Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2007, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 02.05.2007, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 2. MAI2007 25 I Eygló Harðardóttir i vinnustofu sinni í Englendingavík. Eins og sjá má er henniýmis- legt til lista lagt. Ljósm. Eva Sumarlióadóttir. Segist vera föndurkona - ekki listamaður Eygló Harðardóttir í Borgamesi dundar sér í hjáverkum við að gera bæði nytja- og skrautmuni úr gleri. „Þetta byrjaði eiginlega allt á því að ég fór í heimsókn til Olafar Sig gler- hstakonu úti í Brákarey og í fram- haldinu á helgamámskeið hjá Glit. Þá varð ekki aftur snúið. Eg keypti mér síðan bræðsluofii á síðasta ári og hef fengið inni hjá Hollvinasamtök- um Englendingavíkur. Þar er ég með ofrúnn og aðstöðu til að vinna glerið. Það kaupi ég í Glerborg, þeir era að selja svona föndurkonum eins og mér afskurði, einnig fæ ég af- ganga hjá Glerhöllinni á Akranesi ffítt eða fyrir lítið,“ segir Eygló. Hún segist ekkert vera að auglýsa starfsemina enda sé hún ekki lifi- brauðið og ekld lagt upp með þetta föndur í þeim tilgangi. Þó er hún búin að selja eitthvað af matarstell- um, bökkum, skrautmunum og þess háttar. „Þetta fféttist svona um því að maður þekkir mann eins og sagt er. Fólk hringir ef það hefur áhuga á að fá að skoða þetta föndur mitt og ef ég er heima er það meira en guð- velkomið að sýna. Þetta er einungis gert mér til gamans og svo er hitt bara bónus ef maður selur eitthvað,“ sagði Eygló Harðardóttir föndur- kona að lokum. hgk Hörpuhátíð í leikskólanum Hraunborg Á leikskólanum Hraunborg á Bifröst var haldin svokölluð Hörpuhátíð dagana 23- 27.apríl sl. Hátíðin samanstóð af þema- vinnu alla vikuna sem fólst í föndri, fræðslu og skemmtun sem tengdist vorinu. Föndrað var í tré og með blómum, flugur og far- fuglar skoðaðir og teiknaðir, nátt- úrulistaverk gerð og pöddum safnað í skál með gróðri. Hátíð- inni lauk svo formlega á föstu- deginum með opnu húsi þar sem foreldrum var boðið að koma að skoða afrakstur vikunnar og heyra hvern hóp flytja skemmti- atriði. Á eftir var boðið upp á pylsur og djús. Dagurinn heppn- aðist mjög vel og foreldrar og börn ánægð með vikuna. Það var Auður Helgadóttir, starfsmaður leikskólans sem skipulagði þemavikuna, en hún stundar nám í Kennaraháskólan- um og var verkefnið liður í námi hennar, að skipuleggja slíkt starf. mm Vinnuréttindi rædd á Bifröst umferðaröryggisvika Vinnuréttardagur Háskólans á Bifföst verður haldinn næstkom- andi föstudag á Bifröst. Frammæl- endur verða Magnús M. Norðdahl, deildarstjóri lögffæðideildar ASI, sem talar um alþjóðlegan vinnurétt - nýja Evrópusamninga og nýjar samþykktir alþjóðavinnumálastofh- unarinnar; Hrafnhildur Stefáns- dóttir, yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins, fjallar um lögffæði- leg álitaefni varðandi frumvarp endurskoðunarnefndar jafnrétt- islaga; Elín Blöndal, dósent við Háskólann á Bifföst, fjallar um vottun jafhlaunastefnu; Ástráður Haraldsson, dósent við Háskólann á Bifföst, fjallar um nýjar takmark- anir á rétti atvinnurekenda til að ráða og reka, Bergþóra Ingólfsdótt- ir, hdl. Mandat lögmannsstofu, um ábyrgð notendafyrirtækja á latmum leigðra og útsendra starfsmanna og Lára V! Júlíusdóttir, lektor við Há- skóla íslands, um rétt atvinnurek- enda til skaðabóta við brotthlaup starfsmanns úr starfi - heimild til hýrudráttar og fleiri leiðir. Fundar- stjóri verður Bryndís Hlöðvers- dóttir, forseti lagadeildar Háskól- ans á Bifföst. Rannsóknasetur vinnuréttar og jafnréttismála stendur að vinnurétt- ardeginum í samstarfi við Vinnu- réttarfélag íslands og lagadeild Há- skólans á Bifföst. Áhugasömum er bent á að ffekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Rannsóknarset- urs vinnuréttar og jafnréttismála www.rvj.bifrost.is og á vef Háskól- ans á Bifföst www.bifföst.is og þar geta þeir skráð sig til þátttöku. (jréttatilkynning). Síðasta vika var alþjóðleg um- ferðaröryggisvika. Meðal þeirra sem eiga að stuðla að auku öryggi í umferðinni er Vegagerðin. I ný- samþykktri samgönguáætlun fyrir árin 2007-2010 er að finna umferð- aröryggisáætlun sem gerir ráð fyrir sérstökum aðgerðum til að fækka slysum. Stór hluti þeirra verkefna er á vettvangi Vegagerðarinnar. Eitt af verkefnunum er