Morgunblaðið - 14.06.2019, Side 25

Morgunblaðið - 14.06.2019, Side 25
er nú lokið. Loksins fær Gunnar frið og ró. Minningar um góðar stundir í Barmahlíð munu fylgja mér alla tíð. Ég syrgi góðan vin en kveð með þakklæti. Fjölskyldunni allri votta ég mína dýpstu og innilegustu samúð. Blessuð sé minning Helga Gunnars Þorkelssonar. Guðrún Gunnarsdóttir. Mætur skólabróðir, Helgi Gunnar Þorkelsson, dúx okkar bekkjarsystkina í VÍ, hefur nú kvatt. Hans verður sárt saknað, slíkur mannkostamaður sem hann var. Gunnar óx upp í stórum syst- kinahópi í Gaulverjabænum, en 16 ára fluttist hann með foreldrum sínum og systkinum í Hlíðarnar í Reykjavík. Þar bjó Gunnar æ síðan. Hann sótti nám í Verslunar- skóla Íslands, þá við Grundarstíg. Vakti hann fljótt athygli fyrir best- an árangur allra í náminu, ávöxt góðrar greindar og einstakrar samviskusemi. Háar einkunnir urðu þó aldrei til að hann miklað- ist, þvert á móti mætti aðdáun og tal annarra um þær staðföstu lít- illæti og hógværð af hans hálfu. Gunnar var félagslyndur á sinn hægláta hátt, naut sín vel innan um skólasystkini sín, eins og þau nutu návistar hans. Hann var ritstjóri skólablaðsins Viljans veturinn 1953-54 og lék af innlifun á Nemendamóti, árshátíð skólans, í leikgerð Þrymskviðu, sem dr. Jón Gíslason skólastjóri útbjó af alkunnri snilli. Við lokapróf í verslunardeild skólans vorið 1954 hlóðust á Gunn- ar verðlaun og viðurkenningar, þ. á m. Vilhjálmsbikarinn, nefndur eftir Vilhjálmi Þ. Gíslasyni skóla- stjóra og veittur besta íslensku- manninum, og Bókfærslubikarinn, auk bókaverðlauna fyrir hringj- arastörf. Þau hafði Gunnar rækt af stakri skyldurækni og áreiðan- leika. Eftir viðbótarnám í tvö ár og stúdentspróf í lærdómsdeild skól- ans, sem stofnuð var árið 1943, fór Gunnar í hópi samstúdenta sinna sumarið 1956 í mikla lærdóms- og skemmtiferð um meginland Evr- ópu og Bretland; var siglt út og heim með flaggskipinu m/s Gull- fossi. Þarf ekki að fjölyrða um þá ánægju og góða anda sem ríkti í ferðinni. Vel átti við Gunnar að færa þannig út kvíarnar í fróð- leiksleit sinni. Varð það síðar á æv- inni ein mesta ánægja hans að ferðast og kynnast nýjum löndum og þjóðum nær og fjær. Þegar náminu í VÍ lauk staldr- aði Gunnar við stutta hríð í Há- skóla Íslands, lauk námi í heim- speki og kynnti sér viðskiptafræði, en kaus að nýta í atvinnulífinu þá hagnýtu alhliða menntun sem hann hafði aflað sér í Verslunar- skólanum. Það var mikið happ þeim sem fengu að njóta starfs- krafta hans. Kemur engum á óvart sem þekkti Gunnar, samviskusemi hans, trúmennsku og tryggð, að eftir ein vinnuskipti snemma á ferlinum var hann síðan alla starfsævina hjá sama aðila. Enginn hefur í gegnum árin sótt samfundi skólasystkina betur en Gunnar. Rifjuð hafa verið upp atvik og rætt um dag og veg, kímn- ar hliðar – sem Gunnar kunni vel að meta – ekki undanskildar. Gjör- samlega laus við að trana sér fram hefur Gunnar notið sín afar vel í þessum hópi. Það sem hann hefur búið yfir líka ætíð þess virði að leggja sig eftir; fróður um þjóðlífið og atburði úti í heimi, mál hans vel ígrundað og af velvild mælt. Lát- laust fas og prúðmennska einkenni hans alla tíð. Öll erum við ákaflega þakklát fyrir að hafa átt samleið með þeim góða dreng, Helga Gunnari, og ljúft að líta yfir þann farna veg. Ættingjum hans sem reyndust honum svo vel – ekki síst nú í erf- iðum veikindum hans undir lokin – biðjum við Guðs blessunar. F.h. skólasystkina, Ólafur Egilsson, Jóhann J. Ólafsson. