Morgunblaðið - 14.06.2019, Qupperneq 30
30 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019
75 ára Monika er fædd
í Langewiesen í Thür-
ingen í Þýskalandi. Hún
stundaði tónlistarnám í
Essen og varð síðan
hörpuleikari með sin-
fóníuhljómsveitinni í
Koblenz. Hún flutti til
Íslands 1976 og starfaði með Sinfóníu-
hljómsveit Íslands til 2012. Hún gaf út
einn hljómdisk með hugleiðslutónlist og
tvo með Páli Óskari Hjálmtýssyni auk
fjölda diska með SÍ.
Dóttir: Anna Gyða Pétursdóttir, f. 1982.
Barnabörn: Ari Fritz og Jökull Nói.
Foreldrar: Fritz Abendroth, f. 1908, d.
2001, kennari, og Annelise Abendroth, f.
1913, d. 1997, kennari. Þau voru búsett í
Essen og München.
Monika
Abendroth
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þér hefur gengið vel í öllum fram-
kvæmdum undanfarið og engin fyr-
irsjáanleg hindrun í vegi. Þér verður fyr-
irvaralaust kippt í frí, njóttu þess.
20. apríl - 20. maí
Naut Ef eitthvað hvílir þungt á þér þá er
gott að leita uppi aðra sem hafa lent í ein-
hverju svipuðu. Settu punktinn yfir i-ið í
sambandi sem gerir þér ekki gott.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu ekki tilfinningarnar byrgja
þér sýn í ágreiningi þínum við aðra. Þú
færð hugmyndir á færibandi og ættir að
skrifa þær niður.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Freistingarnar eru margar en þú
sýnir kjark með því að vísa þeim á bug.
Gömul íþróttameiðsl skjóta upp kollinum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Hugsaðu þig vandlega um áður en þú
segir af eða á um tilboð sem þér berst. Þú
færð góðar fréttir af vini eða ættingja.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Gefstu ekki upp þótt í móti blási.
Þér verður hælt á hvert reipi og þú átt það
svo sannarlega skilið. Sumrinu eyðir þú
líklega á landinu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þetta er kjörinn dagur til framtíð-
aráforma. Þú hefur setið með sveittan
skallann við skipulagningu og nú er komið
að því að hætta því.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þótt þú sinnir mikilvægu
ábyrgðarstarfi er óþarfi að taka sjálfa/n
sig of hátíðlega. Rómantíkin svífur yfir
vötnum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þetta er góður tími til að end-
urskoða líf þitt og samband þitt við þína
nánustu. Líttu í kringum þig og skoðaðu
þá hluti sem þú hefur talið sjálfsagða til
þessa og lærðu að meta þá.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það væri indælt ef sambönd
væru nákvæmlega eins og mann dreymir
um. Leyfðu þér að slaka á og sletta úr
klaufunum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú þarft svo sannarlega á auk-
inni einveru að halda til að hvíla sig og ná
áttum. Þú ættir að sinna áhugamáli þínu
betur.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Einhver í fortíð þinni hefur enn
mikil áhrif á þig. Gættu þess að fara ekki
yfir strikið og eyða of miklu.
gerður Gísladóttir, f. 28.9. 1952, d.
1.2. 2007, þjóðháttafræðingur og
sviðsstjóri á Þjóðminjasafni Íslands.
Börn Árna og Hallgerðar: 1) Sig-
ríður Árnadóttir, f. 27.7. 1975, d. 1.12.
1998; 2) Guðlaugur Jón Árnason, f.
19.4. 1979, forstöðumaður á frí-
að bögglast við að semja lög og texta
en veit ekki hvað úr því verður.“
Fjölskylda
Maki Árna er Hrund Ólafsdóttir, f.
17.1. 1959, bókmenntafræðingur og
leikskáld. Fyrri maki Árna var Hall-
Á
rni Hjartarson fæddist
14. júní 1949 á Hótel
KEA á Akureyri og er
alinn upp á Tjörn í
Svarfaðardal. Þar er
hann með lögheimili en á annað
heimili í Reykjavík.
Árni gekk í Húsabakkaskóla og
Gagnfræðaskóla Dalvíkur, varð
stúdent frá MA, eðlisfræðideild,
1969, lauk BS-prófi í jarðfræði frá
HÍ 1973, MS-prófi í vatnajarðfræði
frá HÍ 1994 og doktorsprófi frá
Kaupmannahafnarháskóla 2004 í
jarðlagafræði og jarðsögu.
