Morgunblaðið - 11.07.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Höskuldur Þór Jónsson, 21 árs gam-
all leikstjóri og handritshöfundur
nýs söngleiks, Ðe lonlí blú bojs, seg-
ist hafa verið að hlusta á útvarpið
þegar hann uppgötvaði hljómsveit-
ina Ðe lónlí blú bojs. Hljómsveitina
hafði hann ekki heyrt um áður en
segist hafa orðið heillaður af henni
eftir kynningu á sögu hennar. Urðu
þessi kynni Höskuldar kveikjan að
því að hann skrifaði samnefndan
söngleik sem frumsýndur verður í
Bæjarbíói í Hafnarfirði 26. júlí og
inniheldur einungis lög Ðe Lónlí blú
bojs. Er söguþráðurinn í söng-
leiknum skáldskapur, að sögn Hösk-
uldar, en hann er lauslega innblásinn
af ferli hljómsveitarinnar skammlífu
sem starfaði á árunum 1974 til 1976.
Hljómsveitina skipuðu Rúnar Júl-
íusson, Gunnar Þórðarson, Eng-
ilbert Jensen og Björgvin Hall-
dórsson en Þorsteinn Eggertsson
var aðaltextasmiður sveitarinnar.
„Þeir voru svo stórir á sínum tíma
en það veit eiginlega enginn af minni
kynslóð hverjir þetta eru. Það finnst
mér smá sorglegt,“ segir Höskuldur
og bætir við að hann vilji vekja
áhuga yngri kynslóðarinnar á tón-
listinni og fá hana til að líta til baka.
Nota raunverulegu dulnefnin
„Þetta er geggjuð tónlist. Það
finnst mér allavega. Það hafa allir
gaman af þessu um leið og þeir setja
þetta á fóninn,“ staðhæfir Hösk-
uldur.
Segir hann að ýmis smáatriði í
söguþræðinum megi beintengja við
feril upprunalegu hljómsveitarinnar
og bendir á að nöfn hljómsveitar-
meðlimanna í söngleiknum, Njáll,
Páll, Valdimar og Sörli, séu raun-
veruleg dulnefni meðlima sveitar-
innar sem upphaflega vildu leyna
raunverulegum nöfnum sínum.
„Ðe lonlí blú bojs átti fyrst að vera
svona leynihljómsveit og enginn átti
að vita hverjir þetta voru. Þess
vegna skálduðu þeir nöfn á alla með-
limina en það entist ekki lengi enda
þekktu allir þessa gaura. Þeir voru
orðnir þjóðþekktir í gegnum hljóm-
sveitina Hljóma. Þannig að við not-
um leyninöfnin þeirra í söng-
leiknum,“ segir Höskuldur.
Hann segir að undirbúningurinn
fyrir sýninguna hafi gengið frá-
bærlega og segist vera fullur eft-
irvæntingar fyrir frumsýningunni.
„Þetta er mjög góður hópur sem
er með hjartað á réttum stað,“ segir
hann.
Kynntust í Verzlunarskólanum
Máni Huginsson, framleiðslustjóri
sýningarinnar tekur undir með
Höskuldi og segir leikhópinn vera
frábæran og bætir við að öll hafi þau
kynnst við uppsetningu söngleikja í
Verzlunarskóla Íslands, þaðan sem
þau útskrifuðust. Hann segir ungan
aldur þeirra sem koma að sýning-
unni auk þess vekja eftirtekt en allir
nema einn í hópnum eru í kringum
tvítugsaldurinn.
Máni segir að hópurinn hafi fengið
mikil og góð viðbrögð við söng-
leiknum og bendir á að aðdáendur
hljómsveitarinnar Ðe lónlí blú bojs
hafi sýnt sýningunni sérstakan
áhuga og að margir bíði spenntir eft-
ir frumsýningunni.
Ljósmynd/Stefanía Elín Linnet
Flottir Ingi, Mímir, Styr og Vilberg leika hljómsveitarmeðlimi Ðe lónlí blú bojs og flytja lög sem margir þekkja.
Setja upp söngleik með
lögum Ðe lónlí blú bojs
Leikstjóri segir fáa af sinni kynslóð þekkja hljómsveitina
Hæfileikar Flestir sem koma að sýningu Ðe lónlí blú bojs eru ungir að aldri.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Ólögleg fæðubótarefni og lyf ganga
kaupum og sölu á vefsíðum og í hóp-
um á Facebook. Eftirlitsaðilum
gengur oft erfiðlega að stöðva slík
viðskipti og dæmi eru um að sumir
söluaðilar hafi fengið að athafna sig
áhyggjulausir árum saman. Þannig
er til að mynda með sölusíðuna Mala-
tonin & 5htp á Íslandi sem starfrækt
hefur verið í óbreyttri mynd á Fa-
cebook frá því í ársbyrjun 2016 hið
minnsta. Á umræddri síðu er hægt að
kaupa melatónín sem skilgreint er
sem ólöglegt fæðubótarefni hér á
landi. Sá sem rekur síðuna gefur
gjarnan upp símanúmer sitt þegar
hann auglýsir nýjar sendingar. „Með
litlum og/eða slitnum svefni er maður
að skerða lífsgæðin sín verulega. Lík-
aminn þarf á góðri hvíld að halda til
að starfa eðlilega og halda heilsu, lík-
amlegri og andlegri. Ef þú átt erfitt
með svefn er auðveldlega hægt að
gera eitthvað í málunum, í dag – próf-
aðu melatonin. Þú sérð ekki eftir
því,“ segir í nýlegri auglýsingu á síð-
unni.
„Lyfjastofnun hefur orðið vör við
sölu á melatóníni á netinu og sam-
félagsmiðlum. Hins vegar hefur það
sem við höfum orðið vör við verið
framleitt sem fæðubótarefni. Það
sama gildir um þessa síðu sem þú
bendir á, en þar er tekið fram að efnið
sem til sölu er sé fæðubótarefni,“
segir í svari Lyfjastofnunar við fyr-
irspurn Morgunblaðsins. „Melatónín
er flokkað sem lyf hér á landi eins og í
öðrum Evrópulöndum. Hins vegar
hefur innflutningur á efninu aukist
mjög frá þeim löndum þar sem mela-
tónín er skilgreint sem fæðubótar-
efni, sem og sala í gegnum netið og á
samfélagsmiðlum. Slíkt er ólöglegt
þar sem fæðubótarefni sem innihalda
lyf skilgreinast sem ólögleg fæðubót-
arefni,“ segir þar ennfremur.
Zulema Sullca Porta, fagsviðs-
stjóri hjá Matvælastofnun, bendir á
að melatónín sé innihaldsefni í tveim-
ur lyfjum sem fást í apótekum hér á
landi. Stofnunin fylgist hins vegar
með innflutningi á melatóníni sem
fæðubótarefni. „Við höfum orðið vör
við aukinn innflutning á þessu efni,“
segir Zulema sem segir tollayfirvöld
stöðva sendingar með efninu. „En
ekki er til neitt sem heitir 100% eft-
irlit, heldur ekki hjá okkur.“
Hún segir að erfitt sé að eiga við
dreifingu á ólöglegum efnum í gegn-
um Facebook-síður. Þær séu yfirleitt
lokaðar og Matvælastofnun sem slík
fái ekki aðgang. Matvælastofnun hafi
heldur ekki reynt að fá aðgang að
lokuðum hópum á Facebook eða sam-
bærilegum síðum.
Hún rifjar upp tilfelli þar sem
reynt var að stöðva dreifingu á ólög-
legu fæðubótarefni sem selt var á Fa-
cebook. Ekki reyndist unnt að hafa
hendur í hári sölumannsins því við-
komandi var ekki skráður undir réttu
nafni og svaraði ekki pósti frá heil-
brigðiseftirlitinu. Síðar var nafn hans
horfið af Facebook. „Við höfum ekki
möguleika til að stöðva og/eða grípa
til aðgerða ef viðkomandi neitar að
hafa samband við okkur og það virð-
ist vera mjög einfalt á Facebook, þar
sem ekki alltaf er um réttar upplýs-
ingar að ræða,“ segir Zulema sem
játar því fúslega að stofnunin þurfi ef
til vill að skoða aðrar aðferðir til að
sporna við þessari þróun.
Selja ólögleg efni óáreittir á netinu
Aukinn innflutningur á melatóníni sem skilgreint er sem ólöglegt fæðubótarefni hér Lyfið er selt á
síðum á Facebook Eftirlitsaðilar varnarlausir gagnvart þessari þróun Skoða þarf nýjar aðferðir
Ljósmynd/Thinkstock
Lyf Melatónín er víða skilgreint sem fæðubótarefni en flokkað sem lyf hér.
Hin árlega flughátíð á Hellu hófst í
fyrradag og stendur fram á sunnu-
daginn. Matthías Sveinbjörnsson,
forseti Flugmálafélags Íslands, seg-
ir mikið um dýrðir á hátíðinni að
þessu sinni, en meðal annars hefur
verið keppt í Íslandsmótinu í flugi.
„Það eru lagðar fimm flugþrautir
fyrir flugmenn, allt frá því að taka
á loft og lenda og að reyna á ratvísi
manna og flugtækni,“ segir Matt-
hías. Hann segir að rætur hátíð-
arinnar megi rekja í einhverri
mynd nokkra áratugi aftur í tím-
ann, en hún hafi undir núverandi
formerkjum verið haldin í nærri
tvo áratugi. „Hún hefur farið vax-
andi á hverju einasta ári,“ segir
Matthías, en allt stefnir í að hátíðin
í ár verði sú fjölmennasta sem hald-
in hafi verið til þessa. Þá verði mik-
ið um að vera um helgina á bæði
föstudag og laugardag. Allir flug-
áhugamenn ættu að geta fengið
eitthvað fyrir sinn snúð. „Ef það
tekst á loft, þá er það hérna, og
núna er meira að segja flug-
drekasýning!“ segir Matthías.
Allt sem getur flog-
ið á flughátíðinni
Stefnir í mikið fjölmenni á Hellu
Ljósmynd/Halldór Kr. Jónsson
Flughátið Alls kyns flugvélar og flygildi má finna á Hellu þessa dagana.
GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA
Njóttu þess að hvílast
í hreinum rúmfötum
Við þvoum og pressum rúmfötin
- þú finnur muninn!