Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2007, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 02.05.2007, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 2. MAI 2007 §KiSSl?íi©EKi Gera má ökutæld upptækt við stórfellt brot Breytingar á umferðarlögum sem varða meðal annars hert viðurlög við umferðarlagabrotum tóku gildi sl. föstudag. Þá tóku einnig gildi breytingar á reglugerð um gerð og búnað ökutækja sem flytja hreyfi- hamlaða. Breytingin á umferðar- lögunum felur m.a. í sér hertar sektaraðgerðir við brotum. Heimil- að er nú að svipta ökumann sem ekur á meira en tvöföldum há- markshraða ökuleyfi „eigi skemur en þrjá mánuði,“ eins og segir í lög- unum. Þá er heimilt að gera öku- tæki upptækt þegar um stórfelldan eða ítrekaðan ölvunarakstur, hraðakstur eða akstur án ökurétt- inda er að ræða. Sé ökumaður á lánsökutæki er heimilt að gera hans eigin ökutæki upptækt, þrátt fyrir að hann hafi ekki verið á því við brotið. Þá er í lögunum nýtt ákvæði sem segir að lögregla skuli banna byrj- anda sem hefur bráðabirgðaöku- skírteini að aka hafi hann fengið fjóra eða fleiri punkta samkvæmt punktakerfi vegna umferðarlaga- brota. Þessu banni má þó aðeins beita einu sinni á gildistíma bráða- birgðaökuskírteinis. Akstursbannið gildir þar til byrjandinn hefur sótt námskeið og tekið ökupróf að nýju. í reglugerðinni um gerð og bún- að ökutækja sem tók gildi fyrir helgina eru ný ákvæði um notkun öryggisbelta til verndar hreyfi- hömluðum farþegum sem ferðast með ökutækjum. Biffeið sem notuð er til að flytja hreyfihamlaða skal að minnsta kosti búin þriggja festu ör- yggisbeltum og öðrum búnaði sem hæfir. Það sama á við um ökutæki sem notað er til flutnings á hreyfi- hömluðum í hjólastólum. Er bún- aðinum lýst nánar í reglugerðinni og þar er einnig að finna nýjar skil- greiningar á flokkun ökutækja. Þá hefur tekið gildi ný reglugerð um öryggis- og verndarbúnað í ökutækjum. Nýmæli er að bílstjóra, leiðsögumanni eða fararstjóra er skylt að tilkynna farþegum hópbif- reiða um notkun öryggisbelta með- an ekið er. Þessa tilkynningarskyldu má einnig uppfylla með hljóð- eða myndbandsupptöku. Einnig skal leitast við að kynna fyrir farþegum skólabíla mikilvægi þess að nota ör- yggisbúnað. Sérstök ákvæði eru um notkun öryggis- og vamarbúnaðar fyrir börn í ökutækjum og hvaða kröfur búnaðurirm skuli uppfylla. kóp Hildibrandur ásamt bömum sínum þeim Huldu og Guðjóni. Gerðu að tólf hákörlum á mettíma Það var mikið um að vera í Bjarn- arhöfn á Snæfellsnesi í liðinni viku þegar blaðamaður Skessuhorns leit við á bænum. Vom alls tólf mynd- arlegir hákarlar nýkomnir í hlað og var Hildibrandur Bjarnason bóndi ásamt börnum sínum, þeim Guð- jóni og Huldu, á fullu við að verka hákarlana eftir kúnstarinnar regl- um. Gekk verkunin vel enda engir nýgræðingar á ferðinni. „Það er kraftur í krökkunum," sagði Hidi- brandur, „þau vilja hespa þessu af hið fyrsta.“ Það mátti sjá að Bjarn- arhafnarfólkið er vant hákarlsverk- un og á undraverðum hraða mátti sjá hvern hákarlinn af öðram hverfa fullunninn í kör sem notuð em undir kjötið. „Blessaður vertu. Það er ekkert mál að verka hákarl ef maður kann til verka,“ sagði Hildi- brandur. „Börnin hafa alist upp við þetta frá blautu barnsbeini og kunna þetta utanað og því tekur svona vinna ekki langan tíma fyrir okkur.