Morgunblaðið - 14.06.2019, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019
✝ Sigrún RutEyjólfsdóttir
fæddist 29. ágúst
1947. Hún lést á
HSS í Reykjanesbæ
6. júní 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Ólafía
Theodórsdóttir og
Gísli Líndal Stef-
ánsson. Átta mán-
aða var hún ætt-
leidd af hjónunum
Margréti Eyþórsdóttur, frá
Hamri í Langadal, systur Jóns
Eyþórssonar veðurfræðings og
hálfsystur Sigurðar Norðdal, og
Eyjólfi Þorsteinssyni húsa-
smíðameistara frá Ytri-
Þorsteinsstöðum í Haukadal.
Sigrún giftist Páli Steinari
Hrólfssyni og eignuðust þau eitt
barn, Sigríði Stefaníu, en fyrir
átti Sigrún soninn Eyjólf og
gekk Páll honum í föðurstað.
Þau skildu.
Eftir formleg starfslok tók
hún að sér ýmis aukaverkefni
fyrir skólann. Hún tók að sér
ýmis trúnaðarmál fyrir kennara
og var meðal annars trúnaðar-
maður um margra ára skeið.
Þau Sigrún og Úlfar eign-
uðust einn dreng saman, Eyþór
Árna. Systkini Sigrúnar eru
Soffía, Þorvaldur, Hafdís, Helga
Soffía, Stefán, Kristinn Jósef,
Edda, Óli Þór, Estíva. Þorvald-
ur, Stefán og Edda eru látin.
Föðurmegin átti hún bræðurna
Sigurð, Ólaf og Björn. Afkom-
endur Sigrúnar eru Eyjólfur, f.
1965, ókvæntur, og á hann eina
dóttur. Sigríður Stefanía, f.
1970, búsett í Danmörku, gift
Gunnari Hans Konráðssyni og
eiga þau fimm börn og fjögur
barnabörn. Eyþór Árni, f. 1979,
fráskilinn, og á hann eina dótt-
ur. Úlfar átti tvær dætur frá
fyrra hjónabandi, Helgu Sigríði
og Ólöfu Marín, Helga er gift
Helga Kárasyni og eiga þau þrjá
syni, Ólöf á þrjú börn og eitt
barnabarn, hún er fráskilin.
Útför Sigrúnar verður gerð
frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag,
14. júní 2019, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Sigrún útskrif-
aðist frá Kennara-
skóla Íslands vorið
1973 og hóf
kennslu í Fella-
skóla í Reykjavík
það sama ár og
starfaði þar í 14 ár.
Haustið 1973
kynntist Sigrún
eftirlifandi eigin-
manni sínum Úlfari
Hermannssyni, lög-
regluþjóni í Reykjavík, þau
kvæntust í desember 1974.
1987 fluttu þau til Keflavíkur
og hóf Sigrún kennslu í Myllu-
bakkaskóla. Eftir tveggja ára
starf í Myllubakkaskóla flutti
hún sig í Njarðvíkurskóla og var
þar í 10 ár en fór þá í Heið-
arskóla, nýjan skóla og var þar
um nokkurra ár bil. Sigrún fór
svo aftur í Njarðvíkurskóla og
starfaði þar, þar til hún hætti
formlega störfum.
Þá hefur Sigrún vinkona mín
kvatt eftir margra ára baráttu
við krabbamein sem tókst að
sigra hana í fjórðu tilraun. Hún
barðist eins og hetja öll þessi ár
með léttleikann og lífsviljann að
vopni. Við Sigrún kynntumst
haustið 1966 þegar við hófum
nám í Kennaraskóla Íslands. Við
urðum ekki vinkonur strax en
eftir gönguferð niður Laugaveg-
inn í september það ár ófum við
okkar vináttuband sem aldrei
slitnaði þó það trosnaði um ára-
bil. Fyrir 12 árum ákváðum við
að laga vinabandið okkar og
bæta í það sterkum þráðum.
Samband okkar síðan þá hef-
ur styrkst með hverju árinu og
við urðum sömu trúnaðarvinkon-
urnar og áður.
Við vorum um margt ólíkar,
hún tveimur árum eldri en ég,
hávaxin, glæsileg og alltaf vel til-
höfð. Sannkölluð borgardama.
