Morgunblaðið - 11.07.2019, Page 8

Morgunblaðið - 11.07.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 2019 Styrmir Gunnarsson telur sig sjáað það séu „vísbendingar hér og þar um að þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins standi ekki alveg á sama vegna stöðunnar varðandi orkupakka 3 innan flokksins.    Það er alla vegajákvætt.    Ein vísbendingum þetta er grein Haraldar Benediktssonar, alþingismanns, í Morgunblaðinu fyrir helgi, þar sem hann viðrar hugmyndir um þjóðaratkvæða- greiðslu um sæstreng.    Önnur er að fregnir herma, aðeinstakir þingmenn flokksins hafi leitað eftir samtölum við virka flokksmenn í hverfafélögunum í Reykjavík um málið.    Það er líka jákvætt.   En orðin ein duga ekki til.Vonandi nota þingmennirnir sumarið vel til þess að átta sig á stöðunni.    Hún er alvarleg.“   Þetta er rétt hjá Styrmi. Haraldurhefur löngum sýnt að hann er góður og gegn þingmaður sem tekur starf sitt alvarlega.    Og það er gott að hann vill eigaþátt í að leiða flokkinn sinn út úr ógöngunum. En hann er fjarri því að vera kominn á leiðarenda með því sem hann orðar sem lausn. En fyrsta skref er upphaf allra góðra ferða. Fyrsta skref en fjarri leiðarenda STAKSTEINAR Styrmir Gunnarsson Haraldur Benediktsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Tilboð vegna uppsteypu nýbyggingar Landsbank- ans við Austurbakka 2 voru opnuð þriðjudaginn 9. júlí. Fimm tilboð bárust og voru þau frá 95% til 110% af kostnaðaráætlun. Tilboð Þ.G. Verk ehf. var lægst, eða 2.782 milljónir króna, en kostnaðar- áætlun verksins er 2.935 m.kr. Tilboðin eru nú í yf- irferð hjá umsjónaraðila verkkaupa, VSB verk- fræðistofu, samkvæmt upplýsingum Elínborgar V. Kvaran hjá Landsbankanum. ÞG Verk hefur á síðustu árum byggt hundruð íbúða fyrir almennan íbúðamarkað auk þess að þróa og byggja fjölbreytt atvinnuhúsnæði. Fyrir- tækið, sem kennt við stofnandann og forstjórann Þorvald Gissurarson (ÞG), byggði meðal annars upp Hafnartorgið, sem nú er risið í Kvosinni, í ná- munda við nýbyggingu Landsbankans. Hið nýja Landsbankahús, sem rísa mun við hlið tónlistarhússins Hörpu, verður steinsteypt fimm hæða verslunar- og skrifstofuhús. Heildarstærð með bílakjallara verður 21.497 fermetrar. Húsið sjálft verður 16.500 fermetrar. Bankinn hyggst nýta um 10.000 fermetra. Byggingarkostnaður er áætlaður tæpir níu milljarðar, að lóðarverði með- töldu . sisi@mbl.is ÞG Verk bauð lægst í uppsteypu  Tilboð í nýjan Lands- banka 2,8 milljarðar Mynd/Arkþing ehf. og C.F. Møller Kletturinn Vinningstillagan að nýjum höfuð- stöðvum Landsbankans við hlið Hörpu. Byggingafulltrúinn í Reykjavík hefur samþykkt beiðni Alþingis um leyfi til að byggja skrifstofuhús fyr- ir starfsemi þingsins á Alþingisreit, með aðstöðu fyrir fundahöld, mót- tökur og ráðstefnur. Nú þegar byggingaleyfið liggur fyrir verður byrjað að undirbúa út- boð á jarðvinnu, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofurstjóra Alþingis. Reiknar hann með að út- boðið verði auglýst strax í haust. Þegar framkvæmdir hefjast á reitnum má búast við einhverri röskun umferðar í Vonarstræti. Gjöld vegna umsóknarinnar eru tiltekin í bréfi byggingafulltrúans og nema þau samtals nálægt 117 milljónum. Þyngst vegur viðbótar gatnagerðargjald rúmar 113 millj- ónir og byggingaleyfi 2,8 milljónir. Nýbygging Alþingis mun standa á horni Vonarstrætis, Tjarnargötu og Kirkjustrætis. Hún verður alls tæpir 6.300 fermetrar. Húsinu er ætlað að sameina alla starfsemi Al- þingis, sem nú er á mörgum stöðum í miðborginni. Árið 2016 var efnt til hönnunar- samkeppni um nýbyggingu á Al- þingisreitnum. Alls bárust 22 til- lögur. Höfundar verðlaunatillög- unnar voru arkitektar Studio Granda og höfundur listskreyt- ingar Kristinn E. Hrafnsson. sisi@mbl.is Alþingi fær leyfi til að byggja skrifstofuhús Tölvumynd/Studio Grandi Alþingisreitur Hið nýja skrifstofuhús mun setja mikinn svip á miðborgina. Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is Mán.–Fös. 09–17 Glæsilegar danskar innréttingar í öll herbergi heimilisins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.