af þeim.
Góður rómur var gerður að máli
ffummælendanna og töluvert um
spurningar í lokin. Af máli fundar-
gesta mátti heyra að almenn ánægja
væri með fimdinn og margir litu
námskeiðin sem í boði verða, hýru
auga.
bgk