Morgunblaðið - 14.06.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 14.06.2019, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bretar sitjanúna uppimeð það sem kallað er „vönkuð önd“ í Downing-stræti. Forsætisráð- herrann hætti sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins og er flokkurinn nú leiðtoga- laus fram í síðari hluta júlí. Flokksmenn fullyrða að það hafi styrkt flokkinn þegar eng- inn tók við keflinu af May. Á leiðtogaferlinum náði hún að tapa hreinum meirihluta á þingi. Hafði þó þá afsökun að fylgið óx um 6% en vegna ólán- legrar dreifingar atkvæða tap- aðist meirihlutinn. Næst leiddi hún flokkinn í sveitarstjórnarkosningum. Þá er ríkisstjórnarflokkum oft „refsað“. En hrakfarirnar voru slíkar að tal um refsingu lýsti litlu nema þá dauðarefsingu. Flokkurinn tapaði um 1.800 fulltrúum í sveitarstjórnunum, missti meirihluta og lykil- stöður niður þar sem áður þótti óhugsandi. Þá komu kosningar til þings ESB. Þær kosningar eru helst hugsaðar til að minna á að ESB sé ekk- ert að bila í hreinni skömm sinni á lýðræðislegri leikfimi sem er truflandi fyrir sjálf- kjörna, andlistslausa stjórn- endur fjöldans. Eftir slíkar kosningar er ekki nefnt hvort flokkar eða einstaklingar sem enginn þekkir vinni eða tapi. En úrslitin urðu þó söguleg að þessu sinni, en ekki þó svo söguleg að eitthvað breytist varanlega. En þess verður þó minnst á Bretlandi að flokkur sem Farage stofnaði fyrir nokkrum vikum sigraði með ótrúlegum yfirburðum. Hinn fornfrægi Íhalds- flokkur kom frá þessum kosn- ingum í gervi aukaleikara, og endaði í 5. sæti flokkanna. Flokkur Jeremy Corbyns reið svo sem ekki feitum hesti frá kosningunum, en útreið höfuðandstæðingsins, Íhalds- ins, náði að skyggja á hve lúpu- legur hann varð. Theresa May forsætisráð- herra gerði þau höfuðmistök, eins og er svo algengt þegar veikir stjórnmálamenn eiga í hlut, að hún treysti embættis- mönnum fyrir viðræðum við Brussel. Markmið beggja við- ræðunefnda varð þar með eitt og hið sama, að eyðileggja að mestu áform Breta um út- göngu. May japlaði á talpunktum sinna embættislegu höndlara eins og væri hún í íslenska ut- anríkisráðuneytinu, og talaði sig upp í það að Bretar mættu alls ekki fara úr ESB „án út- göngusamnings“, en það fyrir- bæri var ekki nefnt í aðdraganda þjóð- aratkvæðis um út- göngu eða veru. Elítan beggja vegna sunds trúði könnunum um að takast mætti að hræða bresku þjóðina frá því að samþykkja útgöngu með samræmdum og skipulögðum hræðsluáróðri, sem var ósvíf- inn og spöruðu „hlutlausir“ fræðimenn og fjömiðlar sig hvergi í misnotkun sinni, en voru þó í ætt við hvítþvegna engla bornir við skúrkana í Icesave-málinu, en uppvakn- ingar þaðan eru á fleygiferð í afbökun á orkupakka nú, þótt óvæntir nytsamir sakleysingj- ar hafi bætt sér í þann ókræsi- lega hóp. Nú heyrist síoftar sagt í Brussel, að þjóðaratkvæði séu jafnvel hættulegri en áður var talið og finna verði leið til að banna þau, svo sem Þýskaland gefur svo gott fordæmi fyrir. Áður fyrr hafi langoftast geng- ið að láta lýðinn endurtaka vit- lausa niðurstöðu (margreynt í Icesave). Hópar svikahrappa í Íhaldsflokki (Major) og Verka- mannaflokki (Blair) hafa verið að þjappa sér um „leiðrétting- aratkvæði“. En þótt þokast hafi í þá átt er enn langt í land. Brussel grunar Corbyn um það að vera „Brexit-mann“ í hjarta sínu. (Sjálfsagt verða samin drög að tilskipun um að þingmenn skuli ekki hafa hjarta, en geti í staðinn sótt um að vera með þrjú nýru (og Juncker fengið auka lifur án umsóknar) og því verið jafn vel eða betur settir). Flestir hljóti að sjá að þjóðum er ekki treystandi til að greiða at- kvæði sem hafi raunverulega þýðingu. Í staðinn gætu þjóðir fengið að kjósa í ESB- þingkosningum daglega þar til þátttakan verði komin niður í 0,5% sem er mjög viðráðanleg. En það var ekki nóg með það að May