Svo átti hún lítinn dreng. Hún
var einkabarn foreldra sinna en
ég kom utan af landi til borg-
arinnar í fyrsta sinn, elst af sjö
systkinum og reynslulítil. Það
breytti þó engu. Áttum margar
ánægjustundir og gengum sam-
an í gegnum súrt og sætt í mörg
ár.
Við gerðum báðar kennara-
starfið að okkar ævistarfi og var
hún mjög farsæll kennari. Það
varð Sigrúnu mikið áfall þegar
hún greindist með krabbamein
öðru sinni tæplega 60 ára, hélt
að hún myndi aldrei framar
kenna og gerði starfslokasamn-
ing. Þegar hún náði heilsu á ný
fór hún aftur að kenna í afleys-
ingum meðan kraftar leyfðu.
Gafst aldrei upp.
Sigrún var mikil fjölskyldu-
manneskja, eignaðist þrjú börn
sem hún elskaði skilyrðislaust og
vildi allt fyrir þau gera. Barna-
börnin eru sjö og hvert og eitt
átti sér stað í hjarta hennar svo
og litlu langömmubörnin fjögur.
Var dugleg að prjóna á þau með-
an hún gat og passaði upp á að
þau skorti ekki neitt.
Í ágúst 2015 greindist Sigrún
með krabbamein í þriðja sinn.
Við tók erfið meðferð sem skerti
mjög krafta hennar en aldrei
kvartaði hún. Var alltaf með
bros á vör svo að það er ekki ör-
grannt um að margir hafi ekki
gert sér grein fyrir hversu veik
hún í rauninni var.
Við hjónin ætluðum að fara til
Kanarí með Sigrúnu og manni
hennar Úlfari í janúar 2017 en
þá hafði minn maður veikst af
sama sjúkdómi og hún svo við
gátum ekki farið. Studdi hún vel
við mig í lokabaráttu hans þó að
hún sjálf væri veik og hefði að
mér fannst nóg með sig. En
svona var Sigrún. Hugsaði um
aðra en gerði lítið úr sínu.
Þau fóru út og nutu ferðarinn-
ar en stuttu eftir heimkomuna
barði krabbinn aftur á dyr og
hún gerði sér grein fyrir að ekki
yrðu árin mörg í viðbót. Þvílíkt
æðruleysi sem hún bjó yfir og
tók bara hverjum degi eins og
hann kom.
Þau hjón voru höfðingjar
heim að sækja og dugleg að
bjóða fólki heim.
Átti Úlfar mikinn þátt í þeim
veislum og lagði gjörva hönd á
undirbúning og framkvæmd.
Úlfar gerði allt sem hann gat
til að hjálpa Sigrúnu í barátt-
unni, sem ekki var alltaf auðvelt.
Ég var glöð að geta aðeins létt
henni lífið og halda í höndina á
henni þegar hún kvaddi. Farin
er sterk kona og góð vinkona.
Kæra fjölskylda. Mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Megi ykk-
ur takast að vinna saman úr
þessum mikla missi. Sofðu rótt,
elsku Sigrún mín. Minning þín
lifir.
Þín vinkona,
Bergþóra.
Kveðja frá Njarðvíkurskóla
Okkur barst sú sorgarfrétt
núna undir lok skólaársins að
Sigrún Eyjólfsdóttir, fyrrum
kennari skólans, væri látin. Sig-
rún vann við kennslustörf mest
alla starfsævi sína, bæði hér í
Reykjanesbæ sem og í grunn-
skólum í Reykjavík.
Sigrún hóf störf við Njarðvík-
urskóla árið 1991 og starfaði við
skólann nær óslitið þar til hún
lét alveg af störfum vegna
heilsubrests árið 2012. Hún
færði sig um set tímabundið inn-
an skóla bæjarfélagsins þegar
hún réð sig til starfa við Heið-
arskóla þegar hann var stofn-
aður, henni fannst það áskorun
að taka þátt í að móta nýjan
skóla.
Á starfsferli sínum við skól-
ann tók hún að sér ýmis störf og
verkefni og vék sér ekki undan
ábyrgð ef til hennar var leitað.
Má þar nefna að hún var um
tíma trúnaðarmaður kennara
enda hafði hún mikla stéttarvit-
und og vildi virðingu kennara-
stéttarinnar sem mesta.