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019 ✝ Bára Jónsdóttirfæddist í Hafn- arnesi, Fáskrúðs- firði, 25. ágúst 1931. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Hafnar- firði 4. júní 2019. Foreldrar henn- ar voru Jón Níels- son, bóndi í Hafn- arnesi, f. 21. ágúst 1883, d. 24. apríl 1953, og Guðlaug Halldórs- dóttir húsmóðir, f. 22. septem- ber 1892, d. 2. júní 1984. Bára ólst upp frá barnsaldri hjá bróður Jóns, Guðmundi Níels- syni f. 28.8. 1886, d. 12.3. 1966, og eiginkonu hans Antoníu K. Eiríksdóttur, f. 6.1. 1903, d. 30.3. 1988. Systkini Báru: Kristín, f. 1911, d. 1992, Elísabet, f. 1914, d. 2011, Steinunn Jakobína, f. 1915, d. 1999, Halldór, f. 1919, d. 1982, Jóhann, f. 1921, d. 1985, Anna, f. 1928, d. 2012, og Hörður Sigurður, f. 1933, d. 1991. Tveir bræður Báru, Guð- jón og Níels, létust í bernsku. Bára kvæntist 25.8. 1953 Sig- urði Hjartarsyni, bakarameist- ara, f. 18.5. 1930, d. 20.12. 2012. Sigurður Ingvar, f. 6.12. 1962, efnaverkfræðingur. Dætur hans eru Jara Dögg, f. 10.10. 1991, og Alexandra, f. 12.11. 1993. Barnabarnabörn Sigurðar og Báru eru tuttugu og fjögur og barnabarnabarnabörn sex. Bára fæddist og ólst upp í Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði. Hún fluttist ung til Ísafjarðar til að vinna þar á spítalanum og kynntist þar eiginmanni sínum Sigurði Hjartarsyni. Þau bjuggu á Ísafirði um árabil en fluttust síðan til Fáskrúðs- fjarðar þar sem þau ráku brauðgerð og verslunina Báru- búð 1953-1960. Þá fluttust þau til Hafnarfjarðar og hóf þá Bára störf við aðhlynningu á Sólvangi og starfaði þar til þau fluttust 1974 til Hafnar í Horna- firði þar sem Sigurður tók við rekstri brauðgerðar KASK. Þar störfuðu þau saman þar til 1983 að þau fluttu aftur til Hafnar- fjarðar og Bára hóf þá störf aft- ur á Sólvangi og starfaði þar til 2001. Einnig ráku þau hjónin pylsuvagn í Reykjavík um margra ára skeið. Bára var um tíma í Kvennakór Hafn- arfjarðar og einnig var hún í Félagi austfirskra kvenna. Útför Báru fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 14. júní 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Foreldrar Sig- urðar voru Hjörtur Ólafsson, f. 23.7. 1897, d. 2.7. 1951, verkamaður á Ísa- firði, frá Saurbæ í Dölum, og Þóra Margrét Sigurð- ardóttir, f. 28.5. 1896, d. 27.2. 1954, húsmóðir. Börn Báru og Sigurðar eru: 1) Guðmunda Katrín, f. 12.3. 1949, fyrrv. stuðningsfulltrúi í Kletta- skóla, gift Þorgils Þorgilssyni matreiðslumeistara. Börn þeirra eru: Steinunn Bára, f. 20.7. 1968, Sigríður Elfa, f. 4.1. 1973, og Þorgils Þorgilsson, f. 24.5. 1980. 2) Þóra Margrét, f. 29.10. 1950, fyrrv. starfsmaður Landsbanka Íslands, gift Einari Gunnlaugssyni tækniteiknara. Börn þeirra eru: Sonja, f. 10.12. 