léti selja sér að út- göngusamningur væri eins og blóð og súrefni fyrir mannslík- ama. Hún lét þingið sam- þykkja ráðgefandi tillögu um að ekki mætti yfirgefa ESB án útgöngusamnings! Sagði því næst að hún liti á þessa „óbind- andi“ afgreiðslu sem bindandi og var þá komin niður á sama kjánastig og íslenskir ráð- herrar að ræða um Mannrétt- indadómstólinn skrítna. Um leið og ESB heyrði þetta sagði það að einungis væri til einn útgöngusamningur og honum yrði aldrei breytt. Þar með hafði móða Theresa náð að verða heimaskítsmát í aðeins einum leik og það met verður aldrei slegið. Boris þýðir Boris segir May. En bætir við: En hvort er hann Johnson eða Yeltsin, það er efinn} Brexit þýddi Brexit en óvíst var hvað það þýddi Í fréttum vikunnar kom fram að dauðsföllum vegna ofneyslu lyfseð- ilsskyldra lyfja fækkaði um helming á fyrstu mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra, úr tuttugu í níu. Við sjáum að þróun undanfarinna ára hefur hér verið snúið við en misnotkun lyfja sem valdið geta ávana og fíkn hefur farið hratt vaxandi undanfarin ár og haft í för með sér alvarlegar afleiðingar. Til marks um það er fjölgun dauðsfalla fólks undir fertugu vegna ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja úr að meðaltali fimmtán á ári á tímabilinu 2001- 2015 í rúmlega þrjátíu dauðsföll árið 2018. Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri SÁÁ, sem var innt var eftir viðbrögðum við þess- ari þróun sagði aðgerðir frá heilbrigðisráðu- neytinu varðandi lyfjaávísanir hafa skipt miklu máli í þessu samhengi en jafnframt aukin um- ræða og vitundarvakning um skaðsemi lyfja sem valdið geta ávana og fíkn. Vísaði Valgerður þarna til aðgerða sem farið var í á vegum heilbrigðisráðuneytisins til að stemma stigu við mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja meðal annars með því að takmarka magn ávanabindandi lyfja í umferð hér á landi, styðja við góðar ávísanavenjur lækna og efla eftirlit, meðal annars með reglugerð um lyfjaávís- anir, nr. 1266/2017, sem tók gildi 1. júlí sl. Meðal þess sem sú reglugerð felur í sér er að læknum er veitt meira aðhald en áður í lyfjaávísunum t.d. með því að heimila ekki ávísun á ýmis lyf, sem valdið geta ávana og fíkn, lengur en til 30 daga notkunar í senn. Þá þarf að liggja fyrir lyfjaskírteini sjúklings til að fá af- greidd lyf úr ákveðnum lyfjaflokkum og auknar kröfur eru um að einstaklingar sýni skilríki í apótekum til að fá slík lyf afgreidd. Árangur þessara aðgerða hefur verið góður en samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis dró verulega úr ávísunum lækna á lyf sem valdið geta ávana og fíkn á árinu 2018. Þrátt fyrir að dregið hafi úr ávísunum lyfja sem valdið geta ávana og fíkn og dauðsföllum vegna ofneyslu þeirra hafi fækkað er notkun slíkra lyfja meiri hér en annars staðar á Norðurlöndum og ljóst að leita þarf allra leiða til að stemma enn frekar stigu við misnotkun þeirra. Jafnframt er mikilvægt að huga að öryggi þeirra einstaklinga sem þegar eru í neyslu með skaðaminnkun að leiðarljósi og bind ég vonir við að frumvarp þess efnis um örugg neyslurými verði sam- þykkt af Alþingi innan skamms. Allar þessar aðgerðir haldast í hendur og verkefni af þessu tagi krefst heildarsýnar og markvissra ákvarð- ana. Svandís Svavarsdóttir Pistill Markviss vinna skilar árangri Höfundur er heilbrigðisráðherra STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Allt að 6,8% af vörum semfluttar eru til ríkja Evrópu-sambandsins eru fölsuð eðaólögleg. Þetta kemur fram í skýrslu Europol um vörusvik og hug- verkaglæpi. Þar kemur fram að flest- ar sviknu vörurnar komi frá Kína þótt stór hluti þeirra komi frá öðrum lönd- um. Skipulögð glæpasamtök standa yfirleitt á bak við falsanirnar og þær verða sífellt vandaðri og erfiðari að greina. Þetta á sérstaklega við um matvælasvindl. Falsaðar