eyðing svartbletta sem eru staðir þar sem óvenju mörg slys verða. I það verk- efhi á að verja 120 milljónum króna í ár og samtals 450 milljónum. Annað verkefni varðar umhverfi vega og aukna notkun vegriða og fjölgun áningarstaða við þjóðvegi landsins er þriðja verkefnið. Þar er gert ráð fyrir hvíldarstæði fyrir ökumenn atvinnuökutækja þar sem þeir geta lagt bílum sínum og lagt sig í leiðinni. Þá má nefna að settar verða upp fleiri hraðamyndavélar, samtals 16 fastar vélar og þar af sex á þessu ári. Þá á að fjölga skiltum við þjóðvegi með upplýsingum um leiðbeinandi hraða. Ekki er talað um að áningarstaðaskiltum eigi að fjölga, þ.e. setja þau upp á fleiri stöðum en rétt áður en beygja skal, eins og víða er núna. Loks má geta þess að inni í þess- ari áætlun er verkefni sem miðar að því að takmarka lausagöngu búfjár. Áhersla verður lögð á að girða af vegi þar sem áhættan er mest. Áætlað er að girða um 300 kíló- metra á þessu fjögurra ára tímabili þar sem um þriðjungur slysa og ó- happa verða af þessu tagi. Vakið hefur athygli að í frétt ffá Samgönguráðuneytinu um fund í tengslum við umferðaröryggisvik- una segir orðrétt: „Tilgangur hennar (öryggisvikunnar) er meðal annars að auka og efla vitund stjórnmálamanna fyrir umferðarör- yggí-“ bgk Háskólasetur á Akranes H I flKl íbúar L*.f Akranessvæð- I inu hafa með afdráttarlaus- um hætti lýst því að það sem skipt- ir hvað mestu máli fyrir búsetuskil- yrði séu menntamálin. Möguleikar til að afla sér framhaldsmenntunar eins og háskólanáms var í 2. sæti yfir þá þætti sem íbúarnir töldu helst ábótavant samkvæmt könnun sem Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi létu gera. Sama könnun leiddi í ljós brýna þörf fyrir iðnaðarmenn með framhaldsmenntun. Fjölbreytni er forsenda öflugs samfélags Þótt samgöngur verði stöðugt greiðari milli Akraness og Reykja- víkur má ætla að aðstæður fólks til að sækja nám eða vinnu þangað geti verið mismunandi. Það á t.d. við um fólk sem þegar er í starfi og komið með fjölskyldu. Háskólaset- ur, sem færir námið til fólksins í stað hefðbundinnar skólasóknar, myndi gerbreyta aðstæðum til að sækja sér slíka menntun. Mögu- leikar til að stunda fjarnám fara sí- fellt vaxandi. Vmstri hreyfingin - grænt framboð leggur áherslu á að sérhvert samfélag geti stöðugt sótt ffam á sviði menntunar. Þróun há- tækniiðnaðar framtíðarinnar sem er baráttumál okkar krefst öflugs menntunarkjarna í hverju byggðar- lagi. Fjölgun starfa hér á Akranes- svæðinu hefur að mestu hvílt á auk- inni stóriðju. Sú mikla áhersla sem lögð er á þann iðnað getur leitt samfélagið út í einhæfni í störfum sem höfða til afmarkaðs hóps á til- teknum aldri. Því er afar brýnt að auka fjölbreytni í atvinnulífi á svæð- inu og efla framboð á möguleikum til menntunar. Vagga iðnmenntunar Áratuga hefð er fyrir öflugri iðn- menntun á Akranesi. Fjölbrauta- skólinn er flaggskip Vesturlands á því sviði. Iðnnámið hefur þó átt undir högg að sækja í tíð ríkis- stjórnar Framsóknar- og Sjálfstæð- isflokks. En það nám krefst meiri kostnaðar en hefðbundið bóknám. Þarf skólinn að heyja stöðuga baráttu fyrir iðnnámi sínu og þeirri sérstöðu sem hann hefur haff á því sviði. Ibúum Akraness og nágranna- byggða mun fjölga ört á næstu árum, en um þessar mundir eru þeir um 6500. Háskólasetur með kennslu og rannsóknir í iðngrein- um, sem hér er lagt til, mun auka enn á fjölbreytni í tækni- og há- skólanámi í héraðinu. Háskólasetur á Akranesi mtm styrkja þessa heild- armynd menntunar og bæta enn ftekar búsetuskilyrðin og koma þar til móts við eindregnar óskir íbú- anna í þessu ört vaxandi byggðar- lagi. Sóknarfæri Akraness Sókn er besta vörnin og áður- nefnd könnun sýnir mjög sterka þrá íbúanna eftir auknu framboði á há- skólamenntun í heimabyggð. Hver landshluti, hvert byggðarlag verður stöðugt að sækja fram í menntunar- málum annars er hætta á stöðnun. Menntun, fjölbreytt atvinna, blóm- legt mannlíf og hagvöxtur fara sam- an. Þar liggja sóknarfæri Akraness. Eg hef flutt tillögu á Alþingi um stofnun háskólaseturs á Akranesi, en nú þurfa heimamenn að taka ffumkvæðið og setja málið í gang. Eg heiti því að gera mitt til að fylgja þessu máli efrir af fullum þunga á Alþingi. Jón Bjamason alþingismaður

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.