1969, d. 9.6. 2019, Bára, f. 4.5. 1972, og Einar Sigurður, f. 28.5. 1979. 3) Jóna Hjördís, f. 14.7. 1953, húsmóðir, gift Krist- jáni Ólafssyni verkstjóra. Börn þeirra eru Ólafur Ingvar, f. 15.2. 1971, Ómar Freyr, f. 22.6. 1980, Elva Björk, f. 10.2. 1984, og Anton Ívar, f. 4.3. 1996. 4) Elskuleg móðir mín er fallin frá. Þessi fallega, góða og glað- lynda kona sem var kjölfestan í lífi okkar fjölskyldunnar. Það er varla að maður sé búinn að með- taka að þessi yndislega kona sé fallin frá þvílík var lífsgleðin og lífsvilji hennar fram á síðustu stundu. Móðir mín var mjög dugleg kona og þótt lífið væri ekki alltaf létt eða auðvelt, tók hún alltaf öllu með jafnaðargeði og hélt ótrauð áfram. Hún var mjög góð kona, friðar, umhyggju og fyrirgefn- ingar. Mamma var mikil félagsvera og þekkti mikið af fólki og átti auðvelt með kynnast nýju fólki. Hún var afburða minnisgóð og fannst manni hún stundum eins og gangandi ættfræðirit og þekkti vel fjölskyldur og ættir. Henni fannst gaman að halda veislur, kaffi- og matarboð og lagði metnað sinn í að hafa allt sem best og glæsilegast og að hafa alla fjölskylduna hjá sér. Hún var svo stolt af börnum sín- um og ömmubörnum og vildi allt- af allt fyrir alla gera og hafa sem flesta í kringum sig. Mamma skilur eftir sig margar yndislegar minningar og er sárt saknað af fjölskyldu sinni. Ég og dætur mínar eigum margar góðar minningar frá samverustundum okkar, þá ekki síst frá ferðalögum okkar bæði innanlands og utan. Elsku mamma, ég kveð þig með sorg og söknuð í hjarta, en minning þín er ljós í lífi okkar allra. Hjartans þakkir, elsku mæta móðir, þér miskunn veiti Guð svo hvílist rótt. Þig verndi og gæti allir englar góðir, ástarþakkir, mamma, góða nótt. (Halldór Jónsson) Sigurður I. Sigurðsson. Elsku mamma mín, nú hefur þú kvatt okkur, ert farin yfir í sumarlandið og ert örugglega bú- in að hitta pabba og þína nánustu ættingja. En elsku mamma hvað mér finnst strax allt svo tómlegt eftir að þú kvaddir. Þú varst svo mikill gleðigjafi og mikil félagsvera, varst alltaf kát og ung í anda, vildir alltaf vera fín og sæt og varst alltaf til í að taka þátt í öllu en þú varst líka ekki bara mamma mín heldur líka mín besta vinkona og hjálparhella. Þegar við Stjáni eignumst ung elsku Óla okkar tókst þú honum opnum örmum inn í þitt (ykkar) líf og átti hann yndislega daga og ár með ykkur pabba og vil ég þakka ykkur hjartanlega fyrir þá hjálp og svo margt annað sem þú gerðir fyrir okkur og börnin okkar. Það var alltaf gott að koma í kaffi til ykkar, ýmist tertur, pönnukökur, konfekt, brauð- tertur og fleira. Annað tókstu ekki í mál, alltaf svo dugleg og myndarleg. Svo þegar við vorum að fara í útilegur hér áður fyrr þá létuð þið pabbi ykkur ekki oft vanta í þær ferðir ef þið höfðuð tök á því og utanlandsferðirnar einnig sem við fórum oft saman í, dagsferðirnar í Heiðmörkina með bestu vinnu- félögunum á 4H Sólvangi sem voru þér alveg ógleymanlegar. Einnig kórferðalögin bæði innan- og utanlands. Ég gæti endalaust talið upp skemmtilegar minning- ar um þig, elsku mamma mín. Stjáni, þinn elskulegi tengda- sonur, vill þakka þér öll þau ár sem hann var með ykkur og leið vel með þér og elsku Anton Ívar vill þakka þér fyrir þau ár sem þið áttuð saman. Við elskum þig öll og söknum. Hvíl í friði, elsku mamma, tengdamamma og amma, þú varst ljós í lífi okkar. Þín dóttir Jóna. Í dag er borin til grafar elsku- leg tengdamóðir mín, Bára Jóns- dóttir frá Hafnarnesi í Fáskrúðs- firði, en hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði. Bára var alltaf bjartsýn og góð manneskja og hörkudugleg til vinnu. Hún starfaði á Sólvangi í Hafnarfirði í tæp 40 ár og var alla tíð vel liðin af samstarfsfólki sínu. Ég kynntist Báru og manni hennar Sigurði Hjartarsyni bak- arameistara 1967 og varð okkur strax vel til vina og reyndust þau mér alla tíð ákaflega vel. Bára var ávallt hrókur alls fagnaðar og mikill gleðigjafi hvar sem hún kom. Bára og Sigurður fluttu árið 1974 til Hafnar í Hornafirði en þar hafði Sigurður ráðið sig sem bak- arameistara hjá KASK á Höfn. Við Þóra fylgdum í kjölfarið og fluttum til Hafnar áramótin 1974- 75 og á Höfn áttum við öll saman um 10 yndisleg ár. Bára átti hin síðari ár við ýmis veikindi að stríða, þar á meðal veiktist hún af krabbameini, en hún tók veikindum sínum með miklu æðruleysi og má nefna það hér að á meðan hún var í meðferð vegna krabbameinsins, þ.e. í geislum o.fl., þá lét hún sig aldrei vanta í vinnu meðan á meðferðinni stóð, sem lýsti hennar karakter ákaflega vel. Ég kveð þig, elsku Bára, með miklum söknuði, en vona að þú eigir góða endurfundi með þínu fólki í faðmi Guðs. Þinn tengdasonur, Einar D. G. Gunnlaugsson. Hún tengdamóðir mín fór í sína síðustu ferð 4. júní síðastliðinn. Hún lifði góðu lífi í 87 ár. Ég kynntist henni aðeins 15 ára gam- all og tók hún mér strax vel og reyndist mér sem besta móðir, hún var einkar glaðlynd og kát, sama hvað gekk á, og hvernig vindar blésu í lífinu. Hún var einkar dugleg og samviskusöm og vel liðin af öllum sem henni kynnt- ust. Hún var félagslynd og hafði yndi af því að vera innan um fólk og naut sín innan um kátt fólk og sérstaklega ef það var sungið þá tók hún vel við sér, enda söng hún í kór árum saman. Hún var heilsu- hraust fram á síðasta ár og helsta áhyggjuefnið var að hún átti orðið erfitt með gang. Því síðasta árið var hún á Hrafnistu og þar var alltaf nóg um að vera og átti það vel við hana og tók hún þátt í öllu sem þar var um að vera. Eftir að við Kata flutt- umst úr landi hringdum við í hana dag hvern en þá þurfti Kata að hafa dagskrána á Hrafnistu á hreinu svo við trufluðum ekki þegar einhver skemmtun var í gangi. Hún undi sér vel á Hrafnistu og lét sér annt um fólkið sem þar býr og var þar vinmörg því hún skildi vel þeirra aðstöðu eftir að hafa sjálf unnið á elli- og hjúkrunar- heimilinu Sólvangi í 28 ár. Ég kveð tengdamóður mína með þakklæti og veit að það hefur verið tekið vel á móti henni í nýj- um heimkynnum. Þorgils Þorgilsson. Elsku amma, ég kveð þig með söknuði og trega en hugsa jafn- framt um allar góðu minningarn- ar sem ég á um þig. Þú varst ekki bara yndisleg amma heldur líka góð vinkona. Við áttum margar góðar stundir við spjall með prjónana eða ég að laga á þér hár- ið sem ég var svo heppin að fá að sjá um frá því ég byrjaði að læra hárgreiðslu fyrir 30 árum. Þú vildir líta vel út og varst alltaf svo vel til höfð og glæsileg að um var talað, falleg að innan sem utan. Þú varst ávallt kát og brosandi og hef ég lært af þér og þinni léttu lund að lífið er of stutt til að eyða því í leiðindi. Hvíl í friði, elsku amma, sjáumst seinna í sumarlandinu. Þín Steinunn Bára. Elsku amma. Þú frábæra og lífsglaða kona. Hvað ég mun sakna þín en á sama tíma minnast allra góðu stunda okkar saman. Allt sem við gerðum er ógleymanlegt, hvort sem það var að ferðast um heim- inn eða flykkjast í sumarbústaði um allt land. Að fara í berjamó var þitt uppá- hald og tíndum við ber á hverju hausti. Afi með berjatínuna en þú kaust að handtína berin sjálf af fullum krafti og bjóst til þessar frábæru berjasultur að lokum. Það var alltaf svo gaman að koma til þín í pönnukökur og spjall, enda gerðir þú heimsins bestu pönnukökur. Við gátum endalaust talað saman enda báðar miklar félagsverur. Veislur eða hvað annað, við létum okkur ekki vanta. Ég er svo ánægð að þú hafir náð að upplifa stærsta dag í lífi mínu með mér, brúðkaupsdaginn, kynnast Ingólfi og sjá íbúðina okkar. Þú hefur gefið mér og okkur svo mörg góð ár og naust þú þín alveg fram á síðasta dag. Þú ert mín fyrirmynd og mun ég ávallt hafa þína jákvæðni og gleði að leiðarljósi. Ég mun sakna þín, elsku amma. Hvíldu í friði. Þin Jara Dögg. Hún amma Bára var ein mesta skvísa sem ég hef kynnst, hún elskaði að klæða sig upp og hafa sig til og lét ekki sjá sig nema vel til hafða. Hún vildi alltaf vera með varalit, augnskugga, fallegt naglalakk og hárið þurfti auðvitað að vera í lagi. Alls staðar var talað um hvað hún Bára væri falleg og fín og var ég stolt af því að eiga svona flotta ömmu. En hún amma var ekki bara falleg að utan held- ur var hún alltaf svo yndisleg, hjartahlý og umhyggjusöm. Það er erfitt að lýsa henni ömmu, hún var bara eitthvað annað ef maður má segja það. Hún var hörkutól. Ég hef aldr- ei heyrt hana barma sér, hún tók bara þeim verkefnum sem að henni voru rétt og leysti þau með brosi á vör. Ég hef reynt að hafa það viðhorf sem leiðarljós í lífinu og gerir það verkefnin bæði skemmtilegri og auðveldari. Amma var alltaf hrókur alls fagnaðar og fannst henni fátt skemmtilegra en að syngja og taka þátt í skemmtunum og fannst henni félagsskapurinn það besta við að flytja á Hrafnistu. Ég vildi óska þess að hún hefði fengið meiri tíma til þess að njóta þess. En ég er viss um að nú dansa amma og afi í paradís við fallega harmónikutónlist og njóta þess að vera saman á ný án verkja og veikinda. Elsku amma, ég elska þig endalaust og minningin um skvís- una og hörkutólið verður mér hvatning um alla framtíð. Þín Sirrý. Sigríður Elfa Þorgilsdóttir. Hún yndislega langamma okk- ar er látin en eftir lifir minning um fallega, yndislega og góðhjartaða ömmu okkar. Þegar við hugsum um hana langömmu Báru hugsum við hvað hún var indæl, falleg inn- an sem utan, skemmtileg, góðu pönnukökurnar sem