Skessuhorn - 02.05.2007, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 2. MAI 2007
SiítfSSiö)rií©ÉlKi
4
A
Fertugt
tónlistarfélag
LEIÐRÉTTING: Við gerð
greinarkorns í síðasta tölublaði
Skessuhoms yfirsást undirrituð-
um að geta tveggja stjórnar-
kvenna Tónlistarfélags Borgar-
íjarðar. I stjórninni em þær Jón-
ína Eiríksdóttir, kennari á
Kleppjámsreykjum, Anna Guð-
mundsdóttir, kennari á Borg,
Margrét Guðjónsdóttir bóka-
vörður á Hvassafelli, Steinunn
Amadóttir organisti í Borgar-
nesi og Steinunn S. Ingólfsdótt-
ir, bókavörður á Hvanneyri.
Nöfn Margrétar og Steinunnar
organista vantaði. Eru þær
beðnar velvirðingar á villunni -
og lesendur einnig. -Bj. Guðm.
Ekið á hross
AKRANES: Tveir ökumenn
vom handteknir í vikunni sem
leið af lögreglunni á Akranesi
fyrir akstur tmdir áhrifum fíkni-
efna. Svitastrokupróf sýndu já-
kvæða svömn við neyslu kanna-
bissefna. Þá var einn ökumaður
handtekinn fyrir ölvtm við akst-
ur. Eitt fíkniefhamál kom upp
og fundust lítilræði af hassi og
amfetamíni við húsleit. Þá var
hraðakstur nokkur því 17 öku-
menn vora sektaðir fyrir slíkt at-
hæfi og í þeim hópi var einn sem
ók á 63 km/klst þar sem 30
km/klst er hámarkshraði. Loks
var ekið á hross aðfaranótt laug-
ardags og skemmdist bifreiðin
talsvert. Hrossið drapst sam-
stundist við áreksturinn en eng-
in slys urðu á fólki. -mm
Hreinsunarátak
BORGARBYGGÐ: Byggðaráð
Borgarbyggðar hefur ávkeðið að
efha til hreinsunarátaks í sveitar-
félaginu eins og undanfarin ár.
Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri
sagði í samtali við Skessuhorn
að í þetta sinn yrði átak í tveim-
ur þéttbýfisstöðum í sveitarfé-
lagin, þ.e. í Borgarnesi og á
Hvanneyri. Það yrði 5.-6. maí.
Einnig yrðu gámar undir timbur
og jám bæði í Brákarey, Sól-
bakka og í dreifbýlinu. Þeir yrðu
á þessum stöðum annan til
fimmtánda maí en líklega ekki
samfleytt, heldur eitthvað á
ferðinni eins og vaninn hefur
verið. bgk
Sumartími á
bókasafni
AKRANES: Sumartími Bóka-
safhs Akraness tekur gildi ffá 1.
maí og gildir til 30. september. I
sumar verður bókasafhið ekki
opið á laugardögum en að öðm
leyti er afgreiðslutími sá sami og
yfir vetrarmánuðina, þ.e. mánu-
daga til fimmtudaga kl. 11-19 og
föstudaga kl. 11-18. Héraðs-
skjalasafhið er opið mánudaga -
fimmtudaga kl 10 til 15.
-fréttatilkynning
Trambodslisti lslandshreynngarainar 1
Norðvesturkjördæmi
íslandshreyfingin skilaði inn full-
mönnuðum ffamboðslista sl. föstu-
dag vegna alþingiskosninganna 12.
maí nk. Hreyfingin hafði áður birt
nöfh fimm efstu á listanum. I heild
sinni er 18 manna listinn þannig:
1. Pálína Vagnsdóttir, athafnakona
úr Bolungarvík
2. Sigurður Valur Sveinsson, ferða-
málaff æðingur ffá Akranesi
3. Sólborg Alda Pétursdóttir, kenn-
ari úr Skagafirði
4. Guttormur Hrafn Stefánsson,
bóndi í Skagafirði
5 Kristján S. Pétursson nemi ffá
Isafirði
6. Sigurður Grímsson, kvikmynda-
gerðarmaður Kópavogi
7. Geir Konráð Theodórsson, nemi
Borgamesi
8. Stefán Friðrik Friðriksson, nemi
Sauðárkróki
9. Guðrún Sigríður Jósefsdóttir,
gjaldkeri Reykjavík
10. Ragnar Pétur Pétursson, nemi
Reykjavík
11. Stefanía Fanney Björgvinsdótt-
ir, sölufulltrúi Sauðárkróki
12. Birkir Rafh Gíslason, tónlistar-
maður Skagaströnd
13. Svandís Ingimundardóttir,
stjórnsýslufræðingur Reykjavík
14. Guðbjörg Þorsteinsdóttir, leik-
skólakennari Reykjavík
15. Jón Oskar Ágústsson, eldri
borgari Hvammstanga
16. Pétur S. Víglundsson, eldri
borgari Reykjavík
17. Halldór Hermannsson, skip-
stjóri Isafirði
18. Ragna Aðalsteinsdóttir, bóndi
Laugabóli við Isafjarðardjúp
Starfshópur um instundabyggðir
skilar tillögum
Starfshópur um málefni er varða
ffístundahús, sem Magnús Stefáns-
son félagsmálaráðherra skipaði í
júlí 2006, hefur skilað einhuga til-
lögum í formi frumvarps til laga um
réttindi og skyldur eigenda og
leigjenda lóða í skipulagðri frí-
stundabyggð. Hópurinn leggur
meðal annars til að samningar um
leigu á lóð undir ffístundahús kveði
á um endurskoðun á leigu og for-
kaupsréttd leigjanda við sölu á
leigulóð. Ennffemur leggur hópur-
inn til að farin verði hliðstæð leið
og í fjöleignarhúsalögum við úr-
lausn tiltekinna ágreiningsefna. Fé-
lög eigenda og leigjenda lóða í ffí-
stundabyggð verði vettvangur fyrir
samskipti aðila um sameiginleg
hagsmunamál og eigendur og leigj-
endur geti skotið ágreiningsefnum
með nokkrum takmörkunum til
kærunefndar fjöleignarhúsamála,
því það sé fljódeg og ódýr leið til að
fá niðurstöður í deiluefni.
Félagsmálaráðherra hefur ákveð-
ið að senda ffumvarpsdrög starfs-
hópsins til umsagnar hagsmuna-
samtaka. Einnig gefst almenningi
kostur á að koma á ffamfæri at-
hugasemdum og ábendingum á
heimasíðu félagsmálaráðuneytisins.
Eftir að umsagnarfrestur er úti
verður farið yfir athugasemdirnar
með það að markmiði að ffumvarp
til laga verði lagt fyrir Alþingi í
haust.
bgk
Mikið byggt í Grundarfirði
Mikið er byggt af íbúðarhúsnieði í Grundarfirði um
þessar myndir.
Mikið er um nýbyggingar-
ffamkvæmdir í Grandarfirði
um þessar mtmdir og má sjá
marga iðnaðarmenn að störfum
í bænum. Alls em í byggingu 24
íbúðir auk þess sem einstak-
lingar era að byggja einbýlis-
hús. Fyrirtækið Landsmenn er
að byggja parhús þar sem tíu
íbúðir verða. Þá er fyrirtækið
Stafiia á milli að ljúka við fjórar
íbúðir í parhúsum og Nes-
byggð er með fjölbýhshús í
byggingu þar sem verða tíu í
búðir. Þá er byrjað á stækkun versl-
unarinnar Samkaup- Strax.
Að sögn Guðmundar Inga Gunn-
laugssonar, bæjarstjóra í Grundar-
firði er hafin undirbúningsvinna að
byggingu íþróttamiðstöðvar og
verður það stærsta verkefni sveitarfé-
lagsins á næstu tveimur til þremur
ámm. Einnig er hafinn undirbún-
ingur að byggingu ohubirgðastöðvar
sem Olíudreifing og SheU standa að.
Þá er bygging saltskemmu í
undirbúningi og Skessuhorn
hefur áður sagt ff á fr amkvæmd-
um við ffystdhótel.
Fyrirtækið Djúpiklettur er
með lóð á hafnarsvæðinu þar
sem það hugar að byggingu
húsnæðis undir starfsemi sína.
Einnig kom fram í máh Guð-
mundar að unnið væri að skipu-
lagningu nýs hverfis. Gat hann
þess að þó ekká sé um fjölgun
íbúa í Grundarfirði að ræða er
talsvert um að hinir erlendu
starfsmenn sem vinna í Grundarfirði
og hafi fest þar rætur, kaupi sér íbúð-
ir, en mikil vinna er í Grundarfirði
og þar vantar fleira fólk til starfa.
af
Lærðu um ræktun jólatrjáa
Um liðna helgi fór ffam á veg-
um Grænni skóga á Vesturlandi
námskeið um ræktun jólatrjáa þar
sem þeir Þór Þorfinnsson, skógar-
vörður á Hallormsstað og Sigvaldi
Ásgeirsson, framkvæmdastjóri
Vesturlandsskóga vora leiðbein-
endur. Þátttakendur vora ffá Vest-
urlandsskógum, Skjólskógum á
Vestfjörðum og Héraðsskógum.