Sigrún var afar farsæll kenn-
ari og nálgaðist starf sitt af mik-
illi virðingu og lagði metnað í
kennslu sína og samskipti sín við
nemendur. Samskipti hennar við
samferðafólk og nemendur ein-
kenndust ávallt af virðingu og
hlýju. Hún var vandvirk í öllum
sínum vinnubrögðum og hafði
einstaklega fallega rithönd svo
eftir var tekið og lagði hún mik-
inn metnað í skriftarkennslu og
að frágangur á vinnu nemenda
væri til fyrirmyndar.
Sigrún bar hag skólans fyrir
brjósti alla tíð og var hér tíður
gestur eftir að hún lét af störfum
á meðan heilsa leyfði. Hún vildi
fylgjast með og fá fréttir úr
skólastarfinu.
Njarðvíkurskóli stendur í
þakkarskuld við Sigrúnu fyrir
farsæla og gefandi samleið og
vottar aðstandendum hennar
innilega samúð.
Ásgerður Þorgeirsdóttir,
skólastjóri Njarðvíkurskóla.
Sigrún Rut Eyjólfsdóttir
kennari er látin. Hún lést á
Sjúkrahúsinu í Keflavík þann 6.
júní sl.
Hún háði mjög erfiða og
harða baráttu við illvígan sjúk-
dóm, krabbamein.
Ég kynntist Sigrúnu fyrst
þegar við unnum bæði við Njarð-
víkurskóla.
Síðan þá hefur Sigrún verið
vinur minn alla tíð. Það var gott
að eiga hana að vini.
Hún var góður kennari, sam-
viskusöm og vandvirk í hvívetna,
lipur og sérlega ljúf í starfi.
Nemendum þótti vænt um hana.
Í bókinni „Kyrrðin talar“ eftir
Eckhart Tolle segir: „Við meg-
um aldrei gleyma því að við get-
um fundið tilgang í lífinu, jafnvel
þótt við séum í vonlausri aðstöðu
gagnvart örlögum sem ekki
verða umflúin.
Þá ríður á að bera vitni því
besta sem manninum einum er
gefið, þ.e. að geta snúið persónu-
legum harmleik í sigur, þreng-
ingum upp í mannleg afrek.“
Hann sagði einnig: „Með því að
taka þeirri áskorun að þjást með
reisn, hefur lífið tilgang til síð-
ustu stundar.“ Sigrún barðist
hetjulega við sinn sjúkdóm og
dáðist ég að dugnaði hennar.
Við eigum öll eftir okkar för
um dalinn dimma. Ef til vill er
vitundin um það eitt af því sem
gerir okkur mannleg. Við erum í
fylgd hins eilífa samtímamanns
allra manna á öllum tímum.
Ég geri mér grein fyrir þeirri
tilfinningu sem grípur hjartað er
sá tapast sem alls ekki má missa,
þegar sá hverfur sem gefið hefur
lífinu stóran hluta af tilgangi
sínum.
Ég votta fjölskyldu Sigrúnar
einlæga samúð mína, börnum
hennar og fjölskyldum þeirra og
alveg sérstaklega Úlfari Her-
mannssyni eiginmanni hennar.
Gylfi Guðmundsson.
Sigrún Rut
Eyjólfsdóttir
Einstakur dreng-
ur er okkur horfinn.
Baldvin var
traustur og góður
vinur. Við vorum skóla- og
bekkjarbræður á menntaskólaár-
um okkar á Akureyri og vinabönd
okkur héldust sterk þrátt fyrir að
leiðir okkar hafi alltof sjaldan leg-
ið saman eftir brautskráningu.
Hann hafði gott lag á því að
vingast við fólk og var smitandi
bros hans og hlátur þar sterkur
faktor. Baldvin kom til dyranna
eins og hann var klæddur og fljót-
lega eftir að við kynntumst fór
hann að leyfa sér að tala við mig
eins og rótgróinn vin. Það líkaði
mér og renndi þetta stoðum undir
vinskap okkur það sem eftir lifði.
Baldvin sýndi vinum sínum
áhuga og stuðning og hafði skoð-
anir á hegðun þeirra. Þó að grínið
hafi verið hans sýnilegasta ein-
kenni var ekki djúpt á velvild hans
og hjartahlýju. Hann var alltaf til
staðar fyrir vini sína og traustur
hlekkur í ólíkum vinakeðjum.
