Morgunblaðið - 14.06.2019, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 14.06.2019, Qupperneq 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2019 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Vegna þess að þetta er fimmta og síðasta bókin ákvað ég að byrja bara með látum,“ segir rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson um hraðan og viðburðaríkan söguþráð nýútgef- innar bókar sinnar Óvænt endalok. „Venjulega hafa ævintýri Ævars byrjað frekar rólega en ég hugsaði með mér að byrja bara með látum og skrifaði hana þannig að mig langaði að toppa hvern kafla alveg til enda,“ segir Ævar en hann bendir á að það hafi verið auðvelt að leyfa sögunni að fara hratt af stað vegna þess að bókin kemur í kjölfar fjögurra annarra. Söguþráður þeirra er kynntur stutt- lega í upphafi Óvæntra endaloka. „Í einhverjum tilfellum er ég að vinna með persónur sem við höfum hitt áður og því gat ég eytt minni tíma í að kynna þær til sögunnar. Eins og ég hef sagt þegar ég hef farið í skóla að lesa þá er þetta svolítið eins og Marvel gerir myndirnar sínar, hver og einn fær sína mynd fyrst en svo hittast allir í Avengers og þá get- ur ballið byrjað um leið.“ Bókin er sum sé sú síðasta í bóka- flokki Ævars sem ber yfirskriftina „Bernskubrek Ævars vísinda- manns“. Þar gengur hinn ungi Ævar inn í unglingsárin og þar með er bernskubrekunum lokið. Ævar hefur síðustu fimm ár haldið lestrarátök fyrir ungmenni og eru nokkur þeirra sem taka þátt dregin út á hverju ári og fá að vera persónur í bókum Ævars. Þetta árið voru það sex stelpur og eitt par af foreldrum. Stúlkurnar í bókinni eru allar með sterk persónueinkenni og eru mjög ólíkar. Ævar segir að hann hafi skap- að þær á þann hátt af ásettu ráði. „Þetta er í fyrsta skipti sem það gerist að eru allir krakkarnir sem dregnir eru út eru af sama kyninu. Það er algerlega Guðna forseta og Lilju mennta- og menningarmála- ráðherra að þakka, þau sáu um að draga úr lestrarátakspottinum. Ég vildi auðvitað skilja persón- urnar að svo þær rynnu ekki allar saman í einn og sama karakterinn og að sama skapi vildi ég gefa þeim kosti og galla eftir því hvernig þær nýtast best inn í söguna.“ Bók sem stendur undir nafni Eins og alþjóð veit er erfitt að segja eitthvað um endalok bókar án þess að spilla henni algjörlega. Þó má segja að endalokin séu heldur betur óvenjuleg. „Ef þú ætlar að kalla bók Óvænt endalok er eins gott að hún standi undir nafni. Ég gerði mitt besta til þess og tel mig hafa náð því. Enda- lokin eru meira að segja svo óvænt að prentsmiðjan hafði samband við For- lagið og spurði hvort þetta ætti að vera svona,“ segir Ævar. Útgáfa Óvæntra endaloka markar tvenn tímamót í lífi Ævars en með henni lokar hann bæði bókaflokknum um bernskubrekin og lestrarátök- unum sem hann hefur staðið fyrir síðastliðin fimm ár. Aldrei hafa fleiri bækur verið lesnar í lestrarátaki hans en í ár voru þær tæplega hundr- að þúsund. Alls hafa íslenskir krakk- ar lesið hátt í 330 þúsund bækur á þessum fimm árum. Ævar er þó hvergi nærri hættur að hvetja til lest- urs og uppörvar lesendur til að halda sín eigin lestrarátök í hálfgerðum eftirmála Óvæntra endaloka. „Lestrarátak þarf ekki að vera yf- irlýst á landsvísu með plakati í hverj- um skóla. Allir geta haldið sitt eigið lestrarátak. Það eina sem þú þarft að gera er að setja þér markmið, eins og til dæmis að í sumar ætlir þú að reyna að lesa þrjár bækur. Ef það tekst ekki þá er það allt í lagi en reyndu og fáðu foreldrana með, þau eru langmikilvægustu fyrirmynd- irnar þegar kemur að lestri,“ segir Ævar sem bendir börnum gjarnan á að sumarið sé einmitt tíminn til að lesa þar sem þá geti þau lesið hvað sem þau vilji. Mikil gróska sé í bók- um fyrir ungmenni þessa dagana og eiginlega sannkallað vorbókaflóð barnabóka. Fimm bækur og tvö leikrit Þrjár bækur eru nú þegar komnar út eftir Ævar þetta árið og tvær til viðbótar eru væntanlegar. Leikritið hans, Þitt eigið leikrit – Goðsaga, sem tilnefnt var til tvennra Grímu- verðlauna, er nýhætt í sýningum en annað leikrit, Þitt eigið leikrit 2 – Tímaferðalag, er væntanlegt á fjalir Þjóðleikhússins um miðjan næsta vetur. „Í ágúst kemur út bókin Stór- hættulega stafrófið sem er fyndin, skrýtin og auðvitað stórhættuleg stafrófsbók fyrir þá sem eru að byrja að læra stafina. Þetta er hugmynd sem ég er búinn að vera með í mag- anum í tíu ár og fann loks fullkominn teiknara í verkefnið, hana Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Í nóvember kemur svo út sjötta „Þín eigin-“ bókin, Þinn eigin tölvu- leikur. Það er mikil eftirvænting eftir þeirri bók og þegar ég hef sagt frá henni þá rignir yfir mig spurningum um það hvort hinn og þessi leikur sé ekki þarna. Þannig að sumarið hjá mér fer svolítið í að stúdera hvernig Fortnite og Minecraft virka því ég er rosalega mikið bara Mario Bros og Pacman.