Á meðfylgjandi mynd sést hóp-
urinn í vettvangsferð í reit Skóg-
ræktarfélags Borgarfjarðar í Graf-
arkoti í Stafholtstungum.
Þá má geta þess að Vesturlands-
skógar stóðu einnig fyrir skóg-
ræktamámskeiði þann 20. apríl sl.
og ffamtmdan er skjólbeltanám-
skeið þann 4. maí á Hvanneyri.
gs
Hefta losun
gróðurhúsa-
lofttegunda
NORÐURÁL: Norðurál,
Orkuveita Reykjavíkur, Hita-
veita Suðurnesja hf, og Háskóli
Islands gerðu sl. mánudag með
sér samkomulag um að vinna
saman að því að finna leiðir til
að hefta losun gróðurhúsaloft-
tegunda. Saman hyggjast þessir
aðilar þróa aðferðir til að safna
koltvísýringi úr útblæstri álvera
og annað hvort nýta hann eða
binda öðram efnum, t.d. í jarð-
lögum. Með því væri dregið úr
gróðurhúsaáhrifum starfsem-
innar. Háskóli Islands mun
leggja til samstarfsins ffæðilega
undirstöðu og verkefnisstjórn
fyrsta hluta verkefnisins. Orku-
veita Reykjavíkur, Hitaveita
Suðurnesja og Norðurál leggja
verkefiiinu til fjármagn, tæki og
búnað. Líklegt er að fleiri aðilar
komi að samstarfinu á næstu
vikum og mánuðum, þar á með-
al sveitarfélög og erlendir há-
skólar. Sjá má nánari upplýsing-
ar xnn verkefiúð á vefsíðunni
www.nordural.is -mm
Vrnna við
aðalsldpulag
BORGARBYGGÐ: Borgar-
byggð hefur boðið út vinnu við
aðalskipulag fyrir sveitarfélagið.
Landlínur ehf í Borgamesi voru
með lægsta boð og hefur verið á-
kveðið að taka tilboði ffá fyrir-
tækinu. Að sögn Páls S. Brynjars-
sonar sveitarstjóra hggur á að fara
að vinna aðalskipulag fyrir sveit-
arfélagið. „Það er nauðsynlegt að
fara að koma þessari vinnu af
stað, enda á aðalskipulag að vera
tilbúið í árslok 2008. Þetta er allt
sveitarfélagið sem verður skipu-
lagt nema Hvítársíðuhreppur.
Þar er nýlega búið að gera aðal-
skipulag og óþarff að gera það
affur. Reyndar var einnig búið að
gera aðalskipulag fyrir Borgames,
en þar hafa forsendur breyst og
því gott að hafa Borgames með í
þessari vinnu,“ sagði Páll S.
Brynjarsson sveitarstjóri. -bgk
Breytingar á
húsnæði Olís
BORGARNES: Breytingar eru
hafnar á húsnæði Olís í Borgar-
nesi. Ekki er um verulegar
breytingar að ræða, að sögn Jóns
G. Ottóssonar rekstrarstjóra.
Verið er að opna meira inn í
húsið til að gera verslunina
notalegri til að geta boðið við-
skiptavinum sæti og annað þess
háttar. „Við spilum þetta nokk-
uð effir eyranu. Okkur gæti al-
veg dottið í hug að gera eitthvað
frekar úr því við eram komnir af
stað. En hvenær af því verður
leiðir tíminn bara í ljóst,“ sagði
Jón G. Ottósson rekstarstjóri.
-bgk
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverð er 1400 krónur með vsk á mánuði en krónur 1300
sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 1050.
Verð í lausasölu er 400 kr.
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Birna G Konráðsdóttir 864-5404 birna@skessuhorn.is
Kolbeinn Ó. Proppé 659-0860kolbeinn@skessuhorn.is
Augl. og dreifing:Hekla Gunnarsd. 821 5669 hekla@skessuhorn.is
Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson 437 1677 augl@skessuhorn.is