Morgunblaðið - 14.06.2019, Síða 34

Morgunblaðið - 14.06.2019, Síða 34
1. DEILD Kristján Jónsson kris@mbl.is Úrslitin í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi voru þess eðlis að nánast var eins og stigataflan hefði verið pressuð saman í bílapressu. Einungis þremur stigum munar á efsta sætinu og því sjöunda eftir sjö umferðir. Fimm leikir fóru fram í sjöundu um- ferðinni og fjórir þeirra unnust á úti- velli. Leiknir R. og Þór munu ljúka umferðinni á morgun. Þá geta Þórs- arar náð toppsætinu. Víkingur Ólafsvík fór upp að hlið Fjölnis á toppi deildarinnar með 3:1 sigri þegar liðin mættust í Graf- arvogi. Ólsarar eiga leik til góða og hafa spilað sex leiki en þeir taka á móti Keflvíkingum í þjóðhátíðarleik í Ólafsvík á mánudaginn. Sigurmark í uppbótartíma Grótta fór upp að hlið Fram með 11 stig en þessi lið eru í 4. og 5. sæti. Grótta hafði betur gegn Fram 3:2 eft- ir að hafa lent 2:1 undir í sveiflu- kenndum leik. Pétur Theódór Árna- son og Axel Freyr Harðarson tryggðu Gróttu sigur með mörkum á 84. mínútu og í uppbótartíma. Nýlið- arnir af Seltjarnarnesi spjara sig vel í deildinni sem af er og hafa aðeins tap- að tveimur leikjum af fyrstu sjö. Þróttarar létu vita af sér með 3:1 sigri í Keflavík þrátt fyrir að Keflvík- ingar kæmust yfir snemma leiks. Þróttur er nú með 50% árangur og tíu stig. Keflvíkingar eru einnig með 10 stig en eiga leik til góða. Galopin deild sem stendur Ekki varð einungis samþjöppun í efri hluta deildarinnar því bæði Magni og Haukar náðu í sína fyrstu sigra í deildinni í sumar. Gunnar Örvar Stefánsson stal sen- unni og skoraði öll mörk Magna í 3:2 sigri gegn Njarðvík, spútníkliði bik- arkeppninnar. Magni er nú með 5 stig og er stigi á eftir Aftureldingu og Haukum sem mættust í Mosfellsbæ. Haukar sigr- uðu 2:1 og komust í 2:0 í fyrri hálfleik. Njarðvíkingar eru rétt fyrir ofan með sín 7 stig. Ef eitthvað er að marka stöðuna eins og hún er núna þá gæti verið gífurlega spennandi sumar fram undan í 1. deildinni. Ekkert lið hefur slitið sig frá í efsta sæti og ekkert lið er í áberandi mestum vandræðum á botninum. Framhaldið ætti því að vera mjög forvitnilegt og getumun- urinn á liðunum virðist ekki mikill. Fjórir útisigrar í 1. deildinni  Deildin þjappaðist verulega saman  Fyrstu sigrarnir hjá Magna og Haukum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í Grafarvogi Albert Ingason skoraði fyrir Fjölni en það dugði skammt. 34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019 Inkasso-deild karla Magni – Njarðvík..................................... 3:2 Gunnar Örvar Stefánsson 45. (víti), 50., 69. – Andri Fannar Freysson 37. (víti), Andri Gíslason 75. Fjölnir – Víkingur Ó................................ 1:3 Albert Ingason 51. (víti). – Sallieu Tarawal- lie 14., Martin Kuittinen 34., Ívar Örn Árnason 76. Fram – Grótta .......................................... 2:3 Fred Saraiva 32., 35. – Sölvi Björnsson 4., Pétur Theódór Árnason 84., Axel Freyr Harðarson 90. Keflavík – Þróttur R ............................... 1:3 Adam Ægir Pálsson 6. – Daði Bergsson 53., Rafael Victor 58., Aron Þórður Albertsson 63. Afturelding – Haukar ............................. 