Skessuhorn - 02.05.2007, Blaðsíða 13
r
^ikusunub. i
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007
13
Styrldr til þróunarverk
efiia grunnskóla
Borgarbyggð fær hæsta styrk úr
Þróunarsjóði grunnskóla fyrir
skólaárið 2007-2008, 1,5 milljónir
króna. Styrkurinn er veittur fyrir
verkefnið Borgarfjarðarbrúin, sam-
fella milli grunn- og ffamhalds-
skóla og innleiðing nýrrar náms-
skrár. Grundaskóli á Akranesi hlaut
styrk fyrir tvö verkefni; Litróf hæfi-
leika barna annarsvegar og Brúum
bilið - Náttrúrufræðikennsla í
grtmn- og framhaldsskóla hinsveg-
ar, báða að upphæð 500.000 krón-
ur. Þá hlaut Grunnskóli Borgar-
fjarðar 300.000 króna styrk fyrir
verkefnið Um víðan völl - þróunar-
áætlun útináms- og kennslu.
Tilgangur Þróunarsjóðsins er að
efla nýjungar, tilraunir og ný-
breytni í grunnskólum. Auglýst var
eftir umsóknum um styrki á þrem-
ur forgangssviðum: A. Að læra að
læra, vinnubrögð og verklag í námi,
B. Heildarskipulag kennsluhátta og
samfella milli skólastiga, og C.
Jaftiréttisfræðsla í skólastarfi. Auk
þess var auglýst eftir almennum
þróunarverkefnum. Verkefni Borg-
arbyggðar og Grundaskóla féllu
undir lið B, en verkefhi Grunn-
skóla Borgarfjarðar undir almenn
þróunarverkefhi.
Fimm manna ráðgjafarnefnd mat
umsóknir og gerði tillögu til
menntamálaráðherra um styrkveit-
ingar. I nefndinni eru fulltrúar frá
Kennaraháskóla Islands, Háskólan-
um á Akureyri, samtökum kennara
og skólastjóra og menntamálaráðu-
neyti. Alls er veitt styrkjum að upp-
hæð 20 milljónir króna til 35 verk-
efha, en samtals voru umsóknir 81.
kóp
Söfirnn fyrir nýju orgeli
í Stykldshólmi
Undirbúningsuefnd vegna
kaupa á nýju orgeli í
Stykkishólmskirkju gekkst
jýrir glæsilegum tónleikum
sl. mánudag í Stykkis-
hólmskirkju. A tónleikun-
um var jjölbreytt ejnisskrá;
lúðrasveit, kórsöngur, ein-
söngur, hljóðfieraleikur,
klassík, blús ogjleira. Tón-
leikamir voru til að
minna á upphaf sójnunar-
átaksjyrir orgelsjóð.
mm
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar
1997-2017, athafnasvæði við Engjaás í Borgarnesi
Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingum á aðalskipulagi Borgarbyggðar
1997-2017 samkvæmt 1.mgr.21.gr. skipulags og byggingarlaga nr.73/1997.
I breytingartiIlögunni felst að athafnasvæði, staðsett í landi Kárastaða norðan þjóðvegar 54,
er stækkað til norðurs, með breytingu á landnotkun 6.2 ha landbúnaðarlands.
Breyting á aðalskipulagi verður til sýnis á skrifstofu Borgarbyggðar frá
2.05.2007 til 30.05.2007. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 13.06.2007.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingartillöguna fyrir tiltekinn frest
telst samþykkur henni.
Borgarnesi 26.04.2007
Forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar.
B0RGARBYGGB
Auglýsing um kjörskrá
} Kjörskrá Borgarbyggðar vegna alþingiskosninganna 12.
1 maí 2007 liggur frammi á skrifstofu Borgarbyggðar að
Borgarbraut 14 á opnunartíma skrifstofunnar, frá og með
2. maí til og með 11. maí.
Skrifstofustjóri.
VELFERÐ, SANNGIRNI OG ATVINNUÖRYGGI
www.xf.is
Kjósum okkur nýtt fiskveíðikerfi:
50 þúsund tonn af þorski á hverju ári til leigu,
?ar af 20 þúsund tonn sérstaklega til
íyggðarlaga með neikvæðan hagvöxt, tekjur
af þessari leigu renna til sveitarfélaganna.
Leggjum niður gjaidtöku í Hvalfjarðargöngum.
Hækkum skattleysismörkin strax
í 150 þúsund hjá þeim tekjulægstu.
Kjóstu F!
forysta fyrir íslenska þjóð
*w
Frjálslyndi flokkurinn
Kirkjubraut 1 | Akranesi | sími 433 0500