Mér er minnisstætt þegar
Baldvin tók mig ásamt einum eða
tveimur öðrum á eintal inni á bað-
herbergi í busapartíi í fjórða bekk
til að tilkynna okkur um veikindi
sín. Ég var sleginn en dáðist að því
að hann skyldi koma og skemmta
sér með okkur þrátt fyrir þessar
Baldvin Rúnarsson
✝ Baldvin Rún-arsson fæddist
15. janúar 1994.
Hann lést 31. maí
2019
Útför Baldvins
fór fram 12. júní
2019.
erfiðu fregnir sem
hann hafði fengið
mjög stuttu áður.
Þessi auðmýkt og
þrautseigja gagnvart
sjúkdómnum fylgdu
honum allt til loka.
Þegar ég kom heim
þetta kvöld réðst
hugsunin um veik-
indi Baldvins á huga
minn og ég gat ekki
haldið aftur af tárun-
um. Eftir helgina – þegar hann
frétti af grát mínum – sagði hann
mér að vorkunn væri ekki í boði.
Hann benti á að sumir fengju bara
erfiðari spil á hendi en aðrir og að
ég sjálfur vissi hvernig það væri.
Ég geymi margar góðar minn-
ingar um Baldvin sem ég rifja
ekki upp hér en varðveiti og nota
sem lífskraft. Baldvin var alúðleg-
ur og góður drengur sem ég mun
sakna alla tíð.
Engin orð milda sorg þá sem
læsir sér um fjölskyldu og vini nú.
En Baldvin er floginn í átt til sólar
með glampa í augum og þakklæti í
hjarta fyrir líf sitt. Og á fluginu er
honum litið niður á blíða sjávar-
sængina þar sem allar okkar
minningar með honum speglast
um tíma og eilífð. Þá er stutt í
freknótt brosið.
Guð blessi fjölskyldu Baldvins
og vini og veiti þeim styrk til að
halda lífinu áfram með bros á vör
þegar myrkasta hríðin er gengin
yfir. Því það er það sem Baldvin
vill.
Vertu sæll, minn kæri og
trausti vinur. Við hittumst að
nýju.
Bjartur Aðalbjörnsson.
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÍÐUR KARLSDÓTTIR,
Rúrí,
Mosabarði 8, Hafnarfirði,
lést sunnudaginn 9. júní.
Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
19. júní klukkan 13.
Árni Rosenkjær
Karl Rosenkjær Selma Guðnadóttir
Guðrún Hildur Rosenkjær Ásmundur Kristjánsson
Ágústa Ýr Rosenkjær Jóhann Viðarsson
Guðný Birna Rosenkjær Sigurjón Einarsson
ömmubörn og langömmubörn
Kær vinkona okkar og frænka,
SIGURLAUG MAGNÚSDÓTTIR,
Vesturbrún 17,
lést þriðjudaginn 21 maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
Margrét Ýr Valgarðsdóttir
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
HERDÍS MARÍA JÓHANNSDÓTTIR,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn
11. júní.
Guðný Harðardóttir Guðjón Ármann Jónsson
Guðrún Auður Harðardóttir
Erla Ruth Harðardóttir
barnabörn og langömmubörn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð,
hlýhug og falleg orð við andlát
MAGNÚSAR HELGA ÓLAFSSONAR,
Sóleyjarima 23, Reykjavík,
sem lést 20. maí.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
HERU heimahlynningar og Líknardeildarinnar fyrir nærgætni
og hlýja nánd.
Hildur Bergþórsdóttir
Ólafur Magnússon Sæbjörg Richardsdóttir
Lára Magnúsdóttir Tim Miller
Rúnar Þór Magnússon Gerda Klotz
Kristinn Þeyr Magnússon
og barnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
RAGNAR FRANZSON
fyrrverandi skipstjóri,
lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík
fimmtudaginn 6. júní. Útför hans verður
gerð frá Bústaðakirkju föstudaginn 21. júní klukkan 13.
Hannes Þ. Ragnarsson Ólöf Stefánsdóttir
Bergþór Ragnarsson Þórdís Friðfinnsdóttir
Eiríkur Ragnarsson Jakobína H. Gröndal
Rannveig S. Ragnarsdóttir Aðalsteinn Sverrisson
Helga M. Ragnarsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabörn
og aðrir aðstandendur
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar