Morgunblaðið - 11.07.2019, Page 4
E. coli-bakterían
Hvað er E. coli?
Hvaðan koma E. coli sýkingar?
Smitleiðir Einkenni
Uppruna sýkinganna má oftast rekja til jórtur-
dýra, einna helst nautgripa en þeir geta borið
bakteríuna og verið einkennalausir.
Tími frá smiti
til einkenna í
meltingarvegi
er einn til tveir
sólarhringar.
Nautgripaafurðir
Mengað vatn
eða matvæli
Einnig getur beint
smit manna á
milli átt sér stað,
þá einna helst hjá
litlum börnum.
E. coli tilheyrir ætt þarma-
baktería og finnst gjarnan í
þörmum manna og dýra.
Flestar gerðir E. coli eru hættu-
lausar, en aðrar geta valdið
matareitrun.
Forvarnaraðgerðir
■ Vel steikt nautakjöt og nautahakk
(sérstaklega hamborgarar). Þó er ekki
ástæða til að gegnsteikja heila vöðva.
■ Forðast neyslu ógeril-
sneyddrar mjólkur.
■ Skola allt grænmeti
uppúr hreinu vatni.
■ Góður handþvottur
eftir salernisferðir og
áður en matvæli eru
handleikin.
Niðurgang-
ur sem oft
er blóðugur
Oftast fylgir
enginn hiti
en getur þó
verið nokkrar
kommur
Slæmir
kviðverkir
og/eða
uppköst
Fyrstu ein-
kenni ganga
venjulega yfir
á 5-7 dögum
Heimild:
Landlæknisembættið
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
,,Atvikið í Efstadal II gefur fullt tæki-
færi til þess að endurskoða samkrullið
í nánu dýrahaldi og matvælafram-
reiðslu. Slíkt er vinsælt og skemmti-
legt en getur boðið upp á E. coli-smit
og dreifingu á því,“ segir Þórólfur
Guðnason sóttvarnalæknir, sem telur
að ábyrgir aðilar, svo sem MAST,
Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftir-
litið, þurfi að huga vel að því hvort
endurskoða þurfi reglur um dýra-
garða samhliða matvælaframreiðslu
og matvælaframleiðslu.
Mbl. greindi frá því í gær að tvö
börn til viðbótar hefðu greinst með E.
coli-bakteríuna og talið væri líklegt að
það mætti rekja til Efstadals. Staðfest
tilfelli eru því orðin 12.
Í áréttingu sem embætti landlækn-
is sendi frá sér í gær vegna frétta-
flutnings af smiti og smitleiðum E.
coli-sýkinga í Efstadal II kemur fram
að bakteríurannsóknir hafi sýnt að
kálfar á staðnum báru sömu bakteríur
og hin sýktu börn. Einnig kom fram
að helmingur barnanna var ekki í
tengslum við kálfa á staðnum. Níu af
þeim börnum sem vitað var að höfðu
sýkst borðuðu ís í Efstadal II, en tí-
unda barnið smitaðist af systkini.
Sterkustu faraldsfræðilegu tengslin
eru því við ís sem seldur var á staðn-
um. Beðið er eftir fleiri niðurstöðum
úr bakteríurannsóknum sem nú
standa yfir m.a. á starfsfólki Efstadals
II.
Þórólfur segir aðspurður ekki úti-
lokað að menn geti sýkt dýr af E. coli.
Hringrás baktería sé á milli manna og
dýra en sá möguleiki að menn smiti
dýr með E. coli-bakteríu hafi ekki ver-
ið skoðaður. Þórólfur segir að hrein-
læti skipti öllu máli í umgengni við
matvæli og dýr og handþvottur sé lyk-
ilatriði í öllu hreinlæti.
Guðbergur Eyjólfsson, annar eig-
enda húsdýragarðsins Daladýrðar í
Fnjóskadal á Norðurlandi, segir að
þar sé bæði hægt að komast í návígi
við dýr og fá sér kaffi og vöfflur.
,,Konan mín er með ofnæmi fyrir
dýrum og sér því að mestu um matar-
gerð og eldhúsið en ég um dýrin.
Stelpan okkar sinnir dýrunum fyrir
hádegi og er í uppvaskinu eftir hádegi.
Það eru skýrar verklagsreglur og við
pössum okkur að sulla ekki saman
umgengni við dýr og matvæli. Skipt-
um um galla á milli verka og fleira,“
segir Guðbergur og bætir við að bakt-
eríur séu allt í kringum okkur. Það sé
nóg að labba út í móa þar sem salmon-
ellan sé úti um allt. Hann segir slysið í
Efstadal sorglegt fyrir börnin sem
lentu í því að fá E. coli og fyrir fólkið á
bænum.
Engar E. coli-sýkingar í 27 ár
Húsdýragarðurinn í Reykjavík og
Dýragarðurinn í Slakka við Laugarás
hafa báðir verið starfandi í 27 ár án
þess að E. coli-sýking hafi komið þar
upp. Helgi Sveinbjörnsson, stofnandi
Slakka, segir dýragarðinn undir mjög
ströngu eftirliti og alltaf hafi verið lagt
upp með að aðgreina dýrahaldið og
matvælaframreiðsluna. Í kjölfar at-
burðanna í Efstadal II hafi mikið að-
gengi að handspritti verið enn aukið.
Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður
Húsdýragarðsins, tekur í sama streng
og Guðbergur hvað varðar aðskilnað
starfa með dýr og matvælaframleiðslu
og aukið aðgengi að spritti.
Fleiri börn greinast með E. coli-smit
Beðið eftir niðurstöðum úr bakteríurannsóknum í Efstadal II Sóttvarnalæknir telur tækifæri til að
endurskoða samkrull í dýrahaldi og matvælaframreiðslu Aukinn aðgangur að handspritti fyrir gesti
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019
Þjóðskrá Íslands hafði fyrir hádegi í
gær borist þrjár umsóknir þar sem
óskað er eftir að viðkomandi fái að
taka upp nafn sem áður var aðeins
leyft gagnstæðu kyni þeirra. Þetta
segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri
Þjóðskrár Íslands, í samtali við Morg-
unblaðið en ný lög um kynrænt sjálf-
ræði voru samþykkt 18. júní síðastlið-
inn. Í þeim kemur m.a. fram að ekki
þurfi lengur að gefa stúlku hefðbundið
kvenmannsnafn eða dreng karlmanns-
nafn.
Margrét staðfestir að ein þessara
þriggja umsókna hafi verið umsókn
bóndans Sigríðar Hlyns Helgusonar
Snæbjörnssonar, sem áður hét Sigurð-
ur, sem nú hefur fengið nafnbreytingu
samþykkta og ber
nú hefðbundna
kvenmannsnafnið
Sigríður án þess
að hafa þurft að
breyta kyni sínu.
Margrét segir að
Þjóðskrá hafi að
auki borist alls tíu
umsóknir um
breytingu á kyni í
þjóðskrá. Allir nema einn þeirra sem
sóttu um breytingu á kyni sóttu einnig
um að nafnbreytingu í umsókninni.
Segir Margrét að Þjóðskrá sé vel í
stakk búin að afgreiða umsóknirnar
hratt og vel og segir að stofnunin leitist
við að afgreiða málin innan tveggja
daga frá því að greiðsla berst frá um-
sækjanda.
„Við vitum að það eru nokkrir sem
hafa verið að bíða lengi eftir þessari
lagabreytingu. Við gerum ráð fyrir því
að umsóknunum fjölgi svolítið á næstu
dögum, sérstaklega eftir að það kemur
fram í fjölmiðlum að búið sé að birta
lögin og að þau hafi tekið gildi,“ segir
hún.
Sigríður Hlynur sagðist vera hæst-
ánægður með nafnbreytinguna þegar
mbl.is náði tali af honum í gær. „Þessi
lög eru auðvitað ekki sett fyrir mig
heldur aðra hópa eins og transfólk og
kynsegin fólk og mín breyting er hlið-
arverkun af þessu, segir Sigríður
Hlynur í samtali við mbl.is. rosa@mbl.is
Þrjár umsóknir um nöfn
tengd gagnstæðu kyni
Þjóðskrá Íslands afgreiðir umsóknir innan tveggja daga
Sigríður Hlynur
Hefur þú prófað nýju
kjúklingasteikurnar?
NÝTT OG
SPENNANDI
FRÁ HOLT
A
Líðan fimm mánaða drengs, sem er
með bráðanýrnabilun af völdum E.
coli-sýkingar, fer hratt versnandi og
það skýrist á næstu sólarhringum
hvort hann þurfi á blóðhreinsun að
halda.
Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræð-
ingur í nýrnalækningum barna,
staðfesti þetta í samtali við mbl.is í
gær. „Þetta er ekki stöðugt ástand
og líðan fer versnandi þannig að við
verðum bara að sjá til hvort hann
þurfi á blóðhreinsun að halda eða
ekki. Það getur komið í ljós hvenær
sem er á næstu tveimur sólar-
hringum,“ sagði Viðar Örn og bætti
við:
„Það fara fram blóðrannsóknir á
nokkurra klukkustunda fresti til að
sjá hvort það er nægilega mikil
versnun til að réttlæta slíkt inn-
grip.“
Fer hratt
versnandi
Barn með nýrna-
bilun eftir E. coli-smit
Björgunarsveit á Suðureyri var
kölluð út um hálffimmleytið í gær
eftir að strandveiðibáturinn Hafdís
ÍS sigldi í strand utarlega í Súg-
andafirði. Engin slys urðu á fólki og
var björgunarbátur kominn á
strandstað stuttu síðar.
Valur Sæþór Valgeirsson, björg-
unarsveitarmaður á Suðureyri,
segir að báturinn sé vel skorðaður á
strandstaðnum. Því hafi verið
ákveðið að reyna ekki að draga
hann af strandstað að sinni. Valur
bætir við að stórt sker sé fyrir aftan
bátinn, sem myndi líklega skemma
hann meira ef reynt yrði að draga
hann of snemma. Gat kom á skrokk
bátsins og þurfti því að koma dæl-
um um borð í hann frá landi. Valur
segir að gatið sé ekki stórt, en að
stýrið hafi skaddast og þar leki inn
í vélarrúmið. Því sé verið að vinna
að því að þétta bátinn. „Við viljum
ekki ana að neinu, heldur sætum
færis,“ segir Valur að lokum.
Bíða eftir
betra færi
Ljósmynd/Sæmundur Þórðarson
Engin slys á fólki þegar strandveiðibátur strandaði uppi í fjöru í Súgandafirði síðdegis í gær