Morgunblaðið - 14.06.2019, Page 13

Morgunblaðið - 14.06.2019, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019 Er heitt í vinnunni? Þín eigin skrifborðs- kæling! Á vinnustað eða hvar sem er! Kæli-, raka- og lofthreinsitæki, allt í einu tæki. Hægt að tengja bæði við rafmagn eða USB tengi. Verð aðeins kr. 24.900 m.vsk. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Að minnsta kosti 1.400 manns hafa dáið af völdum ebólufaraldurs í Austur-Kongó, eða um 70% þeirra sem hafa greinst með sjúkdóminn. Ekkert lát er á ebólusýkingunum og faraldurinn hefur nú borist til grannríkisins Úganda. Hann er nú þegar orðinn sá næstskæðasti í sögu ebólufaraldra í heiminum og sumir sérfræðingar spá því að það taki allt að tvö ár að ráða niðurlögum hans. Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) kemur saman í dag til að meta hvort ástæða sé til að auka alþjóðlega viðbúnaðinn vegna faraldursins. „Svo sannarlega skelfilegur“ Jeremy Farrar, framkvæmda- stjóri góðgerðarstofnunarinnar Wellcome Trust, sem fjármagnar rannsóknir í heilbrigðismálum, segir að þetta sé skæðasti ebólufaraldur- inn í heiminum frá árunum 2013- 2016 þegar að minnsta kosti 11.310 manns létu lífið af völdum sjúkdóms- ins í Vestur-Afríkuríkjunum Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne. „Hann er svo sannarlega skelfilegur,“ hefur fréttavefur breska ríkisútvarpsins eftir Farrar sem segir ekkert benda til þess að faraldurinn réni á næstu mánuðum. „Austur-Kongómenn ættu ekki að þurfa að takast á við þetta einir.“ Tvö dauðsföll í Úganda Jane Ruth Aceng, heilbrigðis- ráðherra Úganda, hefur skýrt frá því að fimm ára piltur og fimmtug amma hans hafi dáið af völdum ebólu. Þriggja ára bróðir piltsins hefur einnig greinst með ebóluveir- una. Þau höfðu öll farið til Austur- Kongó ásamt þremur öðrum í fjöl- skyldu sinni í því skyni að vera hjá ættingja sem hafði sýkst af veirunni. Ættinginn dó úr sjúkdómnum og fjölskyldan var við útför hans áður en hún sneri aftur til Úganda. Embættismenn Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar sögðu að fylgst væri grannt með 27 manns sem höfðu samneyti við fjölskylduna í Úganda. Alls hefðu tólf í fjölskyld- unni verið sett í sóttkví í Austur- Kongó eftir útförina en sex þeirra „komust undan og fóru til Úganda“ 9. júní, daginn áður en fimm ára pilt- urinn var fluttur á sjúkrahús með einkenni sjúkdómsins, meðal annars blóðuppköst. Nær 4.700 starfsmenn sjúkrahúsa í Úganda hafa fengið bóluefni gegn ebólu vegna hættu á að sjúkdóm- urinn breiðist út í landinu. Nokkrir ebólufaraldrar hafa brotist út í Úg- anda, síðast árið 2012, og um 200 manns dóu úr sjúkdómnum í norðan- verðu landinu árið 2000. Talið er að erfitt geti verið að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu sjúkdómsins frá Austur-Kongó til Úganda vegna þess að landamærin eru 875 km löng og víða er hægt að komast á milli landanna án þess að fara í gegnum eftirlitsstöðvar. Dag hvern fara um 25.000 manns um helstu landamærastöðina. Óvenjulangvinnur Ebólufaraldurinn í Austur-Kongó hófst í ágúst sl. í héraðinu Norður- Kivu, við landamærin að Úganda. Síðan þá hafa rúmlega 2.000 manns greinst með sjúkóminn og 1.400 þeirra dáið. Þetta er í fyrsta skipti frá faraldr- inum í Vestur-Afríkuríkjunum á ár- unum 2013-2016 sem sjúkdómurinn heldur áfram að breiðast út rúmum átta mánuðum eftir að faraldurinn hófst. Vitað er um nær 29.000 manns sem smituðust af sjúkdómnum í Vestur-Afríkuríkjunum og þar af dóu 11.310 af völdum hans. Farald- urinn sligaði heilbrigðiskerfi land- anna og olli þeim miklu efnahags- tjóni. Árásir torvelda hjálparstarf Árásir vopnaðra hópa í Austur- Kongó og tortryggni