“ Tilbúinn að byrja að hjóla Hvað leikritið varðar þá segir Æv- ar að nýja sýningin verði allt öðruvísi en sú fyrri. „Við lærðum mikið á þessu fyrsta ferli og vorum svolítið að finna upp hjólið. Nú getum við byrjað að hjóla. Tímaferðalagið verður lengra, stærra og ennþá skemmti- legra.“ Sköpunarkraftur Ævars er því augljóslega mikill og hann samsinnir því að barnið í honum sé sprelllifandi. „Ég myndi hvergi annars staðar vilja vera heldur en hér að búa til efni fyr- ir ungt fólk.“ Barnið er farið að smita út frá sér en tveir strákar í Melaskóla báðu Ævar um leyfi á dögunum til þess að fá að skapa „Þinn eigin tölvuleik“ á tölvuleikjaformi. „Ég sagði að sjálf- sögðu að það væri í lagi svo lengi sem ég fengi að prófa. Ég bíð spenntur eftir því að þessir ungu forritarar búi til Þinn eigin tölvuleik,“ segir Ævar. Einnig var „Þitt eigið-“ form Æv- ars, sem gengur út á það að lesand- inn ræður ferðinni á ákveðinn hátt, notað til kennslu í Hlíðaskóla í skap- andi skrifum og upplestri. Þar fengu ungir höfundar allir sömu sögubyrj- unina en tóku svo við keflinu og sömdu sínar eigin sögur, hver ann- arri skemmtilegri, að sögn Ævars. ,,Möguleikarnir fyrir þetta form eru margir og það er æðislegt að kenn- arar séu svona sniðugir að nota það.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Afkastamikill Ævar með nýjustu bók sína, Óvænt endalok, sem hann segir bæði hraða og viðburðaríka. „Avengers“ bernskubreka Ævars  Fimmta og síðasta bókin í seríu bernskubreka Ævars komin út  Síðasta lestrarátakinu lauk með tæplega 100.000 lesnum bókum  Tvær bækur í smíðum og leikrit á leið á fjalir Þjóðleikhússins Helstu skáld breskra samtímabók- mennta, hin ensku Lavinia Greenlaw og Simon Armitage og Írinn Paul Muldoon, sækja Ísland heim í næstu viku, 21. og 22. júní, og taka þátt í tveimur viðburðum í Reykjavík en Armitage er nýskipað lárviðarskáld Bretlands. Reykjavík bókmennta- borg UNESCO, Háskóli Íslands/ Bókmennta- og listfræðastofnun og bókaútgáfan Dimma standa að dag- skránni en aðalskipuleggjendur eru Ástráður Eysteinsson prófessor og rithöfundurinn Sjón. „Í þessari heimsókn er lögð áhersla á tengsl Bretlandseyja og Ís- lands, og þá einkum á Ísland og norðrið sem viðfangsefni og áfanga- stað Bretlandseyjaskálda, bæði val- inkunnra skálda á fyrri tíð s.s. Willi- am Morris, W.H. Auden, Louis MacNeice og Seamus Heaney og gestanna þriggja sem eru með þekktustu ljóðskáldum samtímans á Bretlandseyjum og er þeim boðið til landsins af þessu tilefni,“ segir í til- kynningu og að skáldin þrjú séu einnig kennarar í ritlist við virta há- skóla. Á föstudaginn kl. 16 verður haldið málþing í Veröld þar sem tengsl Bretlandseyja og Íslands í gegnum skáldskap verða rædd og ferðir Bret- landseyjaskálda norður á bóginn fyrr og síðar. Sveinn Yngvi Egilsson ræð- ir við Armitage um ljóð hans og Ís- landstengsl Audens og MacNeice og skáldskap sem af þeim tengslum spratt; Kristín Svava Tómasdóttir ræðir við Greenlaw um ljóðlist henn- ar og um tengsl Williams Morris við Ísland og Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson ræðir við Muldoon um norð- ursýn hans og landa hans Seamus Heaney. Á laugardag kl. 15 verður upplestur og spjall í Norræna húsinu í tilefni útgáfu ljóðakversins Bréf til Íslands / Letters to Iceland sem Dimma gefur út í tilefni komu skáld- anna hingað. Ljóðabækurnar eru tví- mála og er hver bók tileinkuð einu skáldi. Skáldin og íslenskir þýðendur þeirra munu ræða saman um ljóðin og lesa upp. Sjón stýrir viðburðinum. Lárviðarskáld Breta sækir Ísland heim AFP Heiður Armitage með Elísabetu II. Englandsdrottningu sem sæmdi hann nafnbót lárviðarskálds í maí. Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Gerið verðsamanburð Verð 6.990 Verð 6.990 Verð 5.990 Kjólar Jakki Jakki Stútfull búð af Nýjum vörum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.