“ Hildibrandur segir að það taki talsverðan tíma að láta kjötið brjóta sig niður og verða hæft til neyslu. „Við látum það í rimlakassa og þar er það í 6-8 vikur að kæsast. Síðan er það hengt upp í hjall og látið hanga í 4-5 mánuði þar til það er fullverkað og tilbúið. Hildibrandur segir að mikill ásókn hafi verið að safni hans og að bænum af ferðafólki á undanförn- um áram. í fyrra komu um 10 þús- und gestir og um 20 sjónvarps- stöðvar víðsvegar úr heiminum litu við til að mynda og kynna þessa sérstæðu starfsemi ferðaþjónustu- bænda í Bjarnarhöfn. Að sögn Hildibrandar er nægur markaður fyrir hákarlakjöt og eykst eftir- spumin ffekar en hitt. Meira að segja „hamborgarakynslóðin" er farin að bragða á þessum gamla og þjóðlega mat, þó neyslan sé lang- mest í kringum Þorrann nú sem fyrr. af Hákarlinn er hausaður ádur en hann er settur á aðgerðarborðið. Hildibrandur og Hulda að úrbeina. Farþegum með strætó fjölgar Farþegum í innanbæjarferðum strætisvagna á Akranesi hefur íjölg- að til muna frá því aksturinn hófst í ársbyrjtm 2004. A árinu 2006 vora farþegarnir 24.365, 13% fleiri en árið áður, þegar þeir vora 21.559. Þá hefur farþegum fjölgað um 25,5% frá árinu 2004, sem var fyrsta heila árið sem núverandi verktaki, Skagaverk, sá um akstur- inn. Samningur bæjarins við verk- takann rennur út um áramótin og hefur atvinnumálanefnd lagt það til við bæjarráð að samningurinn verði boðinn út að nýju. í tengslum við fyrirhugað útboð er ætlunin að skoða hvort möguleiki sé á að gefa ffftt í strætisvagna líkt og gert er á Akureyri og í Reykjanesbæ. Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari sagði í samtali við Skessuhorn að það væri í samræmi við innkaupa- stefnu bæjarins að bjóða út samn- ing af þessari stærðargráðu við endurnýjun. Það hefði ekkert með núverandi verktaka að gera, enda væru menn mjög ánægðir með störf hans. Miklar breytingar hafa orðið á því umhverfi sem samning- urinn tekur til, en komið hefur ver- ið á sumarakstri og eldri borgarar fá nú ókeypis í strætó. Jón Pálmi segir að því séu enn ríkari ástæður fyrir því að bjóða samninginn út að nýju. Ætlunin er að endurskoða leiðarkerfið í tengslum við útboðið, enda er bærinn í öram vexti. Kostnaður bæjarfélagsins við innanbæjarakstur er um það bil 12 milljónir króna árlega. Heildar- kostnaður bæjarins við rekstur strætisvagna er á bilinu 43-44 millj- ónir króna og er hlutur leiðar 27, sem fer á milli Akraness og Mos- fellsbæjar, þar stærstur eða 31-32 milljónir. Breytingar urðu á þeim akstri þegar komið var á viðbótar- vagni í fyrstu ferð dagsins. Kostn- aður við þá viðbót nemur um 400 þúsund krónum á mánuði. Til að mæta honum hefur atvinnumála- nefnd m.a. rætt það að fella niður fyrstu ferðir á sunnudagsmorgnum og einnig ferð um klukkan 11 á virkum dögum. Fæstir farþegar era í þessum ferðum og niðurfelling þeirra myndi lækka kostnað við rekstur leiðarinnar um 8%. kóp Löndun í Stykldshólmi Það var rólegt á hafiiarsvæðinu í Stykkishólmi þegar blaðamaður Skessuhorns var þar fyrir síðustu helgi. Þó var verið að landa úr línu- bátnum Maríu SH. Heimir Kúld Björnsson, skipsverji á Maríu sagði að aflabrögð væra ágæt þegar gæfi á sjó. En í þessum róðri væri aflinn um þrjú tonn á 24 bala, en þeir vora á veiðum í Bjarneyjarálnum. Að sögn heimamanna á hafnar- svæðinu fer bátum í Stykkishólmi fækkandi og era nú aðeins gerðir út tveir stórir bátar, þeir Arnar SH og Gullhólmi SH og mjög fáir smá- bátar era auk þess eftir. En þrátt Heimir Kúld að ísayfir aflann. fyrir að fáir bátar séu eftir er næg atvinna í Stykkishólmi og mörg hús í smíðum. af / Tónlistarskóli Alftaness Síðastliðinn laugardag fékk Tónlist- arskóli Borg- arfjarðar góða gesti. Það voru um 40 nemendur frá T ónlistar- skóla Álfta- ness. Héldu skólarnir sameiginlega tónleika í Logalandi sem enduðu með sam- spili nemenda beggja skólanna. Tónleikarnir tókust vel og fengu gestir kaffi/djús og meðlæti áður en haldið var heim á leið. Nú fer að styttast í að skólanum ljúki í vor, en það hefur verið heilmikið um að vera síðustu dagana. í síð- ustu viku spil- uðu nokkrir nemendur á tónleikum í Hriflu á Bif- röst og fengu góðar viðtökur þar. Þessa vikuna standa yfir próf og næstu viku eru vortónleikar og skólaslit Tónlistar- skóla Borgarfjarðar. fP í heimsókn Samsgil. NemendurTónlistarskóla Borgarfjarðar og -Alftaness leika unguersk þjóðlög.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.