gagnvart starfsmönnum alþjóðlegra hjálpar- samtaka hafa torveldað tilraunir til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Á árinu hefur verið ráðist á 200 staði þar sem læknar og hjúkrunarfræð- ingar hafa haft aðstöðu og þeir hafa því þurft að fresta bólusetningum og meðferðum eða jafnvel hætta við þær. Læknar án landamæra þurftu til að mynda að stöðva starfsemi sína í borginni Butembo og bænum Katwa í Norður-Kivu vegna árás- anna, að því er fram kemur á frétta- vef BBC. Næstskæðasti ebólufaraldur sögunnar  Hefur valdið 1.400 dauðsföllum í Austur-Kongó og borist til Úganda 2.071 1.400 3 2 NORÐUR-KIVU Faraldurinn hófst í ágúst sl. Fjöldi smitaðra Fjöldi látinna ITURI Fimmtug amma hans dó seinna. Heimild: WHO Skv. opinberum gögnum í gær Fimm ára piltur dó eftir ferð til Austur-K0ngó. Ebóla breiðist út frá Austur-Kongó til Úganda ÚGANDA A-KONGÓ SUÐUR-SÚDAN KASESE Beni JUBA KAMPALA KINSHASA Sjúkrahús í viðbragðsstöðu, starfsfólk bólusett. Bráðsmitandi veira » Að meðaltali deyja um 50% þeirra sem smitast af ebólu og dánartíðnin getur verið frá 25% til 90%. » Ebóla er bráðsmitandi og getur valdið banvænni blæðingarsótt. Talið er að ebóluveiran berist úr dýrum í menn og að ávaxtaleðurblökur séu forðahýsill hennar. » Simpansar, górillur, smáap- ar, antílópur og puntsvín geta smitast af veirunni. Fólk sem borðar sýkt dýr getur einnig smitast. Veiran berst milli manna með sýktu blóði og öðr- um líkamsvessum. » Fyrstu einkenni blæðingar- sóttarinnar eru m.a. höfuð- verkur, hálssærindi og vöðva- verkir. Þeim fylgja m.a. uppköst, kviðverkir og niður- gangur. Veiran getur skemmt mikilvæg líffæri, einkum lifur og nýru, og leitt til losts, önd- unarstopps og dauða. AFP Skæð sótt Lík ebólusjúklings borið til grafar í Austur-Kongó. Áhöfnum tveggja tankskipa var bjargað í Ómanflóa í gær eftir sprengingar sem urðu til þess að eld- ar kviknuðu í þeim. Ekki var vitað hvað olli sprengingunum en grunur lék á að skipin hefðu orðið fyrir árás- um. Sprengingarnar urðu til þess að heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði verulega og óttast var að þær myndu auka spennuna í Mið-Austurlöndum. Annað skipanna, Front Altair, er í eigu norsks fyrirtækis og hitt, Ko- kuka Courageous, í eigu japansks skipafélags. Siglingamálastofnun Noregs sagði að skýrt hefði verið frá þremur sprengingum í norska skip- inu eftir að það hefði orðið fyrir „árás“. Stjórnvöld í Íran sögðu að öllum í áhöfnum skipanna, alls 44 skipverjum, hefði verið bjargað. Front Altair var á leiðinni frá Kat- ar til Kúveits með etanólfarm en jap- anska skipið sigldi frá Sádi-Arabíu með metanólfarm sem átti að fara til Singapúr. Mikil spenna hefur verið í sam- skiptum Írans og Bandaríkjanna síð- ustu mánuði og úfar hafa einnig risið með írönsku klerkastjórninni og stjórnvöldum í Sádi-Arabíu og fleiri arabalöndum. Bandaríkjaher sendi flugmóðurskip og langdrægar sprengjuvélar til Persaflóa í byrjun maí og sagði það gert vegna hættu á að ráðist yrði á bandarískar her- sveitir á svæðinu með stuðningi Ír- ana. Um viku síðar urðu fjögur tank- skip fyrir árásum undan strönd Sameinuðu arabísku furstadæm- anna og bandarísk stjórnvöld sökuðu Írana um að hafa staðið fyrir þeim en klerkastjórnin neitaði því. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær- kvöldi, að mat Bandaríkjanna væri að Íran bæri ábyrgð á árásunum. Hyggjast Bandaríkjamenn ætla að taka málið upp við öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna. Vekja ugg um átök fyrir slysni  Sprengingar í tankskipum í Ómanflóa AFP Spennan eykst Eldur logar í öðru tankskipanna í Ómanflóa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.