Morgunblaðið - 11.07.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
g
y
StrandbærinnAlbiráCostaBlanca
Albir Playa Hotel & Spa
aaaa
Frá kr.
95.94527. ágúst í 7 nætur
Frá kr.
159.99530. júlí í 14 nætur
Frá kr.
118.395
Frá kr.
202.145
Á sérstöku tilboðsverði á öllum brottförum í ágúst
„Það er ekki hægt að byrja á betri
stað en eftir þetta ótrúlega tímabil
sem var að ljúka í vor og það er víst
að spennan hefur sjaldan verið
meiri,“ segir Tómas Þór Þórðarson,
ritstjóri Enska boltans hjá Sjónvarpi
Símans, en innan við mánuður er þar
til flautað verður til leiks hjá Liver-
pool og Norwich í upphafsleik ensku
úrvalsdeildarinnar.
Tómas Þór segir vinsældir ensku
deildakeppninnar eiga sér langa sögu
hér á landi. „Í gamla daga þurftu
menn að hlusta á þetta í útvarpi í
gegnum BBC, og hafa jafnvel heyrst
sögur af mönnum austur á fjörðum
sem hafi setið á þakinu til þess að
geta hlustað á leik með Derby
County í útvarpinu,“ segir Tómas.
Það ætti þó enginn að þurfa að standa
í slíkum loftfimleikum í vetur, en
fljótlega verður hægt að kaupa
áskrift að Enska boltanum á 4.500
krónur. Þá verður einnig innifalin í
Sjónvarpi Símans Premium-áskrift,
en nú þegar eru um 40.000 heimili
með slíka áskrift.
Síminn og mbl.is munu jafnframt
verða í samstarfi með umfjöllun á
netinu, og verður þar „heimavöllur
enska boltans“ eins og Tómas Þór
orðar það. „Þar sem Síminn er ekki
með fréttaþjónustu þurftum við að
finna okkur samstarfsaðila og þá er
best að fara bara beint í stærsta vef
landsins.“ Öll mörk, hápunktar, vafa-
atriði og fleira sem tengist umfjöllun
Símans um boltann mun því verða að-
gengilegt á mbl.is í vetur.
Einvala lið í útskýringum
Tómas Þór verður ekki einn um
hituna í vetur, heldur verða honum til
aðstoðar þau Bjarni Þór Viðarsson,
Eiður Smári Guðjohnsen, Margrét
Lára Viðarsdóttir, Logi Bergmann
Eiðsson og Elísabet Gunnarsdóttir.
Tómas segir sérstaklega ánægjulegt
að bjóða Eið Smára til starfa, en hann
hefur getið sér gott orð á erlendri
grundu fyrir útskýringar sínar á fót-
boltaleikjum. Meðal annars hafi
BTSport, sem sýndi frá úrslitaleik
Chelsea og Arsenal í Europa League
í Bretlandi í vor, leitað til Eiðs. „Það
sýnir að hann er eftirsóttur og það er
því ómetanlegt fyrir okkur að fá hann
með okkur í þetta verkefni.“
– En hverjir verða meistarar?
„Það er erfitt að sjá einhverja
skáka Man. City,“ segir Tómas Þór.
Styttist í fyrsta sparkið
Síminn og
mbl.is í samstarf
um enska boltann
AFP
Enski Það verður hart tekist á um
boltann í ensku úrvalsdeildinni.
Björgunarsveitir á Suðurlandi
voru kallaðar út um kvöldmatar-
leytið í gærkvöldi vegna hóps af
göngufólki sem var í sjálfheldu á
Kattarhryggjum í Þórsmörk. Ein
kona í hópnum var slösuð á fæti
og hópurinn treysti sér ekki
lengra.
Kattarhryggir eru hluti af
gönguleiðinni á Fimmvörðuhálsi
en þeir eru mjóir fjallshryggir og
mikill bratti báðum megin.
Sjúkraflutningamenn og hópar
af björgunarsveitarfólki á Hvolls-
velli og Hellu, ásamt
björgunarsveitarfólki sem statt
var í Þórsmörk, voru á leiðinni á
vettvang þegar Morgunblaðið fór í
prentun.