Hann starfaði lengi fyrir Orku-
stofnun og síðan Íslenskar orkurann-
sóknir. Þar hefur hann unnið að
kortagerð, hafsbotnsjarðfræði og
rannsóknum á jarðhita og grunn-
vatni bæði hérlendis og erlendis.
Hann sinnti um árabil kennslu við
Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna.
Hann hefur skrifað nokkrar bækur
og fjölda greina um jarðfræði og
tengd efni í íslensk og erlend tímarit
og er höfundur að allmörgum
jarðfræðikortum.
Árni hefur verið virkur í hags-
munasamtökum náttúrufræðinga og
var formaður Félags íslenskra nátt-
úrufræðinga (FÍN) 1991-1995 og síð-
ar formaður Hins íslenska nátt-
úrufræðifélags (HÍN) 2010-2018.
Hann er baráttumaður í Samtökum
hernaðarandstæðinga og var for-
maður miðnefndar SHA 1982-1985
og sat einnig í stjórn Hagþenkis
1997-2000.
Árni hefur lengi starfað með Leik-
félaginu Hugleik, mest í tengslum
við leikritaskrif, textagerð og tónlist.
Nokkur leikrit eftir hann hafa verið
sett á svið, bæði innan Hugleiks og
utan. Árið 2006 gaf hann út hljóm-
diskinn Villifé með með lögum og
textum sem flest eru úr leikritum.
Lög eftir hann hafa komið út víðar
bæði á hljóm- og mynddiskum. Hann
er einnig virkur félagi í Gangna-
mannafélagi Sveinsstaðaafréttar og
hefur stundað smalamennsku, ljóða-
gerð og sönglist á þeim vettvangi.
„Ég sinni enn þá jarðfræðikorta-
gerð og skrifa fræðigreinar; starfið
og tómstundirnar eru í einum graut
og greinast illa að. Ég er síðan aðeins
stundaheimilum Reykjavíkurborgar,
bús. á Seltjarnarnesi. Maki: Karen
Inga Einarsdóttir, viðskiptafræð-
ingur og flugfreyja. Barnabörn: Eld-
járn Steinn, f. 2014, og Elín Sigríður,
f. 1918; 3) Eldjárn Árnason, f. 28.10.
1983, lögmaður, bús. í Hafnarfirði.
Árni Hjartarson jarðfræðingur (PhD) – 70 ára
Á Hótel KEA Árni staddur á fæðingarstað sínum ásamt Sigríði Hafstað,
móður sinni, og sonum sínum, Eldjárni og Guðlaugi Jóni.
Náttúrugrúskari eins og allir frá Tjörn
Í réttum Árni og Hrund í Tungurétt í Svarfardal, en þær eru fastur liður með Gangnamannafélaginu.
Jarðfræðingur Árni sinnir jarð-
fræðikortagerð og greinaskrifum.
50 ára Oddur er úr
Breiðholtinu en býr í
Hafnarfirði. Hann er
margmiðlunarfræð-
ingur frá Tækniskól-
anum og er verk-
efnastjóri tölvumála
hjá Landsbjörgu.
Maki: Sigurbjörg Fjölnisdóttir, f. 1975,
sálfræðingur og vinnur hjá Mosfellsbæ.
Börn: Hrafnhildur Lára Hafþórsdóttir, f.
1992, Steinunn Lóa Hafþórsdóttir, f.
1996, og Dagur Már Oddsson, f. 2003.
Foreldrar: Kristinn Oddsson, f. 1933, d.
2011, bifreiðarstjóri og starfsmaður
Málningarverksmiðjunnar Hörpu, og
Hansína Bjarnadóttir, f. 1948, fyrrv. ræst-
ingastjóri á Borgarspítalanum. Hún er
búsett í Reykjavík.
Oddur Einar
Kristinsson
Til hamingju með daginn
Þau mistök voru gerð í blaðinu í
gær í dálkinum Til hamingju með
daginn um Guðmund Bjarnar Sig-
urðsson að mynd birtist af öðrum
Guðmundi Sigurðssyni. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.
Rétt mynd er hér til hliðar.
Leiðrétting