Skessuhorn - 02.05.2007, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 2. MAI2007
Sóknarfæri í stangveiði á silungi
Rætt við Sigurð Má Einarsson, fiskifræðing um vannýtt tækifæri Borgfirðinga
Þriðjudaginn 8. maí næstkom-
andi gengst atvinnu- og markaðs-
nefnd Borgarbyggðar, ásamt Veiði-
málastofnun og Landssambandi
veiðifélaga, fyrir ráðstefnu sem ber
heitið „Silvmgsveiði í héraði." Þar
verður meðal annars fjallað um
þetta vannýtta sóknarfæri í stang-
veiði á Vesturlandi. Skessuhorn leit
af því tilefni inn til Sigurðar Más
Einarssonar, fiskiffæðings og deild-
arstjóra Vesturlandsdeildar Veiði-
málastofnunar. Hann segir silungs-
veiði í vötnum mjög vannýtta auð-
lind.
Menn lúra ómeðvitað á
verðmætum
„Trú mín er sú að margir land-
eigendur geri sér ekki grein fýrir
því hversu mikil auðæfi þeir eiga í
silungsvötnum," hefur Sigurður
Már spjalhð. „Eg held að framtíðar
tækifærin til stangveiði verði að
koma úr silungsveiðinni því lax-
veiðin er þegar vel nýtt og ekki
borð fyrir báru þar til fjölgunar.
Reyndar eru siltmgsveiðimenn oft
annar markhópur en laxveiðimenn
sem er gott mál, því þá fjölgar þeim
sem stunda veiði. Silungsveiðin
hefur á sér meiri fjölskyldublæ og er
enda ódýrari en laxveiðin. Með
þessari ráðstefhu er verið að kanna
áhuga heimamanna á hvað og hvort
þeir vilji gera eitthvað með þessa
auðlind sína. Það er erfitt að koma
af stað átaki í veiðinýtingu í vötnum
ef heimamenn eiga ekki ffumkvæð-
ið. Sigurður Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Veiðimálastofnunar
sagði á aðalfundi Landssambands
veiðifélaga á síðasta ári að með
markvissum aðgerðum og upp-
byggingu mætti gera silungsveiðar
jafn verðmætar og laxveiði er nú
hér á landi. Ef það er rétt eru hér
mikil ónýtt verðmæti," segir Sig-
urður Már.
Lítil sem engin kynning
á veiðisvæðum
Þeir sem vilja renna fyrir silung
lenda oft í vandræðum vegna þess
hversu litlar aðgengilegar upplýs-
ingar eru til um veiðivötn t.d. um
hvar eigi að kaupa veiðileyfi, hvern-
ig eigi að komast á viðkomandi
veiðistaði og hversu mikið er að
veiðast. Þó hefur ástandið lagast
ögn með tilkomu Veiðikortsins.
„Það vantar tilfinnanlega upplýs-
ingar um veiðisvæði, hvar hægt er
að kaupa veiðileyfi og annað eftir
því. Hinsvegar er margt hægt að
gera, sérstaklega ef menn taka
höndum saman og stofha veiðifélög
um tiltekið vatnasvæði. I Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu eru tvö vatna-
svæði sem skera sig úr hvað fjölda
vatna varðar. Þessi vatnasvæði eru
Arnarvatnsheiði, þar sem eðli máls-
ins samkvæmt eru eingöngu heiðar-
vöm og síðan Mýrarnar með sín
láglendisvötn. Síðarnefhda svæðið
er sérstaklega áhugavert til að fara
af stað með nýtángarátak. Mýrarnar
eru mun nær markaði og því Kklega
ódýrara að starta einhverju þar
heldur en uppi á Arnarvatnsheiði.
Það sem háir heiðarvötnunum er að
þangað komast fáir. Skiptar skoðan-
ir eru um hvort leyfa eigi bílaum-
ferð á þessa staði eða hvort eigi að
markaðssetja þá, eins og þeir eru í
dag. Eg ætla ekki að setjast í dóm-
arasætið í því máli,“ segir Sigurður.
Astæður vannýtingar
á vötnum
Sigurður Már segir að ástæður
fyrir vannýtingu vatna séu ýmsar og
mörg sjónarmið sem togist á.
„Ef einhvers konar veiðifélag
hefur ekki verið til staðar um nýt-
ingu og umsjón með veiðinni eða
að þau eru óvirk þá gemr það haft
að segja. Einnig er aðgengi víða
erfitt, vegleysur og bleymr. Fólk
getur t.d. ekki farið með börnin sín
í veiði og látið þau ganga tvo kíló-
metra, það gengur ekki. Svo verður
einhver aðstaða að vera til staðar
við viðkomandi veiðivam. I dag eru
komnar margar kynslóðir Islend-
inga sem eru aldir upp á mölinni.
