Morgunblaðið - 11.07.2019, Side 1

Morgunblaðið - 11.07.2019, Side 1
F I M M T U D A G U R 1 1. J Ú L Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  161. tölublað  107. árgangur  JOHN GRANT Í FRÍKIRKJUNNI Á AIRWAVES UPPLIFÐI MARTRAÐIR SETJA STEFNUNA AFTUR TIL TUNGLSINS HÁLF ÖLD FRÁ ÞYRLUSLYSI 18-19 GEIMFERÐIR 28-29TVENNIR TÓNLEIKAR 64 Láttu lífið leika við þig í sófa frá Vogue fyrir heimilið. Komdu og skoðaðu, mikið úrval. Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri NOMA 3 SÆTA Höskuldur Daði Magnússon Jón Birgir Eiríksson Aukið aðgengi að sterum fyrir til- stuðlan internetsins og staðalmynd- ir um hinn fullkomna líkama eiga stóran þátt í aukinni steranotkun hér á landi að því er fram kemur í máli Birgis Sverrissonar, fram- kvæmdastjóra Lyfjaeftirlits Ís- lands, en eðli notkunar á sterum hér á landi hefur einnig breyst að hans sögn. Einfalt er að verða sér úti um stera á internetinu og aðeins er lagt hald á brotabrot af þeim sterum sem til Íslands koma. Birgir segir að steranotkun hér á landi sé nú síður sjáanleg. Stærstur hluti steraneytenda sækist nú eftir öðru útliti og stera sé nú frekar neytt í töfluformi. Síðustu ár hefur hald verið lagt á tugi þúsunda slíkra taflna. „Það er erfitt að verða ekki fyrir áhrifum af þessum stanslausu líkamssýningum á netinu sem segja: „Þú átt að líta svona út“,“ segir hann. Þörf á nýjum aðferðum Greitt aðgengi er að ólöglegum fæðubótarefnum og lyfjum á vefsíð- um og á Facebook og hefur illa gengið að hafa uppi á söluaðilum til að stöðva slík viðskipti. Dæmi eru um að söluaðilar hafi stundað við- skipti sín árum saman, án afskipta. Melatónín er auglýst í miklum mæli á vefnum, en efnið er skil- greint sem ólöglegt fæðubótarefni hér á landi. Í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn Morgunblaðsins um þessi mál kemur fram að innflutn- ingur á efninu hafi aukist mjög frá þeim löndum þar sem það er skil- greint sem fæðubótarefni. Zulema Sullca Porta, fagsviðsstjóri hjá Mat- vælastofnun, segir að erfitt sé að eiga við dreifingu ólöglegra efna gegnum Facebook-síður. Hún segir að skoða þurfi aðrar aðferðir til að sporna við þróuninni. »6 og 34 Aukið aðgengi með netinu  Netið greið leið fyrir ólögleg lyf og fæðubótarefni  Erfitt að sporna við sölunni  Steranotkun hefur aukist og breyst  Notkunin sést síður á útliti steraneytenda Ólögleg efni » Aukið aðgengi að sterum á netinu hefur sitt að segja um aukna notkun á Íslandi. » Fleiri neyta stera í töflu- formi en áður. » Ýmis ólögleg lyf og fæðu- bótarefni fást keypt á vefsíð- um og á Facebook. » Innflutningur á melatóníni hefur aukist til muna.  Tómas Már Sigurðsson, að- stoðarforstjóri Alcoa, hefur sagt starfi sínu lausu og mun hverfa frá félaginu í árs- lok. Þetta hefur verið tilkynnt til Kauphallarinnar í New York. Tómas Már hefur frá árinu 2004 komið að uppbygg- ingarverkefnum og endur- skipulagningu á vettvangi fyrir- tækisins hér heima og erlendis. Undir árslok í fyrra tók hann við starfi aðstoðarforstjóra en hjá fyrirtækinu starfa í dag um 16 þús- und manns í öllum heimsálfum. Í samtali við Morgunblaðið segir Tómas Már að framhaldið sé sem stendur óráðið. »2 Tómas Már lætur af störfum hjá Alcoa Tómas Már Sigurðsson Rannsókn yfirvalda í Lúxemborg á stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings banka í tengslum við Lindsor-málið svokallaða er að ljúka. Rannsóknargögn verða send til ríkis- saksóknara í Lúxemborg bráðlega sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verður gefin út. Yfirvöld í Lúxem- borg komu til landsins árið 2016 til að yfirheyra Íslendinga í tengslum við málið en það hefur verið til rann- sóknar síðan 2009. Um er að ræða rannsókn á 171 milljónar evra lánveitingu Kaupþings til aflandsfélagsins Lindsor Holding, sem notuð var til að kaupa skuldabréf í bankanum sjálfum. Seljandinn var Kaupþing í Lúxemborg en þann sama dag keypti bankinn skuldabréf af fjórum starfsmönnum bankans. Starfsmenn og stjórnendur bankans eru einnig grunaðir um skjalafals þar sem skjöl tengd lánveitingunni og kaupunum voru undirrituð mánuðum seinna. »10 Morgunblaðið/Ómar Kaupþing Rannsókn á Lindsor- málinu hefur staðið yfir í áratug. Rannsókn að ljúka „Vegghleðsla er eins og að raða saman bitum í púsluspili. Steinarnir þurfa að vera af réttri stærð og lögun og þá þarf stundum að meitla til svo allt smelli saman. Þetta er afar skemmtileg þolinmæðisvinna,“ segir Eiríkur Arnar Magn- ússon á Akureyri. Eiríkur, sem starfrækir Garð- yrkjuþjónustu Akureyrar, var í vikunni að hlaða grjótvegg við húsið Aðalstræti 32 í Innbænum á Akureyri. Á þeim slóðum eru meðal annars nokkur lágreist timburhús byggð á 19. öldinni sem mörg hafa verið endurbyggð af mikilli smekkvísi og listfengi. Í umhverfi þeirra hæfa grjóthleðslur vel, enda eru þær við nokkur húsanna og vekja eftirtekt þeirra sem leið eiga um. Er Innbærinn raunar mjög fjölfarinn meðal annars af ferðafólki því á þessum slóðum má í skjótri svipan bregða sér inn í leikmynd veraldar sem var. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Hleður grjótvegg í Innbænum á Akureyri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.