1:2 Djorde Panic 70. – Þórður Jón Jóhannes- son 4., Arnar Aðalgeirsson 37. Staðan: Víkingur Ó. 6 4 1 1 9:4 13 Fjölnir 7 4 1 2 13:9 13 Þór 6 4 0 2 12:6 12 Fram 7 3 2 2 12:10 11 Grótta 7 3 2 2 12:12 11 Keflavík 6 3 1 2 12:7 10 Þróttur R. 7 3 1 3 15:12 10 Leiknir R. 6 3 0 3 11:10 9 Njarðvík 7 2 1 4 7:10 7 Haukar 7 1 3 3 7:12 6 Afturelding 7 2 0 5 10:18 6 Magni 7 1 2 4 9:19 5 HM kvenna í Frakklandi B-RIÐILL: Suður-Afríka – Kína................................ 0:1 Li Ying 40. Staðan: Þýskaland 2 2 0 0 2:0 6 Spánn 2 1 0 1 3:2 3 Kína 2 1 0 1 1:1 3 Suður-Afríka 2 0 0 2 1:4 0  Í lokaumferðinni leikur Þýskaland við Suður-Afríku og Spánn við Kína. C-RIÐILL: Ástralía – Brasilía ................................... 3:2 Caitlin Foord 45., Chloe Logarzo 58., sjálfs- mark 66. – Marta 27.(víti), Cristinae 38. Staðan: Brasilía 2 1 0 1 5:3 3 Ítalía 1 1 0 0 2:1 3 Ástralía 2 1 0 1 4:4 3 Jamaíka 1 0 0 1 0:3 0  Ítalía og Jamaíka mætast í dag. Vináttulandsleikur kvenna Finnland – Ísland ..................................... 0:0 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Kaplakriki: FH – Stjarnan .................. 19.15 Würth-völlur: Fylkir – Breiðablik ...... 19.15 Víkingsvöllur: Víkingur R. – HK ........ 19.15 3. deild karla: Borgarnes: Skallagrímur – KV................ 20 Bessastaðav.: Álftanes – Vængir J .......... 20 Í KVÖLD! Guðmundur Ágúst Kristjánsson heldur áfram að spila vel í Nordic- mótaröðinni og lék fyrsta hringinn í Österlens í Svíþjóð í gær á 67 höggum. Er hann á fjórum undir pari vallarins en skorið á fyrsta hring var reyndar mjög gott og er Guðmundur aðeins í 6. - 12. sæti á þessu skori. Andri Þór Björnsson og Har- aldur Franklín Magnús voru báðir á 69 höggum í 17. - 17. sæti. Axel Bóasson sem vann í þessari móta- röð fyrir tveimur árum var á 73 höggum í gær. kris@mbl.is Guðmundur á 67 höggum í Svíþjóð Ljósmynd/GSÍ Heitur Guðmundur Ágúst hefur leikið afar vel á árinu. St. Louis Blues varð NHL-meistari í íshokkí í fyrsta skipti í sögu félags- ins aðfaranótt fimmtudagsins og gífurleg fagnaðarlæti brutust út í borginni. Eftir 52 ár í deildinni tókst liðinu að landa hinum sögu- fræga Stanley-bikar eftir úrslita- rimmu gegn Boston Bruins. Oddaleik þurfti til að knýja fram úrslit og fór hann fram á heimavelli Boston. St. Louis vann oddaleikinn 4:1 og rimmuna 4:3. Boston vann tvo leiki í rimmunni mjög stórt, 7:2 og 5:1, en það sló leikmenn St. Lou- is ekki út af laginu. Nýtt nafn letrað á Stanley-bikarinn AFP Fyrirliðinn Alex Pietrangelo með Stanley-bikarinn á lofti. Bandaríkjamaðurinn Rickie Fowler byrjaði mjög vel á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gær. Fow- ler er einn sterkasti kylfingurinn sem ekki hefur náð að sigra á risa- móti en virðist líklegur til að blanda sér í baráttuna á Pebble Beach um helgina. Fowler var einn þriggja sem höfðu skilað inn besta skorinu þegar blaðið fór í prentun í gær- kvöldi en hann lék á 66 höggum eins og Xander Schauffele og Louis Oosthuizen. Schauffele hefur leikið vel á risamótunum á síðustu miss- erum en hefur heldur ekki sigrað á einu slíku. Ooshuizen sigraði á Opna breska meistaramótinu árið 2010. Meistari síðustu tveggja ára, Bro- oks Koepka, byrjaði með látum í gær og var á þremur undir eftir fyrstu átta holurnar. Tiger Woods var á höggi undir pari eftir sjö hol- ur en hann sigraði á Opna banda- ríska á þessum velli árið 2000. Rory McIlroy skilaði inn skori upp á 68 högg en par vallarins er 71 högg. kris@mbl.is AFP 66 Rickie Fowler á 18. teignum á Pebble Beach í Kaliforníu í gær. Þrír kylfingar höfðu spilað á 66 höggum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.