matvörur víða Í skýrslunni kemur fram að aukning á sölu falsaðrar matvöru og drykkja sé sérstakt áhyggjuefni enda séu gæði, innihald og hreinlæti við framleiðslu matvælanna oft óljós og dæmi um að þau geti ógnað heilsu neytenda. Vörutegundir á borð við þurrmjólk fyrir ungabörn, áfengi, ost, kaffi, ólífuolíu og pasta eru oft falsaðar og dæmi um að slíkar vörur rati í mat- vörubúðir í Evrópulöndum. Herdís M. Guðjónsdóttir, sérfræðingur á inn- flutningsskrifstofu Matvælastofn- unar, segir ekki algengt að fölsuð mat- væli rati inn á markað á Íslandi enda sé erfiðara að smygla vörum hingað til lands en til margra annarra Evrópu- landa. Herdís segir þó mjög trúlegt, miðað við rannsóknir í öðrum löndum, að fölsuð matvæli sé að finna í ein- hverjum verslunum á landinu. Hún segir að rannsóknir á matvælum hér á landi séu oftast gerðar í kjölfar ábend- inga eða vegna erlendra tilkynninga um fölsuð matvæli sem gætu hafa rat- að til Íslands. Þetta segir hún að hafi til dæmis verið uppi á teningnum þegar Mat- vælastofnun gerði rannsókn á nauta- kjöti hér á landi eftir að upp komst um falsað nautakjöt í Evrópu sem í raun reyndist vera hrossakjöt frá Rúmeníu. Í þess háttar tilfellum segir Herdís að rekjanleiki matvæla skipti höfuðmáli. „Svo tökum við stundum rassíur og tökum að okkur eftirlitsverkefni. Þá skoðum við hvernig ástandið er á markaðnum.“ Sælgæti oft falsað Herdís segir strangt eftirlit vera með innfluttum matvælum í Evrópu og að Matvælastofnun hafi tengsl við samtökin Food Fraud Network, sam- tök Evrópusambandsins sem rann- sakar fölsun matvæla. Mat- vælastofnun fái því reglulega tilkynningar um matvælasvindl í álf- unni. Hún segir að stofnunin fylgist jafnframt vel með tilvikum um matvælasvindl á Norðurlöndunum sem komi reglulega upp. „Þar er voðalega mikið verið að falsa sælgæti. Fólk græðir mikið á því. Það er til dæmis verið að pakka einhverju í Svíþjóð sem er svo selt í Danmörku því þar eru miklu hærri tollar,“ segir Herdís. Upprunaland stundum rangt Hún segir algengt að dýrmæt matvæli séu drýgð með ódýrari mat- vælum og að matvörur séu merktar ranglega, til dæmis sé oft getið um rangt upprunaland. Þetta segir Her- dís algengt að sé gert við hunang, ólífuolíu og ýmis dýr krydd eins og saffran og túrmerik. Hrísgrjón eru einnig oft merkt röngum gæðaflokki. Herdís segir ákaflega algengt áfengi sé falsað og dæmi um slík tilvik í næt- urklúbbum þar sem fræg tegund kampavíns var fölsuð og upp komst um svikin þegar stafsetningarvilla fannst á miðanum. „Þetta er algengt í svartamyrkri þar sem fólk er oft mjög drukkið. Það kaupir rándýra kampavínsflösku sem er svo bara svikin vara,“ segir Herdís. Hún segist vita til þess að matvæla- svindl hafi komið upp hér á landi þar sem íslenskur fiskur var merktur sem röng fisktegund. „Það er algengt að verið er að falsa fisktegundir. Flest er þetta auð- vitað hvítt og lítur eins út þegar verið er að steikja þetta og setja í rasp. Þá er voðalega erfitt að greina þetta nema fyrir sérfræðinga,“ segir Her- dís. Trúlega fölsuð matvæli hér á landi Morgunblaðið/Eggert Svik Fölsun matvæla er vaxandi vandamál í Evrópu. Fölsuð merkjavara, sér í lagi föt og fylgihlutir, er sú vöru- tegund sem oftast er gerð upptæk í Evrópu. Í skýrslu Europol kemur fram að fjölg- un slíkra vara á markaði megi m.a. rekja til netverslana. Sala á fölsuðum skordýra- eyði sem eyðileggur nytja- gróður, hefur áhrif á heilsu bænda og neytenda og meng- ar umhverfið hefur valdið miklum áhyggjum víða í Evr- ópu. Þurrmjólk fyrir ungbörn er dæmi um matvæli sem hafa verið framleidd í Evrópu og seld til Kína undir fölsku flaggi, merkt þekktum vöru- merkjum. Merkjavörur og þurrmjólk SVIKAVÖRUR AF ÝMSU TAGI Íþróttaskór Erfitt getur verið að sjá mun á ófalsaðri og falsaðri merkjavöru.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.