Þetta fólk fer ekki út í móa til að
ganga örna sinna, það þarf því aug-
Ijóslega salernisaðstöðu. Síðan þarf
eitthvert skýli þar sem hægt er að
setjast niður, fá sér nesti eða bara til
að hvíla lúin bein. Skormr á þekk-
ingu landeiganda á veiðinýtingu
getur einnig skipt máli. Hverjir eru
að veiða, hvað mikið og svo ffam-
vegis.“
Átak háð vilja
heimamanna
„Veiðinýting er misþróuð í
siltmgnum, en er komin lengst þar
sem félagskerfi hefur verið stofhað
um nýtingu á laxveiði á svæðinu,
eins og ég sagði fyrr. I þau félög
hefur verið hægt að sækja í ómetan-
legan fróðleik um nýtingu á þessum
hlunnindum. En það verður auðvit-
að ekkert átak gert í svona málum
nema heimamenn vilji það sjálfir.
Sérfræðiþekkingin er til hér á svæð-
inu hjá starfsmönnum Veiðimála-
stofhunar. Þar væri hægt að fá upp-
lýsingar um veiðiþol og rækmn. Að
koma upp aðstöðu og gera vatnið
og umhverfi þess spennandi kostar
auðvitað peninga sem gæti þó borg-
að sig upp á tiltölulega stuttum
tíma ef vel er að málum staðið.
Ymsir sjóðir leggja til fjármuni í
svona frumkvöðla- eða uppbygg-
„Lax- og silungsveiSi í straumvötnum í Borgarbyggð er mjög vel markaðssett ogþar hef-
ur tekist aí hámarka arí af auðlindinni, “ segir Sigurður Már og bætir við að sáknarfœr-
in liggi í betri nýtingu stangveiði á silungi í vötnum.
Stangveiði á silungi er fjölskyldusport. Hér er ung stúlka við silungsveiði á Amarvatns-
heiði.
Ljósm. Bjöm Theodársson.
Gullin viðbót við
ferðaþjónustuna
„Islendingar eru búnir að upp-
götva að Borgarfjörður er annað og
meira en þjóðvegur númer eitt. Hér
eru sumarhúsabyggðir að spretta
upp eins og gorkúlur á haug, ein-
hverja afþreyingu þarf fyrir alla
þessa gesti. Það hafa ekki allir
áhuga á golfi, stangveiði er einnig
góður kostur. Hér erum við með
aragrúa af vömum sem mörg hvert
bíða efrir því að einhver taki sig til
og fari að veiða í þeim. Stangveiði
skilar mun meiri arði en netaveiðin,
hvort sem það er silungs- eða lax-
veiði og það er aukin ásókn í veiðar
með auknum ffítíma og bætmm
efhahag þjóðarinnar. Tekjur af sil-
ungsveiði er sermilega litlar í dag
miðað við laxinn en það breytir ekki
því að þarna eru sóknarfæri. Það er
áætlað að um 55.000 íslendingar
smndi stangaveiðar að einhverju
marki og um fimm þúsund erlendir
veiðimenn komi til landsins árlega.
Silungsveiðihlunnindi í stöðuvöm-
um em því mjög vannýtt í Borgar-
byggð, þrátt fyrir mergð vama sem
mörg hver em með stóra fiski-
stofna. Þarna era því mikil sóknar-
færi. Lax- og silungsveiði í straum-
vötnum í sveitarfélaginu er hins-
vegar mjög vel markaðssett og þar
hefur tekist að hámarka arð af auð-
lindihni. Við þurfum að gera það
sama með vömin,“ sagði Sigurður
Már Einarsson, fiskiffæðingur og
deildarstjóri að lokum.
bgk
Sigurður Már losar hér silung úr neti.
ingarstarf eins og Framleiðnisjóður
landbúnaðarins og Fiskræktarsjóð-
ur, svo einhverjir séu nefndir. Með
fundinum á hótel Hamri, þann 8.
maí næstkomandi, væri æskilegt að
kanna grundvöll og áhuga landeig-
enda fýrir átaksverkefni á sviði auk-
innar veiðinýtingar í vötnum á
svæðinu.“
Netið gæti gagnast vel
til kynningar og sölu
I nútíma umhverfi er það ekki
gefið að jarðeigendur séu endilega
bændur að aðalatvinnu. Því er ekk-
ert víst að einhverjir séu heima á
bæjunum til að selja veiðileyfi eða
gefa leiðbeiningar. Markaðsseming
er einnig heilmikil vinna sem krefst
kunnáttu og tíma.
„Þetta mál er auðvelt að leysa,“
segir Sigurður Már, „fólk á að nýta
sér netið bemr. Þar væri hægt að
setja upp síðu þar sem væntanlegir
veiðimenn greiða bara beint og
prenta út kvittun. Þá er málið af-
greitt. Einnig mætti hafa þar leiðar-
lýsingu, veiðitölur, besm veiðistaði,
aðstöðu sem er í boði og annað sem
viðkæmi viðkomandi veiðivatni. En
það er ekki nóg. Það þarf að kynna
svæðið, auglýsa það. Fara inn á
upplýsingarmiðstöðvarnar, í sumar-
húsabyggðirnar með auglýsingar,
eins og hér í Munaðarnesi og
Svignaskarði. Það þarf að kynna
stangveiði sem fjölskylduíþrótt sem
hún sannarlega er, ef rétt er á mál-
um haldið. Silungsveiðin er ekki
bara fýrir fáa útvalda sem ganga
með gildari veski en allur almenn-
ingur, hún er fýrir alla.“
J