Morgunblaðið - 14.06.2019, Side 10

Morgunblaðið - 14.06.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Vegagerðin hefur á ný hafið vinnu við að fjarlægja svonefndar teina- girðingar á miðeyjum milli vega í Reykjavík, en vinna við þetta hófst árið 2017. Banaslys varð á Miklu- braut við Skeiðarvog sama ár þar sem bifreið hafnaði á vegriði með þeim afleiðingum að ökumaðurinn kastaðist út úr henni og á teinagirð- ingu. Hlaut maðurinn banvæna fjöl- áverka, en hann var ekki spenntur í öryggisbelti og undir áhrifum áfeng- is og fíkniefna. Í skýrslu rannsóknarnefndar sam- gönguslysa um slysið frá 6. júní sl. segir að girðingin hafi ekki verið hönnuð sem vegbúnaður og geti reynst hættuleg lendi bifreið á henni. Dæmi séu um alvarleg slys þar sem rekja megi meiðsli farþega beint til teinagirðinga. Vegagerðin tók í fram- haldinu ákvörðun um að teinagirð- ingar yrðu teknar niður og skipt út fyrir netgirðingu þar sem vegrið séu ekki á miðeyjum. Í skýrslunni kemur fram að þegar hún hafi verið rituð hafi þessu verki verið ólokið. 2.270 metrar í sumar Jóhann Bjarni Skúlason, yfirverk- stjóri við þjónustustöð Vegagerðar- innar í Hafnarfirði á suðursvæði, segir að tiltekin upphæð hafi verið sett í verkefnið á sínum tíma, þegar hann er spurður hvers vegna verkinu sé ekki lokið. „Það sem var á bak við vegrið tókum við allt niður og í fyrra tókum við um 2.000 metra í kringum gatnamótin Kringlumýrarbraut/ Miklubraut. Það var látið gott heita síðasta haust. Við byrjuðum síðan aftur núna og höfum verið að í tvær nætur,“ segir Jóhann Bjarni. Í yfirstandandi lotu hefur teina- girðing verið fjarlægð á Breiðholts- braut og unnið verður á Sæbraut næstu tvo daga og síðan aftur í júlí. Alls verða 2.270 metrar af teinagirð- ingum fjarlægðir í sumar á 11 stöð- um í borginni, en 20 milljónum króna var veitt í verkefnið í ár. „Við ætl- uðum að fjarlægja svona girðingar á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ líka, en síðan kom í ljós að á þeim kafla verð- ur unnið að nýrri framkvæmd svo það var tekið út úr þeim pakka. Síðan er spurning með Hringbrautina og hvort þar eigi að taka girðingu líka, frá Háskólanum og vestur úr,“ segir Jóhann Bjarni, en þar stendur til að gera breytingar á hámarkshraða. „Við höfum tekið þessi svæði þar sem er 60 kílómetra hámarkshraði, en nú á að lækka hann niður í 40 fyrir vest- an Melatorg. Kannski fær þetta að standa, það er ekki búið að ákveða það,“ segir hann. Fyrst verði fyrr- nefndir 2.270 metrar kláraðir í það minnsta. Lítið eftir að sumri loknu Vegagerðin hefur ýmist fjarlægt teinagirðingar og sett netgirðingar í staðinn eða fjarlægt teinagirðingarn- ar þannig að þar standa girðingar- staurar einir eftir. „Við höfum unnið að því að setja netgirðingar í staðinn fyrir teinagirðingar. Staurarnir sem þú sérð standa eftir, það eru staurar sem vegrið verja. Það hefur ekki ver- ið tekin ákvörðun um það hvort það eigi að setja þar netgirðingar á þá staura eða taka þá niður,“ segir Jó- hann Bjarni sem telur að lítið verði eftir af verkinu að sumrinu liðnu. „Ég held að þegar það er búið sem nú er undir, þá sé þetta að mestu leyti búið nema mögulega á Hring- braut og í kringum hana og svo þarf mögulega að setja netgirðingar á milli vegriða þar sem staurarnir standa. Það væri lokahnykkurinn,“ segir hann. Fjarlægja enn girðingar hættulegar ökumönnum  Vegagerðin segir að lokið verði við mestallt verkið í sumar Teinagirðingar » Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að girð- ingarnar séu ekki viðurkenndur vegbúnaður. » Fram kemur að dæmi séu um að meiðsl farþega bifreiða í alvarlegum umferðarslysum megi rekja til slíkra girðinga. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fjarlægja girðingar Feðgarnir Árni Svavarsson og Svavar Árnason. SMÁRALIND – KRINGLAN Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 FAI varahlutir Ódýrari kostur í varahlutum! stýrishlutir hafa verið leiðandi í yfir 10 ár. Framleiddir undir ströngu eftirliti til samræmis við OE gæði. TANGARHÖFÐA 13 577 1313 - kistufell.com BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ Landsréttur staðfesti í síðustu viku þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykja- víkur að erfingjar einstaklinga, sem keyptu íbúðir á vegum bygginga- samvinnufélags Samtaka aldraðra, megi selja þær fasteignir á markaðs- verði. Í samþykktum félagsins segir, að söluverð íbúðar megi aldrei vera hærra en kostnaðarverð hennar, að viðbættri verðhækkun samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar. Þetta ákvæði töldu dómstólarnir vera víð- tækari skerðingu á eignarrétti en fel- ist í lögum um byggingasamvinnu- félög. Vísaði dómurinn einnig í eignarréttarákvæði stjórnarskrár. Margir beðið niðurstöðunnar Jóhannes S. Ólafsson hæstarétt- arlögmaður, lögmaður eigenda fast- eigna, sem byggðar voru fyrir tilstilli byggingasamvinnufélagsins, segir að margir hafi beðið eftir niðurstöðum Landsréttar og íbúðir hafi staðið auðar vegna þess að eigendur vildu ekki selja fyrr en ljóst væri að mark- aðsverð gilti og nú ríki enginn ágreiningur um það. Að sögn Jóhannesar getur mun- urinn á markaðsvirði og matsvirði verið allt að 30 til 40% af kaupverði íbúðanna eða 10 til 12 milljónir á íbúð. Í málunum var einnig deilt um það hvort byggingasamvinnufélaginu væri heimilt að innheimta 1% um- sýslugjald af endursöluverði íbúða. Héraðsdómur hafði áður dæmt að það sú innheimta væri óheimil en Landsréttur komst að þeirri nið- urstöðu að gjaldið væri heimilt. Þá komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu, að byggingasamvinnu- félaginu væri heimilt að hafa þá kvöð í eignaskiptayfirlýsingum, að íbúðir verði hvorki seldar né afhentar til af- nota öðrum en þeim sem eru félagar í Samtökum aldraðra. Þeirri nið- urstöðu var ekki áfrýjað til Lands- réttar og því stóð hún. Mega selja á markaðsverði  Getur munað milljónum á verði íbúða Morgunblaðið/RAX Húsnæði Munur á markaðsvirði og matvirði gat numið milljónum. Hátíðahöldin 17. júní í ár verða með sérstökum hátíðablæ í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Há- tíðadagskrá á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefst á Aust- urvelli kl. 11 þar sem forseti Ís- lands leggur blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar. Síðan verður gengið fylktu liði að kirkjugarðinum við Suðurgötu þar sem Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig á leiði Jóns Sigurðs- sonar og Ingibjargar Ein- arsdóttur. Síðar um daginn verða skrúð- göngur frá Hallgrímskirkju og Hagatorgi og ýmislegt verður til skemmtunar, þar á meðal leik- tæki, skemmtiatriði frá Sirkus Ís- lands, harmonikkuball og tón- leikar. Landssamband bakarameistara mun bjóða upp á lýðveldisköku í samstarfi við forsætisráðuneytið í tilefni af 75 ára afmælinu, hún verður 75 metra löng eða sem samsvarar hæð Hallgrímskirkju. 75 metra löng lýðveldiskaka 17. júní Margt verður um dýrðir. Rúmlega helmingur landsmanna, eða 53%, er með virkt aðildarkort í Costco. Þetta er nokkru lægra hlutfall en í janúar í fyrra þegar 71% voru með slíkt kort. Þetta sýnir ný könnun MMR þar sem kannað var hversu hátt hlutfall landsmanna væri með aðildarkort í Costco og hvort þeir ætl- uðu sér að endurnýja það þegar það rennur út. Af þeim sem voru með virkt aðildarkort sögðust 78% ætla að endurnýja það þegar þar að kæmi. Þá eru höfuðborgarbúar líklegri til að eiga Costco- kort, 58% þeirra eiga kort, en 42% íbúa á landsbyggðinni. Helmingur á Costco-kort

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.