við fengum þegar við komum í kaffi til hennar um helgar, og hversu vel upp- klædd hún var alltaf. Hún amma gaf okkur oft eitthvað sem hún hafði búið til í jólagjöf, í dag erum við svo þakklát fyrir þessar fal- legu gjafir sem við eigum enn, svo sem kerti, armbönd og dúkku föt. Hún tók alltaf vel á móti okkur með bros á vör, hlýju hjarta. Hún var svo einstök amma en nú kveðjum við hana ömmu í hinsta sinn með þessu fallega ljóði. Erfitt er að hugsa til þess að við hittum hana ekki í bráð, en við vitum að við munum hittast á ný. Gráttu ekki yfir góðum liðnum tíma. Njóttu þess heldur að ylja þér við minningarnar, gleðjast yfir þeim og þakka fyrir þær með tár í augum, en hlýju í hjarta og brosi á vör. Því brosið færir birtu bjarta, og minningarnar geyma fegurð og yl þakklætis í hjarta. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þín Elísa Anna, Tinna Björk og Arnar Leó. Amma mín trúði því einlægt að þegar maður færi í hið hinsta ferðalag væri ferðinni heitið til sumarlandsins. Oft hef ég nú hváð við þegar sumarlandið bar á góma, og taldi ég þetta hið mestu þvælu. Ég get þó sagt að ég vona það svo heitt og innileg að sum- arlandið hennar ömmu sé til, því hún á það svo sannarlega skilið að fá að njóta eilífðarinnar þar. Amma mín var alltaf hress, þó lík- aminn hafi ekki alltaf fylgt eftir. Það held ég skiptir engu máli við hvern þú talar eða hvern þú spyrð, ef viðkomandi hefur eytt meira en nokkrum mínútum með ömmu minni þá verður lýsingin alltaf hvað hún var skemmtileg. Því skemmtileg var hún, ávallt hrókur alls fagnaðar og kátari en flestir. Hún amma var falleg kona sem bar af í hópi fólks. Hún var haldin þeim meðfædda eiginleika að því eldri sem hún varð því hressari var hún. Amma prjónaði ekki, hún var prjónamaskína. Hún prjónaði ekki peysur eins og gengur og gerist heldur fram- leiddi hún fatnað í stórum stíl. Ég bað hana nú nokkrum sinnum um að kenna mér að prjóna en hún kvað við að prjónaskapur væri ekki fyrir karlmenn, en sagði mér þó sögu af einum sem hún þekkti sem prjónaði og það væri stór- merkilegt. Það er alltaf sorglegt að kveðja þá sem manni þykir vænt um, en það er huggun í því að við fengum langan tíma með ömmu og þann tíma sem hún lifði þá var hún eiturhress. Ég mun sakna ömmu minnar og ég þakka allar þær minningar sem hún skilur eftir sig. Það er erfitt að hugsa til þess að fleiri verða ekki búnar til, en við verðum víst að sætta okkur við gang náttúrunnar. Ég ætla hins vegar ekki að vera sorgmæddur, þar sem ég ætla að trúa því að sumarlandið hafi tekið á móti henni þar sem hún getur haldið áfram gleðinni inn í eilífðina. Væntanlega mun hún svo taka á móti mér þegar þangað er komið. Ég hef þá eilífðina til að fá hana til að kenna mér að prjóna. Hún hlýtur nú að gefa sig á endanum. Mun sakna þín og takk fyrir allt. Kveðja, Þorgils (Doddi). Bára Jónsdóttir HINSTA KVEÐJA Þú gengin ert hugglöð á frels- arans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sér- hver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Þín dóttir Katrín.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.