Í sjálfheldu
á Kattar-
hryggjum
Morgunblaðið/RAX
Kattarhryggir Mjóir og brattir og
geta verið erfiðir yfirferðar.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Tómas Már Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Al-
coa, hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrir-
tækinu. Mun ákvörðunin taka gildi frá og með
næstu áramótum. Frá þessu er greint í til-
kynningu frá fyrirtækinu sem send var til
Kauphallarinnar í New York við lokun mark-
aða í Bandaríkjunum í gær. Þegar Morgun-
blaðið náði sambandi við Tómas Má í gær sagði
hann að þessi ákvörðun hans hefði lengi legið í
loftinu. Hann hefði raunar ætlað að hætta
störfum hjá fyrirtækinu um síðastliðin áramót
en að þá hefði hann verið beðinn um að fresta
þeirri ákvörðun.
„Nú er hins vegar kominn rétti tíminn til að
stíga þetta skref. Ég hef starfað hjá Alcoa í
einn og hálfan áratug og verið tengdur álgeir-
anum í aldarfjórðung. Þetta hefur verið afar
gefandi og lærdómsríkur tími. En fjölskylda
mín er hér heima og ég vil snúa mér að öðrum
verkefnum.“
Inntur eftir því hvaða verkefni það séu segir
Tómas að það liggi ekki fyrir á þessum tíma-
punkti.
„Ég hef ekkert ákveðið í þeim efnum. En ég
held að það verði eitthvað alveg nýtt. Ég er á
þeim aldri að ég hef tækifæri til þess og ég
vona að reynsla mín geti nýst á fleiri sviðum.“
Árið 2004 var Tómas Már ráðinn til Alcoa í því
skyni að koma á laggirnar álveri fyrirtækisins í
Reyðarfirði. Þremur árum síðar var verk-
smiðjan gangsett. Segir hann að uppbyggingin
fyrir austan sé eitt áhugaverðasta og skemmti-
legasta verkefni sem hann hafi komið að. Það
var svo árið 2011 sem hann var gerður að fram-
kvæmdastjóra fyrirtækisins í Evrópu og
tveimur árum síðar færðust Mið-Austurlönd
einnig undir hans hatt. Árið 2014 tók hann svo
við sem framkvæmdastjóri frumframleiðslu
fyrirtækisins á heimsvísu. Í nóvember í fyrra
var hann svo gerður að aðstoðarforstjóra fyrir-
tækisins. Tómas Már segir margt afar áhuga-
vert hafa drifið á daga sína í störfum fyrir Al-
coa en hann gegndi meðal annars
lykilhlutverki í endurskipulagningu fyrir-
tækisins þegar því var skipt upp í tvo hluta
undir nöfnum Alcoa og Arconic árið 2016.
„Alcoa sem ég kveð er allt annað fyrirtæki
en ég kom að á sínum tíma. En hjá því starfa í
dag um 16 þúsund manns, veltan er um 12
milljarðar dollara og í fyrra var framlegð þess
um 3 milljarðar dollara.“
Lætur af störfum hjá Alcoa
Tómas Már Sigurðsson hættir sem aðstoðarforstjóri Alcoa um næstu áramót Hjá félaginu frá 2004
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Reyðarfjörður Tómas Már stýrði uppbyggingu
Fjarðaáls og gangsetti verksmiðjuna árið 2007.
Hún Karolina, starfsmaður Flúðajörfa, sinnti uppskeru spergilkáls með
bros á vör í góða veðrinu á Flúðum í gær þegar blaðamann Morgunblaðsins
bar þar að garði, en tíðarfarið í sumar hefur haft góð áhrif á ræktunina.
„Uppskeran er um hálfum mánuði fyrr á ferðinni en venjulega,“ segir
Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa. Hann bætir við að sala spergilkáls
hafi aukist mjög á undanförnum árum, en það þykir bæði hollt og gott.
Morgunblaðið/Ásdís
Blíðviðrið flýtti fyrir uppskeru spergilkálsins