Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2007, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 02.05.2007, Blaðsíða 1
Meðal efnis: Þjóðlendumálin rædd ...Bls. 6 Á sömu kennitölu í 40 ár Bls. 20 Gerðu að 12 hákörlum .Bls. 22 Naglastofa í dekkjununi .Bls. 30 Hitamet í Hólminum ...Bls. 2 Sveppir drepa kindur .Bls. 12 Sóknarfæri í silungi .Bls. 16 Fjölmenni á bændafundi .Bls. 12 Ástríðufullur tónlistarsafnari. Bls. 18 Eiturefnaúrgangs- skrímsli Bls. 11 Þrír nýir sparkvellir Bls. 31 Sala beint frá býli .Bls. 10 Fjölmenningar- hátíð .Bls. 14 Dreyri sextugur Bls. 30 Menntaborg rís ...Bls. 8 Skiluðu fullbúnu húsi Bls. 17 Drauma Draumaland....Bls. 24 HlillÍ * ■ 1 I 1». , . „ SSWBf/Z', £.1 ( s. ; ^ v ': i jv iVXi ri: '2 1 Wm 1F V L\\ k V. Böm í grunnskólanum á Hellissandi vígðu formlega nýjan ruslavagn semþau hafa smíðað á degi umhverfisins sl. mið- vikudag. Hér draga þau Kristínu Kristinsdóttur, stuðningsfulltrúa, en hún er að hœtta störfum við skólann, enda orðin sjótug. Sjá nánarfrétt um umhverfisátak skólans inni í blaðinu. Ljósm. Alfons Finnsson. Skipulagt byggingarland til fyrir 40% fjölgun íbúa í Borgamesi Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Borgamesi við byggingu íbúð- arhúsnæðis af ýmsum stærðum og gerðum. Auk þess er mikill fjöldi lóða til ráðstöfunar samkvæmt sam- þykktu skipulagi. Þannig em um 250 íbúðir ýmist í byggingu nú þegar eða gert ráð fýrir á sldpulögðum svæð- um. I gamla miðbæ Borgamess er gert ráð fýrir 40-50 íbúðum og era ffarn- kvæmdir hafhar á hluta þeirra. I sam- þykktu skipulagi að Bjargslandi II verða 90-100 íbúðir og meðal þeirra talsverður fjöldi af einbýlishúsalóð- um. Þá eru þrjár íbúðablokkir í byggingu í Bjargslandi og til stendur að byggja eina blokk við Kveldúlfs- götu. Lauslega áætlað er þar um að ræða 50-60 íbúðir. Nokkrar óbyggð- ar lóðir era einnig til við Stöðulsholt. Loks er samkvæmt auglýstu skipu- lagi fýrir Borgarbraut 55-59 gert ráð fýrir um 50 íbúðum á svæðinu þar sem gamla Essostöðin var. Miðað við að íbúðarhúsnæði verði byggt á næstu árum á öllum þessum lóðum ætti það að rúma a.m.k. 750 manns sem þýddi tæplega 40% fjölgun íbúa í Borgamesi yrðu þær fullsetnar. Þessu til viðbótar er rétt að halda til haga að verktakafýrirtækið Eykt hefur sótt um að fá byggingarland handan Borgarvogs fýrir um 2000 manna byggð og standa viðræður yfir milli fýrirtækisins og sveitarfé- lagsins um það. Samkvæmt heimild- um Skessuhoms vill a.m.k. hluti sveitarstjórnar Borgarbyggðar þó stíga varlega til jarðar við úthlutun þess svæðis, a.m.k. á næstu misserum og taka þá tilht til þess mikla fjölda lóða sem þegar eru til á skipulögðum svæðum. A öðram stöðum í sveitarfélaginu era einnig fyrirhugaðar allnokkrar byggingaffamkvæmdir, t.d. á Bifföst, Varmalandi, Reykholti og á Hvann- eyri. Verði aUt þetta íbúðarhúsnæði fullnýtt er samkvæmt þessu gert ráð fyrir að íbúafjölgun verði á næstunni talsvert yfir landsmeðaltah í sveitar- félaginu Borgarbyggð og hlutfalls- lega langt yfir þeirri fjölgun sem orð- ið hefur í Borgarfirði um áratuga skeið. mm I gamla miðbœ Borgamess verða ísumar byggðar 40-50 íbúðir og eru framkvœmdir hafnar við nokkrar þeirra. Nýtt tréiðnahús viðFVA I gærkvöldi, 1. maí var ritað undir samning um byggingu nýs skólahúss fyrir byggingagreinar og mannvirkjagerð, sem í daglegu tali er kölluð tréiðnadeild, við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráð- herra sem ritaði undir samkomu- lagið f.h. ríkisins og Gísli S Einars- son, bæjarstjóri á Akranesi fyrir hönd sveitarfélaganna fimm sem standa að skólanum á sunnanverðu Vesturlandi. Byggingin verður 566 fermetrar að flatarmáli og verður vestan við núverandi skólahús. Þar með verða allar kennslugreinar FVA komnar á skólalóðina við Vogabraut. Ríkið greiðir 60% af á- ætluðum kosmaði en sveitarfélög- in 40%, en samtals er áætlað að verkið kosti um 127 milljónir kr. Hörður O Helgason, skólameistari FVA sagði þetta stóran dag í sögu skólans því það hefði veralega ver- ið farið að há eðlilegri uppbygg- ingu verknámsgreina við skólann sá húsnæðisskortur sem verið hef- ur í tréiðnadeild. I ljósi fjölgunar iðnstarfa á svæðinu væri þörfin fýr- ir hentuga kennsluaðstöðu orðin aðkallandi. Fulltrúar skólans, menntamálaráðherra og fulltrúar sveitarfélaga lýsm allir mikilli á- nægju með að verkið færi nú af stað en vonast er að byggingin verði komin í gagnið á næsta ári. mm Fulltrúar skólans og sveitarfélaga ásamt menntamálaráðherra að undiiTÍtun lok- inni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.