Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2007, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 02.05.2007, Blaðsíða 17
( SKESSiMÖEM MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 17 Þröstur Ólafsson, Linda Dröfn Jóhannesdóttir, Gréta Bogadóttir, Oddrún Ragna Elísabetardóttir, Eva Dögg Héðinsdóttir og Freyr Karlsson stolt fyrir framan afrakstur vetrarstarfsins. Fengu efiii lánað en sldluðu fullbúnu húsi Það var glatt á hjalla á kaffistofu Byko í hádeginu sl. föstudag. Þar voru staddir krakkar af starfsbraut Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi, en hún er ætluð föduðum nem- endum. Nemendurin voru mættir ásamt kennara sínum, Lindu Dröfn Jóhaxmesdóttur, að skila nokkru sem þau höfðu fengið lánað. Um var að ræða hús sem krakkamir fengu lánað í einingum, en settu saman í vemr undir styrkri stjóm Þrastar Olafsson- ar, kennara á málmiðnadeild. Þröst- ur var með í för og saman gæddu all- ir sér á pizzum og gosi, enda ekki á hverjum degi að heilu húsi sé skilað. Þetta er í fyrsta skiptti sem svona nokkuð er reynt og tókst tilraunin í alla staði ffábærlega. Engin vanda- mál komu upp í smíðinni og fulltrú- ar Byko vom himinlifandi því að krakkamir höfðu farið út fyrir teikn- ingar og betrumbætt húsið, blikkuðu m.a. þakskeggið. Þröstur segir að eina vandamálið hafi verið öfundsýki nemenda á tréiðnadeild skólans, sem hafi litið starf krakkanna á starfs- brautinni löngunaraugum. Allt var þó í græskulausu gamni og töldu bæði fulltrúar skóla og fyrirtækis að þetta yrði endurtekið. I vetur hafa krakkamir hist tvisvar sinnum í viku í tvo tíma í senn og púslað húsinu saman. Þau vom sam- mála um að þetta hefði verið mjög skemmtileg vinna og þau vom stolt af smíðinni. Þau vom heldur ekki í vafa um að Linda Dröfn væri „skemmtilegasti kennari í heimi,“ en drógu þó nokkuð í land þar sem það skiídi Þröst útundan og sættust á að hún væri „skemmtilegast kvenkenn- ari í heimi“ og hann „skemmtilegasti karlkennari í heimi.“ Ljóst er að þau hafa fengið fína innsýn í smiðsstarfið og blaðamaður var þegar í stað tek- inn í lítið próf. „Hvað er þetta hér?“ Spurði einn nemandinn, Eva Dögg, og hélt vinstri hendi út í mittishæð, lét lófann vísa niður og hreyfði ró- lega upp og niðtir. Blaðamaður stóð á gati og viðstaddir vom sammála um að ekki væri þetta körfubolta- maður að dripla hægt. „Þetta er cirka meter," sagði Eva þá hróðug við al- menn hlátrasköll. Það er því ljóst að þetta hefur verið lærdómsrík vinna hjá krökkunum bæði til hugar og handa. kóp Mikil umhverfisvitund á Helfissandi Ahuginn skein úr augum barnanna þegar þau tíndu rusl, settu í kerrumar nýju og óku þeim síðan í endurvinnslugámana. Það var líf og fjör í Gmnnskól- anum á Hellissandi sl. miðvikudag á degi umhverfisins. I frímínútun- um vora öll bömin saman komin á lóð skólans ásamt kennumm og öðm starfsfólki. Tilgangurinn var að taka formlega í notkun kurlara og tvo vagna sem nemendur skól- ans höfðu smíðað, en gmnnskól- arnir í Snæfellsbæ stefna á að fá grænfánann innan skamms. Að sögn Herberts Halldórssonar, smíðakennara í grunnskólanum á Hellissandi og fulltrúa í umhverfis- nefnd skólans, byrjaði undirbún- ingur með þemaviku í umhverfis- málum. Er ætiunin að nemendur safhi trjágreinum og öðra sem má nýta í kurlarann og dreifa kurlinu síðan á göngustíga í bænum og við þjóðgarðinn. Vagnarnir em notaðir til þess að safha saman rusli sem kemur til með að falla á skólalóðina og fara með það í endur- vinnslugáma sem em staðsettir við bensínstöðina. Einnig hafa börnin Herbert Halldórsson, umhverfisfulltrúi skólans sýndi krókkunum hvemig kurlar- inn virkar. smíðað 5 fuglahús sem verða sett á víð og dreif um bæinn og eru ætluð til að auðvelt verði að gefa fuglum að borða. Einnig stendur til að rækta kartöflur. af Samfylkingin Samfylkingin - Eitthvað fyrir alla! Samfylkingin býður uppá frábæra dagskrá fyrir alla; Miðvikudagur 2. maí, kl. 20.00. Fjölbrautarskóli Vesturlands, Akranes. Sameiginlegur kosningafundur með öllum flokkum. Miðvikudagur 2. maí kl. 20.00. Félagsbær, Borgarnes. Málefni eldri borgara. Framsögumaður Ellert B. Schram. Miðvikudagur 2. maí kl. 21.00. Róbert Marshall og Guðmundur Steingríms- son mæta á veitingastaðinn Krákuna, Grundarfirði, með nikku og gítar. Laugardagur 5. maí kl. 14.00, Verkalýðshúsið, Stykkishólmur. Á toppinn með Samfylkingunni - Gengið verður á Helgafell, að lokinni göngu verður kosningaskrifstofa formlega tekin í notkun Laugardagur 5. maí kl. 15.00, kosningamiðstöð, Akranes. Gengið til sigurs. - Skemmtilegur fjölskyldugöngutúr. Kakó og kræsingar. Mánudagur 7. maí kl. 21.00, Hótel Flellissandur Opinn fundur um jafnaðarstefnuna með Jóni Baldvini Flannibalssyni og frambjóðendum Samfylkingarinnar. Samfylkingin Norðvesturkjördæmi Miklu skemmtilegri en skoðanakannanir. Kynntu þér jafnaðarstefnuna á netinu: www.samfylkingin.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.